Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 24
Páskablað 15.–22. apríl 201424 Fréttir Erlent Maduro forseti sakar Bandaríkjamenn um baktjaldamakk og að ásælast olíuauðlindir N icolas Maduro, forseti Venesúela, segir að Banda- ríkjamenn standi á bak við mótmælaölduna sem geng- ið hefur yfir landið undan- farna mánuði. Markmið þeirra sé að sölsa undir sig olíuauðlindir lands- ins með „valdaráni“ líkt og Rússar á Krímskaga ekki alls fyrir löngu. Þetta sagði Maduro í einkaviðtali sem birt- ist í breska blaðinu The Guardian í vikunni. Kveikjan að mótmælunum Mótmælin, sem beinast gegn yfir- völdum, einna helst Maduro, hófust í ársbyrjun. Kveikjan að þeim var í raun af tvennum toga: Efnahagsleg staða Venesúela er slæm; verðbólga er með því mesta sem gerist í heiminum og þá er skortur á ýmsum nauðsynja- vörum. Glæpir eru einnig algengir í landinu og má í raun segja að kveikjan að mótmælunum hafi verið morðið á leikkonunni og fyrirsætunni Monicu Spear sem drepin var í handahófs- kenndu ráni ásamt eiginmanni sín- um þann 6. janúar. Mánuði síðar, í febrúar, var ungum nema nauðgað á heimavist háskólans í San Cristobal. Í kjölfarið mótmæltu nemendur víða um Venesúela ofbeldisglæpum og kölluðu eftir öflugri löggæslu. Þessi mótmæli undu upp á sig og fyrr en varði var mótmælt í borgum og bæj- um um allt land, bæði vegna efna- hagsstöðu landsins og vangetu lög- gæslunnar til að takast á við glæpi. Venesúelska vorið „Það sem þeir eru að reyna að gera er að selja heiminum þá hugmynd að hér sé í gangi eins konar venesúelskt vor,“ segir Maduro um Bandaríkja- menn og vísar í arabíska vorið, bylgju mótmæla og uppþota sem hófust í Mið-Austurlöndum. Hann segir að tilraunin sé dæmd til að mistakast, rétt eins og valdaránstilraunin árið 2002, þegar Hugo Chavez var steypt af stóli um stundarsakir. Á þeim tíma sagði Chavez sjálfur að Bandaríkja- menn hefðu staðið á bak við valda- ránið. Pedro Carmona, vellauðugur viðskiptajöfur, lýsti sjálfan sig forseta í kjölfarið en það varði stutt: Þremur dögum síðar var Chavez kominn aft- ur í embætti. Bandaríkjamenn neita Frá upphafi mótmælaöldunnar sem nú gengur yfir hafa 39 manns fallið. Blikur eru þó á lofti því fyrir skömmu féllst Maduro á beiðni bandalags Suður-Ameríkuríkja, UNASUR, um að setjast að samningaborðinu með stjórnarandstöðu landsins. Hvað Bandaríkjamenn varðar hafa þeir harðneitað að þeir standi á bak við mótmælin. Fullyrða þeir að yfirvöld í Venesúela noti þetta orða- lag, valdarán, til að veikja stjórnar- andstöðuna. Mannréttindavaktin (e. Human Rights Watch) hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Vene- súela fyrir hvernig tekið hefur verið á mótmælunum á meðan Amnesty International fullyrðir að báðar stríðandi fylkingar hafi brotið gegn mannréttindum. Skapa sýndarverðbólgu Maduro segir að Bandaríkjamenn séu sérfræðingar í að stýra átökum á bak við tjöldin og vitnar í valdarán og valdaránstilraunir sem Banda- ríkjamenn hafa verið bendlaðir við, allt frá Brasilíu á sjöunda ára- tug liðinnar aldar til Hondúras árið 2009. Hann segir að stjórnarandstað- an og þeir sem standi að baki mót- mælunum reyni að auka „efnahags- legan vanda“ með „efnahagslegu stríði“. Reynt sé að klippa á aðgang að nauðsynjavöru og skapa sýndar- verðbólgu. „Þannig tekst þeim að skapa óánægju og mála upp mynd af þjóð í molum,“ segir hann. 39 hafa fallið Maduro, sem er fyrrverandi strætis- vagnstjóri og verkalýðsforingi, seg- ir að staða Venesúela hafi batnað á undanförnum árum og áratugum. „Þegar ég var verkalýðsforingi var ekkert gert til að standa vörð um menntun, heilsugæslu