Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 66
66 Menning Páskablað 15.–22. apríl 2014 Vegabréf Sigmundar Bolasteikin í Boston Draumar mannsins eru með ýmsu móti, enda þrífast systurn- ar þrá og löngun í stóru rúmi; það sem einum finnst hugtækt er öðr- um einskis virði – og fyrir vikið er skilningur fólksins hvert á öðru með alla vega hætti. Líklega hef ég hugsað eitthvað í þessa veru hér um árið þar sem ég nálgaðist eitthvert umtalað- asta steikhúsið á Nýja-Englandi – og sennilega það alræmdasta að auki, því að þar geta menn pantað sér stærri steikur en nokkurt ann- að veitingahús í veröldinni vogar sér að bjóða einum manni. Við hlið mér rölti starfsfé- lagi minn sem var að láta stóra drauminn rætast. Marga fjöruna hafði hann sopið – og enn fleiri firnindin étið, en nú var svo kom- ið seint á miðjum aldri að hann skyldi klára efsta stigið; stærstu steikina í Bandaríkjunum, í Mekku ofgnóttarinnar, paradís matháksins. Og þarna gengum við inn í þetta líka búralega vertshús í Boston sem svo að segja angaði af drambi. Það var eins og sælu- svipur félagans legðist yfir sam- felldan salinn – og innúr breiðum skrokki hans gæti að heyra ein- hverja slíka vellíðan sem aðeins brýst út þegar skynfærin öll hafa fallist í faðma. Það lá við að tunga mannsins titraði eins og þar væri kominn kjafturinn á soltnum rakka. Og svo settumst við loks til borðs, hvor með sínum hætti; hann sem næst himnaríki, ég á minni jörð. Ég pant- aði mér 150 gramma steik, nokkuð hefð- bundna, með kartöflu og smjöri – og hafi það kall- ast máltíð, var það á við nasafylli á ketti ef litið var yfir á pöntun vinarins; sjálfur matar- diskurinn var á við kringlótt borð á kaffihúsi – og þar upp á var sjálf ofursteikin komin, stolt og hróður mesta steikhúss álfunnar – og mér reiknaðist til í huganum að þyngd- in væri einhvers staðar í námunda við stórt og montið íslenskt kíló, altso næstum 1.200 grömm. Það þýddi að ég var að gæða mér á nánast tífalt minni mat en sessu- nauturinn, sem vel að merkja, var byrjaður að leggja til atlögu við þessa líka síðustu kvöldmál- tíð sína, eða svo var altént að sjá á svipnum að lífi lægi við. Ég var auðvitað fyrir löngu bú- inn með minn skammt, ef skerf skyldi kalla, áður en borðfélaginn hafði torgað hálfu kjötfjallinu fyrir framan sig. Og hófst þá raunar ein- hver ósmekklegasta aðför að nauti sem ég hef orðið vitni að í nægju- sömu lífi mínu. Án þess að koma upp stakasta orði skipti vinurinn litum í þessari lokabaráttu sinni við stykkið sem nægt hefði heimili í Vogunum. Og svitinn lak af enni hans milli þess sem skrokkurinn stundi af rembingi. Og einhvers staðar undir öllu saman hamaðist þrútið og hefað hjarta sem var við það að missa takt og ryþma. Hann kláraði hlunkinn. Á klukkustund og kortéri. Gat með naumindum staðið upp, enda við það að kúgast, en kátur vísast í vömbinni. Og ég fylgdi honum út af gildaskálanum eins og einhver písl eða afturkreista … ef mig þá skyldi kalla. Þ að er stundum talað um skákbakteríu og Grænlands- veiki. Þetta eru reyndar mjög jákvæðir „sjúkdómar“ sem ég hef á háu stigi. Frá því ég steig fyrst á grænlenska grund hef- ur þetta stórbrotna og heillandi land átt hug minn allan. Og það hafa ver- ið forréttindi að geta ásamt stórum hópi góðra félaga unnið að útbreiðslu skákíþróttarinnar meðal okkar góðu granna.“ Þetta segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, en um páskana fara nokkrir knáir liðsmenn félagsins alla leið norð- ur  á 72.  