Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 8
Páskablað 15.–22. apríl 20148 Fréttir Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Ólíkar skoðanir á hugmyndum ASÍ um félagslegt húsnæðiskerfi A lþýðusamband Íslands boðar hugmyndir um nýtt félagslegt húsnæðiskerfi á vegum sveitarfélaganna í nýútgefinni skýrslu. Kerfið á til að mynda að koma til móts við þann hóp sem ekki fær að njóta skuldaleiðréttinga ríkisstjórnarinn- ar. ASÍ segir að stórir hópar í sam- félaginu búi við óbærilega háan húsnæðiskostnað og ráði ekki við markaðsleigu. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, segir að hug- myndir ASÍ séu í takti við það sem Samfylkingin boðar varðandi hús- næðismál. „Við lítum á okkur sem mikla bandamenn, borgin og verka- lýðshreyfingin, í þessum húsnæðis- málum. Það er ákveðinn hópur í sam- félaginu sem mun alltaf eiga mjög erfitt með að greiða þá leigu sem að hinn svokallaði leigumarkaður kall- ar eftir ef ekkert annað kemur til. Þess vegna erum við að þróa leið- ir til þess að ná leiguverðinu niður í gegnum nýja hugsun,“ segir Dagur. „Við erum að hugsa um húsnæð- ismarkað fyrir alla, en ekki bara þá sem hafa mikið fé á milli handanna og geta keypt dýrar og fínar eignir.“ „Það á að láta markaðinn um þetta“ Aðspurður um hugmyndir ASÍ segir Halldór Halldórsson, borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins, að við fyrstu sýn líti þetta út fyrir vera meiri félagsvæðing húsnæðiskerfisins en nú þegar er. „Það á að láta markaðinn um þetta.“ Varðandi skort á litlum íbúðum telur Halldór að markaðslausnirnar leysi það betur en allt annað. „Gjald- skrárkerfi Reykjavíkurborgar vinn- ur gegn þessu markmiði eins og það er núna. Við viljum breyta því,“ seg- ir Halldór og telur að fast verð á hverja íbúð geri það óhagkvæmara að byggja smærri íbúðir. Þessu vilji hann breyta með því að breyta gjald- skránni. Sömuleiðis þurfi að finna leiðir til að lækka lóðaverð fyrir al- mennan íbúðamarkað og auka lóða- framboð. Halldór segir Sjálfstæðisflokkinn ekki vera á sömu bylgjulengd og Sam- fylkingin og ASÍ varðandi félagslegt húsnæðiskerfi en hann sé þó tilbúinn að skoða allar lausnir. „Við vörum við nálgun þar sem skattgreiðendur eigi að taka á sig mismuninn, það er ekki góð framtíðarnálgun.“ Gæti lagast af sjálfu sér „Það geta allir lækkað leiguna ef þeir fá einhvern annan til að borga,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formað- ur Húseigendafélagsins. Hann seg- ir vandamálið byggja á því að leigan sé of há til að fólk hafi efni á að borga hana en of lág til að standa undir kostnaði. „Það er gjá þarna á milli. Byggingarkostnaðurinn er svo hár að leigan sem fæst að lokum stendur ekki undir honum. Kaupmáttur þyrfti að aukast og byggingarkostnaður og vextir að lækka, þá myndi þetta lagast af sjálfu sér,“ segir hann. „Við erum hlynntir aðgerðum til að koma til móts við þá sem verst eru staddir. Það þarf einhver úrræði handa þeim. En hvort það sé ná- kvæmlega þetta sem dugir, svona stórt og mikið kerfi og húsnæðissam- vinnufélag, ég sé það ekki ganga alveg upp en við erum ekki búnir að skoða þetta til hlítar.