Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 13.–16. júní 2014 „Það er augljóst að þeim er misboðið“ n Bandaríkjamenn stíga afgerandi skref vegna hvalveiða Íslendinga U tanríkisráðherra hvalveiði- þjóðarinnar Noregs, Børge Brænde, er boðið á haf- ráðstefnu sem Banda- ríkjastjórn stendur fyrir í Washington dagana 16. og 17. júní næstkomandi en ekki Íslendingum. Brænde tekur meðal annars þátt í panelumræðum á ráðstefnunni sem ber yfirskriftina „Our Ocean“. Utan- ríkisráðuneytið hefur staðfest við RÚV að ástæðan fyrir því að Íslandi er ekki boðið séu hvalveiðar. Segja má að aðgerð Bandaríkjanna gegn Íslendingum marki ákveðin tíma- mót: „Þetta er mjög skarpt díplómat- ískt skref hjá Bandaríkjunum. Það er augljóst að þeim er misboðið,“ segir einn af viðmælendum DV sem ekki vill koma fram undir nafni. Salan til Japans Eina ástæðan sem möguleg er fyrir því að utanríkisráðherra Noregs er boðið en ekki Gunnari Braga Sveins- syni, utanríkisráðherra Íslands, er sú að Íslendingar flytja út hvalkjöt til Japans. „Norska utanríkisráð- herranum er boðið. Þá spyr mað- ur sig: Norðmenn veiða hval, ekki satt? Munurinn er sá að Norðmenn eru ekki að flytja út kjötið. Þeir eru bara að veiða fyrir heimamarkað og Bandaríkjamenn hafa ekki sett sig upp á móti því.“ Stóra vandamálið er því ekki hvalveiðarnar sjálfar – ef Íslendingar veiddu bara hvalkjöt fyrir heima- markað hefði fulltrúum landsins hugsanlega verið boðið. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hvatamaðurinn að því að halda ráð- stefnuna en hann hefur lengi haft mikinn áhuga á málefnum sjávarins. Áralöng gagnrýni Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt sölu Íslendinga á hvalkjöti um árabil. Í fréttatilkynningu frá Hvíta hús- inu í byrjun apríl sagði að Banda- ríkjastjórn mótmælti sölu Ís- lendinga á hvalkjöti. Orðrétt stóð í fréttatilkynningunni: „Aðgerð- ir Íslendinga tefla tilverurétti lang- reyðarinnar í hættu en hún er nefnd í CITES-samningnum sem ein af þeim tegundum sem er í hvað mestri útrýmingarhættu, og þær grafa úr sameiginlegum tilraunum til að tryggja meiri vernd fyrir hvali í heiminum. Sérstaklega eru það veiðar Íslendinga í viðskiptaskyni og sala þeirra á hvalaafurðum sem dregur úr virkni CITES vegna þess að: (1) Veiðar Íslendinga á langreyð- um grafa undan þeim markmiðum CITES að tryggja að alþjóðleg við- skipti með dýra- og plöntutegundir ógni ekki tilveru þeirra í náttúrunni; og (2) Veiðar Íslendinga á langreyð- um fara fram úr þeim kvóta sem Al- þjóðahvalveiðiráðið hefur gefið út að sé hæfilegur.“ CITES-samningurinn sem Hvíta húsið nefndi í fréttatilkynningu sinni er alþjóðlegur samningur, sem Ísland er aðili að, sem fjallar um stjórnun og verslun með tegund- ir plantna og dýra sem taldar eru í útrýmingarhættu. Engum sem les fréttatilkynninguna frá Hvíta húsinu getur dulist að tónninn í henni var afdráttarlaus. Bandaríkjastjórn hef- ur til að mynda ekki sent frá sér sam- bærilega yfirlýsingu um hvalveiðar Norðmanna. Tvö þúsund tonn Hvíta húsið sendi fréttatilkynn- inguna út í kjölfarið á því að Hval- ur hf., fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, sendi tvö þúsund tonn af langreyðar- kjöti til Japans hinn 20. mars síðast- liðinn. Fréttatilkynningin var send út einungis tæplega tveimur vikum síðar. Hvalur hf. á mikið magn fros- ins hvalkjöts sem fyrirtækið bók- færði á rúmlega 1.100 milljónir króna í ársreikningi sínum árið 2012. Í fréttum um útflutninginn á hval- kjötinu í mars kom fram að mark- aðurinn með hvalkjöt væri erfiður í Japan og að líklega væri verið að flytja kjötið úr íslenskum frystikist- um í japanskar. Sá útflutningur og áralangt þref um hvalveiðar, hefur því sannarlega dregið dilk á eftir sér í samskiptum Íslands og Bandaríkj- anna. Össur afdráttarlaus Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, var afdráttarlaus þegar hann tjáði sig um þá ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða Ís- lendingum ekki á hafráðstefnuna. „Mér sýnist þetta marka kaflaskil og það megi búast við því að á næst- unni munu þeir hugsanlega grípa til harðari aðgerða en þeir hafa gert hingað til.