Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Síða 30
Helgarblað 23.–28. apríl 201430 Fólk Viðtal É g hef helgað mig þessu starfi og verið vakinn og sofinn í þessu. Allur minn tími hefur farið í bæinn,“ segir bæjar­ fulltrúinn Oddur Helgi Hall­ dórs son sem er hættur í bæjar­ stjórn Akureyrar eftir 20 ára afskipti af pólitík. Ætlar ekki að stjórna úr baksætinu Oddur Helgi var varabæjarfull­ trúi Framsóknarflokksins frá 1994 en 1998 stofnaði hann L­list­ ann. Flokkurinn náði hreinum meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar um síðustu kosningar sem hlýtur að teljast afspyrnu góður árangur. Sjálfur vill Oddur ekki gangast við að hann sé að hætta á toppnum. „Það hefur aldrei verið neitt tiltöku­ mál fyrir mig. Sú tilhugsun hjálpar mér ekki við þessa ákvörðun þótt sumir minna andstæðinga vilji halda það. Á þessum 20 árum hef ég komið helling til leiðar. Þetta er bara komið gott. Maður er búinn að vera á kafi í pólitík og í fyrirtækjarekstri í öll þessi ár. Á endanum hlýtur eitthvað að gefa eftir. Ég er lærður blikksmið­ ur og hef gaman af þeirri vinnu. Kannski fer ég bara aftur á gólf­ ið. Ég var alltaf mikið á gólfinu en síðustu fjögur árin hef ég ekki get­ að það. Ég er ekki að fara að setjast í helgan stein enda bara 55 ára en ég þarf að fara að huga að sjálfum mér, fjölskyldunni, konunni og börnun­ um. Ég á barn sem verður stúdent í vor sem man ekki eftir pabba sín­ um nema í pólitík,“ segir hann og neitar því að ætla að stjórna á bak við tjöldin. „Þessu verkefni er lok­ ið. Þótt ég muni ráðleggja ef til mín verður leitað er ég ekki að fara að stjórna úr aftursætinu.“ Engin karlremba Oddur Helgi er Akureyringur í húð og hár. Hann er Þorpari og dyggur Þórsari. Faðir hans, Halldór Árna­ son, betur þekktur sem Dóri Skó, er 82 ára og nýhættur að starfa í fyrirtæki Odds, Blikkrás. Móð­ ir hans, Sigríður Kristjánsdóttir úr Bót, lést 67 ára úr krabbameini. „Við erum sex systkinin en fimm á lífi. Við erum „bótarar“ og stolt af því,“ segir hann og vísar þar í Sand­ gerðisbót sem nú hýsir smábáta­ höfnina á Akureyri. „Munurinn á þorpinu og öðrum stöðum var gíf­ urlegur á þessum tíma. Þarna bjó efnalítið fólk. Við áttum ekki mik­ inn pening en við liðum ekki skort. Það sagði mér gamalt fólk í þorpinu að þegar það var lítið til að borða gat amma alltaf galdrað eitthvað að borða handa börnunum. For­ gangsröðunin var allt önnur í þessa daga. Við fórum að vinna kornung og ég var ekki nema sjö ára þegar ég var sendur í sveit yfir sumarið til vandalausra. Annars átti ég venjulega æsku og var heppinn með bæði kennara og skólafélaga og ég man ekki eft­ ir neinu sem gæti heitið einelti. Kannski ég hafi lokað fyrir það en mér finnst eins og það hafi alltaf allir verið með,“ segir hann og bætir við að hann hafi verið uppi­ vöðslusamur sem barn og ung­ lingur. „Ég var prakkari og bar ekki alltaf virðingu fyrir eigum annarra. Svo reif ég kjaft við kennarana. Mér gekk samt alltaf vel í skóla og kunni námsefnið. Þess vegna leiddist mér. Ég var kominn í deilingu þegar hin­ ir voru að leggja saman. Tölur hafa alltaf legið vel fyrir mér enda eru fáir sem kunna fjárhagsáætlun bet­ ur en ég.“ „Óþekktin rjátlaðist fljótt af mér og ég held að uppvöxturinn hafi mótað mig. Ég lít jafnt á alla og þótt mér þyki gaman að stríða konum og femínistum þá skil ég ekki af hverju kynin fá mismunandi laun fyrir sömu störf. Það halda eflaust margir að ég Akureyringurinn Oddur Helgi Halldórsson stendur á tímamótum. Hann hefur sagt skilið við bæjarpólitíkina eftir 20 ára afskipti og ætlar þess í stað að huga að sjálfum sér, fjölskyldunni, heilsunni og fyrirtækinu. Indíana Ása Hreinsdóttir spjallaði við Odd Helga um pólitíkina, uppvöxtinn í Bótinni, kvíðann sem eyðilagði handboltaferil- inn, fjölskylduna og ástina í lífinu sem hann fann þegar hann var aðeins 16 ára. „Ég geng sáttur í burtu“ Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Oddur Helgi Oddur Helgi er Akureyringur í húð og hár. Hann er Þorpari, Þórsari og kennir sig við Bótina. Mynd BjarnI EIríkssOn „Ég var hættur að hlæja og hættur að gráta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.