“ Fyrirfinnst víða í Evrópu Alþýðusamband Íslands seg- ir í nýútgefinni skýrslu að félags- legt húsnæðis kerfi sé að finna víða í Evrópu. Þar nái félagslega hús- næðiskerfið til um fimmtungs allra íbúða í Evrópusambandinu og er eignarhaldið almennt í höndum hús- næðissamvinnufélaga, búseturéttar- félaga eða húsfélaga í eigu sveitar- félaga. Það er þó aðeins í Austurríki, Bretlandi og Írlandi þar sem sveitar- félög eru beinir eigendur að íbúðum. Ef miðað er við reynslu Norður- landanna þyrfti 20% alls íbúðarhús- næðis að vera með stuðningi fyrir tekjulága einstaklinga en á Íslandi er hlutfallið einungis 5% samkvæmt Al- þýðusambandi Íslands. n „Það á að láta markaðinn um þetta“ Ekki góð framtíðarnálgun Halldór er tortrygginn á aukna félagsvæð- ingu húsnæðiskerfisins. Mynd ir SiGtryGGur Ari dagur B. Eggertsson Hugmyndir Samfylkingar og ASÍ eru í takt. Það þarf einhver úrræði Er óviss um hvort að félagslegt húsnæðiskerfi er það sem dugi fyrir verst stöddu hópana. Mynd KArl PEtErSSon „Við erum að hugsa um húsnæðis- markað fyrir alla, en ekki bara þá sem hafa mikið fé á milli handanna. Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Slóðar í umferðinni Lögreglan á Selfossi hafði afskipti af sex ökumönnum sem grun- aðir voru um fíkniefnaakstur og tveimur fyrir ölvunarakstur í umdæminu í síðustu viku. Að sögn lögreglu eru þetta slæm tíðindi enda vont að hafa slíka ökumenn í umferðinni. Þá kærði lögreglan á Selfossi tíu ökumenn fyrir hraðakstur og tvo fyrir að tala í síma undir stýri án hand- frjáls búnaðar. Að auki voru tveir kærðir fyrir að nota ekki öryggis- belti og tveir ökumenn reyndust vera án ökuréttinda og aka á ótryggðri bifreið. Sekt fyrir að aka ótryggðri bifreið nemur 30 þús- und krónum. Hagvöxtur eykst um 3 prósent Hagstofa Íslands spáir því að hag- vöxtur verði 2,7 prósent á þessu ári og 3 prósent árið 2015. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem Hagstofan gaf út á föstudag. Í spánni er reiknað með því að einkaneysla muni aukast um 3,5 prósent á þessu ári og fjárfesting um 9,2 prósent. Árið 2015 er reikn- að með að einkaneysla aukist um 3,3 prósent og nærri 3 prósent á ári árin 2016 til 2018. Þá mun fjárfesting aukast um 18,2 pró- sent árið 2015 og verður vaxandi ef frá er talið árið 2017. „Áætlun ríkisstjórnarinnar um lækkun verðtryggðra íbúðalána ásamt aukningu ráðstöfunartekna, sem meðal annars má rekja til styrk- ingar vinnumarkaðar, styðja við einkaneyslu á spátímanum. Spáð er 2,6 prósenta verðbólgu árið 2014, 3,4 prósenta árið 2015 og 3,1 prósents árið 2016, en undir þremur prósentum eftir það. Kjarasamningum er að mestu lok- ið á almennum vinnumarkaði en lausir kjarasamningar opinberra starfsmenn viðhalda nokkurri óvissu um launa- og verðlagsþró- un,“ segir á vef Hagstofu Íslands. Aukinn stuldur á reiðhjólum Hjólreiðafólk hvatt til að ganga tryggilega frá hjólum sínum R eiðhjólaþjófnuðum fjölgaði í mars en það kemur fram í af- brotatölfræði lögreglustjór- ans á höfuðborgarsvæðinu fyrir marsmánuð. Með hækkandi sól og betra veðurfari tekur hjólreiða- fólk fram hjólin sín og í kjölfarið fylgir yfirleitt fjölgun tilkynninga um reiðhjólaþjófnað, að sögn lögreglu. Hjólreiðafólki er því bent á að ganga alltaf tryggilega frá hjólum sínum, hvar svo sem það er statt. Alls var 22 reiðhjólum stolið í mánuðinum sem eru sex fleiri en í febrúar. Skýrslan hefur verið gerð opinber fyrir almenning á netinu. Fjölgun var í flestum brotaflokkum á milli mánaða en fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára. Alls bárust 294 tilkynningar um þjófn- aði í mars en innbrot og stuldur á farsímum jókst töluvert. Tilkynningum um kynferðis- brot fjölgaði um helming á milli mánaða og voru alls tíu í mars. Kyn- ferðisbrotum hefur þó fækkað um 64 prósent samanborið við sama tímabil síðustu þriggja ára. Þá hefur tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 36 prósent en í mars- mánuði komu 23 mál á borð lög- reglu þess efnis. n ingolfur@dv.is Fjölgun Það borgar sig að ganga tryggilega frá reiðhjólinu. Lögregla hefur merkt fjölgun í þjófnuðum á reiðhjólum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.