Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 37
Páskablað 15.–22. apríl 2014 Fólk Viðtal 37 harm þinn í hljóði. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem ég áttaði mig á því hvað þetta gekk nærri mér.“ Fyrsti félagsráðgjafinn Guðrún var staðráðin í að halda skólagöngunni áfram í Reykjavík. Það þótti viðeigandi að senda hana í Kvennaskólann og með vinnu komst hún í gegnum inntökuprófin. „For­ eldrar mínir voru verkafólk og höfðu ekki mikið umleikis en vildu styðja okkur krakkana í nám. Þau sáu okkur fyrir mat og húsnæði en við urðum sjálf að sjá um vasapeningana.“ Næstu þrjú árin vann hún handa­ vinnu, saumaði og bróderaði og naut þess að vera í skóla. Hún ákvað hins vegar að ljúka ekki náminu heldur taka landspróf og fara í menntaskóla. Að honum loknum varð hún að gera upp við sig hvað hún ætlaði þá að gera. Hér á landi var hægt að læra til prests, fara í lögfræði eða læknisfræði. Ekkert af þessu höfðaði til hennar. Úr varð að hún fór til Svíþjóðar í félags­ ráðgjöf og var fyrsti Íslendingurinn sem kom heim með þessa menntun. „Það var dálítið kúnstugt að gera grein fyrir sér þegar ég var að sækja um vinnu og marka hvað það væri eigin­ lega sem ég gæti gert.“ Erfiðasta starfið Það hafðist þó og Guðrún hóf störf hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. „Það var alveg skelfilegt,“ segir hún. Braggahverfin voru enn uppistand­ andi en braggarnir voru úr sér gengn­ ir. Þeir sem þar bjuggu eygðu enga möguleika á að verða sér úti um betra húsnæði. Það kom í hennar hlut að rölta um braggahverfin og sinna barnaverndarmálum þar. Barna­ verndin hafði aðallega afskipti af fjöl­ skyldum þar sem ofdrykkja var mikil. Í þá daga var engin áfengismeðferð og engin önnur úrræði voru heldur til. „Vonleysið var algjört. Þetta var svo fáránleg staða, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Ástandið á börnun­ um var alveg skelfilegt.“ Börnin ræddu aðstæður sínar aldrei við Guðrúnu. „Ég var náttúrlega óvinur númer eitt, barnaverndarkerl­ ingin sem myndi kippa þeim burt ef allt færi til andskotans. Ég var í hálf­ gerðu lögregluhlutverki, að skakka leikinn og rífa börnin að heiman þegar allt var á hvolfi og nefndin ákvað að senda þau í sveit. Þangað voru börnin send þegar allt um þraut. Þetta var það svartasta af öllu svörtu og þegar ég hugsa til þessara ára fyllist ég óhug. Ég þoldi þetta ekki og hætti um leið og ég gat fengið eitthvað ann­ að að gera. Ég held að þetta sé eitt það erfiðasta sem ég hef gert um ævina.“ Ekki batnaði það þegar hún fór að vinna á Stígamótum og hitti kon­ ur sem voru börn á þessu tímabili og sögðu henni sögu sína. „Ég held að það séu erfiðustu stundir sem ég hef átt í starfi.“ Braust úr gömlum viðjum Guðrún lét víða til sín taka og vann á flestum sviðum í hinu opinbera kerfi fram til ársins 1976. Þá fór hún að kenna, kenndi í Fóstruskólanum, Kennaraháskólanum og var síðan ráðin sem kennslustjóri í félagsráð­ gjöf í Háskólanum þegar félagsráð­ gjafanámið var stofnað. Þar var hún fram til ársins 1992 þegar hún hóf fullt starf á Stígamótum. Í millitíðinni tók hún ákvörðun sem breytti öllu þegar hún ákvað að taka sæti á lista Kvennaframboðsins. Hún lenti efst á lista og var kjörin í borgarstjórn árið 1982. Fram