Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Helgarblað 13.–16. júní 2014 Sjóðurinn gefur ekki upp nafn kaupanda Ó nafngreindur fjárfestir, eða fjárfestar, sem fékk samþykkt kauptilboð í 154 íbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs í apríl síðast- liðinn vinnur enn þá að fjármögnun kaupanna. Þetta kemur fram í svari frá Íbúðalánasjóði við fyrirspurn DV um stöðuna á viðskiptunum. Ekki er hægt að fá uppgefið hvaða fjárfesti, eða fjár- festa, um ræðir. Íbúðirnar eru með- al annars á Suðurnesjum og Austur- landi. Íbúðalánasjóður er ríkisstofnun sem veitir lán til íbúðakaupa og hef- ur sjóðurinn eignast umtalsvert magn íbúða í kjölfar hrunsins árið 2008. Í apríl 2014 átti Íbúðalánasjóður til dæmis 2.121 íbúð víða um landið. Kaupandinn er því að bjóða í rúmlega 7 prósent allra íbúðaeigna sjóðsins sem er umtalsvert magn. Fjallað var um viðskiptin í mánað- arlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs sem kom út í apríl en þar sagði meðal annars: „Í apríl var gengið frá viljayfir- lýsingu um sölu eða kauptilboð sam- þykkt í 201 eign, þar af 154 eignir til sama aðila. Tilboðshafar vinna nú að fjármögnun.“ Staðan á viðskiptunum hefur ekki breyst mikið síðan þetta gerðist; kaup- andinn vinnur enn þá að fjármögn- uninni samkvæmt svari frá Íbúða- lánasjóði „Þegar kaupsamningum er þinglýst verða nöfn kaupenda og söluverð opinberar upplýsingar, ekki fyrr.  Kauptilboð var gert í 107 íbúðir í apríl með fyrirvara um fjármögnun og var því tilboði tekið. Þar sem ekki hefur verið skrifað undir kaupsamn- ing, né kaupsamningi þinglýst er ekki tímabært að gefa  nánari upplýsingar um söluferlið og söluna.“ Líkt og fram kemur í svarinu hér að ofan hefur Íbúðalánasjóður ekki gefið upp hver hinn áhugasami kaupandi er né greint frá ætluðu kaupverði. DV hefur heimild fyrir því að kaupverðið sé 1,9 milljarðar króna og ætlaður kaupandi hafi gert tilboð í þær sem var hafnað en Íbúðalánasjóður hafi svo ákveðið að taka tilboðinu eftir að hafa hafnað því í fyrstu tilraun. Tilboðið fór ekki í gegnum fast- eignasala, líkt og almennt gildir um eignasölu Íbúðalánasjóðs, heldur hafði kaupandinn beint samband við Íbúðalánasjóð sem stríðir gegn verk- lagi sjóðsins. Með því að nota ekki fasteignasala sparar Íbúðalánasjóður sér söluþóknun í viðskiptunum sem getur numið á milli einu til tveimur prósentum. Íbúðalánasjóður reynir nú að selja margar af þeim eignum sem sjóð- urinn á. Í apríl voru rúmlega 1.000 íbúðir í sölumeðferð en samtals hefur Íbúðalánasjóður selt 1.550 íbúðir frá árinu 2008. Aukinn kraftur hefur verið settur í sölu fasteigna Íbúðalánasjóðs en fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra seldi sjóðurinn 88 íbúðir en 675 íbúðir á sama fjögurra mánaða tímabili í ár. Af 1.550 íbúðum sem seldar hafa ver- ið frá hruninu voru 675 þeirra seldar á fjögurra mánaða tímabili á þessu ári. Íbúðalánasjóður hefur glímt við það vandamál að sumir kaupendur telja sig geta keypt íbúðir sjóðsins fyrir lítið, fremur en eðlilegt markaðsverð. Fasteignaverð í Reykjavík hefur farið hækkandi eftir að hafa hrunið í kjölfar hrunsins og er nú keppst um íbúðir í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Sala Íbúðalánasjóðs á eign- um núna hefur því aukist eftir að sjóð- urinn hefur haldið að sér höndum í sölu eigna. n ingi@dv.is n Íbúðalánasjóður samdi beint um 154 íbúðir n Kaupverð 1,9 milljarðar króna Unnið að fjármögnun Sigurður Erlingsson er framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Áttatíu milljóna króna fjárdráttur á Selfossi Ásgeir Vilhjálmsson sakaður um að hafa millifært milljónir á eigin bankareikning F yrirtaka í máli sérstaks sak- sóknara gegn Ásgeiri Vil- hjálmssyni fór fram á fimmtu- dag. Hann er sakaður um að hafa í starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri byggingafyrirtækisins ÁK – hús dregið að sér fé í heildina að virði nærri áttatíu milljónum króna. Í samtali við DV segir Ásgeir að þetta leggi „líf