Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 64
Páskablað 15.–22. apríl 201464 Menning Svissnesk töfratár við augnþurrki Vertu viss með DROPAR Lykjur, án rotvarnarefna. Hægt er að loka eftir opnun. Dreypiglas 10ml Má nota í 3 mánuði eftir opnun. GEL Lykjur, án rotvarnarefna. Hægt er að loka eftir opnun. Dreypiglas 10ml Má nota í 3 mánuði eftir opnun. VISMED fæst á eftirtöldum stöðum: Lyfja, Apótekið, Lyfjaval, Borgarapótek, Fríhöfnin, Lyfjaborg, Lyfsalinn, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Garðs Apótek, Lyfjaver, Rima Apótek, Apótek Árbæjar, Siglufjarðarapótek, Urðar Apótek, Reykjavíkur Apótek, Akureyrar Apótek. Kemst ekki á flug V alur Freyr Einarsson og leikhópurinn Common­ Nonsense hlutu verð­ skuldaða athygli og hrós fyrir verkið Tengdó fyrir tveimur árum, uppskáru Grímu­ verðlaun og miklar vinsældir með­ al áhorfenda. Engin furða því verk­ ið talaði beint til hjarta þeirra án þess að detta niður í væmni og til­ finningasemi og tók á kynþátta­ fordómum með persónulegri og dramatískri sögu úr fjölskyldu að­ standenda leiksýningarinnar. Nú feta Valur Freyr og leikhópur­ inn sömu leið, ætla sér eflaust að endurtaka leikinn sem heppnað­ ist svona vel í Tengdó en því miður fatast þeim flugið í þetta sinn. Saga af sársauka Valur Freyr er höfundur handrits­ ins sem fjallar um um tengsl og tengslaleysi feðga og styðst m.a. við heimildir sem hann aflaði með viðtölum við ýmsa einstaklinga. Gallinn er bara að meginsagan um ferkantaða og tilfinningahefta kerfisfræðinginn Ólaf Haraldsson nær aldrei að fanga og negla áhorf­ andann eða kveikja áhuga hans á örlögum persónunnar. Ástæðan er einfaldlega sú að frásagnartækn­ in á leiksviðinu, sjálf aðferðin við að miðla tilfinningasögu þriggja karlmanna úr sömu fjölskyldu, er hvorki hrífandi né sérlega frum­ leg. Hér er reynt að segja djúpa og áhrifamikla sögu af síendurteknum áföllum og ofbeldi, sem í þessu til­ viki hefur leitt til bælingar og þagn­ ar. Sársaukinn sem af því hlýst er síðan viðfangsefni sýningarinnar, bæði í nútíð og fortíð persónanna. Þar er þó tilfinningalegt stjórn­ leysi kerfisfræðingsins Ólafs, vandi hans og óhamingja í fyrirrúmi. Við óvænt fráfall föður hans kemur Dagbók jazzsöngvarans upp á yf­ irborðið og þögnin milli kynslóða er rofin. Sonur kynnist föður sín­ um, djasssöngvaranum, eftir dauða hans og myndar þá fyrst tengsl við hann sem aldrei voru til staðar. Lifnar ekki almennilega Til þess að rekja þessa sögu feðganna sem nær aftur til afans Benedikts og ömmunnar Ásu, hefur Valur Freyr skapað heimilishjálp­ ina Stellu, eldri konu sem þekkti föður hans betur en hann sjálfur. Hún er aflið sem drífur ruglingslega söguna áfram, nauðsynleg upplýs­ ingaveita í sýningu sem aldrei nær að lifna almennilega nema í eins­ tökum atriðum úr fortíð persón­ anna. Jú, og í útfararatriðinu í lokin þar sem þau Valur Freyr og Krist­ björg Kjeld áttu góðan endasprett. Valur Freyr hefur margt til brunns að bera sem leikari og leikur hér auk Ólafs, bæði föður sinn og afa. En því miður verður leikur hans nokkuð einhæfur, einkum í hlut­ verki Ólafs Haraldssonar, enda gefur sú persóna ekki færi á marg­ breytilegri túlkun jafn einsleit og hún er. Það var auðvitað snjallræði að fá