og laun fólks. Núna er verkalýðurinn við völd; nú er staðan þannig að hinir ríku mótmæla en þeir fátæku fagna velferð sinni,“ segir hann. Talið er að um 2.200 manns hafi verið handteknir í mótmælunum, þar af eru 190 enn í haldi. Sem fyrr segir hafa 39 fallið en ekki eru all- ir á sama máli um hver ber ábyrgð á þeim dauðsföllum. Þó er staðfest að átta lögreglumenn eru meðal fallinna og fjórir mótmælendur úr röðum stjórnar andstæðinga. Maduro segist þó ekki í neinum vafa um að stjórnarandstæðingar beri ábyrgð á mannfallinu, en hefur þó falið nefnd að rannsaka hvert og eitt dauðsfall. Mótmælin náðu hámarki í febrúar en eru núna að mestu bundin við Tachira-hérað við landamæri Kól- umbíu þar sem stjórnarandstaðan ræður ríkjum. Nægar sannanir Þegar blaðamaður The Guardian spyr Maduro hvort hann hafi sannanir fyrir því að Bandaríkjamenn standi á bak við ólguna segir hann: „Er hundrað ára saga afskipta í Rómönsku Ameríku og ríkjum Karíba hafs ekki nóg? Haítí, Níkaragva, Gvatemala, Chile, Grenada, Brasilía? Er valdar- ánstilraun Bush-stjórnarinnar gegn Chavez ekki nóg? Af hverju eru Bandaríkjamenn með tvö þúsund herstöðvar um allan heim? Til að stjórna honum og ráða ferðinni.“ Þá bendir Maduro í gögn sem Wikileaks og Edward Snowden birtu. Þar má sjá ráðabrugg um að „sundra“, „einangra“ og „rjúfa“ stjórn Hugos Chavez heitins auk staðfestingar á því að stjórnarandstöðuhópar í Vene súela hafi fengið fjárframlög frá Bandaríkjunum. Árið 2009 var stjórnarskrá Vene- súela breytt á þá leið að þjóðarleið- togar geta boðið sig aftur og aftur fram í embætti forseta. Aðspurður hvort hann vilji vera forseti fram í hið óendanlega, segir hann að það geti enginn ef ekki sé þjóðarvilji fyrir því. „Fólkið mun ákveða hvenær ég stíg til hliðar. Það eina sem mun vara að ei- lífu í Venesúela er vald fólksins.“ n Bandaríkin á bak „venesúelska vorið“ Nægar sannanir Maduro segist hafa nægar sannanir fyrir því að Bandaríkjamenn standi á bak við ólguna í Venesúela. Teygjubyssa Hér sjást mótmæl- endur notast við býsna öfluga teygju- byssu til að gera lögreglumönnum lífið leitt. Myndin er tekin í höfuðborginni Caracas þann 4. apríl síðastliðinn. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Það sem þeir eru að reyna að gera er að selja heim- inum þá hugmynd að hér sé í gangi eins konar venesúelskt vor. Treysta ekki yfirvöldum Yfirvöld í Malasíu hafa legið undir mikilli gagnrýni vegna hvarfs flugvélar frá Malaysian Airlines fyrir rúmum mánuði. Samkvæmt nýrri könnun frétta- síðunnar Malaysian Insider tel- ur meira en helmingur íbúa Malasíu að ríkisstjórn landsins hafi ekki sagt allan sannleikann um týndu vélina. Aðeins 26 pró- sent sögðu ríkisstjórnina segja satt og 20 prósent treystu sér ekki til þess að taka afstöðu til máls- ins. Yfirvöld í Malasíu segja að þau hafi ekkert að fela. „Þú vildir skjóta“ Gerrie Nel, saksóknari í morð- máli Oscar Pistorius, efast um frásögn spretthlauparans og hyggst sanna að hann hafi skotið unnustu sínu, Reevu Steenkamp, að yfirlögðu ráði. Oscar neitar sök og segist hafa haldið að inn- brotsþjófur væri inni á baðher- bergi þeirra. Hann hafi því verið að vernda Reevu. Gerrie Nel gef- ur lítið fyrir frásögn Oscars og segist skynja að spretthlaupar- inn sé afar óöruggur. „ Öryggið var ekki á byssunni svo að þú vildir skjóta einhvern,“ sagði ís- kaldur saksóknarinn við grát- bólginn Oscar. Fermingargjafir í miklu úrvali Fermingarkrossar sem gleðja Handverk í sérflokki NONNI GULL Strandgötu 37 • Hafnarfirði • Sími 565-4040 • www.nonnigull.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.