Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 14
Páskablað 15.–22. apríl 201414 Fréttir Spá meiri verðbólgu Vísitala neysluverðs mun hækka um 0,5 prósent í apríl og þar með mun verðbólga aukast úr 2,2 pró- sentum í 2,5 prósent. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka. „Verð- bólguhorfur fyrir yfirstandandi ár eru lítið breyttar, en horfur fyr- ir næsta ár hafa lítillega batnað, þótt við gerum líkt og áður, ráð fyrir aukinni verðbólgu á komandi misserum. Verðbólga verður þó að mati okkar minni næstu árin en hún hefur að jafnaði verið undan- farin ár,“ segir á vef Greiningar en Hagstofan birtir nýjar tölur fyrir apríl þann 29. apríl næstkomandi. Það eru fyrst og fremst þrír liðir sem skýra væntingar um hækk- un vísitölunnar í apríl, að sögn Íslandsbanka. Þannig eru vís- bendingar um að markaðsverð íbúðarhúsnæðis hafi haldið áfram að hækka undanfarið, og er hækk- unartakturinn öllu hraðari gert var ráð fyrir. Samhliða þessu mun húsaleiga hækka. Í þriðja lagi hefur eldsneytisverð hækkað um 2,5 pró- sent að jafnaði frá marsmánuði. Þá bendir verðkönnun Greiningar til þess að verð á flugfargjöldum til útlanda hafi hækkað talsvert þriðja mánuðinn í röð. „Samanlagt vega því þessir þrír liðir til 0,4% hækk- unar. Aðrir liðir hafa samanlagt áhrif til 0,1% hækkunar í apríl.“ „Óásættanleg aðstaða“ Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar stofn- un hagsmunasamtaka um byggingu nýs Landspítala. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á stjórnarfundi VG síðastliðinn föstudag. Eins og greint hefur verið frá voru samtökin stofnuð á dögunum og verður hlutverk þeirra að þrýsta á um nýjan Landspítala, eins og nafn samtakanna ber með sér. „Nauðsynlegt er að framkvæmdir hefjist sem fyrst, enda ljóst að aðstaða fyrir sjúk- linga, starfsfólk og aðstand- endur er óásættanleg með öllu við núverandi aðstæður. Nýr landspítali er stórt hagsmuna- mál fyrir alla Íslendinga, bæði núlifandi og komandi kynslóð- ir,“ segir í ályktuninni frá VG. Grímur Karl Sæmundsen er nýkjörinn formaður Samtaka ferðaþjónustunnar S íðastliðinn fimmtudag var Grímur Karl Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og einn af eigendum þess, kjörinn formaður Samtaka ferða- þjónustunnar (SAF), eða sama dag og skýrsla nefndar um rannsókn á orsökum og falli sparisjóðanna var kynnt almenningi. Þar er meðal annars greint frá því að félag Gríms og viðskiptafélaga hans, SM1 ehf., hafi ekki greitt krónu fyrir þriggja milljarða króna hlut sem félagið keypti í Sparisjóðabankanum (Ice- bank) í árslok 2007. Eftir að viðskiptin höfðu gengið í gegn tók Grímur sæti í bankaráði Icebank. Í skýrslunni kem- ur jafnframt fram að á árunum 2005 til 2008 hafi lánafyrirgreiðsla Spari- sjóðs Keflavíkur til Bláa lónsins og tengdra félaga hækkað úr 300 millj- ónum í rúman 1,2 milljarða. Grímur sem sat í stjórn Bláa lónsins á þessum tíma var einnig hluthafi í sparisjóðn- um sem og forstöðumaður fjármála- sviðs sparisjóðsins. SM1 ehf. var í eigu fjárfestingarfé- lagsins Suðurnesjamanna ehf., en það fór í gjaldþrot í mars 2009. Grímur var framkvæmdastjóri félagsins og einn hluthafa í gegnum félagið Hvatningu. Grímur er stjórnarformaður Hlíðar- fótar og einn af aðstandendum Vals- manna hf. Þá situr hann sem vara- maður í stjórn Keilis. Grímur hefur jafnframt átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) frá árinu 2004 og setið í framkvæmdastjórn frá ár- inu 2006. Þá er hann formaður fjár- festingarráðs Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa. Frjáls verslun valdi hann sem mann ársins í íslensku viðskiptalífi árið 2013 fyrir rekstur Bláa lónsins. Gjaldþrota Suðurnesjamenn Grímur er 59 ára, læknir að mennt, kvæntur Björgu Jónsdóttur en saman eiga þau þrjú uppkomin börn og tvö barnabörn. Hann hafði forystu um stofnun Bláa lónsins hf. árið 1992 og hefur verið framkvæmdastjóri og síð- ar forstjóri félagsins frá upphafi. Á vefsíðu Samtaka ferðaþjónustunnar er greint frá því að Grímur muni í störfum sínum fyrir samtökin leggja áherslu á að þau verði „óumdeilt for- ystuafl“ um vöxt íslenskrar ferða- þjónustu. Þá er markmiðið sagt vera að knýja fram breytingar á lagaum- hverfi ferðaþjónustunnar og að stefnt sé að því samtökin verði virkur þátt- takandi í starfi Samtaka atvinnu- lífsins, en Grímur hafði frumkvæði að því að SAF fengju sæti í fram- kvæmdastjórn SA á sínum tíma. Eins og fyrr segir kemur nafn Gríms fyrir í