Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Síða 39
Helgarblað 23.–28. apríl 2014 Skrýtið Sakamál 39 E itt mest umtalaða og flókn- asta morðmál í sögu Houston í Bandaríkjunum hófst árið 1969 með dauða Joan Hill. Joan var eiginkona lýtalækn- isins John Hill, vel þekkt í efri lögum samfélagsins, dóttir önuglynds olíu- baróns, Ash Robinson, og stórt nafn í félagsskap hestaáhugafólks – „hors- ey set“. Ekki allt í boði Þau hjónin lifðu í reynd hvort sínu lífi enda bæði upptekin við sitt. John Hill var önnum kafinn í lýtalækning- um og Joan var, sem fyrr segir, á kafi í hestamennsku og því sem henni fylgdi. En þrátt fyrir að þau hengju ekki utan í hvort öðru öllum stundum var ekki þar með sagt að Joan hugnað- ist að eiginmaðurinn hoppaði upp í rúm til annarra kvenna – en því fór þó fjarri að allt væri „fine and dandy“ í hjúskap þeirra. Það hafði komið berlega í ljós undir árslok 1968. John sækir um skilnað Það var sem sagt 3. desember 1968 sem John Hill sótti um skilnað en dró í land eftir að Joan hafði hafnað beiðni hans. Í mars, 1969, venti Joan kvæði sínu í kross, að sögn nágranna þeirra hjóna, og setti af stað skilnað- arferli. Joan tókst þó aldrei að fylgja skilnaðarkröfu sinni eftir því tveim- ur dögum síðar veiktist hún og eigin- maður hennar, læknirinn, braut eina af höfuðreglum lækna – hann ákvað að sjá um hjúkrun eiginkonu sinnar sjálfur. Ósáttur Ash Robinson John Hill sá til þess að Joan var lögð inn á sjúkrahús sem hann var fjár- hagslega tengdur og til að gera langa sögu stutta þá var Joan liðið lík skömmu síðar, 19. mars 1969, 38 ára að aldri. Dánarorsök var sögð hjarta- bilun og John beið ekki boðanna en skipulagði útför eiginkonu sinnar án þess að dánarorsök væri að fullu sannreynd. Þetta hugnaðist Ash Robinson ekki og sakaði hann John um að hafa stuðlað að dauða Joan og fór ekki leynt með að hann grunaði tengda- son sinn um græsku. Kvænist skömmu síðar Ekki bætti úr skák að John Hill gekk, í júní 1969, í hjónaband með fráskil- inni konu, ástkonu hans til langs tíma, Ann Kurth. Ash Robinson réð einkaspæjara til að fylgjast með John og nauðaði í saksóknara um að hefja morðrannsókn. John svaraði með því að höfða meiðyrðamál á hend- ur Ash. Dómur var settur saman til að kanna hvort grundvöllur væri til að ákæra John Hill; tvisvar sinn- um var niðurstaðan neikvæð en í þriðja sinn, í apríl 1970, urðu mála- lyktir þær að hann var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Snurða hleypur á þráðinn Níu mánuðum eftir að John og Ann gengu í hjónaband dömpaði hann henni og hún hefndi sín með því að fullyrða að hann hefði viðurkennt fyrir henni að hafa banað Joan. Og réttarhöldin yfir John fóru í handa- skolum þegar Ann bætti um betur og sagði hann hafa reynt að sprauta ein- hverju efni í hana. Réttarhöldin voru úrskurðuð ógild og ný réttarhöld ákveðin og skyldu hefjast í nóvember 1972. Maður myrðir mann og er skotinn Þegar þarna var komið sögu hafði John Hill kvænst í þriðja sinn, án þess að það snerti framvinduna nokkuð því 24. september 1972 skaut grímuklæddur maður John til bana þar sem hann var í mestu makindum heima hjá sér. Borin voru kennsl á morðingjann og var þar kominn Bobby nokkur Vandiver. Hann ku hafa fengið 5.000 dali fyrir viðvikið og hélt því fram að Ash Robinson hefði ráðið hann til verksins. Áður en öll kurl voru komin til grafar var Bobby skotinn til bana af lögreglumanni þegar hann reyndi að flýja. Einkamál á hendur Ash Ash Robinson sagðist koma af fjöllum hvað varðaði fullyrðingar Bobbys; hann byggi ekki yfir nokkurri vitneskja þar að lútandi. Eftirlifandi eiginkona John Hill, Connie, og sonur hans, Robert, höfðuðu einkamál á hendur Ash árið 1977 vegna dauða John, en því var vísað frá og Ash Robinson dó árið 1985. n n Eiginkona deyr n Maður hennar myrtur n Morðingi mannsins skotinn john og joan Hill-hjónin Joan og John Hill þegar lífið brosti við þeim. „Ash Robinson réð einkaspæjara til að fylgjast með John og nauðaði í saksóknara um að hefja morðrannsókn. Joan Hill Hross voru líf og yndi læknisfrúarinnar. Framhjá- haldið endaði með morði Dómstóll í Nýju Suður-Wales í Ástralíu hefur dæmt Paul Mulvi- hill í 22 ára fangelsi hið minnsta fyrir morðið á Rachelle Yeo í júlí 2012. Mulvihill og Yeo voru samstarfsfélagar hjá lyfjafyrir- tæki í Bris- bane og hófu þau ástar- samband ári fyrir morðið. Á þeim tíma var Mulvihill kvæntur og Yeo trúlofuð. Skömmu fyrir morðið var samband þeirra orðið stormasamt og ákvað Yeo að klippa á öll tengsl við Mulvihill þegar hún fékk stöðuhækkun og þurfti af þeim sökum að flytja til Sydney. Fyrir dómi kom fram að hún hafi gert sitt besta til að halda dvalarstað sínum í Sydney leyndum fyrir Mulvihill. Óttaðist hún að hann myndi gera henni skaða enda hafði hann sýnt af sér ofbeld- isfulla hegðun áður. Skemmst er frá því að segja að Mulvihill frétti hvar Yeo bjó og ók sem leið lá til Sydney hinn 16. júlí 2012. Talið er að Mulvihill hafi brot- ið sér leið inn í íbúð hennar. Lík Yeo fannst skömmu síðar með stungusár á brjósti. Mulvihill var handtekinn degi síðar. Mulvihill þarf að sitja á bak við lás og slá að minnsta kosti til ársins 2035, en þó ekki lengur en til ársins 2042. Rachelle Yeo Ráðgátan er leyst Í rúm fjörutíu ár hefur hvarf tveggja unglingsstúlkna, Cheryl Miller og Pamella Jackson, frá Suður-Dakóta í Bandaríkjunum verið sveipað dulúð. Stúlkurn- ar höfðu farið á dansleik í maí 1971 en skiluðu sér ekki til baka. Engar vísbendingar fundust um hvarf þeirra og voru lögreglu- menn ráðþrota. Það var hins vegar síðast- liðið haust að bifreið fannst utan vegar við fáfarna leið í Elk Point í Suður-Dakóta. Réttarrannsókn á líkamsleifum tveggja einstak- linga sem fundust í bifreiðinni leiddi í ljós að um var að ræða stúlkurnar sem hurfu 1971. Svo virðist vera sem önnur stúlkan hafi hreinlega misst stjórn á bif- reiðinni og um bílslys hafi verið að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.