Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Page 50
Helgarblað 23.–28. apríl 201450 Sport Rauði demanturinn É g held að við séum með góð- an leikmann þarna,“ sagði Kenny Dalglish, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, við Frank McParland, æðsta yfir- mann akademíu enska úrvalsdeildar- félagsins haustið 2010. Dalglish hafði gert sér ferð á æfingasvæði Everton til að fylgjast með nýjasta liðsmanni unglingaakademíu Liverpool, hinum fimmtán ára Raheem Shaquille Sterl- ing, í leik gegn erkifjendunum í Bítla- borginni. Ekki er óvarlegt að ætla að farið hafi um Dalglish áður en leik- urinn hófst enda var unglingspiltur- inn að mæta drengjum sem voru allt að þremur árum eldri en hann. Níutíu mínútum síðar vissi Dalglish sem var að þarna var kominn leikmaður sem átti bjarta framtíð. Dýrasti unglingurinn Aðeins mánuði áður en leikurinn fór fram höfðu forsvarsmenn Liverpool fest kaup á leikmanninum frá Queens Park Rangers. Félagið greiddi 450 þús- und pund fyrir, 85 milljónir króna á núverandi gengi, sem er talsvert fyr- ir svo ungan leikmann. Raunar hafði Liverpool aldrei greitt viðlíka upphæð fyrir svo ungan leikmann. „Hann var eldfljótur, svo fljót- ur að ég hafði ekki séð jafn hraðan leikmann síðan Michael Owen var í akademíunni,“ segir McParlan í sam- tali við Daily Mail sem fjallaði ítarlega um framgöngu Sterlings á dögunum. „Leikgleðin skein úr augum hans. Öll stóru félögin voru að fylgjast með hon- um og þess vegna ákváðum við að slá til,“ bætir hann við um aðdragandann að kaupunum. Að lokum fór það svo að Rafael Benitez, sem þá var stjóri Liver- pool, samþykkti kaupin. QPR sam- þykkti söluna gegn því að kaupverðið myndi hækka upp í tvær milljónir punda ef Sterling léki landsleik. Þrátt fyrir að vera ekki enn orðinn tvítugur hefur Sterling leikið tvo A-landsleiki með Englendingum og bendir flest til þess að hann fari með enska hópnum á HM í Brasilíu í sumar. Augljósar framfarir Tvær milljónir punda fyrir svo hæfileikaríkan leikmann þykir ekki mikill peningur. Sterling braust inn í Liverpool-liðið á síðasta tímabili og fékk þá einn og einn leik undir stjórn Brendan Rodgers. Tímabilið 2012/13 lék hann samtals 1.748 mínútur í deild, flestar fyrir áramót, og skoraði á þessum mínútum tvö mörk og lagði upp sex. Eftir áramót notaði Rodgers hann sparlega sem, þegar á hólminn er komið, reyndist hárrétt ákvörðun. Á þessu tímabili hefur Sterling leikið 1.962 mínútur, skorað níu mörk og lagt upp sex. Framfarirnar eru augljósar. Gert grín að honum Sterling hefur aldrei verið mjög há- vaxinn. Í fótbolta virðist það auka- atriði eins og Lionel Messi og Diego Maradona hafa sannað. Sterling tek- ur undir það í viðtali við Daily Mail. „Ég hef alltaf spilað á móti strákum sem eru hærri en ég. Einu sinni var gert grín að mér í leik með unglinga- liðinu í Þýskalandi. Þetta hefur alltaf verið svona, ég hef alltaf spilað á móti eldri strákum og ég hef bara haft gam- an af áskoruninni sem því fylgir,“ sagði hann. Þar sem ekki var fyrir líkamleg- um styrk að fara þurfti Sterling að full- komna aðrar hliðar knattspyrnunnar, eins og boltatækni og leikskilning sem verður betri með hverjum leiknum. Ótrúleg hlaupageta Þrátt fyrir að vera smávaxinn hefur Sterling ávallt verið mikill íþróttamað- ur eins og Peter Brukner í læknaliði Liverpool bendir á. Eitt sinn var Sterl- ing að spila með unglingaliði Liver- pool í bikarleik sem fór í framlengingu. Brukner fylgdist vel með hlaupagetu leikmanna liðsins og þegar 118 mín- útur voru liðnar af leiknum var ákefð Sterlings í hlaupum sú sama og hún var á fyrsta hálftímanum. Brukner seg- ir að margir úr aðalliðinu hafi ekki verið hálf- drættingar á við Sterling og bendir á að líkamlegt form Sterlings og Fern- ando Torres hafi verið eins og munurinn á nótt og degi. Fæddur á Jamaíka Þrátt fyrir að vera í góðu hlaupaformi hefur Sterl- ing átt við sín vandamál að stríða utan vallar – vandamál sem hann gat ekki hlaupið undan. Að yfirgefa heimahaga sína í London að- eins fimmtán ára var ekki auðvelt. Tíu árum áður, þegar Sterling var fimm ára, hafði móðir hans, Nadine, flutt með fjölskyldu sína frá Jamaíka þar sem Sterling fæddist. Nokkrum árum eftir komuna til Englands var Sterl- ing rekinn úr skóla vegna hegðunar- vandamála. Sterling fór því næst í einkarekinn skóla, Vernon House, þar sem hann sýndi ekki alltaf af sér fyr- irmyndarhegðun. Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að umsjónarkennari hans hafi sagt við hann: „Ef þú held- ur áfram á sömu braut muntu ann- aðhvort vera í fangelsi eða í enska landsliðinu þegar þú verður 17 ára.“ Kennarinn virðist hafa haft rétt fyrir sér, varðandi hið síðar- nefnda að minnsta kosti. Hlustar á mömmu Í unglingaakademíu Liverpool saknaði Sterl- ing heimahaganna. Hon- um var stundum ekið til síns heima eftir æf- ingar á kvöldin og sótt- ur snemma á morgnana. „Móðir mín er stór hluti af mínu lífi,“ viðurkennir Sterling. „Hún á það til að skipta sér of mikið af. Ég reyni auðvitað að hlusta enda hefur hún yfirleitt rétt fyrir sér.“ Þar til nýlega hefur Sterling raun- ar vakið meiri athygli fyrir vandamál utan vallar en hæfileikana innan hans. Í maí 2013 var Sterling ákærður fyrir líkamsárás en ákæran var látin niður falla eftir að vitni mætti ekki í dómsal. Í september sama ár var hann sýkn- aður af líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni. Sterling viðurkennir að hafa gert mistök utan vallar og að gjá- lífi og íþróttir fari ekki saman. Rodgers er föðurímynd Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur hlúð vel að þess- um unga leikmanni og er orðinn að nokkurs konar föðurímynd. Und- ir hans stjórn hefur Sterling þroskast hratt sem knattspyrnumaður og get- ur nú leyst fleiri stöður á vellinum. Þegar Sterling var að brjótast inn í að- alliðið var hann að mestu hugsaður sem hreinræktaður vængmaður, en undanfarnar vikur hefur hann verið meira notaður í holunni svokölluðu, milli miðju og fremstu manna, þar sem Sterling hefur gert frábæra hluti. „Hann hefur hjálpað mér mjög mikið. Ekki bara með leikinn heldur einnig hluti utan vallar.“ Sterling nefnir einnig fyrirliðann Steven Gerrard og Luis Suarez sem hafa hjálpað honum mikið að bæta leik sinn. Beðið eftir HM Vandamál unglingsáranna virðast vera að baki og hefur Sterling flutt úr miðborg Liverpool til Southport. Þegar Sterling er ekki á æfingum hvíl- ir hann sig og spilar Playstation-leiki eins og FIFA 14. Margir bíða óþreyjufullir eft- ir heimsmeistaramótinu í sumar en líklega fáir jafn mikið og Sterling. Frammistaða hans með Liverpool í síðustu leikjum hefur gert það að verk- um að erfitt verður fyrir Roy Hodg- son landsliðsþjálfara að horfa framhjá honum. Eftir 3-2 sigurinn á Manche- ster City um þarsíðustu helgi, þar sem Sterling skoraði fyrsta markið, sagði Joe Hart landsliðsmarkvörður: „Sjáumst á HM, Sterling!“. „Ef ég verð valinn,“ svaraði Sterling um hæl. Ef Liverpool tryggir sér sinn fyrsta Eng- landsmeistaratitil í 24 ár, eins og margt bendir til, hlýtur Sterling að fá sæti í hópnum, jafnvel byrjunarliðinu. Á bara eitt barn Sá orðrómur hefur verið langlífur að Raheem Sterling eigi þrjú börn. Það er rangt enda á Sterling aðeins eina dóttur, Melody Rose, sem fædd er árið 2012. „Sumt af því sem maður sér er ótrúlegt. Ég hef lesið að ég eigi fimm börn. Ég hlæ bara að þessu,“ sagði Sterling við Mirror á síðasta ári. n n Ótrúlegar framfarir Raheems Sterlings n Þakkar Rodgers fyrir n Á bara eitt barn Nokkrar staðreyndir n Fæddur í Kingston á Jamaíka 8. desember 1994 n Hóf knattspyrnuferil sinn í akademíu QPR 10 ára n Lék fyrir U-16, U-17, U-19 og U-21 landslið Englands áður en hann fékk tækifæri með A-landsliðinu í nóvember 2012. n Skoraði 5 mörk með unglingaliði Liverpool gegn Southend í febrúar 2011 n Lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool 24. mars 2012 í leik gegn Wigan n Skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í mótsleik hinn 20. október 2012 í leik gegn Reading í deildinni. n Varð þar með næst yngsti leikmaður Liverpool til að skora í mótsleik á eftir Michael Owen Þá og nú 2012/13 Mínútur í deild: 1.748 Mörk: 2 Stoðsendingar: 6 Mínútur milli marka og stoðsendinga: 218,5 2013/14 Mínútur í deild: 1.962 Mörk: 9 Stoðsendingar: 6 Mínútur milli marka og stoðsendinga: 130,8 Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Fjórtán ára Raheem Sterling gekk í raðir Liverpool frá QPR. Aðeins eru fimm ár síðan myndin var tekin. Föðurímynd Sterling þakkar Brendan Rodgers framfarir sínar undanfarna mánuði. Hann segist geta leitað til hans með allt. Frábær Raheem Sterling hefur verið frábær í undanförnum leikjum með Liverpool. MynD REutERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.