“ Benti á Ólaf Ragnar Í lok febrúar í fyrra, þegar Össur var utanríkisráðherra í síðustu rík- isstjórn, fundaði hann með John Kerry, sem þá var nýtekinn við emb- ætti, og ræddu þeir þá möguleikann á því að fá íslenskan stjórnmála- mann til að halda erindi á stórri ráð- stefnu sem Kerry ætlaði sér að halda um málefni sjávarins. Um var að ræða þá ráðstefnu sem haldin verð- ur núna um helgina. Á þeim fundi, sem haldinn var í Róm, benti Össur bandaríska utanríkisráðherranum á að Ólafur Ragnar Grímsson væri kjörinn til þess að tala á slíkri ráð- stefnu. Þá bauð Össur ráðherran- um í opinbera heimsókn til Íslands og sagðist Kerry vonast til þess að af henni gæti orðið sem fyrst. Reynt að fá skoðun Ólafs DV reyndi að fá skoðanir Ólafs Ragnars Grímssonar forseta á þess- um hræringum í utanríkismálum Íslendinga og kom til beiðni um að hann viðraði skoðanir sínar. Af því varð þó ekki. Ólafur Ragnar hefur ekki tjáð sig með afdráttarlausum hætti með eða gegn hvalveiðum Ís- lendinga. Á Beinni línu DV.is sagði hann hins vegar: „Ég hef alltaf talið að Íslendingar ættu að fylgja alþjóð- legum samþykktum varðandi nýt- ingu hafsins en höfum okkar rétt sem sjálfstæð þjóð.“ Miðað við túlk- anir Bandaríkjamanna þá fylgja Ís- lendingar ekki alþjóðlegum sam- þykktum um hvalveiðar en það er spurning hvaða skoðun forsetinn hefur á því máli. Hvorugt gerðist Eftir þann fund hefur John Kerry hins vegar ekki komið til Íslands í opinbera heimsókn, hann boðaði ekki íslenskan stjórnmálamann – til dæmis Ólaf Ragnar – á hafráðstefn- una í Washington og Íslendingum var ekki einu sinni boðið að vera með á henni. Talsvert annað hljóð virðist því hafa komið í Kerry eftir fundinn með Össuri. Ein skýring á því af hverju hljóðið í John Kerry á fundinum var eins gott og raun bar vitni er að hann hafi ekki verið með- vitaður um þá skýru og hörðu af- stöðu sem Barack Obama tók gegn Íslendingum strax um haustið 2011. Þá sagði Obama að hann myndi hugsanlega endurskoða diplómat- ísk tengsl Bandaríkjanna og Ís- lands ef Íslendingar myndu ekki láta af veiðum á langreyðum. Orð Obama voru skýr: Íslendingar, hættið hvalveiðum. Samskipti Ís- lands og Bandaríkjanna hafa að minnsta kosti súrnað allverulega frá þessum fundi utanríkisráðherr- anna í febrúar í fyrra þar sem opin- ber heimsókn Kerrys til Íslands var hugsanleg sem og þátttaka íslensks stjórnmálamanna á hafráðstefn- unni sömuleiðis. Hvað er til ráða? Bandaríkjamenn virðast hafa sett skýra línu í samvinnu og sam- starfi sínu við Íslendinga: Þeir virð- ast þurfa að hætta hvalveiðum, eða að minnsta kosti sölu hvalkjöts á Japansmarkað, ef samskipti þjóð- anna eiga að vera góð í framtíðinni. Þá kom skýrt fram í fréttatilkynn- ingunni frá Hvíta húsinu í apríl að Íslendingar veiddu of margi hvali á hverju ári. Ef Íslendingar verða ekki við þessum tilmælum Bandaríkja- manna er hætt við að diplómatíski þrýstingurinn á Íslendinga muni aukast, líkt og Össur Skarphéðins- son bendir á. n „Þetta er mjög skarpt diplómat- ískt skref hjá Bandaríkja- mönnum Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Sterk viðbrögð Hvalveiðar Íslendinga hafa um árabil vakið sterk viðbrögð hjá Bandaríkjamönnum og benda atburðir vikunnar til að þeim sé alvara í því að reyna að fá Íslendinga til að láta af hvalveiðum. Hér sést Kristján Loftsson í Hval hf. Mynd SIgTRygguR aRI Jákvæður tónn Jákvæður tónn var í John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í fyrra þegar hann fundaði með Össuri Skarphéðinssyni en þá var hann jákvæður fyrir heimsókn til Íslands og íhugaði að biðja íslenskan stjórnmálamann að halda erindi á ráðstefnunni sem fram fer í Washington um helgina. Hvalveiðar ástæðan Utanríkisráðuneyti Gunnars Braga Sveinssonar hefur gefið það út að hvalveiðar séu ástæðan fyrir því að Ís- lendingum var ekki boðið á hafráðstefnuna. Kannski bara byrjunin Hugsanlegt er að sú aðgerð Bandaríkjamanna að bjóða Íslendingum ekki á ráðstefnuna sé bara byrjunin á aðgerðum, að minnsta kosti samkvæmt Össuri Skarphéðins- syni. Mynd SIgTRygguR aRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.