Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2014, Síða 62
Helgarblað 23.–28. apríl 201462 Fólk J óna Lovísa Jónsdóttir, prestur á Akureyri, lenti um páskana í öðru sæti í módelfitness í flokki 35 ára og eldri. Fitnesskeppn­ ir eru henni ekki ókunnugar en hún er margfaldur meistari á Ís­ landsmótum í vaxtarrækt og fitness. Hún hefur einnig hlotið góðan ár­ angur erlendis. Íslandsmót IFBB um páskana var aftur á móti hennar fyrsta í flokki módelfitness. „Ég er búin að keppa í öllum öðr­ um flokkum og ákvað að prófa þenn­ an flokk að gamni mínu og sjá hvern­ ig ég fílaði hann. Mér fannst það rosalega gaman.“ Prestur og afrekskona Jóna keppti fyrst í vaxtarrækt og vann árið 2011. Hún hefur keppt tvisvar í klassískri vaxtarrækt eða ólympíufit­ ness í Ósló og sigraði í bæði skipt­ in. Sömuleiðis hefur hún keppt í ófá skipti í fitness á Íslandi og unnið. Hún er því mikil afrekskona í íþrótt­ um en er einnig með embættis próf í guðfræði. Jóna hefur lengi vel starfað sem prestur en einblínir nú á einkaþjálf­ un og fjarþjálfun hjá Heilsa og hugur. Hún telur trúna gott veganesti. „Trúin hjálpar mér í öllu sem ég tek mér fyr­ ir hendur. Alveg sama hvort það er í íþróttum eða á öðrum sviðum lífsins.“ Keppir með dóttur sinni Eplið virðist ekki falla langt frá eikinni en dóttir Jónu, Irma Ósk Jónsdóttir, lenti einnig í öðru sæti á sama móti í unglingaflokki. Jóna segir það hafa verið mjög gaman að keppa með dóttur sinni. „Ég hef verið að þjálfa hana. Hún hefur verið að fara eftir prógrömmum hjá mér.“ Jóna segir að þær mæðgur hafi planað og undirbúið sig saman. Þær hafi haft mjög gaman af og stutt hvor aðra. Þær hafa báðar keppt áður en ekki í sama flokki á sama degi. „Það var svolítið sér­ stakt að vera saman, að keppa í sama flokki og hanga saman baksviðs.“ Jóna segir að þær mæðgur séu báðar ákveðnar í að keppa aftur saman. Þær ætla báðar að taka þátt í Bikarmótinu og Norðurlandamótinu í módel­ fitness í haust. Þátttökumet Íslandsmót líkamsræktar­ manna í Háskólabíói um páskana var það fjölmenn­ asta frá upphafi á Íslandi. Alls 151 keppandi steig á svið og sleg­ ið var þátttökumet. Keppt var í fit­ ness, módelfitness, vaxtarrækt, ólympíufitness og sportfitness. n Á sdís Rán Gunnarsdóttir er nú stödd í London í tökum fyrir tímaritið GQ Magazine og Top Gear UK­tímaritið. Ásdís hélt utan ásamt tökuliði frá Stöð 3 á þriðjudag. Með henni í tökunum var söngvarinn Jamie Johnson sem sló í gegn í þáttunum The Voice og breski leikarinn Jon Campling sem lék í Harry Potter­ myndunum. Um tuttugu manna hópur kom að tökunum og var mikið tilstand í kringum þær en Ásdís var þar í aðalhlutverki. Tökurnar tengjast þáttunum hennar Ásdísar sem sýndir verða á Stöð 3 en upptökur á þeim standa yfir um þessar mundir. Það hefur verið nóg um að vera hjá Ásdísi síðan hún flutti til landsins frá Búlgaríu á síðasta ári en þar hafði hún verið bú­ sett um nokkurra ára skeið. Ás­ dís er nú á fullu í upptökum fyr­ ir nýja sjónvarpsþáttinn sinn en það vakti töluverða athygli í fjöl­ miðlum þegar hún sagði frá því að hún ætlaði í þáttunum meðal annars að hjálpa tveimur þreytt­ um húsmæðrum að koma útlitinu í lag. Ásdís hefur sagt frá því í fjöl­ miðlum að hugsanlega muni þær fara í einhvers konar lýtaaðgerðir eins og bótox. Þegar DV náði sambandi við Ásdísi sagðist hún vera afar spennt fyrir myndatökunum en þar sem hún var upptekin í tökum gat hún ekki tjáð sig meira um málið. n ritstjorn@dv.is Í myndatöku fyrir GQ og Top Gear Ásdís Rán hefur í nógu að snúast í London Kynntust á Instagram „Til hamingju með 33 ára afmæl­ ið þitt fallegastur!!! Ég trúi því ekki enn að við höfum kynnst inná Instagram og talað saman í gegnum skype í allan þennan tíma áður en við hittumst í fyrsta skiptið..,“ skrifar leikkonan, fyr­ irsætan og verslunareigandinn María Birta undir mynd sem hún birti á Instagram­síðu sinni. Myndin var af kærastanum henn­ ar, Ella Egilssyni, en parið er nú búsett í Los Angeles. María Birta skrifaði líka að henni fyndist við hæfi að óska honum til hamingju á Instagram þar sem þau hefðu nú kynnst þar og endaði svo kveðjuna fallegu með: „Ég elska þig til tunglsins og til baka.“ Anna Mjöll á Íslandi Söngkonan Anna Mjöll Ólafs­ dóttir var stödd á Íslandi um páskana en hún er líkt og kunn­ ugt er búsett í Kaliforníu. Anna Mjöll var þó ekki bara í afslöppun meðan á fríinu stóð því hún hélt tónleika á Café Rósenberg síð­ astliðinn laugardag og á Græna hattinum á Akureyri á páskadag. Fjölmennt var á báðum tónleik­ unum en þar lék Anna Mjöll á als oddi og sagði skemmtilegar sögur milli þess sem hún söng þekkta djassslagara. Ferðast um Taíland Plötusnúðurinn Margeir Steinar Ingólfsson er nú á ferðalagi um Taíland og segir frá ferðalaginu á Facebook­síðu sinni. Á ferð sinni hefur hann kynnst ýmsu. Meðal annars mögnuðum frösum Asíu­ búa sem hann segir slá sjálfum frasakónginum, Jóni Gunnari Geirdal, við. Hann segist einnig á síðunni vera sorgmæddur yfir skuggahliðum landsins þar sem konur séu boðnar upp eins og á gripasýningu. „Hamingjusömu hóruna er ekki að finna á þess­ um palli,“ segir Margeir á síðunni sinni. „Allt um kring eru graðir, sveittir og slefandi karlar á öllum aldri að fíla sig í botn. Að upplifa drauminn. Lifa lífinu. Reyndar í fullkominni sjálfsblekkingu.“ Mæðgurnar lentu báðar í öðru sæti Jóna Lovísa og Irma Ósk kepptu í fitness um páskana Salka Margrét Sigurðardóttir salka@dv.is Sigurvegarar Lovísa keppti í flokki 35 ára og eldri í módelfitness. Mynd fitneSS.iS Mæðgur Keppa saman í módelfitness og njóta stuðnings frá hvor annarri. Mynd JónaS HallgRíMSSon „Það var svolítið sér- stakt að vera saman, að keppa í sama flokki og hanga saman baksviðs. í tökum Ásdís Rán setti þessa mynd af sér inn á Facebook þegar hún var á leið út til London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.