Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 51
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Sport 51 HM-veislan fer á fullt um helgina N ú reynir á allt liðið. Hand- bolti er liðsíþrótt og það er liðsheildin sem klár- ar verkefnið.“ Þetta segir íþróttafréttamaðurinn og handboltamaðurinn fyrrverandi, Guðjón Guðmundsson, í samtali við DV. Íslendingar mæta á sunnu- dag Bosníumönnum í síðari leikn- um um laust sæti á HM í handbolta í janúar. Liðin áttust við í Sarajevó síðastliðinn laugardag þar sem Bosníumenn höfðu eins marks sigur. Sigurinn hefði getað orðið stærri en Íslendingum tókst að rétta úr kútnum á síðustu mínút- um leiksins, eftir kaflaskiptan síð- ari hálfleik. Bosníumenn unnu síðasta korterið í leiknum 10-5, þar sem Íslendingum tókst ekki að finna svör við framliggjandi vörn heima- manna, sem klipptu leikstjórnand- ann Snorra Stein Guðjónsson úr umferð. Það er eitthvað sem Aron og lærisveinar verða að búa sig bet- ur undir fyrir síðari leikinn. Ísland skoraði 32 mörk, sem er gott á úti- velli, en liðið á ekki að þurfa að fá á sig 33 mörk. Vörnin og markvarslan var slök eins og 72 prósent skotnýt- ing heimamanna ber vitni um. Sér- staklega var varnarleikurinn slakur í síðari hálfleik. Þreyta? Alexander Petersson er kom- inn aftur í landsliðið og átti flott- an leik í Bosníu. Hann skoraði sjö mörk en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Guðjón Valur Sigurðsson skor- uðu sex mörk hvor. Íslenska vörn- in réði illa við skyttuna Nikola Prce, sem skoraði 11 mörk úr 14 skot- um. Hann þarf að stöðva fyrir leik- inn í höllinni á sunnudag. Guðjón segir að liðið hafi misst dampinn í leiknum, og góða forystu, á örfáum mínútum. „Hvers vegna? Líkleg- asta skýringin er að menn hafi ver- ið orðnir þreyttir. Þar af leiðandi er einbeitingin ekki eins mikil,“ segir hann. Ekkert gefið Guðjón segir að það vilji stund- um loða við að íslenskir fjölmiðlar gefi sér fyrirfram að andstæðingar Íslands á handboltavellinum séu slakari en þeir eru. Að sigrar eigi að vinnast. „Þetta slævir oft hugann og almenning og menn gera sér rang- hugmyndir um andstæðingana.“ Hann bendir á að lið Bosníu sé afar vel mannað; þar leiki menn sem spili með nokkrum af öflugustu fé- lagsliðum í Evrópu. Í þessu sé því ekkert gefið. Hann vill þó meina að íslenska liðið sé sterkara og eigi að hafa betur í einvíginu, ef það leiki af fullum styrk. Úrslitin í Sarajevó hafi ekki verið eins slæm og ætla mætti. Hann hefði getað farið mun verr. Hann á von á því að Aron Pálmars- son byrji leikinn að hluta en segir að þátttaka hans muni engin úr- slitaáhrif hafa. „Hann er hluti af liðinu og það er liðið sem vinnur eða tapar leiknum. Enginn einstak- lingur gerir það.“ Stuðningur áhorfenda geti ráðið úrslitum Aron Kristjánsson mun að líkind- um freista þess í vikunni að bæta varnarleikinn, sem og að finna svör við framliggjandi varnarafbrigði Bosníumanna. Guðjón segir að varnarleikurinn á sunnudag þurfi að vera mun betri en úti í Sarajevó. Hægara sé hins vegar um að tala en í að komast. Ekkert gerist af sjálfu sér. „Menn eru að ljúka erfiðri leik- tíð og eru þreyttir. En það gildir líka um Bosníumenn. Menn verða að vakna til lífsins í varnarleiknum.