stórleikkonuna Kristbjörgu Kjeld til liðs við sig í þessum leik og hún brást ekki frekar en fyrri daginn. Kristbjörg kann að ljá orð­ um vængi en þó mátti alveg merkja að skiptin milli hinnar lífsglöðu og jákvæðu Stellu og hinnar tragísku Ásu reyndu á. Þriðji leikarinn á sviðinu er barnungur, Grettir Vals­ son, sem þegar hefur aflað sér tölu­ verðrar reynslu á leiksviðinu. Hann leikur föður kerfisfræðingsins á barnsaldri og hefur ákaflega fallega nærveru á sviðinu og fína fram­ sögn. Hann nær að lyfta einstökum atriðum með vel mótuðum leik og ekki síst raddbeitingu og söng sem snertir. Fullmikil endurtekning Þrátt fyrir að tveir dramatúrgar hafi unnið að uppfærslunni hef­ ur þeim láðst að koma handriti og sýningu saman í eina lifandi heild. Ilmur Stefánsdóttir er annar þeirra og jafnframt höfundur leikmynd­ ar sem er samansafn af geymslu­ draslinu sem líka erfist milli kyn­ slóða eins og önnur óuppgerð og óupplýst mál í geðsögu einstak­ linga. Minnti fullmikið á leikmynd úr öðru vinsælu leikriti sem nýlega var sent út í sjónvarpi, en geymslu­ hugmynd Ilmar varð aldrei lifandi þáttur í skáldskap leiksviðsins. Uppsetningin sem slík af hendi leikstjórans Jóns Páls Eyjólfssonar (sem er hinn dramtúrgurinn) er fullmikil endurtekning af Tengdó, aðferðin gengur ekki alveg upp að þessu sinni eins og t.d. búninga­ skipti leikara fyrir opnum tjöldum sem leika fleiri en eina persónu. Sýningin silast áfram á sömu nót­ um og nær sjaldan flugi. Dagbók jazzsöngvara leiðir ósjálfrátt hugann að djassmúsík sem er þó ekki nærri því eins stór hluti af sýningunni og vænta má. Ef til vill hefði verið þörf á að brjóta oftar upp með söngatriðum, skipta um lit og áferð. Í stað djassins hafa höfundar sýningarinnar lagt áherslu á að segja okkur raunsæis­ lega fjölskyldusögu sem fær á sig fullmikinn blæ af tilfinningasemi og væmni. n Barnung stjarna Grettir Valsson er þriðji leik- arinn á sviði og nær að lyfta einstökum atriðum með vel mótuðum leik og ekki síst raddbeitingu og söng sem snertir. Mynd Jon PaLL EyJoLFSSon Dagbók jazzsöngvarans Höfundur: Valur Freyr Einarsson Leikstjórn: Jón Páll Eyjólfsson Leikarar: Valur Freyr, Kristbjörg Kjeld, Grettir Valsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Borgarleikhúsið í samstarfi við CommonNonsense Hlín agnarsdóttir ritstjorn@dv.is Dómur „Ef til vill hefði verið þörf á að brjóta oftar upp með söngatriðum, skipta um lit og áferð. Biblíusögur eru nýja bólan Biblíuþættir vinsælli en Game of Thrones Þ að vekur stundum kátínu kvikmyndaunnenda þegar þeir komast að því að Bandaríkjamenn framleiða talsverðan fjölda bíómynda á hverju ári sem ætlaðar eru sann­ trúuðum kristnum áhorfendum. Fæstar af þessum myndum rata hins vegar í bíó. Nú hefur aftur á móti orðið breyting þar á. Frá donald Trump til Jesú Krists Myndir byggðar á Biblíunni eru næstum jafn gamlar kvikmynda­ listinni sjálfri. Mestum vinsældum náðu þær um miðja síðustu öld og var Charlton Heston, sem síðar var þekktur sem formaður bandaríska byssufélagsins, gjarnan í aðalhlut­ verki. Boðorðin tíu frá 1956 er enn þann dag í dag sjöunda vinsælasta kvikmynd sögunnar frá upphafi og Ben­Hur frá 1959, þar sem Kristur er aukapersóna, var á sínum tíma næst vinsælasta mynd sem gerð hafði