breiddargráðu, í  þorp- ið    Ittoqqortoormiit  við  Scoresby- sund. Þetta er áttunda árið í röð sem Hróksmenn halda hátíð í þessu af- skekktasta þorpi Grænlands – en það- an eru um þúsund kílómetrar í næsta byggða ból. Skákævintýri Hróksins á Grænlandi hófst árið 2002. Þá hafði Hrókurinn verið ósigrandi á Íslandsmóti skákfé- laga, auk þess að standa að sterkum alþjóðlegum skákmótum. Liðsmenn félagsins heimsóttu líka hvert einasta sveitarfélag á Íslandi og alla grunn- skóla, og gáfu með tilstyrk Eddu út- gáfu fimm árgöngum 8 ára barna bók- ina Skák og mát eftir Anatoly Karpov í þýðingu Helga Ólafssonar stórmeist- ara. Hringdu í Bendó! En hvernig kviknaði hugmyndin að skáklandnámi á Grænlandi? „Ég sat nú bara yfir óvenjulega góðum kaffi- bolla og velti fyrir mér hvað ég vissi um skák á Grænlandi. Niðurstað- an var einföld: Ég hafði aldrei heyrt minnst á skák í því góða landi eða grænlenska skákmenn. Ég tók upp símann og hringdi í vin minn Reyni Traustason, sem þá hafði nýverið gef- ið út bók um Íslendinga á Grænlandi. Hann sagði: Hringdu í Bendó! Þar átti hann við kraftaverkakonuna Bene- dikte Thorsteinsson, sem er fyrrver- andi félagsmálaráðherra á Grænlandi en bjó þessi árin á Íslandi með manni sínum Guðmundi Þorsteinssyni. Bendó var formaður Kalak – Vinafé- lags Íslands og Grænlands, og hún var drifkraftur í allri skipulagningu að glæsilegri skákhátíð sem við héldum í Qaqortoq sumarið 2003. Meðal kepp- enda þar voru Jonathan Motzfeldt og Halldór Blöndal, sem þá voru þing- forsetar Grænlands og Íslands, stór- meistarar frá fjölmörgum löndum, íslensk og grænlensk börn og áhuga- menn á öllum aldri. Alls fórum við með um 70 manna sveit til að halda þetta fyrsta alþjóðlega mót í sögu Grænlands. Þar lögðu margir hönd á plóg, en mér verður oft hugsað til þess þegar ég hringdi fyrst í forstjóra Flugfélags Íslands – sem ég hafði aldrei hitt – og spurði hvort honum þætti ekki tilvalið að halda alþjóðlegt stórmót á Grænlandi. Ég gat næstum heyrt hvernig hann smellti fingrum og svaraði: Gerum það!“ Hugljómun á siglingu með veiðimanni Skákhátíðin í Qaqortoq 2003 vakti mikla athygli víða um lönd og heppn- aðist frábærlega. En þetta var bara byrjunin. „Þegar hátíðinni lauk fór ég í siglingu með grænlenskum veiði- manni um hina undurfögru firði á Suður-Grænlandi. Ég fór yfir hátíð- ina í huganum og vissi að ótal góð- ar minningar höfðu orðið til. En ég vissi líka að allt væri þetta til lítils ef við héldum ekki áfram. Við vorum búnir að undirbúa jarðveginn og sá fyrstu fræjunum, en við urðum að halda áfram að rækta og hlúa að, til að skákin næði raunverulegri fótfestu á Grænlandi.“ Skák snýst um að læra – og leika sér En afhverju skák? Hrafn þarf ekki að hugsa sig um þegar hann svarar þeirri spurningu: „Skákin eflir rökhugsun og ýtir undir sköpunargáfu. Skák er í senn stærðfræði og list. Skákin kennir okkur að hugsa fram í tímann. Skák- in kennir okkur að mistök og ósigrar eru nauðsynlegir til að ná árangri. Án mistaka er engin snilld, eins og mik- ill skákmeistari sagði. Skákin kenn- ir okkur að við þurfum í sífellu að bregðast við, að lífið er sífellt að bjóða okkur upp á nýja spennu – en fyrst og fremst er skákin skemmtileg. Skák er leikur og skák er lærdómur. Börnin okkar eru að læra á meðan þau tefla – en í þeirra huga eru þau fyrst og fremst og skemmta sér.