Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 40
Helgarblað 23.–28. apríl 201440 Lífsstíll Fáðu þér kríu Samkvæmt nýrri rannsókn spil- ar blundur stórt hlutverk í því að hjálpa börnum á öllum aldri að muna það sem þau hafa lært yfir daginn. Geta barna til að færa nýja þekkingu yfir á aðrar aðstæð- ur og læra af nýfenginni reynslu eykst til muna ef þau leggja sig fljótlega á eftir. Þá hefur svefn einnig áhrif á minni fullorðinna. Góður nætursvefn hjálpar full- orðnum til að mynda við að muna framtíðaráform sín, hvort sem það er hvað á að vera í matinn í kvöld eða hvaða skilafrestur er fram undan í vinnunni. Streita á með- göngu eykur líkur á astma Streita á meðgöngu, til dæm- is í kjölfar skilnaðar, atvinnu- missis eða andláts, er talin auka líkurnar á astma meðal barna. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar við háskólasjúkra- húsið Hamburg-Eppendorf í Þýskalandi. Verðandi mæður 994 barna voru í tvígang spurðar um streituvaldandi lífsatvik, um miðja meðgöngu og þegar með- göngu var lokið. Börnin voru síð- an skoðuð þegar þau voru bæði sex og fjórtán ára. Í ljós kom að líkurnar á því að hafa astma á unglingsaldri voru umtalsvert meiri hjá börnum ef mæður þeirra upplifðu streitu á með- göngunni. Hentar mjúka aðferðin þér? n 8 lögmál tengslauppeldis n Sterk tilfinningaleg tengsl mikilvæg F lestir nýbakaðir foreldrar kannast við að fá misgóð uppeldisráð frá velmein- andi aðilum. Það getur því verið erfitt að átta sig á því hvað virkar og hvað ekki. Allir foreldrar vilja mynda sem best tengsl við börn sín og reyna sitt besta við að tileinka sér uppeld- isaðferðir sem passa þeirra gildis- mati. Tengslauppeldi (e. attach- ment parenting) nýtur vaxandi vinsælda en hugtakið var fund- ið upp af barnalækninum heims- fræga dr. William Sears. Í stuttu máli snýst aðferðin um sterk tilfinningaleg tengsl milli for- eldris og barns og telja talsmenn kenningarinnar að þessi sterku tengsl verði til þess að barnið upp- lifi sig öruggt sem skili sér í sjálfsör- uggum og sjálfstæðum einstak- lingi sem kann að setja sig í spor annarra. Þeir sem aðhyllast tengslaupp- eldi fara eftir nokkrum meginregl- um en foreldrar eru hvattir til að túlka og nota reglur á sinn hátt. Hægt er að lesa meira um tengsla- uppeldi á vefsíðunni askdrsears. com. 1 Undirbúningur Reyndu að útiloka neikvæðar og skemmandi hugsanir varðandi meðgöngu og fæðingu. Þannig undirbýrðu þig sem best fyrir það tilfinningalega krefjandi starf sem foreldrahlutverkið er. 2 Brjósta-gjöf Þeir sem aðhyllast tengsla uppeldi segja brjósta- gjöf tilvalda leið til að mynda góð tengsl milli móð- ur og barns. Brjóstagjöfin kenni ung- barninu að foreldrið læri á merki þess og uppfylli þarfir þess. 3 Samskipti Foreldrar líta á alla tján- ingu barns- ins, þar á með- al æðisköst, sem viðleitni til tjáskipta. Þessar tilraunir eru teknar alvar- lega og misskildar frekar en að refsað fyrir þær. 4 Snerting Mælt er með sem mestri „húð við húð“ snertingu og mikilli samveru. Þetta getur til að mynda verið sameiginlegar baðferð- ir og notkun burðarpoka þar sem barnið hangir framan á foreldri sínu. 5 Svefn Þeir sem að- hyllast tengsla- uppeldi kjósa að leyfa barninu að sofa í sama herbergi eða í rúmi foreldranna. Þannig verði brjóstagjöf og huggun auð- veldari um miðjar nætur. 6 Samvera Hvatt er til þess annað foreldri sé næstum alltaf hjá barninu fyrstu mánuðina. 7 Jákvæður agi Foreldr- ar eru hvattir til þess að beina sjónum barns að öðru, beina því í aðrar áttir og leiðbeina jafnvel yngstu börnunum til að ná fram jákvæðri hegðun. Foreldrar leggja sig fram um að skilja að neikvæð hegðun sé tilraun til tjáskipta. Í tengslauppeldi eru foreldrar hvattir til þess að vinna að lausn- um með barninu frekar en að afls- mun sé beitt eða að vilja foreldr- anna sé einfaldlega troðið yfir á barnið. 8 Jafnvægi Foreldr- ar eru hvattir til þess að búa sér til gott stuðn- ingskerfi, lifa heil- brigðu lífi og komast hjá því að brenna út í foreldrahlut- verkinu. n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Snerting Mælt er með sem mestri „húð við húð“ snertingu og mikilli samveru. „Feika“ fullnægingu fyrir sig K onur sem gera sér upp full- nægingu í kynlífi gera það fyrir eigin unaðsauka. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Journal of Sexual Archives og Huffington Post fjallaði um. Rætt var við ungar, einhleyp- ar konur sem viðurkenndu að hafa gert sér upp fullnægingu. Í niður- stöðum rannsóknarinnar kom fram að fjórar ástæður fyrir upp- gerðinni reyndust líklegri en aðrar. Í fyrsta lagi geri konur sér upp fullnægingu til að verja tilfinningar bólfélagans, í öðru lagi til að forðast neikvæða upplifun af ástarleikn- um, í þriðja lagi til að veita sjálfri sér kynferðislega örvun og í fjórða lagi til að klára kynmökin. Samkvæmt Erin Cooper, eins vísindamanna sem kom að rann- sókninni, passa tvær fyrstu útskýr- ingarnar að eldri hugmyndum um uppgerð fullnæginga; það er að konur geri sér upp fullnægingu með hag karlmannsins að leiðar- ljósi eða eigin tilfinningalegu vel- ferð. Þriðja útskýringin er, að mati Coopers, ný af nálinni. Niðurstöður rannsóknarinn- ar voru gagnrýndar í The Times. Þar kemur fram að rannsóknin hafi verið gerð á ungum, einhleyp- um konum en fyrri rannsóknir hafi einmitt sýnt að sá hópur á erfiðara en aðrir hópar kvenna með að ná fullnægingu við kynmök. n Fjórar algengar ástæður fyrir uppgerðinni Unaðsauki Rannsóknin sýnir fram á að konur „feiki“ fullnægingu sér til unaðsauka. GlæsileGt fjallahjól Smiðjuvegi 30 - rauð gata / Kópavogi / sími: 577 6400 Aðeins... 77.583 kr.  Diskabremsur  Álstell  Demparar 100 mm  21 gír Shimano

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.