hans í rúst“. Samkvæmt ákæru felast meint brot Ásgeirs fyrst og fremst í því að hafa millifært milljónir á sinn eigin bankareikning ásamt því að greiða reikninga vegna byggingar tveggja húsa. Meint brot hans eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2005. Ásgeir var helmingseigandi ÁK – húsa á móti Kristjáni K. Péturssyni. Í samtali við DV segist Kristján ekki hafa riðið feitum hesti frá því sam- starfi. Byggði hús Ásgeir er sakaður um að hafa í alls níutíu og tvö skipti greitt reikninga út af bankareikningi í eigu ÁK – húsa, að virði rúmlega þrjátíu millj- óna, vegna byggingar húss við Kálfa- hóla á Selfossi sem var í hans eigu. Í ákæru gegn Ásgeiri er hver og ein greiðsla vegna byggingar einbýl- ishússins sundurliðuð og af þeim að dæma virðist húsið hafa verið reist að mestu fyrir fé félagsins. Háar greiðslur til verkfræðistofu, glerverk- smiðju, verktaka, BYKO, pípu- og raflagningaþjónustu eru tíundað- ar í ákærunni. Langmest fé rennur þó til byggingaþjónustunnar Smíð- andi ehf. Auk þessa er hann sakaður um að hafa greitt reikninga að virði tæplega einni milljón króna af sama reikningi vegna iðnaðarhúsnæðis á Selfossi. Ásgeir bjó sjálfur í einbýlis- húsinu við Kálfahóla í það minnsta fram til ársins 2010 en þá var hann í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur til að greiða vangoldna skuld vegna klæðningar sólstofu í húsinu. Að því er DV kemst næst býr hann ekki þar lengur. Óskýrðar millifærslur Ásgeir er sömuleiðis sakaður um að hafa á sama tveggja ára tímabili millifært fé inn á sinn persónulega bankareikning eða einfaldlega tek- ið út reiðufé af reikningi ÁK – húsa. Samkvæmt ákærunni virðist hann hafa farið hægt í sakirnar árið 2004 fram til jóla það sama ár en þá fara millifærslur upp á slétta milljón krónur að verða reglulegar. Til marks um það urðu í marsmánuði árið 2005 fjórar milljón króna millifærslur. Í heildina millifærði hann 23 milljón- ir króna. Samkvæmt ákæru voru þær óútskýrðar bæði á bankareikningi sem og í bókhaldi félagsins. Gaf upp sex milljónir Auk óskýrðu millifærslnanna er Ás- geir sagður hafa lagt inn á sig sjálf- an tuttugu og átta milljónir króna á þessum tveimur árum sem voru skýrð sem laun. Samkvæmt ákæru var þó uppgefið reiknað endurgjald Ásgeirs samkvæmt skattframtali á þessum tveimur tekjuárum einung- is ríflega sex milljónir króna. Var því meintur fjárdráttur, sem skýrður var sem laun, á þessum tveimur árum í heildina rúmlega tuttugu og tvær milljónir króna. Er DV sóttist eftir viðbrögðum Ás- geirs vegna málsins vildi hann sem minnst tjá sig um málið. „Nei, ég vil ekki tjá mig um þetta að svo stöddu. Það er náttúrlega heilmikið í þessu sem þarf að fara yfir. Þetta leggur allt mitt líf í rúst,“ segir hann. Gott sem launalaus Kristján, sem var helmingseigandi ÁK –húsa á móti Ásgeiri, segir að hann hafi ekki komið vel út úr sam- starfinu við hann. „Ég var svo gott sem launalaus á þessu tímabili sem við störfuðum saman miðað við tí- mann sem ég vann. Það var ekkert öðruvísi. Maður var ekki að safna neinum aur,“ segir hann. Segist hann hafa orðið var við eitthvað óeðlilegt en hafi þó viljað klára þau verkefni sem fyrir lágu. „Svo var alltaf ein- tómur djöfulsins feluleikur. Það var nú löngu sjálfhætt í þessu samstarfi áður en þetta komst upp. Þetta var eins og það er. Maður hlustar bara aldrei á það sem er sagt við mann, það er að segja að fara ekki í samstarf við hann. Maður ætlaði bara að gera góða hluti þarna í framkvæmdum og tók sem hverri annarri vinnu.“ n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Kálfhólar Hér má sjá umrætt hús á Selfossi sem Ásgeir er sakaður um að hafa greitt fyrir að miklu leyti með sjóði félagsins ÁK – hús. Tekið skal fram að hann býr annars staðar í dag. „Þetta leggur allt mitt líf í rúst „Svo var alltaf ein- tómur djöfulsins feluleikur. Ákæra Sérstakur saksóknari hefur ákært Ásgeir fyrir tugmilljóna fjárdrátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.