“ Austurströndin heillar Árið eftir hátíðina miklu á Suður- Grænlandi lá leiðin til Austur-Græn- lands. „Aftur var það Reynir sem var örlagavaldur. Hann tilkynnti mér að ég hefði ekki kynnst Grænlandi fyrr en ég hefði komið til austurstrandar- innar. Það eru orð að sönnu. Því þótt íbúar Grænlands séu ekki margir, innan við 60 þúsund, er mikill mun- ur á aðstæðum fólks eftir landshlut- um. Lífsskilyrði á Austur-Grænlandi geta verið erfið, og þar er við ýmis vandamál að etja, þótt ótalmargt já- kvætt sé að gerast þar líka. Við héld- um næstu árin miklar hátíðir í Tasi- ilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, og heimsóttum margsinnis öll litlu þorp- in í grenndinni, og vorum síðast á ferð um þessar slóðir í febrúar á þessu ári.“ Það var svo 2006 sem leið Hróks- manna lá fyrst til Ittoqqortoormiit. „Það var okkar óþreytandi félagi Arn- ar Valgeirsson sem átti þá hugmynd að fara alla leið þangað. Íbúar þar voru um 500 og sáralítið í boði fyr- ir börnin og ungmennin í bænum. Arnar var árum saman leiðangurs- stjóri okkar til Ittoqqortoormiit og vann sannkallað þrekvirki, því það er meira en að segja það að skipuleggja meiriháttar hátíð í afskekktustu byggð norðurslóða!“ Skákvæðing höfuðborgarinnar Á austurströnd Grænlands búa næstu nágrannar Íslendinga, og þeir hafa lengstum átt hug Hróksmanna allan. En í desember 2012 hófst skákvæð- ing höfuðborgarinnar Nuuk fyrir alvöru. Þá fóru Hrafn og íslenski stór- meistarinn Henrik Danielsen (sem er danskur að uppruna) og stóðu fyr- ir skólaheimsóknum og viðburðum í Nuuk. „Þar er starfandi skákfélag og mikill velvilji og áhugi. Í fyrra fór ég svo með mínum helsta samstarfs- manni frá stofnun Hróksins, Róbert Lagerman, og fleiri góðum félögum og við héldum nokkrar stórskemmti- legar hátíðir í höfuðborginni. Vinir okkar hjá Flugfélagi Íslands gáfu 300 börnum skáksett, og þúsundir barna á Grænlandi hafa fengið fyrsta skák- kverið á grænlensku, sem skákfröm- uðurinn Siguringi Sigurjónsson gaf út.“ Heimsókn í „gleymda bæinn“ Árið 2013 var hið kraftmesta í starfi Hróksins á Grænlandi, því auk há- tíða í Nuuk og á austurströndinni lá leiðin alla leið til Upernavik, sem er nálægt 73. breiddargráðu á vest- urströndinni. „Þarna búa um 1.200 manns og Upernavik er stundum kallaður gleymdi bærinn á Græn- landi, því þangað kemur varla nokk- ur maður. Ingibjörg Gísladóttir, sem starfaði við flugumsjón í bænum, skrifaði mér, lýsti mannlífinu þarna lengst í norðrinu og hvatti okkur til að mæta. Ótal ljón virtust í vegin- um, en okkur tókst að komast þang- að í dimmasta skammdeginu í vetur, þökk sé eldmóði Ingibjargar. Þarna var haldin einhver mesta gleðinn- ar hátíð sem við Hróksmenn höfum staðið að, og nánast öll börn í bæn- um voru með. Svo urðu þarna fagn- aðarfundir, því yfirmaður lögreglunn- ar í bænum, Steffen Lynge, var ein helsta hjálparhella okkar í Qaqor- toq 2003. Hann hefur þessa dásam- legu og smitandi lífsgleði sem ein- kennir Grænlendinga, og gerðist að sjálfsögðu formaður í nýju skákfélagi bæjarins sem ber hið viðeigandi nafn Nanok – ísbjörninn – en þeir eru tíð- ir gestir í þessum ógleymanlega bæ.“ Bestu nágrannar í heimi Hrafn Jökulsson og félagar í Hróknum hafa í tólf ár unnið að útbreiðslu skákíþróttarinnar meðal barna og ungmenna á Grænlandi. Framundan er ferð á ísbjarnarslóðir á 72. breiddargráðu og mörg fleiri spennandi verkefni. Hann segir að ævintýrið á ævintýralandinu Grænlandi sé rétt að byrja. Guðmundur J. Sigurðsson Athvarf Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt og Róbert Lagerman í heimsókn í athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Hróksmenn leggja mikla áherslu á slíkt starf, jafnt á Íslandi sem Grænlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.