Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 19
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Fréttir 19 þurfa menn ekki að finna fyrir sam- viskubiti.“ Toshiki talar um „bækur lyganna“, atburðarásin sé hönnuð haganlega þannig að þeir sem taki ákvarðanirnar þurfi ekki að sjá sig sem vondar manneskjur á meðan vísað sé í verkferla sem koma einstaklingunum sem um er að ræða ekkert við. Pyndaður í Írak S. Shawkan er 32 ára gamall mað- ur frá Írak. Hann starfaði sem graf- ískur hönnuður í heimalandinu og tók þátt í pólitísku andófi gagn- vart þarlendum stjórnvöldum og bandaríska hernámsliðinu, með- al annars með því að útbúa og setja upp áróðursspjöld víðs vegar um höfuðborgina Bagdad. Hann flúði landið í kjölfar ofsókna og pyndinga og sótti um hæli í Noregi. Árið 2009 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir samsæri gegn íröskum stjórn- völdum. Eins og gefur að skilja gat hann ekki varið sig fyrir dómstólum enda var hann þá þegar í Noregi. Stuttu eftir að dómurinn féll í Írak var umsókn hans um hæli í Noregi hafnað. Hann fór huldu höfði þar í landi í þrjú ár eða þangað til hann kom til Íslands þar sem hann reyndi á nýjan leik að sækja um hæli. Ný- lega fékk hann þær fregnir að hann verði sendur aftur til Noregs í vik- unni á grundvelli Dyflinnarreglu- gerðarinnar. „Ég á erfitt með svefn, mér líður hryllilega,“ segir Shawkan í samtali við DV en hann hefur undanfarna mánuði þjáðst af mikilli streitu og þunglyndi. Hrefna Dögg Gunnars- dóttir er lögmaður hans og annars hælisleitanda frá Súdan sem á einnig að senda úr landi í vikunni. Hann er 30 ára gamall og þorir ekki að koma fram undir nafni af ótta við að hægt verði að rekja það sem hann segir til hans. Hér eftir verður hann því kallaður Tour Jamous. Þeir hafa báðir kært úrskurð innanríkisráðu- neytisins en útlit er fyrir að Jamous verði ekki á landinu þegar málið fer fyrir dómstóla. Mannréttindabrot Athyglisvert sé að það eigi að senda Jamous til Noregs þrátt fyrir að hann sé með mál á hendur íslenska rík- inu fyrir hérlendum dómstólum. Reynslan sé sú að þeir sem fari með mál sín fyrir dómstóla fái að klára málareksturinn áður en þeim sé vís- að úr landi. Nú kveði við nýjan tón: „Þetta vekur töluverða athygli vegna þess að einn af stefndu í málinu er innanríkisráðuneytið, en það er sama ráðuneyti og tekur ákvörðun um að fresta ekki réttaráhrifunum og senda hann úr landi.“ Þetta þýði að við aðalmeðferð málsins muni umbjóðandi hennar ekki geta gefið aðilaskýrslu. „Við vitum í rauninni ekkert hvar hann verður niðurkominn á þeim tímapunkti og það er al- gjör spurning í mínum huga hvort þetta stangist ekki á við hans rétt til réttlátrar málsmeðferðar í 6. grein mannréttindasáttmálans.“ Þá gagn- rýnir hún það sérstaklega að ver- ið sé að vísa mönnunum úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðar- innar þegar þeir hafi verið svo lengi á landinu, en þar er sérstaklega til- tekið að hafi hælisleitandi verið í meira en sex mánuði í ákveðnu landi beri þarlendum yfirvöldum að taka hælisumsókn hans til efnislegr- ar umfjöllunar. Í einangrun Jamous kom hingað til lands frá Noregi árið 2011 og sótti um hæli. Fyrstu fimm dagana fékk hann að dúsa í einangrunarklefa eða áður en hann var leiddur fyrir dómara þar sem hann var dæmdur í þrjá- tíu daga fangelsi fyrir að framvísa röngum skilríkjum. „Mér leið mjög illa og velti því fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi. Hvers vegna settu þeir mig í fangelsi? Hvað gerði ég? Auðvitað komu þeir vel fram við mig en hvers vegna settu þeir mig í lítinn klefa í fimm daga?