Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2014, Síða 67
Menning 67Páskablað 15.–22. apríl 2014 Bestu nágrannar í heimi Fyrsta mótið Sigurlaug Jóhannsdóttir og Jonathan Motzfeldt á fyrsta alþjóðlega mótinu í sögu Grænlands, sem haldið var í Qaqortoq 2003. Sundkrakkarnir Á hverju ári býður Kalak – vinafélag Íslands og Grænlands – stórum hópi barna frá Austur-Grænlandi til Íslands í sundkennslu. Þetta er ævintýraferð fyrir börnin. Grænlandsveikin Hrafn Jökulsson er með „Grænlandsveiki“ á háu stigi. Mynd KriStinn MaGnúSSon Hermaðurinn sem hjálpar barninu í gegnum nóttina Lestrarnautn er nýtt ljóðasafn frá Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur, rithöfundi og skáldi. Ljóðasafnið inniheldur allar ljóðabækur Gerðar Kristnýjar. Af því tilefni valdi hún sitt uppá­ haldsljóð: Stjarna fæðist á Vest­ dalseyri, sem birtist í ljóðabók­ inni Ströndum. „Ég hafði verið að lesa Úr þagnarhyl, ævisögu Vil­ borgar Dagbjartsdóttur, skálds og kennara, eftir Þorleif Hauksson. Þetta er afbragðsbók, vel skrifuð og skemmtileg en líka sorgleg. Vilborg er frá Vestdalseyri þar sem breska hernámsliðið hreiðr­ aði um sig í heimsstyrjöldinni. Eitt atvik frá þeim tíma sat í mér að lestri bókarinnar loknum. Sveitin moraði öll af breskum hermönnum sem voru með­ al annars á útkikki eftir þýskum flugvélum í fjallinu fyrir ofan bæ Vilborgar. Kvöld nokkurt þegar hún var á leið heim til sín úr sendiferð í niðamyrkri tók varðmaðurinn í fjallinu eftir stúlk unni. Hann gerði sér lítið fyrir, kveikti á kast­ ara og lýsti henni leiðina heim. Mér finnst þessi saga af ókunn­ uga hermanninum sem hjálpar barninu í gegnum nóttina ákaf­ lega falleg. Það var full ástæða til að yrkja um hana ljóð.“ Stjarna fæðist á Vestdalseyri Hún skipti um bæn í miðri á enda fullung til að hafna allri synd Hún hét því að verða dugandi manneskja ef Guð leiddi hennar litlu hönd og teymdi hana létta eins og flugdreka í gegnum nóttina og heim Ekki var hún fyrr komin upp á bakkann en það kviknaði á kastara í fjallinu hennar Enskur dáti fylgdist með förinni og nú lék geisli í grasinu við tána á vaðstígvélunum Án þess að hugsa sig um sparkaði hún þeim af sér og steig inn í ljósið Sagan á bakvið uppáhaldsljóðið Grænlendingar eru bestu nágrannar í heimi Hrafn segir að starf Hróksins á Græn­ landi snúist ekki bara um skák­ ina. „Við vinnum í anda einkunnar­ orða alþjóðaskákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Kynni mín af Grænlandi og Grænlendingum hafa sannfært mig um að þjóðirnar tvær eiga að stórauka samskipti sín á sem allra flestum sviðum. Við eig­ um samleið hér í norðrinu og getum margt af vinum okkar lært, og það er vonandi gagnkvæmt. Blíðari og glað­ lyndari þjóð hef ég aldrei kynnst, og Grænlendingar líta á okkur sem bestu vini sína. Það eru forréttindi að eiga slíka þjóð að nágrönnum, og Ís­ lendingar ættu að rækta tengslin sem allra mest. Það var stór áfangi þegar Íslendingar opnuðu sendiráð í Nuuk í fyrra, þar sem Pétur Ásgeirsson sendiherra hefur einmitt Benedikte Thorsteinsson sér til halds og trausts. Þau vinna þrotlaust að því að koma á tengslum, hvort sem er á sviði menn­ ingar, æskulýðsmála eða viðskipta. Bæði núverandi og fyrrverandi ríkis­ stjórn hafa lagt mikla áherslu á aukna samvinnu við Grænland, og það er stefna sem er mér sannarlega mjög að skapi.