Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Páskablað 15.–22. apríl 2014
Spurningin
Eru þær typpastýrðar? Kanaríeyjar eiga hug
minn allan
Þeir skrifuðu þetta
sjálfir
Gætirðu hugsað
þér að kjósa nýjan
Evrópusinnaðan
hægri flokk?
Fjöldi fólks deilir reynslu sinni af „kynlegum athugasemdum“ í samnefndum hóp á Facebook. – DV Skorað er á Guðna Ágústsson að bjarga Framsókn. – DV Björk Jakobsdóttir leikstýrir Unglingnum. – DV
Hugmynd að sátt
Erum við búin að missa tökin á gjaldheimtu á ferðamannastaði?
Þ
ær eru ekki skemmtilegar
fréttir sem berast af gjald
töku ferðamanna við Geysi.
Það er vont mál og stað
an grafalvarleg. Eigendur
og aðstandendur ferðamannastaða
hafa beðið í mörg ár eftir aðgerðum
stjórnvalda í að setja lög og reglur
um gjaldheimtu af ferðamönnum til
að standa undir kostnaði við endur
bætur og lagfæringar á ferðamanna
stöðum svo hægt sé að bjóða ferða
fólki upp á mannsæmandi aðstöðu
og þjónustu á vinsælustu stöðum
landsins.
Með ótrúlegri fjölgun ferða
manna taka vinsælustu staðirnir ekki
við þeim fjölda sem þangað kemur á
hverjum degi, jafnvel yfir vetrartím
ann. Á fjölförnustu stöðunum kostar
það tugi, jafnvel hundruð milljóna
að koma aðstöðunni í viðunandi
horf. Bláskógabyggð og eigendur að
Geysissvæðinu hafa látið fara fram
metnaðarfulla samkeppni um upp
byggingu Geysissvæðisins og mun
hún kosta gríðarlegar fjárhæðir og
slík uppbygging er óhugsandi án
þess að gjald verði tekið af ferða
mönnum á einhvern hátt. Fólkið og
samfélögin sem hafa tekjur af ferða
þjónustu hafa ekki lengri biðlund,
það er sprungið á biðinni og þegar
það tekur af skarið skerst í odda á
milli þess og annarra hagsmuna
aðila.
Útkoman er niðurlægjandi
fyrir aðstandendur í þessu tilfelli
eigendur og starfsmenn við Geysi,
en ferðamaðurinn er þolandinn sem
horfir upp á fólk í baráttuhug, vopn
að sögum, klippum og jafnvel gjall
arhornum til að vekja athygli á mál
staðnum. Ég ætla ekki að setjast í
dómarastól í þessu máli en þetta er
sú versta birtingarmynd sem hugs
ast gat að kæmi upp í málinu og
mikilvægt að taka umræðuna, vera
óhræddur og varpa fram hugmynd
um til lausnar í málinu.
Að finna aðrar leiðir
Engin niðurstaða hefur fengist í út
gáfu náttúrupassa og hafa mjög
margir verulegar efasemdir við út
gáfu slíks passa. Leiðir til sölu nátt
úrupassa eru margar en fleiri spyrja
hver á að hafa eftirlit með því hverj
ir bera slíkan passa á ferð sinni um
landið? Ekki verður því bætt á lög
regluna að fylgjast með hátt í milljón
ferðamönnum hvort þeir eru með
passa eða ekki. Við verðum að finna
aðrar leiðir. Þær eru fjölmargar sem
koma til greina og ég eins og fleiri
höfum staldrað við margar þeirra.
Flestir eru á því að hafa einfalt kerfi
þar sem ekki þarf sérstakt eftirlit
með því hvort greitt hafi verið eða
ekki. Í því sambandi hefur verið bent
á gjald á farmiða, eingreiðslu við
komu eða brottför frá landinu. Hug
myndir sem hafa galla og kosti eins
og allar aðrar. Hér kynni ég leið sem
margar þjóðir fara.