“ Jamous er einn af hundruð hæl- isleitendum sem dæmdir hafa ver- ið í fangelsi á Íslandi á síðustu árum fyrir það eitt að framvísa fölsuðum eða röngum skilríkjum. DV hefur fjallað ítarlega um málið en tals- kona Flóttamannahjálpar Sam- einuðu þjóðanna hefur sagt að með þessu sé íslenska ríkið ítrekað að brjóta á mannréttindum flótta- fólks. Að fangelsisvistinni lokinni var Jamous fluttur á gistiheimilið Fit. Hann segir vistina þar hafa ver- ið mjög erfiða. „Maður gerði ekkert annað en að sofa og borða, sofa og borða.“ Hann segist þó hafa fund- ið styrk í herbergisfélaga sínum, Yassin Hassan frá Sómalíu, en DV birti einmitt viðtal við hann í lok árs 2010. Yassin fékk síðar dvalarleyfi hér á landi af mannúðarástæðum en hann ber Jamous góða sögu. Neglur rifnar Jamous nam lögfræði í höfuð- borginni Khartoum í heimalandi sínu. Hann kemur frá Darfur-hér- aði en þar hefur ríkt algjört neyðar- ástand allt frá árinu 2003. Upp- reisnarhópar berjast við stjórnvöld og mannréttindi eru fótum troðin. Mannréttindasamtök hafa greint frá nauðgunum, pyndingum og jafn- vel loftárásum súdanska hersins þar sem heilu þorpin eru sprengd í loft upp áður en vígamenn koma á vettvang, nauðga og drepa þá sem eftir lifa. Jamous tók þátt í pólitísku starfi í Darfur-héraði en það átti síð- ar eftir að koma honum í koll. „Við sáum muninn á uppbyggingunni í Khartoum og á svæðinu okkar. Við vildum beita okkur fyrir breyting- um, að skólar yrðu byggðir og þar fram eftir götunum. Þetta er úti á landsbygðinni þar sem fjarskipti eru í molum. Þarna lifir fólk í raun algjöru kúrekalífi og þessu vildum við breyta. Hvers vegna ættum við að lifa á þennan hátt?“ Vopnaðir lögreglumenn réðust inn á fund sem hann sat árið 2005. Hann og félagar hans voru hand- teknir. Síðar þurfti hann að dúsa í sex mánuði í fangelsi við hryllilegar aðstæður. Neglur hans voru rifn- ar af honum við yfirheyrslur. „Þeir vildu komast yfir upplýsingar en ég hafði ekkert að segja. Þetta var áður en borgarastyrjöldin var orðin jafn útbreidd og nú. Þeir sögðu að ég hefði skipulagt ólöglegan fund með útlendingum.“ Hann sá vini sína aldrei aftur. Maður úr sama ættbálki og hann leysti hann síðar úr haldi en skilaboðin voru þau að hann yrði að flýja land sem hann og gerði. Jamous fór til Líbýu þar sem hann greiddi 2.000 evrur fyrir pláss í bát sem tók hann yfir Miðjarðarhaf- ið og til Ítalíu. Á bát yfir Miðjarðarhafið Um bátsferðina segir hann: „Við vor- um heppin að vera bara 32 í bátn- um. Stundum eru 50–100 manns „Ég bið um það eitt að komið sé fram við mig eins og manneskju Nemi rekinn úr landi Tour Jamous er þrjátíu ára lögfræðingur frá Súdan. Hann flúði pyndingar og ómannúðlega meðferð í heimalandinu en nemur nú ensku við Háskóla Íslands. Hann hefur fengið þau skilaboð að honum verði vísað úr landi í vikunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.