skýrslu nefndar um rannsókn á orsökum og falli spari- sjóðanna. Fjallað er sérstaklega um eignarhaldsfélagið SM1 sem var í eigu Suðurnesjamanna ehf. en það var að hluta til í eigu Gríms. Félagið keypti hlutabréf í Icebank í árslok 2007, samtals 8,5 prósenta hlut, og ætlaði Sparisjóðurinn í Keflavík að tryggja fjármögnun viðskiptanna að hluta. Þetta var hins vegar ekki gert. Félag- ið keypti samt sem áður hlutabréfin, fékk þau, en greiddi aldrei eiginfjár- framlagið. Sparisjóðurinn í Keflavík gerði það ekki heldur. Suðurnesja- menn fóru í gjaldþrot árið 2009. Styrkir íþróttafélög Eins og fyrr segir er einnig greint frá því í skýrslunni að fyrirgreiðsla Spari- sjóðs Keflavíkur til eignarhalds fé- lags um hlut í Bláa lóninu hafi hækk- að úr rúmum 315 milljónum króna í rúman 1,2 milljarða frá því í maí 2005 til október 2008. Greint er frá því að félagið hafi fengið 317 millj- óna króna lán í erlendum myntum gegn veði í hlutafé Bláa lónsins sem og sjálfskuldarábyrgðum þriggja að- aleigenda félagsins. Lánið var aldrei tekið fyrir á lánanefndarfundi eins og kveðið var á um í útlánsreglum sparisjóðsins. Þá er fjallað sérstak- lega um félagið Örðu sem var alfarið í eigu Gríms. Fram kemur að eignir Örðu hafi mestmegnis verið hlutabréf í Bláa lóninu en Sparisjóðurinn í Keflavík fjármagnaði þau með veði í bréfunum. Ljóst er að Grímur hefur verið stórtækur í viðskiptum á síðustu árum. Rétt eins og á tímum góðæris- ins þegar útrásarvíkingar dældu fé í ýmiss konar styrki til íþrótta- og menningarmála, hefur Grímur veitt íþróttafélögunum á Suðurnesjum drjúga styrki á síðustu árum. Þannig veitti hann sex milljónum í slíka styrki árið 2012 en héraðsmiðillinn Víkur- fréttir fjallaði sérstaklega um málið. Greindi blaðið frá því að Grími þætti bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa lónið að koma með öflugum hætti að íþrótta- og æskulýðsstarfi á Suðurnesjum. „Við hjá Bláa lóninu gerum okkur vel grein fyrir því mikil- væga og óeigingjarna starfi sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar. Alls veitum við um 30 styrki í dag og er það táknrænt fyrir fjölbreytt og öfl- ugt íþróttastarf hér á Suðurnesjum.“ Stórframkvæmdir framundan Grímur tengist fyrirhuguðum stór- framkvæmdum á Hlíðarendasvæðinu í Vatnsmýri. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framkvæmdir á jörðinni eigi að hefjast næsta haust en fyrir ligg- ur deiliskipulag um landsvæðið sem heimilar byggingu sextíu þús- und fermetra íbúðarhúsnæðis á því. Um er að ræða um 600 íbúðir sem eiga að kosta á bilinu 25 til 30 milljarða króna. Framkvæmdirnar eru einar þær mestu á Íslandi á síð- ustu árum. DV greindi frá því í mars að fé- lög tengd Grími hefðu fengið rúm- lega 300 milljóna afslátt frá borginni í tengslum við framkvæmdirnar. Fram kom að Reykjavíkurborg hefði skuldað fasteignafélaginu Hlíðarfæti samtals 385 milljónir króna í tafa- bætur vegna frestunar sem urðu á framkvæmdum félagsins á Hlíðar- endasvæðinu. Grímur er stjórnar- formaður Hlíðarfótar en það er í eigu knattspyrnufélagsins Vals og einstaklinga og aðila sem tengjast því íþróttafélagi í gegnum hlutafé- lagið Valsmenn hf. Grímur er einn af aðstandendum Valsmanna. Krafa Valsmanna var notuð til að lækka skuld félagsins við Reykja- víkurborg vegna kaupa á Hlíðarenda- landinu í fyrra. Í ársreikningi Hlíðar- fótar fyrir árið 2012 kemur fram að skuld félagsins við Reykjavíkurborg hafi numið tæplega 935 milljónum króna í lok þess árs. Á móti þessari skuld átti félagið kröfu á borgina vegna umræddra tafabóta sem leiddi til lækkunar á kröfunni. Í samkomu- laginu um lokauppgjör á milli Vals- manna og Reykjavíkurborgar kemur fram að heildargreiðslan sem Vals- menn eigi að greiða til borgarinn- ar sé 605 milljónir króna. Tafabæt- urnar leiddu því til þess á endanum að Valsmenn þurftu að borga ríflega þriðjungi minna fyrir Hlíðarenda- landið en félagið hefði annars þurft að gera. n Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Fékk bankahlut á silFurFati „Valsmenn þurftu að borga ríflega þriðjungi minna „Framkvæmdirnar eru einar þær mestu á Íslandi á síðustu árum. Borguðu ekkert Félagið SM1 greiddi ekkert af því milljarðs króna eiginfjárfram- lagi sem það átti að greiða fyrir hlutabréf í Icebank. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins og einn af forsvarsmönnum Vals, var stjórnarmaður í félaginu. Mynd Srphoto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.