að því hafði hún ekki ver­ ið virk í jafnréttisbaráttunni, fylgd­ ist með Rauðsokkahreyfingunni úr fjarlægð en tók ekki þátt. „Ég hef oft spurt mig að því af hverju ég tók ekki þátt. Við áttum litla stúlku, ég var úti­ vinnandi og kappkostaði að vera full­ komin húsmóðir, allt í senn. Ég vildi ekki að neinn hankaði mig á því að ég væri útivinnandi og þar af leiðandi ekki að sinna heimilinu. Ég var enn föst í gömlum viðjum. Með framboðinu braust ég út úr því og þá fannst mér ég loks fara að njóta mín. Í alvöru,“ segir hún af full­ um þunga. „Þetta var svolítið seint en margar af mínum jafnöldrum hafa aldrei gert það. Sumar konur af minni kynslóð vildu ekki láta bendla sig við kvenréttindi.“ Sérstök spurning Í raun hafði hún ekki velt stöðu kvenna mikið fyrir sér. Hún setti engin spurningarmerki við að það þætti sjálfsagt að hún sæi um heimilið þótt hún væri í fullri vinnu utan heimil­ is. Það var aðeins einu sinni sem það bærðust með henni einhverjar bylgj­ ur innvortis, einhver tilfinning fyrir því að ástandið væri ekki alveg eðli­ legt. Hún hafði þá verið að vinna síð­ an hún kom heim úr námi árið 1957. Maðurinn hennar var enn í námi þegar þau hófu búskap og hún var fyr­ irvinna fjölskyldunnar. Það þótti sjálf­ sagt en þegar hann hafði lokið námi og var kominn með ágætiskaup þurfti hún að svara ágengum spurningum. „Þá spurðu konurnar í fjölskyldunni af hverju ég væri enn að vinna, hvort hann væri svona lélegur skaffari hann Óli. Það kom svolítið á mig. Mér fannst þetta sérstakt. Það var enn framandlegur þanki að konur væru að vinna af því að þær hefðu áhuga á starfinu eða af því að þær hefðu afl­ að sér menntunar til að gegna einhverju starfi. Það þótti alls ekki sjálf­ sagt. Þetta opnaði augu mín fyrir því hvað þetta var skrýtið. Fram að því hafði ég aldrei sett spurningarmerki við þetta, þetta var bara svona.“ Kvennaframboðið Kvennaframboðið olli straumhvörfum í lífi hennar. Guðrún var far­ in að skynja sterkt hvað staða hennar og annarra kvenna var yfirleitt bágborin og hvað þær voru beittar miklu misrétti, bæði varð­ andi laun og kerfið allt, þar sem sjón­ arhorn kvenna komst nánast aldrei að. „Málefni kvenna voru ekki rædd og það var ekki tekið mark á því sem konur höfðu fram að færa. Í kringum vald og peninga var karlamúr og þar sást hvergi kvenmaður.“ Kvennaframboðið vakti lukku og þær komust tvær í borgarstjórn. Framboðið átti að vera mótmælaað­ gerð sem hafði það að markmiði að draga fram hvernig misréttið birtist í pólitíkinni og þeim málaflokkum sem snertu konur. „Við ætluðum að draga þetta fram í dagsljósið og hætta síð­ an. Það var á stefnuskránni að leggja flokkinn niður eftir kjörtímabilið. En það er alltaf til fólk sem vill halda áfram og telur sig geta rekið hugsjón­ ir sínar inni í svona kerfi. Nema hvað kerfi og hugsjónir falla ekkert mjög vel saman þannig að það versta sem get­ ur komið fyrir pólitíska hreyfingu er að komast til valda. Hugsjónir gleym­ ast og það er dauðadómur. Fyrstu fjögur árin gerðist margt en síðan fór þetta að verða dálítið stofnanagert. Ég veit ekki hvort þið hafið séð myndirnar?