Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 80
Páskablað 15.–22. apríl 2014 30. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Egill myndi án efa massa þetta! Egill leysi Gísla af n Þeir voru fjölmargir sem ósk- uðu Gísla Marteini Baldurssyni dagskrárgerðamanni til ham- ingju með skólavist í borgar- fræðum við Harvard-háskóla um helgina. Ljóst er að Gísli mun því ekki stýra þættinum Sunnu- dagsmorgni næsta vetur. Egill Helgason óskar arftaka sínum hjá RÚV innilega til hamingju með námið á Facebook og segir: Meiriháttar að fara til Harvard. Þegar Gísli spyr glettinn hvort Egill sé nokkuð laus á sunnu- dagsmorgun svarar Egill um hæl: „Jamm, þegar stórt er spurt. Má ég ekki frekar fara til Cambridge Mass?“ Harvard-há- skóli er einmitt í Cambridge í Massachusetts- ríki í Bandaríkj- unum. Von Jóns Gnarr n Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, á sér þá von að vís- indamenn, hönnuðir, listamenn, frumkvöðlar og aðrir draumóra- menn flykkist til Íslands. „Ég vil gera Ísland að heimili vonar fyrir mannkynið,“ segir hann í stöðu- uppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þá segir hann að tækifæri landsins séu óendanleg og læt- ur sig meðal annars dreyma um að hér verði komið á fót Friðar- háskóla á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jón viðurkennir að mögulega séu hugmyndir hans barnalegar en tekur fram að hann verði einfaldlega að deila þeim með Face- book-vinum. Tískumógúll keypti fornbíl n „Breski sveitabíllinn fékk að víkja fyrir þrítugri þýzkri techno dívu,“ skrifar fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson undir mynd af sér og nýjum bíl sínum á samskiptamiðlinum Instagram. Bíllinn er framleiddur af þýska bif- reiðaframleiðandanum Mercedez Benz og er af árgerðinni 1983. Guðmundur Jörundsson hefur getið sér gott orð í tískuheimin- um á undanförnum mánuðum en hann stofnaði fata- merkið JÖR fyrir rúmu ári. Fata- hönnuðurinn kynnti nýja fata- línu á RFF í lok mars sem féll vel í kramið hjá gestum hátíðinnar. „Okkur finnst þetta mikill heiður“ Boðið á virta ungmennalistahátíð í Bayreuth O kkur finnst þetta mikill heiður,“ segir Hrafnhildur Blomster- berg, stjórnandi Flensborgar- kórsins. Kórinn hefur feng- ið boð á virta ungmennalistahátíð, Festival Junger Künstler Bayreuth, í Bayreuth í Þýskalandi í ágúst á þessu ári. Raunar er kórnum boðið sem sér- stökum gesti á hátíðina og er meðlim- um hans boðin gisting og uppihald í Bayreuth í þær tvær vikur sem hátíðin varir. Í ár verða um 120 kórsöngvarar sem munu æfa og halda þrenna tón- leika undir stjórn sænska kórstjórans Fred Sjöberg og halda svo sína eigin tónleika. „ Flensborgarkórinn mun síðan halda þrenna til ferna tónleika með eigin efn- isskrá, sem samanstendur að stærstum hluta af kórlög- um frá Skandinavíu,“ segir Hrafnhildur. Hátíðin var stofnuð árið 1950 en þar koma saman ungir listamenn, starfa saman og læra hver af öðr- um. Í ár verða á hátíðinni ungmenna- kórar alls staðar að úr heiminum sem þykja hafa skarað fram úr. Flensborgar- kórinn er einn þeirra, en hann hef- ur til að mynda unnið til fyrstu verð- launa í tveimur kórakeppnum erlendis á undanförnum árum. „Flensborgar- skólinn er mjög ungur kór, en við höf- um farið í tvær keppnir þar sem við unnum til gullverðlauna. Í kórnum eru núverandi og fyrrverandi nemendur Flensborgar- skólans. Sumir þeirra hafa sungið sleitulaust með mér í tíu eða tólf ár. Þetta er skemmtilegur hópur, vel samstilltur og á breiðu aldursbili,“ segir Hrafnhild- ur sem segir mikla eftir- væntingu ríkja meðal kórfé- laga vegna hátíðarinnar. „Ég er svo lánsöm að ég er í skemmtilegasta starfi sem til er og hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi. Ég hef einnig fengið þann meðbyr sem við höfum þurft til að halda þessu starfi gangandi og það hefur gengið mjög vel.“ n Ungur kór Í kórnum er hópur sem hefur sungið saman lengi og þekkist vel, segir Hrafnhildur. Mynd HrafnHildUr BloMstErBErG Apple TV Tilboð: 15.990.-* Fullt verð: 18.990.- FERMINGARTILBOÐ iPad hvar sem er, hvenær sem er iPad Verð frá: 49.990.- Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g ve rð br ey tin ga r. Ti lb oð g ild ir til 2 1. a pr íl 20 14 . Smáralind Skírdagur 13-18 | Laugardagur 11-18 Lokað föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum Sími 512 1330 Nýtt kortatímabil í Smáralind frá 17. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.