Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 11
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fréttir 11 F rá og með júlí á þessu ári verður jarðhitavirkjunum bannað að losa meira en 50 míkrógrömm af brenni- steinsvetni á rúmmetra að meðaltali á sólarhring. Reglu- gerð þess efnis var sett á árið 2010 en þá var virkjunum gefið ákveðið aðlögunartímabil, sem gerði það heimilt að fara fimm sinnum yfir sett mörk á ári þar til nú í sumar. Brennisteinsvetni er eitruð loft- tegund og útblástur hennar er eitt helsta umhverfisvandamál- ið við jarðhitanýtingu. Markmið reglugerðarinnar er meðal annars að draga úr skaðlegum áhrifum brennisteinsvetnis á heilbrigði fólks og umhverfið. Erfitt getur reynst fyrir jarðhita- virkjanir eins og Hellisheiðarvirkj- un að uppfylla hertu skilyrðin en samkvæmt reglugerðinni verður föst búseta bönnuð á þeim svæð- um sem mengunin fer yfir leyfileg mörk. Reglulega farið yfir mörkin Samkvæmt skýrslu Orkuveitu Reykjavíkur um brennisteinsvetn- ismælingar fyrir árið 2013 fór styrk- ur brennisteinsvetnis í andrúms- lofti einu sinni yfir umhverfismörk í Norðlingaholti yfir árið. Árið 2011 fór styrkurinn þrisvar yfir mörkin í Hveragerði samkvæmt mælingum. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar, seg- ir í samtali við DV að eftir þá tæpu fjóra mánuði sem komnir eru af þessu ári virðist tvisvar hafa verið farið yfir mörkin í Norðlingaholti, þær niðurstöður eru þó nýjar og óyfirfarnar. Íbúar verða varir við mengun Njörður Sigurðsson, íbúi í Hvera- gerði, segir mengun frá jarð- hitavirkjunum koma í ýmsum birtingarmyndum í Hveragerði. „Þessi brennisteinsmengun, hennar verður vart, en það er líka til dæmis hávaðamengun frá borhol- unum í Hverahlíð. Þegar þær blása, heyrist það niður í Hveragerði. Það hafa verið þungar drunur undan- farna mánuði.“ Það er ljóst að brennisteinsvetn- ismengunin hefur víðtæk áhrif á Hveragerði sem bæjarfélag. „Hver- gerðingar verða mjög varir við þessar borholur og virkjanir uppi á Hellisheiði. Það er algjörlega óá- sættanlegt að bjóða upp á svona.“ Spurður um mögulegar undan- þágur sem Orkuveitan gæti fengið vegna mengunarmarka á brenni- steinsvetni frá Hellisheiðarvirkj- un líst Nirði ekki á blikuna. „Það verður að leysa þetta. Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að búa við þetta til lengri tíma. Það geng- ur ekki upp.“ Njörður segist hafa talað við íbúa í Hveragerði sem hafa fund- ið fyrir menguninni í öndunarfær- unum. „Ég veit að fólk hefur fund- ið fyrir þessu í öndunarfærum í Hveragerði alveg eins og annars staðar í Reykjavík.“ Unnið í mótvægisaðgerðum Orkuveitan ætlar að reyna til hins ítrasta að koma til móts við hert- ar reglugerðir. Farið verður af stað með tilraunaverkefni á næstu vik- um þar sem reynt verður að hreinsa fimmtán prósent af brennisteins- vetni með því að dæla því aftur nið- ur í berggrunninn. Ef það tekst ekki er nokkuð líklegt að brennisteins- vetni haldi áfram að fara yfir um- hverfismörk. Orkuveitan hefur sótt um undanþágur frá reglugerðinni en ef ekki verður orðið við þeim gæti Hellisheiðarvirkjun misst starfsleyfi sitt. n Finna fyrir mengun í öndunarfærum Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Hellisheiðarvirkjun Eftir gang­ setningu Hellisheiðarvirkjunar jókst brennisteinsvetni í andrúmslofti. Njörður Sigurðsson Íbúar finna fyrir mengun­ aráhrifum að sögn Njarðar. Orkuveita Reykjavíkur Styrkur brenni­ steinsvetnis í Norðlingaholti fór einu sinni yfir umhverfismörk árið 2013. „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á að búa við þetta til lengri tíma. Það gengur ekki upp. Meðalaldurinn einn sá hæsti Förum á mis við öryggi nýrra bíla M eðalaldur íslenska bílaflot- ans hefur aldrei verið hærri en hann er nú 12,4 ár. Frá ár- inu 1992 til 2008 sveiflaðist hann frá 7,8 upp í 9,8 ár en frá hruni hefur innflutningur nýrra bifreiða minnkað verulega. Þetta kemur fram í nýrri árbók Bílgreinasambandsins, en hún var gefin út í fyrsta sinn fyr- ir stuttu og verður