“ spyr hún síðan. Mættu forneskjulegu viðhorfi Myndirnar voru teknar við eina eftir­ minnilegustu mótmælaaðgerð þessa tíma. Það var þannig að Davíð Odds­ son varð borgarstjóri um leið og þær komu inn í borgarstjórn útskýrir hún. „Hann var ekki hrifinn af okkur og fannst við heldur hjákátlegar, ljótar og vitlausar og gaf það iðulega í skyn að okkur fannst. Hvað eruð þið kerl­ ingarnar að kvabba? Hvað haldið þið að þið skiljið einhverjar tölur? Þetta var viðhorfið sem við mættum.“ Með ræðu sem hann hélt þegar verið var að krýna fegurðardrottn­ ingar árið 1983 gekk hann svo endan­ lega fram af þeim. „Ræðan var birt opinberlega og inntakið í henni var að hrósa þessum fallegum stúlkum fyrir fegurðina. Ef þessar kvennafram­ boðskerlingar væru svona fallegar eins og þið þá veit ég að ég ætti ekki möguleika á að ná kosningu, sagði hann síðan. Við urðum svo reiðar yfir því að hann gerði útlitið inntakið í því þegar hann talaði við þessar stúlkur, að hann gerði þær að ímyndum um það hvernig stúlkur ættu að líta út og að hann talaði niður til okkar með þessum hætti. Með dylgjum um að við værum óalandi og óferjandi og hefðum ekkert fram að færa af því að við værum ekki nógu snoppu­ fríðar. Þannig að við ákváðum að taka hraustlega á móti honum.“ Fegurðardrottningar í borgarstjórn Og þarna sátu þær, þrettán fegurðar­ drottningar, á næsta borgarstjórn­ arfundi, ellefu á pöllunum og tvær í salnum, klæddar í samkvæmiskjóla og bikiní með borða yfir sér með til­ vísunum í staðalímyndir um konur. Þarna var ungfrú góðhjörtuð, ung­ frú hjartahlý og ungfrú meðfærileg. „Ég valdi mér það,“ segir hún með stríðnisglampa í augum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sat með Guðrúnu í borgarstjórn en var í fæðingarorlofi þegar þetta gerðist. Í hennar stað sat Magdalena Schram í salnum. „Þetta er í eina skiptið sem ég hef séð Davíð verða orðlausan og missa stjórn á sér. Hann varð svo reið­ ur. Ég get ekki lýst því,“ segir hún og hlær. „Davíð bölsótaðist þarna á bak við, rauk úr salnum og skellti hurðum. Hann sagði að við værum að misvirða borgarstjórn en við könnuðumst ekki við það, prúðbúnar sem aldrei fyrr með kórónur úr álpappír. Allan borgarstjórn­ arfundinn hegðuð­ um við okkur eins og brúður. Í hverju mál­ inu á fætur öðru lögð­ um við fram bókanir þar sem við sögðumst ekki getað ákveðið okk­ ur, Davíð segði eitt og Sigurjón ann­ að, og hvernig ættum við þá að geta gert upp hug okkar? Við yrðum bara að sitja hjá. Þetta var svo gefandi uppákoma því ég náði að losna við uppsafnað ergelsi og endurnýja orkuna.“ Fann fyrir frelsinu Aðgerðirnar urðu fleiri á næstu árum en alltaf var lagt upp með að koma skilaboðum á framfæri með sjónræn­ um og skemmtilegum hætti. „Okkur tókst yfirleitt að gera þetta þannig að þetta væri fyndið. Að við værum ekki bara reiðar kerlingar. Og þvílíkt frelsi. Ég hef aldrei fundið fyrir annarri eins frelsistilfinningu eins og þegar við vorum í þessum aksjónum. Kannski af því að ég var orðin svolítið reið inni í mér. Misréttið varð svo skýrt þegar ég fór að skoða það og semja stefnuskrá fyrir framboðið. Það víkk­ aði sjóndeildarhringinn og gerði mig reiða. Reiðin gerði mér gott því ég gat fundið henni þennan farveg.