Fleiri lönd, nú síðast Danmörk,
bætast í þann hóp sem rukka lágt
en sérstakt gisti og bílaleigugjald
sem aðgang að náttúru landsins, út
færslan er til og ekkert að vanbún
aði. Gistigjaldið er víða um 1 evra
á mann, eða sem næst 150 kr. og er
lagt á hvern einstakling fyrir hverja
gistinótt í landinu og er þá ekki gerð
ur greinarmunur á því hvort gist er
á dýru hóteli eða ódýru tjaldsvæði.
Þannig greiðir einstaklingur sem
gistir eina nótt 150 kr. sem renna
í sérstakan sjóð til uppbyggingar
ferðamannastaða í landinu. Þeir
sem gista í 10 nætur greiða 1.500 kr.
Gistinætur erlendra ferðamanna á
Íslandi árið 2012, voru 2,9 milljón
ir og gistinætur Íslendinga voru 850
þúsund og þeim fjölgar um 10–15% á
milli ára. Tekjur af þessum gjöldum
verða að renna beint til ferðamanna
staða um allt land samkvæmt nánari
útfærslu.
Með þessu hóflega gjaldi opnast
leið til að taka út 8–12 verðmætustu
náttúruperlur landsins og rukka sér
stakt hóflegt gjald inn á þá staði. Þá
staði þarf sérstaklega að nefna í lög
um og reglugerðum sem settar verði
um gjaldtöku af ferðamönnum. Þær
tekjur eiga að standa undir fram
kvæmdum á þeim svæðum og þeir
fá ekki aðrar tekjur frá ríkinu til upp
byggingar.
Ónýtt tekjulind
Með því að kaupa flugmiða frá
landinu er gjald á hvern miða svo
kallað farþegagjald sem rennur til
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, en
svokallaðir „stop ower“farþegar
greiða ekki slíkt gjald þó það sé víð
ast hvar greitt á flugvöllum. Þessi
hópur telur líklega um 1,7 milljónir
farþega á síðasta ári og í framtíðinni
má gera ráð fyrir að þessi hópur vaxi
mest allra í FLE eða jafnvel um 30%
á ári og verði orðinn 3–4 milljónir
eftir nokkur ár. Þó ég sé ekki að gera
því skóna að þessi hópur greiði fyrir
náttúruskoðun á Íslandi er þarna um
að ræða hundruð milljóna tekjulind
sem við eigum ekki að láta framhjá
okkur fara. Og ég minni á þarfir inn
anlandsflugsins sem almennings
samgöngur og flugvellir á lands
byggðinni eru algjörlega févana.
Í lok dagsins er það sameigin
legt markmið okkar að þær spár ræt
ist sem gera ráð fyrir 1,5 milljónum
ferðamanna til landsins árið 2023 og
tekjur af ferðamönnum tvöfaldist frá
því sem nú er, en vöxtur í útflutnings
tekjum af ferðaþjónustu á fyrsta ára
tug þessarar aldar nam 136%. Grein
in þarf að byggja upp trúverðug leika,
en höldum því til haga að stærsti
hluti fyrirtækja í greininni, eða 83%,
stendur skil á sínu í ríkissjóð og
greinin á að hafa metnað til að borga
starfsfólki sínu góð laun. Árið 2012
greiddu ferðamenn í beina og óbeina
skatta 27 milljarða, eða 120.000 kr. á
hvert heimili í landinu, við eigum því
að standa saman sem þjóð að hóf
legri gjaldtöku með skynsamlegri og
arðbærri fjölgun ferðamanna að sér
stakri náttúru, menningu og gest
risni Íslendinga. n
Ásmundur Friðriksson
alþingismaður
Kjallari
„Tekjur af þess-
um gjöldum verða
að renna beint til ferða-
mannastaða.