gefin út árlega hér eftir. Hækkandi meðalaldur bíla þýð- ir að þeir eyða meira og eru ekki jafn öruggir og bílar sem framleiddir eru í dag. „Gera má ráð fyrir að heimil- in fari á mis við bætta eldsneytisnýt- ingu og öryggi sem yngri bílar bjóða gjarnan,“ segir í bókinni. Formaður Bílgreinasambands Íslands, Özur Lárusarson, segir að keppikefli bílaframleiðenda síðustu ár hafi verið að framleiða sparneytna og örugga bíla. „Markaðurinn hef- ur helst kallað eftir slíkum bílum og það hafa orðið gríðarlega framfarir í þessum tveimur þáttum á síðustu fimm árum. Eftir því sem bílaflot- inn eldist, þá missum við af því,“ seg- ir Özur. Bílarnir eru jafnframt með þeim elstu í Evrópu, en meðaltal bíla í Evrópusambandinu var 8,3 ár, árið 2010. Í samanburði við önnur lönd má sjá að í löndum eins og Slóvakíu, Grikklandi og Portúgal er meðalald- ur bílanna lægri. Eldsneytisneysla og viðhald bílanna hefur jafnframt auk- ist jafnt og þétt síðustu tíu ár, en það er einnig hægt að skýra með því að bílaflotinn er stærri nú en hann hef- ur verið áður. Sala á nýjum bílum hef- ur aukist aftur á síðustu misserum og Özur segir að það muni halda áfram. „Fólk horfir mjög mikið á elds- neytiseyðslu nýrra bíla, enda er eldsneyti dýrt. Fólk er forvitið um blendingsbíla en þeir eru dýrir. Svo eru takmörk á notkun rafmagnsbíla, en það mun breytast með nýjum hleðslustöðvum sem munu verða til á næstu árum. Hefðbundnir bílar eru þó orðnir mjög sparneytnir og eyða ekki endilega minna en blendingar, það er hægt að fá hefðbundna fólks- bíla sem eyða frá þremur og upp í fimm lítra á hundraðið,“ segir Özur. n rognvaldur@dv.is Gamall bílfloti „Gera má ráð fyrir að heimilin fari á mis við bætta eldsneytisnýtingu og öryggi sem yngri bílar bjóða gjarnan,“ segir í nýrri árbók Bílgreinasambands Íslands. Eiríkur Hjálmarsson Bjartsýnn á að Orkuveitunni heppnist vel til í mótvægis­ aðgerðum. MyNd ÚR EiNkaSafNi Gistinóttum fjölgaði um 15 prósent Seldar gistinætur voru 4,3 millj- ónir hér á landi árið 2013 og fjölgaði um tæp 15 prósent frá fyrra ári. Gistinætur erlendra gesta voru 79 prósent af heildar- fjölda gistinátta og fjölgaði þeim um 17 prósent frá árinu 2012. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 8 prósent. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti á dögunum. Tveir þriðju allra gistinátta voru á hótelum og gistiheimil- um, 12 prósent á tjaldsvæðum og 22 prósent á öðrum tegund- um gististaða. Gistinóttum fjölg- aði í öllum landshlutum á milli ára nema á Vestfjörðum. Mikil aukning hefur orðið á seldum gistinóttum undanfar- in ár. Á síðastliðnum fimm árum hefur heildarfjöldi gistinátta aukist um 1,3 milljónir, eða um 42,5 prósent. Framboð gistirýmis hefur ekki aðeins aukist mjög á þessum tíma, heldur hefur nýt- ingin einnig aukist. Á síðasta ári var nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum 54,3 prósent. Til samanburðar var þessi nýt- ing 46,2 prósent árið 2009. Eins og mörg undanfarin ár gistu Þjóðverjar flestar nætur í fyrra, þá Bretar og svo Banda- ríkjamenn. Sú nýbreytni varð á árinu 2013 að öllum þjóðernum gesta var safnað og er landatafla gistinátta birt með 47 þjóðernum og fimm safnflokkum. n Mengunarmörk brennisteinsvetnis skoðuð reglulega n Ákvæðin hert í sumar Misnotaði tengdamóður sína Héraðsdómur Vesturlands hef- ur dæmt mann í sex ára fang- elsi fyrir grófa misnotkun á tengdamóður sinni. Hún er and- lega fötluð, 53 ára gömul, og hef- ur glímt við þroskaskerðingu frá frumbernsku þegar hún veiktist. Brotin áttu sér stað yfir ár, fram til febrúar 2013, en hann misnotaði hana „að minnsta kosti í þrjú aðgreind skipti í hverjum mánuði“, að því er segir í dómsorði, „með því að notfæra sér andlega fötlun hennar þar sem hún gat ekki spornað við samræðinu eða skilið þýðingu þess vegna fötlunarinnar“. Dómurinn taldi einu máls- bætur sem maðurinn hefði þær að hann hafi játað brot sitt. Auk fangelsisdómsins þarf hann að greiða brotaþola 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.