Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Blaðsíða 80
Páskablað 15.–22. apríl 2014 30. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Egill myndi án efa massa þetta! Egill leysi Gísla af n Þeir voru fjölmargir sem ósk- uðu Gísla Marteini Baldurssyni dagskrárgerðamanni til ham- ingju með skólavist í borgar- fræðum við Harvard-háskóla um helgina. Ljóst er að Gísli mun því ekki stýra þættinum Sunnu- dagsmorgni næsta vetur. Egill Helgason óskar arftaka sínum hjá RÚV innilega til hamingju með námið á Facebook og segir: Meiriháttar að fara til Harvard. Þegar Gísli spyr glettinn hvort Egill sé nokkuð laus á sunnu- dagsmorgun svarar Egill um hæl: „Jamm, þegar stórt er spurt. Má ég ekki frekar fara til Cambridge Mass?“ Harvard-há- skóli er einmitt í Cambridge í Massachusetts- ríki í Bandaríkj- unum. Von Jóns Gnarr n Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, á sér þá von að vís- indamenn, hönnuðir, listamenn, frumkvöðlar og aðrir draumóra- menn flykkist til Íslands. „Ég vil gera Ísland að heimili vonar fyrir mannkynið,“ segir hann í stöðu- uppfærslu á Facebook-síðu sinni. Þá segir hann að tækifæri landsins séu óendanleg og læt- ur sig meðal annars dreyma um að hér verði komið á fót Friðar- háskóla á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jón viðurkennir að mögulega séu hugmyndir hans barnalegar en tekur fram að hann verði einfaldlega að deila þeim með Face- book-vinum. Tískumógúll keypti fornbíl n „Breski sveitabíllinn fékk að víkja fyrir þrítugri þýzkri techno dívu,“ skrifar fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson undir mynd af sér og nýjum bíl sínum á samskiptamiðlinum Instagram. Bíllinn er framleiddur af þýska bif- reiðaframleiðandanum Mercedez Benz og er af árgerðinni 1983. Guðmundur Jörundsson hefur getið sér gott orð í tískuheimin- um á undanförnum mánuðum en hann stofnaði fata- merkið JÖR fyrir rúmu ári. Fata- hönnuðurinn kynnti nýja fata- línu á RFF í lok mars sem féll vel í kramið hjá gestum hátíðinnar. „Okkur finnst þetta mikill heiður“ Boðið á virta ungmennalistahátíð í Bayreuth O kkur finnst þetta mikill heiður,“ segir Hrafnhildur Blomster- berg, stjórnandi Flensborgar- kórsins. Kórinn hefur feng- ið boð á virta ungmennalistahátíð, Festival Junger Künstler Bayreuth, í Bayreuth í Þýskalandi í ágúst á þessu ári. Raunar er kórnum boðið sem sér- stökum gesti á hátíðina og er meðlim- um hans boðin gisting og uppihald í Bayreuth í þær tvær vikur sem hátíðin varir. Í ár verða um 120 kórsöngvarar sem munu æfa og halda þrenna tón- leika undir stjórn sænska kórstjórans Fred Sjöberg og halda svo sína eigin tónleika. „ Flensborgarkórinn mun síðan halda þrenna til ferna tónleika með eigin efn- isskrá, sem samanstendur að stærstum hluta af kórlög- um frá Skandinavíu,“ segir Hrafnhildur. Hátíðin var stofnuð árið 1950 en þar koma saman ungir listamenn, starfa saman og læra hver af öðr- um. Í ár verða á hátíðinni ungmenna- kórar alls staðar að úr heiminum sem þykja hafa skarað fram úr. Flensborgar- kórinn er einn þeirra, en hann hef- ur til að mynda unnið til fyrstu verð- launa í tveimur kórakeppnum erlendis á undanförnum árum. „Flensborgar- skólinn er mjög ungur kór, en við höf- um farið í tvær keppnir þar sem við unnum til gullverðlauna. Í kórnum eru núverandi og fyrrverandi nemendur Flensborgar- skólans. Sumir þeirra hafa sungið sleitulaust með mér í tíu eða tólf ár. Þetta er skemmtilegur hópur, vel samstilltur og á breiðu aldursbili,“ segir Hrafnhild- ur sem segir mikla eftir- væntingu ríkja meðal kórfé- laga vegna hátíðarinnar. „Ég er svo lánsöm að ég er í skemmtilegasta starfi sem til er og hlakka til að fara í vinnuna á hverjum degi. Ég hef einnig fengið þann meðbyr sem við höfum þurft til að halda þessu starfi gangandi og það hefur gengið mjög vel.“ n Ungur kór Í kórnum er hópur sem hefur sungið saman lengi og þekkist vel, segir Hrafnhildur. Mynd HrafnHildUr BloMstErBErG Apple TV Tilboð: 15.990.-* Fullt verð: 18.990.- FERMINGARTILBOÐ iPad hvar sem er, hvenær sem er iPad Verð frá: 49.990.- Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g ve rð br ey tin ga r. Ti lb oð g ild ir til 2 1. a pr íl 20 14 . Smáralind Skírdagur 13-18 | Laugardagur 11-18 Lokað föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum Sími 512 1330 Nýtt kortatímabil í Smáralind frá 17. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.