Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 24
Páskablað 15.–22. apríl 201424 Fréttir Erlent
Maduro forseti sakar Bandaríkjamenn um baktjaldamakk og að ásælast olíuauðlindir
N
icolas Maduro, forseti
Venesúela, segir að Banda-
ríkjamenn standi á bak við
mótmælaölduna sem geng-
ið hefur yfir landið undan-
farna mánuði. Markmið þeirra sé að
sölsa undir sig olíuauðlindir lands-
ins með „valdaráni“ líkt og Rússar á
Krímskaga ekki alls fyrir löngu. Þetta
sagði Maduro í einkaviðtali sem birt-
ist í breska blaðinu The Guardian í
vikunni.
Kveikjan að mótmælunum
Mótmælin, sem beinast gegn yfir-
völdum, einna helst Maduro, hófust í
ársbyrjun. Kveikjan að þeim var í raun
af tvennum toga: Efnahagsleg staða
Venesúela er slæm; verðbólga er með
því mesta sem gerist í heiminum og
þá er skortur á ýmsum nauðsynja-
vörum. Glæpir eru einnig algengir í
landinu og má í raun segja að kveikjan
að mótmælunum hafi verið morðið á
leikkonunni og fyrirsætunni Monicu
Spear sem drepin var í handahófs-
kenndu ráni ásamt eiginmanni sín-
um þann 6. janúar. Mánuði síðar, í
febrúar, var ungum nema nauðgað á
heimavist háskólans í San Cristobal.
Í kjölfarið mótmæltu nemendur víða
um Venesúela ofbeldisglæpum og
kölluðu eftir öflugri löggæslu. Þessi
mótmæli undu upp á sig og fyrr en
varði var mótmælt í borgum og bæj-
um um allt land, bæði vegna efna-
hagsstöðu landsins og vangetu lög-
gæslunnar til að takast á við glæpi.
Venesúelska vorið
„Það sem þeir eru að reyna að gera er
að selja heiminum þá hugmynd að
hér sé í gangi eins konar venesúelskt
vor,“ segir Maduro um Bandaríkja-
menn og vísar í arabíska vorið, bylgju
mótmæla og uppþota sem hófust í
Mið-Austurlöndum. Hann segir að
tilraunin sé dæmd til að mistakast,
rétt eins og valdaránstilraunin árið
2002, þegar Hugo Chavez var steypt
af stóli um stundarsakir. Á þeim tíma
sagði Chavez sjálfur að Bandaríkja-
menn hefðu staðið á bak við valda-
ránið. Pedro Carmona, vellauðugur
viðskiptajöfur, lýsti sjálfan sig forseta
í kjölfarið en það varði stutt: Þremur
dögum síðar var Chavez kominn aft-
ur í embætti.
Bandaríkjamenn neita
Frá upphafi mótmælaöldunnar sem
nú gengur yfir hafa 39 manns fallið.
Blikur eru þó á lofti því fyrir skömmu
féllst Maduro á beiðni bandalags
Suður-Ameríkuríkja, UNASUR, um
að setjast að samningaborðinu með
stjórnarandstöðu landsins.
Hvað Bandaríkjamenn varðar
hafa þeir harðneitað að þeir standi á
bak við mótmælin. Fullyrða þeir að
yfirvöld í Venesúela noti þetta orða-
lag, valdarán, til að veikja stjórnar-
andstöðuna. Mannréttindavaktin
(e. Human Rights Watch) hefur
einnig gagnrýnt yfirvöld í Vene-
súela fyrir hvernig tekið hefur verið
á mótmælunum á meðan Amnesty
International fullyrðir að báðar
stríðandi fylkingar hafi brotið gegn
mannréttindum.
Skapa sýndarverðbólgu
Maduro segir að Bandaríkjamenn
séu sérfræðingar í að stýra átökum
á bak við tjöldin og vitnar í valdarán
og valdaránstilraunir sem Banda-
ríkjamenn hafa verið bendlaðir
við, allt frá Brasilíu á sjöunda ára-
tug liðinnar aldar til Hondúras árið
2009.
Hann segir að stjórnarandstað-
an og þeir sem standi að baki mót-
mælunum reyni að auka „efnahags-
legan vanda“ með „efnahagslegu
stríði“. Reynt sé að klippa á aðgang
að nauðsynjavöru og skapa sýndar-
verðbólgu. „Þannig tekst þeim að
skapa óánægju og mála upp mynd
af þjóð í molum,“ segir hann.
39 hafa fallið
Maduro, sem er fyrrverandi strætis-
vagnstjóri og verkalýðsforingi, seg-
ir að staða Venesúela hafi batnað á
undanförnum árum og áratugum.
„Þegar ég var verkalýðsforingi var
ekkert gert til að standa vörð um
menntun, heilsugæslu og laun fólks.
