Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 59
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Lífsstíll 59 Þetta eru tíu bestu áfangastaðir heims Ein virtasta og þekktasta ferðasíða í heimi, TripAdvisor, útnefndi í síðustu viku bestu áfangastaði heims en listinn er eingöngu byggður á vali ferðamanna. Þetta er í sjötta skipti sem viðurkenningin er veitt og fengu nærri fimm hundruð áfangastaðir viðurkenningu. Hér gefur að líta tíu bestu áfangastaði heims að mati notenda TripAdvisor. 1 Istanbúl, TyrklandMoskurnar, markaðirnir og tyrknesku böðin geta hæglega haldið ferðamönnum í Istanbúl uppteknum svo dögum skiptir. Bláa moskan, Sultan Ahmet Camii, tákn- mynd borgarinnar er sjáanleg frá ýmsum sjónarhornum og þá verða Galata-brúin og Miniaturk-garðurinn að vera á lista hvers ferðamanns sem heimsækir borgina. Stóri markaðurinn, The Grand Bazaar, er til- valinn til þess að næla sér í skemmtilegan minjagrip á meðan sá egypski býður upp á frábært úrval af kryddi og ávöxtum. 2 Róm, ÍtalíaRóm var ekki byggð á einum degi og þú skoðar ekki Róm á einum degi heldur. Borgin sjálf minnir á eitt stórt útisafn þar sem finna má samansafn af undurfögrum torgum, mörkuðum og merkum sögu- slóðum. Hentu aur í Trevi-gosbrunninn, stattu gapandi dágóða stund í Colosseum og Pantheon og drekktu nægju þína af cappuccino áður en þú heldur í verslunar- leiðangur í Campo de‘Fiori eða Via Veneto. Að lokum jafnast fátt á við ekta ítalskan kvöldverð a la Roma. 3 London, EnglandÞað finna allir eitthvað við sitt hæfi í London. Hinir menningarsinnuðu njóta sín best í Konunglegu Óperunni, The Royal Opera House, eða í hinu fræga Tate Modern-safni. Tískudrósirnar munu slefa yfir verslununum á Oxford Street og matmennirnir munu fá sína magafylli í rjómalöguðu tei, kexi og hefðbundnum fiski og frönskum að hætti Englendinga. Tón- listarunnandinn mun fara yfir um á Abbey Road og góðvinur bókmenntanna fær sín best notið á Sherlock Holmes safninu. 4 Peking, KínaSagan drýpur af hverju strái í Peking. Hvort sem það eru fornaldirnar sem heilla (Hall of Preserving Harmony, Sumarhöllin, Forboðna borgin) eða nútíminn (Chairman Mao Memorial Hall, Tiananmen Square) þá ættirðu að ná að kynnast sögu þjóðar- innar í höfuðborg Alþýðulýðveldisins. Þá er gott að hafa í huga að ferðamenn mæla með Dirt- markaðnum frekar en Silk- markaðnum sem þeir segja helst til of „túristalegan“. 5 Prag, TékklandBóhemskt yfirbragð borgarinnar og ævintýraleg kennileiti heilla alla ferða- menn sem heimsækja Prag. Þú gætir varið heilum degi í að skoða kastalann í Prag sem gnæfir yfir borgina og þá er nauðsyn- legt að verja góðum tíma í gamla bænum og heyra í hinni mögnuðu stjörnufræði- klukku. Athugaðu að bestu barina í Prag er að iðulega finna í kjöllurum. 6 Marrakech, MarokkóMarrakech, eða „Rauða borgin“, er töfrandi áfangastaður. Borgin er uppfull af mörkuðum, görðum, höllum og moskum. Notaðu tímann og skoðaðu hallargarðana og götusundin, finndu þinn innri frið í hin- um kyrrláta Majorelle-garði eða drekktu í þig fegurð bænahúsanna. Mundu að ef þú ert ekki múslimi þá máttu hins vegar ekki fara inn í moskurnar. 7 París, FrakklandStaldraðu við og fáðu þér bolla af „pain au chocolat“ á einu gangstéttarkaffi- húsi borgarinnar eftir að hafa spásserað meðfram Signu og mænt á Eiffelturninn og Sigurbogann. Fullkomin Parísarupplifun samanstendur af bæði rólegheitum og fjöri, þar sem tími gefst bæði til að njóta framúrskarandi máltíða og heimsækja Louvre-safnið. 8 Hanoí, VíetnamHöfuðborg Víetnams er ákaflega töfrandi. Borgin eldist vel. Heimamönnum hefur tekist að varðveita gamla bæinn, minnisvarðana og arkitektúr nýlendutím- ans en á sama tíma er pláss fyrir nútíma- lega framþróun. Hanoí hefur gengið undir mörgum nöfnum í gegnum tíðina, meðal annars Thang Long sem væri lauslega þýtt sem „Rísandi dreki“. Gamlir staðir á borð við grafhýsi Ho Chi Minh og Hoa Lo-fangelsið bera enn merki gamla borgarnafnsins. Stöðuvötn, garðar og skuggaleg breið- stræti setja svip sinn á borgina, sem og hátt í sex hundruð musteri víðs vegar á svæðinu. 9 Siem Reap, KambódíaSólarupprás í Siem Reap er engu lík en glitrandi morgunbirtan á rústum Angkor Wat lætur engan ósnortinn. Fornar byggingar borgarinnar eru með stærstu trúarmannvirkjum heims. Þessi mannvirki ásamt konunglegu borginni Angkor Thom frá 12. öld eru meðal helstu aðdráttarafla Siem Reap en ferðamönnum er einnig ráðlagt að fræðast nánar um kambódíska menningu á næturmarkaði Angkor sem er uppfullur af verslunarbásum, sölumönnum og ölstofum. 10 Shanghaí, KínaÞessi stærsta borg Kína er jafnframt sú frjálslyndasta. Gestir borgarinnar fá hér einstakt tækifæri til þess að kynnast fortíð, nútíð og framtíð, allt á einu bretti. Huangpu-áin skiptir Shanghaí í tvö um- dæmi: Pudong og Puxi. Í Pudong gefur að líta ótrúlega skýjakljúfa á borð við Oriental Pearl-sjónvarps- og útvarpsturninn, sem gæti verið klipptur úr bandarískri framtíðarmynd og minnir einna helst á tvíhöfða sleikipinna. Í Puxi-umdæminu er aftur á móti tilvalið að ganga meðfram Bundárbakkanum og kynnast um leið gömlu Shanghaí-borg. Epal | Kastanía, Höfðatorgi | Meba-Rhodium, Kringlu og Smáralind Gilbert úrsmiður, Laugavegi | GÞ skartgripir, Bankastræti | Dýrfinna Torfa, Akranesi | Georg V. Hannah, Reykjanesbæ | Karl R.Guðmundsson, Selfossi | Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur, Akureyri | Icelandair, Saga shop Vera Design By Guðbjartur og Íris Garðatorg 7 - Sími 663 6969 Fyrir fermingarbarnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.