“ Guðjón gengur svo langt að segja að stuðningur áhorfenda, og það andrúmsloft sem þeir skapi, geti beinlínis ráðið úrslitum á sunnu- dag. En hvernig heldur hann að einvígið fari? „Ég spái íslenskum sigri. Við vinnum Bosníumenn en við þurfum líka að byrja leikinn vel. Ég á von á því að leikurinn verði spennandi framan af en ég held að við séum með sterkara lið og við munum landa sigri.“ n Einum leik frá HM n Íslendingar mega ekki misstíga sig n Áhorfendur geta ráðið úrslitum Þokkalega bjartsýnn Guðjón hefur trú á íslenskum sigri en segir að stuðningur áhorfenda geti ráðið úrslitum. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Þetta slævir oft hugann og al- menning og menn gera sér ranghugmyndir um andstæðingana. Mikilvægur í sókninni Sóknarleikur Íslands riðlaðist þegar Snorri Steinn Guðjónsson var klipptur út úr spilinu. Finna þarf lausnir við því. Æsispennandi viðureignir Stórþjóð í handbolta missir af HM Sex af átta einvígum um laus sæti á HM í handbolta í Katar á næsta ári eru æsispennandi. Í fyrri umferðinni voru að- eins tvenn afgerandi úrslit, þar sem segja má að úrslitin séu svo gott sem ráðin. Ungverjar unnu Slóvena með þremur mörkum á heimavelli í hörkuleik í Vesprém í Ungverjalandi. Slóvenar gætu vel gert Ungverjum skráveifu á sínum heimavelli í síðari leiknum. Svartfellingar unnu nauman eins marks heimasigur á Hvít-Rússum og eiga eftir að fara til Minsk. Siarhei Rutenka skoraði níu mörk fyrir Hvít-Rússa. Svart- fellingar þurfa að stoppa hann ef þeir ætla að komast áfram. Patrekur Jóhannesson stýrði Austurrík- ismönnum til sigurs gegn Noregi í fyrri leik liðanna á laugardag. Liðin eigast aftur við í Noregi og þar þurfa heimamenn að vinna upp tveggja marka tap. Búast má við háspennuleik. Grikkir og Makedóníumenn áttust við í Grikklandi. Makedóníumenn unnu með tveimur mörkum. Þeir eru alla jafna mjög erfiðir heim að sækja. Það verður því að teljast ólíklegt að Grikkir spili á HM í janúar. Athyglisverðasta viðureignin í þessu umspili eru leikir Póllands og Þýskalands. Pólverjar unnu með eins marks mun á heimavelli og munu leggja allt í sölurnar í Þýskalandi. Það verður mikið áfall fyrir þá þjóð sem ekki kemst áfram úr þessu einvígi, enda báðar stórþjóðir á hand- boltavellinum. Serbar unnu átta marka sigur á Tékkum á heimavelli; 23:15. Á sama tíma unnu Rússar Litháen með sama mun. Það verður erfitt fyrir þessar þjóðir að snúa við taflinu. Sigur gegn Noregi Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu nauman tveggja marka sigur gegn Noregi. Liðin mætast að nýju um helgina í Noregi þar sem seinni leikurinn fer fram. Hörkuleikir Freyr spáir því að jafntefli verði niðurstaðan í stórleikjum Spánverja og Hollendinga og Ítala og Englendinga. MyNd SiGtryGGur Ari Næstu leikir: 17. júní Þriðjudagur H-riðill Belgía – Alsír 16.00 A-riðill Brasilía – Mexíkó 19.00 H-riðill Rússland – Suður-Kórea 21.00 18. júní Miðvikudagur B-riðill Ástralía – Holland 16.00 B-riðill Spánn – Chile 19.00 A-riðill Kamerún – Króatía 21.00 19. júní Fimmtudagur C-riðill Kólumbía – Fílab.strönd 16.00 D-riðill Úrúgvæ – England 19.00 C-riðill Japan – Grikkland 22.00 20. júní Föstudagur D-riðill Ítalía – Kosta Ríka 16.00 E-riðill Sviss – Frakkland 19.00 E-riðill Hondúras – Ekvador 21.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.