“ Þetta voru þó ekki eintómar „aks­ jónir“. Konurnar í kvennaframboð­ inu stóðu fyrir alls konar verkefnum í þágu kvenna. Þær stofnuðu til dæmis áhugahóp um kvennarannsóknir og samtök kvenna á atvinnumarkaði. Þar kom í ljós að konur í öllum stöðum samfélagsins upplifðu sama valda­ leysi og launamisrétti. Þær stofnuðu líka kvennaráðgjöf þar sem félagsráð­ gjafar og lögfræðingar voru til staðar eitt kvöld í viku fyrir konur sem þurftu á því að halda. „Þá fórum við að heyra sögur af nauðgunum og sifjaspellum og líkamlegu ofbeldi.“ Kvennaframboðið tók einnig þátt í stofnun Kvennaathvarfsins. „Og þegar við fórum að ræða málið innan hóps­ ins þá kom í ljós að við vorum æði margar sem höfðum sjálfar reynslu af kynferðisofbeldi. Þegar ég settist nið­ ur og fór að skilgreina hverju ég hafði lent í og skoða ákveðin minningabrot þá rifjuðust upp fyrir mér atvik sem ég hafði aldrei gert neitt með.“ Flúði káfandi karl Hún mundi eftir atvikum frá því að hún var stelpa. Hún mundi eftir því þegar strákur beraði sig við þær vin­ konurnar. Hún mundi líka eftir því þegar hún var unglingur í Reykjavík og sótti stíft í alla knattspyrnuleiki eitt sumarið. Á knattspyrnuleikjum voru aðallega karlar á þessum tíma, og strákar. Nema hvað hún og vinkona hennar urðu algjör knattspyrnufrík. Einu sinni smygluðu þær sér inn á Melavöllinn í gegnum girðinguna. „Þar var karl sem ég þurfti að hlaupa undan því hann ætlaði að káfa á mér. Þetta voru atvik sem komu ljós­ lifandi upp í huga mér. Af því að þau höfðu áhrif á mig. Þar sem ég hafði ekki sagt neinum frá því sem gerðist sat ég uppi með ógeðs­ og skammar­ tilfinningu. Ég hélt að þetta hefði eitt­ hvað með mig að gera en ekki þá sem komu svona fram. Að ég væri orsaka­ valdur að þessu með einhverjum hætti sem ég gat ekki útskýrt fyrir sjálfri mér.“ Síminn stoppaði ekki Kynferðisofbeldið var Guðrúnu hug­ leikið. Hún náði sér í erlendar fræði­ bækur og fór að lesa sér til, sérstaklega um sifjaspell. Síðan ræddi hún þetta við nemendur sína í félagsráðgjöf. „Ég var sannfærð um að þetta væri vanda­ mál hér ekki síður en annars stað­ ar og byggði það á reynslu minni úr kvennaráðgjöfinni. Þetta endaði með því að við stofn­ uðum hóp kvenna sem samanstóð annars vegar af nemendum mínum og hins vegar af konum sem höfðu staðið að stofnun Kvennaathvarfsins og voru búnar að mynda ráðgjafahóp um nauðganir. Við unnum saman í heilt sumar að því að afla okkur þekk­ ingar. Að lokum ákváðum við að fara í fjölmiðla og segja frá grun um að börn væru beitt kynferðisofbeldi á Íslandi í talsverðum mæli, tala um sifjaspell og nauðganir og láta vita að í þrjú kvöld myndum við hafa opinn síma ef ein­ hver vildi hafa samband. „Davíð bölsótaðist þarna á bak við, rauk úr salnum og skellti hurðum. „Þetta var það svartasta af öllu svörtu og þegar ég hugsa til þessara ára fyllist ég óhug Ungfrú meðfærileg Guðrún og Magdalena Schram tóku hraustlega á móti Davíð Oddssyni, þáverandi borgarstjóra, eftir ræðu sem hann flutti þegar fegurðardrottningar voru krýndar. Þær mættu prúðbúnar eins og fegurðardrottningar á borgarstjórnarfund. Á pöllunum sátu fleiri fegurðardrottningar í síðkjólum eða bikiníum. Mynd Þjóðviljinn / Einar ólaSon Sterk skilaboð Ári eftir að Stígamót voru stofnuð fylktu þolendur liði og gengu á milli stofnana í minningu þeirra mála sem voru felld niður í kerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.