ver­ ið á eftir Gone With the Wind. Næsta meiriháttar tilraun til að brjóta almættinu leið á hvíta tjaldið var þegar Martin Scorsese kvikmynd­ aði skáldsögu Kazantzakis, The Last Temptation of Christ. Myndin sýn­ ir afar mannlegan frelsara, leikinn af Willem Dafoe, sem eigi að síður sigrast á breyskleika sínum og fram­ kvæmir vilja guðs. Myndin hlaut ein­ róma lof gagnrýnenda en kristnir hópar í Bandaríkjunum snerust gegn henni. Meira áhorf en Game of Thrones Breyting varð á árið 2004 þegar Píslarsaga Mels Gibson tók inn 500 milljónir dollara og var mikið hamp­ að af kristnum mönnum vestra. Það var þó ekki fyrr en í fyrra að endan­ lega kom í ljós að Biblíusögur voru það sem fólkið vildi. Þættirnir The Bible sem sýndir voru á History Channel slógu í gegn og hlutu jafnvel meira áhorf en nýjasta sería Game of Thrones. Þættirnir voru tíu tals­ ins, fimm tileinkaðir Gamla testa­ mentinu og fimm því Nýja, og voru framleiddir af Mark Burnett, sem áður hafði gert raunveruleikaþætti á borð við Survivor og The Apprentice. obama sem Satan? Þættirnir voru klipptir saman í bíó­ myndina Son of God, sem frum­ sýnd var vestra í lok febrúar þessa árs. Ólíkt því sem gerðist hjá Scorsese aldarfjórðungi fyrr sló myndin í gegn en hlaut dræm viðbrögð gagn­ rýnenda. Hinn hægrisinnaði stjórn­ málaskýrandi Glenn Beck benti á að Satan myndarinnar, leikinn af hin­ um marokkóska Mohamen Mehdi Ouazanni, minnti mjög á Obama forseta, en framleiðendur hafa alfar­ ið hafnað þessum meintu líkindum. Batman snýr aftur sem Móses Nýlega hófust sýningar á myndinni Noah með Russell Crowe í aðal­ hlutverki, sem tekin var að hluta til hérlendis. Leikstjórinn Darren Aranofsky er þekktastur fyrir drama á borð við The Wrestler eða Black Swan og lofaði að hér yrði mjög lítið Biblíu­ leg Biblíusaga á ferðinni. Myndverið Paramount reyndist á öðru máli. Það var ekki leikstjórinn sjálfur sem réð hinni endanlegu útgáfu verks­ ins, heldur var myndin klippt aftur og aftur og mismunandi útgáfur sýnd­ ar hinum mismunandi trúarhópum. Til að gulltryggja samþykki hinna sanntrúuðu réðu þeir til sín Jonathan Bock, sem hefur verið ráðgjafi varð­ andi yfir 350 kvikmyndir trúarlegs eðlis og tekur það jafnframt að sér að markaðssetja myndir fyrir trúarhópa. Hinir ýmsu leiðtogar bæði kristni­ og gyðingdóms eru ánægðir með myndina, og Russell Crowe sjálfur hélt á fund erkibiskupsins af Kantara­ borg til að fá blessun hans. Myndin hefur hins vegar verið bönnuð í flest­ um löndum múslima. Íslenskir gagn­ rýnendur eru minna hrifnir, sem og blaðið Kansas City Star, sem segir myndina keppa við Battlefield Earth og Showgirls um að vera hápunktur­ inn á vondri kvikmyndagerð. Þó syndaflóðið hafði hér brostið á er ekki allt búið í bili. Alien­leik­ stjórinn Ridley Scott er nú að leggja lokahönd á myndina Exodus, sem byggð er á annarri Mósebók og með Christian Bale í stað Charltons Heston. Scott hefur áður sett sig upp á móti kristinni trú, svo kannski mun hann stöðva það flóð sem Nói er hluti af. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Batman verður Móses Ridley Scott er með Biblíuhamfaramynd í vinnslu. Christian Bale fer með aðalhlutverk í myndinni Exodus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.