Núna er verkalýðurinn við völd; nú er
staðan þannig að hinir ríku mótmæla
en þeir fátæku fagna velferð sinni,“
segir hann.
Talið er að um 2.200 manns hafi
verið handteknir í mótmælunum,
þar af eru 190 enn í haldi. Sem fyrr
segir hafa 39 fallið en ekki eru all-
ir á sama máli um hver ber ábyrgð á
þeim dauðsföllum. Þó er staðfest að
átta lögreglumenn eru meðal fallinna
og fjórir mótmælendur úr röðum
stjórnar andstæðinga.
Maduro segist þó ekki í neinum
vafa um að stjórnarandstæðingar beri
ábyrgð á mannfallinu, en hefur þó
falið nefnd að rannsaka hvert og eitt
dauðsfall. Mótmælin náðu hámarki í
febrúar en eru núna að mestu bundin
við Tachira-hérað við landamæri Kól-
umbíu þar sem stjórnarandstaðan
ræður ríkjum.
Nægar sannanir
Þegar blaðamaður The Guardian spyr
Maduro hvort hann hafi sannanir fyrir
því að Bandaríkjamenn standi á bak
við ólguna segir hann: „Er hundrað
ára saga afskipta í Rómönsku
Ameríku og ríkjum Karíba hafs ekki
nóg? Haítí, Níkaragva, Gvatemala,
Chile, Grenada, Brasilía? Er valdar-
ánstilraun Bush-stjórnarinnar gegn
Chavez ekki nóg? Af hverju eru
Bandaríkjamenn með tvö þúsund
herstöðvar um allan heim? Til að
stjórna honum og ráða ferðinni.“
Þá bendir Maduro í gögn sem
Wikileaks og Edward Snowden birtu.
Þar má sjá ráðabrugg um að „sundra“,
„einangra“ og „rjúfa“ stjórn Hugos
Chavez heitins auk staðfestingar
á því að stjórnarandstöðuhópar í
Vene súela hafi fengið fjárframlög frá
Bandaríkjunum.
Árið 2009 var stjórnarskrá Vene-
súela breytt á þá leið að þjóðarleið-
togar geta boðið sig aftur og aftur
fram í embætti forseta. Aðspurður
hvort hann vilji vera forseti fram í hið
óendanlega, segir hann að það geti
enginn ef ekki sé þjóðarvilji fyrir því.
„Fólkið mun ákveða hvenær ég stíg til
hliðar. Það eina sem mun vara að ei-
lífu í Venesúela er vald fólksins.“ n
Bandaríkin á bak
„venesúelska vorið“
Nægar sannanir Maduro segist hafa
nægar sannanir fyrir því að Bandaríkjamenn
standi á bak við ólguna í Venesúela.
Teygjubyssa Hér sjást mótmæl-
endur notast við býsna öfluga teygju-
byssu til að gera lögreglumönnum lífið
leitt. Myndin er tekin í höfuðborginni
Caracas þann 4. apríl síðastliðinn.
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
„Það sem
þeir eru að reyna
að gera er að selja heim-
inum þá hugmynd að
hér sé í gangi eins konar
venesúelskt vor.
Treysta ekki
yfirvöldum
Yfirvöld í Malasíu hafa legið
undir mikilli gagnrýni vegna
hvarfs flugvélar frá Malaysian
Airlines fyrir rúmum mánuði.
Samkvæmt nýrri könnun frétta-
síðunnar Malaysian Insider tel-
ur meira en helmingur íbúa
Malasíu að ríkisstjórn landsins
hafi ekki sagt allan sannleikann
um týndu vélina. Aðeins 26 pró-
sent sögðu ríkisstjórnina segja
satt og 20 prósent treystu sér ekki
til þess að taka afstöðu til máls-
ins. Yfirvöld í Malasíu segja að
þau hafi ekkert að fela.
„Þú vildir
skjóta“
Gerrie Nel, saksóknari í morð-
máli Oscar Pistorius, efast um
frásögn spretthlauparans og
hyggst sanna að hann hafi skotið
unnustu sínu, Reevu Steenkamp,
að yfirlögðu ráði. Oscar neitar
sök og segist hafa haldið að inn-
brotsþjófur væri inni á baðher-
bergi þeirra. Hann hafi því verið
að vernda Reevu. Gerrie Nel gef-
ur lítið fyrir frásögn Oscars og
segist skynja að spretthlaupar-
inn sé afar óöruggur. „ Öryggið
var ekki á byssunni svo að þú
vildir skjóta einhvern,“ sagði ís-
kaldur saksóknarinn við grát-
bólginn Oscar.
Fermingargjafir
í miklu úrvali
Fermingarkrossar sem gleðja
Handverk í sérflokki
NONNI GULL
Strandgötu 37 • Hafnarfirði • Sími 565-4040 • www.nonnigull.is