Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Qupperneq 38
Helgarblað 23.–28. apríl 201438 Skrýtið Eymdin Eftir ólympíulEika n Mannlaus ólympíumannvirki n Milljarðafjárfestingar grotna niður  Dapurlegt Sundlaugarnar á ólympíusvæðinu í Berlín, frá leikunum 1936, eru dapurlegur minnisvarði um sorglegan tíma í mannkynssögunni. V etrarólympíuleikarnir í Sochi voru á allra vörum í vetur. Leikarnir voru ein- hverjir þeir glæsilegustu í sögunni – enda engu til spar- að. Kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi og nam um 5.800 milljörðum króna. Þeir voru töluvert dýrari en sumar- ólympíuleikarnir í Peking, sem er miklu stærri viðburður. Flestir eru sammála um að leik- arnir í Rússlandi hafi verið glæsileg- ir þótt spillingin í aðdraganda þeirra hafi varpað á þá skugga. En hvað tek- ur við í ólympíuþorpi, eða ólympíu- mannvirkjum þegar síðasti þjóð- söngurinn hefur ómað um rándýr hljóðkerfin? Ekkert. Nákvæmlega ekkert. Á vefsíðunni news.distracti- fy.com eru birtar myndir af ólympíu- mannvirkjum sem eiga það sameig- inlegt að vera í niðurníðslu. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is  Þurrar laugar Eins og sjá má er ekki einu sinni vatn í ólympíulaugun- um í Aþenu 2004. Þarna fór fram keppni í dýfingum.  Andlit Aðeins tíu árum eftir að Aþena hélt glæsilega sumarólympíuleika er þar allt í niðurníðslu. Grikkir hafa aldeilis ekki farið varhluta af efnahagsþrengingum og því eru ekki til peningar til að halda mannvirkjunum við. Á myndinni má sjá leifar gosbrunnanna við innganginn á ólympíusvæðið.  Fyrir og eftir Hér má sjá hreiðrið, aðalleikvanginn sem Kínverjar reistu fyrir leikana glæsilegu í Peking 2008. Leikarnir kostuðu 4.800 milljarða króna. Óhætt er að segja að mannvirkið hafi munað fífil sinn fegurri.  Fer eins fyrir Sochi? Ekki eru liðnar nema nokkrar vikur frá því ólympíuleikarnir í Sochi kláruðust. Í dag er þar varla hræðu að sjá, eins og ljósmyndar- inn Alexander Vavlov komst að raun um á dögunum. Bíða þessara mannvirkja sömu örlög og annarra sem hér eru nefnd til sögunnar, að grotna niður í fyllingu tímans? Það mun tíminn leiða í ljós.  Vettvangur stríðs Sarajevó var fyrsta borgin, stýrð af kommúnistum, til að halda vetrarólympíuleika. Það var árið 1984. Ólympíunefndinni var mikið í mun að láta ekki pólitískar áherslur stýra því hvar leikarnir færu fram. Tíu árum eftir að leikarnir kláruðust leystist Júgóslavía upp í Bosníu og Hersegóvínu. Stríð braust út í Sarajevó og ólympíumannvirkin urðu vettvangur stríðsins, eins og glöggt má sjá.  Enginn að róa Hér fóru fram hinar ýmsu róðrarkeppnir í Peking 2004. Aðstaðan þótti öll hin glæsilegasta enda mikið í lagt. Í dag er ekki deigur dropi í brautunum og þeim er ekkert haldið við.  Í niðurníðslu Sumarólympíuleikarnir voru haldnir í Berlín 1936, þegar Adolf Hitler réði ríkjum. Það þarf kannski ekki að koma á óvart en mannvirkin sem hann lét reisa í tengslum við leikana eru öll í niðurníðslu.  Enginn vill spila mjúkbolta Flestar byggingarnar í Aþenu 2005 voru reistar einnota, það er að segja, voru aðeins hugsaðar fyrir þá íþrótt sem þar átti fram að fara á leikunum sjálfum. Enginn áhugi er til dæmis á mjúkbolta (e. softball) í Grikklandi. Svipaða sögu er að segja af blakvellinum og hokkíleikvanginum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.