“ Uppskeruhátíð vináttunnar Hrafn segir að gaman hafi ver­ ið að fylgjast með áhuga Íslendinga á Grænlandi aukast síðustu árin. „Ég fæ fyrirspurnir oft í viku frá einstaklingum, félögum eða fyrir­ tækjum sem vilja bralla eitthvað skemmtilegt á Grænlandi. Sífellt fleiri sýna áhuga á ferðalögum til Grænlands, en staðreyndin er sú að jafnvel víðförlustu Íslendingar hafa aldrei kynnst töfraheimi Grænlands. Nú er líka búið að stofna Græn­ lensk­íslenska viðskiptaráðið, sem starfar undir forystu kraftaverkakon­ unnar Kristínar S. Hjálmtýsdóttur. Ég naut þeirra forréttinda að vinna með henni að Grænlandsdögum nú um síðustu mánaðamót, í samvinnu við Flugfélag Íslands, kempurnar í Melabúðinni og ótalmarga aðra. Það var veisla sem sameinaði viðskipti, menningu, skák, grænlenskan mat, og var sannkölluð uppskeruhátíð vináttunnar.“ Ævintýraferð grænlenskra barna til Íslands Hrafn er líka virkur í Kalak – vinafé­ lagi Íslands og Grænlands, en stærsta verkefni félagsins er að bjóða ár­ lega stórum hópi ellefu ára barna frá litlu þorpunum á austurströndinni til Íslands. Hér dvelja þau í tvær vik­ ur, ganga í skóla í Kópavogi, kynnast jafnöldrum og íslensku samfélagi – og þau læra að synda. „Engar sundlaugar eru á Austur­ Grænlandi og aðeins tvær á landinu öllu. Hugmyndina að sundverkefn­ inu átti Stefán Herbertsson, þáver­ andi formaður Kalak og dyggur skák­ trúboði. Stefán lét verkin tala og í haust kemur áttundi hópurinn á okk­ ar vegum. Síðustu árin hefur Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak, borið hitann og þungann af þessu dásamlega og gefandi verkefni, en margir hafa lagt hönd á plóg, ekki síst Flugfélag Ís­ lands sem ég hugsa að sinni fleiri samfélagsverkefnum á Grænlandi en flest grænlensk fyrirtæki. Fyr­ ir grænlensku börnin er þetta mikið ævintýri, enda langflest að koma til útlanda í fyrsta skipti, og mörg hafa ekki einu sinni komið út fyrir sitt fæðingarþorp áður. Hér sjá þau ótal­ margt í fyrsta skipti: Tré, hesta, um­ ferðarljós, rúllustiga. Þau fara í bíó, útreiðartúra, kynnast náttúru okkar og eru jafnan boðin sérstaklega á Bessastaði, þar sem forseti vor tek­ ur vel á móti þeim. Héðan fara börn­ in flugsynd, með góðar minningar og gleði í hjarta. Fræjum vináttu er sáð, og þau munu bera ríkulegan ávöxt.“ Ævintýrið er rétt að byrja Hrafn og félagar staldra ekki lengi við á Íslandi, þegar þeir koma frá Itt­ oqqortoormiit. Um miðjan maí verð­ ur skákhátíð í Nuuk, tileinkuð minn­ ingu Jonathans Motzfeldt. „Það voru forréttindi mín að kynnast þessum landsföður Grænlendinga lítillega og það var mikill heiður að hann skyldi taka þátt í fyrsta skákmótinu okk­ ar 2003. Síðustu ár hefur ekkja hans, Kristjana Guðmundsdóttir Motz­ feldt, verið sannkölluð verndargyðja Hróksins á Grænlandi, enda ekki til sá Íslendingur sem betur þekk­ ir til á Grænlandi en hún. Kristjana er heiðursforseti okkar á Grænlandi, og allt er mögulegt þegar við Róbert leggjum á ráðin með henni. Græn­ landsævintýrið er rétt að byrja.“ n Guðmundur Þorsteinsson og Bendó Hann er guðfaðir handbolt- ans á Grænlandi og rekur fjölsmiðjur fyrir ungmenni. Benedikte hefur unnið þrekvirki við að efla tengsl Ís- lands og Grænlands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.