Mynd RöGnvAlduR MÁR
„Nei alls ekki, gæti ekki hugsað
mér það.“
Guðlaug Jóna Aðalsteinsdóttir
68 ára verslunarstjóri
„Ég vil fara í ESB, þannig það er
möguleiki.“
Baldur Benjamín Sveinsson
18 ára menntaskólanemi
„Já, en það veltur líka á öðrum
stefnumálum. Ef hann er frjálslyndari
en Sjálfstæðisflokkurinn, þá já.“
Hjalti Þór Ísleifsson
17 ára MR-ingur
„Já, ég er til í að sjá hvað þeir standa
fyrir. Ég er Evrópusinni og sjálfstæðis
sinni.“
Birgir Guðmundsson
34 ára hótelstjóri
„Já, en ég myndi þurfa að kynna mér
stefnu þeirra, ég er meira vinstri.“
Gabríella María Skibinska
21 árs þjónustufulltrúi
Könnun
Hver vilt þú að
verði fréttastjóri?
n Svavar Halldórsson
n Rakel Þorbergsdóttir
n Ingólfur Bjarni Sigfússon
n Sigríður Hagalín Björnsdóttir
145 ATKvÆÐI
O
kkar kýrskýri forsætisráð
herra sannar það alltaf
annað veifið, að óþarfi er
að vefengja þá vefengjan
legu pappíra sem hann
hefur stundum veifað námsárangri
sínum til stuðnings. En eins og al
þjóð veit þá er maðurinn vel upplýst
gáfnaljós, jafnvel þótt hóflega sé flík
að öllu slíku þar á bæ. En nýverið lét
þetta gáfumenni hafa eftir sér eina
þá brjálæðislegustu heimsku sem
sögur fara af. Hann sagði, að lofts
lagsbreytingar; hlýnun andrúms
lofts og fleira í þeim dúr, væri í raun
og veru ekkert annað en tækifæri
fyrir okkur Íslendinga.
Jarðsprengjur eru vissulega mikil
búbót fyrir þá sem framleiða gervi
limi. Og barnaníðingar eru mikil bú
bót fyrir þá sem rannsaka afbrot af
ýmsum toga. Eins dauði er sem sagt
annars brauð. En þetta er svo bara
einföld siðferðisleg spurning um
það hvort menn vilja vera afætur,
hræætur eða einfaldlega séðir tæki
færissinnar.
Þegar ljóslifandi hugsuðir, einsog
forsætisráðherragreyið okkar, tjá sig,
er alltaf eðlilegt að menn setji sig í
svona stellingar einsog þegar hvít
voðungar babla. Og þetta minnir
okkur á, að nú á dögum málshátt
anna er nauðsynlegt að hafa í huga
orðatiltækið: „Oft er broddur í bulli.“
En svo er það yfirleitt á færi hinna
lengra komnu, að átta sig á visk
unni sem í bullinu leynist. Og þegar
forsætisráðherra talar um tæki
færin sem við Íslendingar eigum
einsog falinn fjársjóð í hlýnun Jarð
ar; hungursneyð, fárviðri og öðrum
hörmungum, þá er hann væntan
lega að meina það að fjársjóður okk
ar liggi í því að við getum hugsanlega
lært af mistökunum.
Ef hlýnun Jarðar, ósonbreytingar,
kolefnabruni og annað í sama flokki,
er skoðað í samhengi, sjáum við að
græðgin og heimskan er að leika
okkur þannig, að konungurinn
Kristur myndi snúa sér við á krossin
um ef hann vissi eitthvað um þess
ar staðreyndir. Það er nefnilega svo,
kæru vinir, að við Íslendingar höld
um að nafli alheimsins sé í Skaga
firði, við trúum því að Kanar hafi
svör við vanda okkar, við trúum á
Mammon og styðjum hernaðarbrölt
svo lengi sem byssum er ekki beint
að okkur. Og það sem meira er: Við
höfum heyrt það oftar en einu sinni,
oftar en tvisvar og oftar en þrisvar,
að fyrir örlítið brot af þeim pening
um sem heimsbyggðin leyfir örfáum
hlandaulum að eyða til hermála …
já, fyrir örlítið brot af þeim pening
um, mætti snúa við þeirri vá sem að
heiminum steðjar. n
Hér lífshlaup mitt er ekki alveg galið
þótt áhættan sé bæði smá og stór,
því þegar ég hef einhvern veginn valið
þá veit ég hugsanlega hvert ég fór.
Læri, læri … tækifæri
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
34,5%
20%
21,4%
24,1%