Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 41
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Skrýtið Sakamál 41 Lagði líkið sér til munns Þrjátíu og sjö ára karlmað- ur frá Tennessee í Bandaríkjun- um, Gregory S. Hale, hefur verið ákærður fyrir morð og illa meðferð á líki. Hale er grunaður um að hafa myrt kunningjakonu sína, Lisu Marie Hyder, í litlu þorpi í sveitum Tennessee. Að því er Huffington Post greinir frá sundurlimaði Hale lík Lisu og lagði hluta af því sér til munns. Haft er eftir saksóknar- anum í málinu, Mickey Lane, að málið hafi komið flatt upp á alla. Þannig hafi hann starfað við sak- sóknaraembættið frá áttunda ára- tug liðinnar aldar og aldrei séð neitt þessu máli líkt. Hale er nú í fangelsi og verður þar að öllum líkindum næstu áratugina. Hraunaði yfir konuna í svefni Óvenjulegt mál kom til kasta lög- reglunnar í Bozeman í Montana í Bandaríkjunum á dögunum. Það varðaði bálilla konu sem réðist á kærasta sinn eftir að hann talaði illa um hana upp úr svefni. Réðist konan á manninn með haglabyssu og lét höggin dynja á honum. Maðurinn, sem átti sér einskis ills von, reyndi að flýja en kærastan elti hann út úr húsi þeirra og braut meðal annars framrúðuna í bíl hans og sprengdi dekk. Konan var handtekin og færð í fangageymslu. Kærastinn slasaðist ekki illa. Peningaþvottur af bestu gerð Tveir kínverskir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að kaupa tíu tonn af erlendri smá- mynt, hreinsa hana og selja hana svo aftur til upprunalandsins. Myntin sem um ræðir hafði verið tekin úr umferð vegna skemmda og send til Kína þar sem hún átti að fara í endurvinnslu. Keyptu mennirnir myntina fyrir litla fjár- hæð og græddu fúlgur fjár þegar þeir seldu hana aftur til baka. Annar mannanna, Liang Enmei, sem er forngripasali, var dæmd- ur í sex ára fangelsi vegna málsins en hinn maðurinn, Wang Chuwei, var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Enmei réð Chuwei í vinnu til sín og fól honum að hreinsa myntina og láta hana líta út eins og nýja. Chuwei sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann væri að gera eitthvað rangt. Í frétt Daily Mail er haft eftir kínverskum yfirvöld- um að þau vilji ekki greina frá því hvaðan myntin kom. Fleiri samb- ærileg mál hafa komið upp í Kína á undanförnum árum. Þannig voru þrír dæmdir í fangelsi ekki alls fyrir löngu fyrir að endurvinna og selja erlenda mynt að upphæð rúmlega tveggja milljarða króna. Í lok mars, árið 2002, hvarf Janelle Patton, 29 ára framkvæmdastjóri veitingastaðar, á Norfolk-eyju í Kyrrahafi, í um 1.600 kílómetra fjarlægð frá Ástralíu. Hvarf Janelle markaði upphaf máls sem kom eyjaskeggjum, 1.800 að tölu, í opna skjöldu því flestir töldu sig búa í paradís, þar sem of- beldisglæpir voru fátíðir. Því var von að íbúum eyjarinnar, sem margir hverjir eru afkomendur uppreisnarseggja af skipinu HMS Bounty, brygði við þau tíðindi að unga konan, sem hafði sést á öðrum enda eyjunnar í gönguferð á páskadag, 31. mars, væri horfin. Janelle Patton fannst síðar sama dag, látin á hinum enda eyjarinnar, við Cockpit Waterfall Reserve, og hafði líkinu verið vafið í svart plast. Varnaráverkar Janelle hafði verið stungin 64 sinn- um, mjaðmabein hennar var brotið sem og annar ökklinn. Höfuðkúpan var brákuð og á höndum Janelle voru áverkar sem bentu til þess að hún hefði barist hetjulega fyrir lífinu. Rannsóknarlögreglumenn komu til eyjunnar frá Canberra og tóku stjórn rannsóknarinnar í sínar hendur. Fyrsta skrefið sem þeir tóku var að taka fingraför af öllum íbúum eyjunnar, á aldrinum 15 ára til sjö- tugs. Janelle Patton hafði komið til Norfolk-eyju tveimur árum fyrr, frá Sidney, og var ekki vinsæl með- al allra sem til hennar þekktu. Ein- hverjum var meira í nöp við hana en öðrum og áður en langt um leið hafði lögreglan nöfn nokkurra sem ástæða þótti til að kanna nánar. Erfið rannsókn En þrátt fyrir allt og allt var rann- sóknin á morði Janelle erfið og í reynd dró ekki til tíðinda fyrr en 1. febrúar 2006. Þá var maður að nafni Glenn Peter Charles McNeill, 28 ára kokkur frá Nýja-Sjálandi, handtek- inn. Hann hafði verið á Norfolk-eyju þegar Janelle var myrt, en snúið til síns heima í Nelson á South Island í Nýja-Sjálandi árið 2004 og tekist að forðast arm laganna allt þar til hann var handtekinn í Nelson. Hann var að lokum framseld- ur til Norfolk-eyju og ákærður fyrir morðið á Janelle. Þar ku hann hafa sagt að hann hefði fyrir slysni ekið á Janelle í marslok 2002, en síðar dró hann þá frásögn til baka. Erfitt að mynda kviðdóm Það reyndist erfiðleikum háð að mynda kviðdóm, margir höfðu þekkt fórnarlambið og slíkt hið sama mátti eflaust segja um Glenn en það hafð- ist að lokum. Kviðdómarar voru upplýstir um að Glenn hefði játað fyrir lögreglu að hafa ekið á Janelle og farið í kerfi og hent henni í farangursrými bif- reiðar sinnar. Síðar þegar Janelle komst til með- vitundar hefði hann banað henni með hníf. Sjálfur fullyrti Glenn að hann hefði ekkert með morðið að gera: „Ég banaði ekki Janelle Patt- on“, „Ég nam hana ekki á brott“, „Ég sá Janelle Patton ekki þennan dag“. Sagðist Glenn ekki muna hvað hann hefði sagt lögreglunni, hann hefði verið við slæma heilsu. Fingraför En fingraför Glenns fundust á plast- inu sem vafið hafði verið um lík Jan- elle og fleiri sönnunargögn fund- ust þar sem hann hafði búið á þeim tíma, sem og í bifreið hans. Hinn 9. mars 2007 komst kvið- dómur að niðurstöðu. Glenn var fundinn sekur og fékk lífstíðardóm. Hann áfrýjaði dómnum í maí 2008, en áfrýjuninni var vísað frá og fyrri dómur stóð. Glenn nýtur þess vafasama heiðurs að hafa verið fyrsti maður- inn á Norfolk-eyju sem kærður var fyrir morð síðan árið 1893. n n Janelle hvarf í gönguferð n Lík hennar fannst síðar vafið í svartan plastdúk MORÐ Í PARADÍS „Ég banaði ekki Janelle Patton Janelle Patton Var myrt á Norfolk-eyju, sem að mati eyjaskeggja er nánast paradís. Glenn McNeill Sagðist ekki hafa séð Janelle Patton daginn sem hún var myrt. Býður upp kjól svikullar eiginkonu Segir kjólinn hentugan fyrir svikulan og undirförlan lífsförunaut Á strali, sem varð fyrir því að giftast konu sem hélt fram hjá honum, hefur sett brúðkaupskjól konunnar á uppboð. Maðurinn, 32 ára íbúi í Sidney, lýsir kjólnum á kostu- legan máta í auglýsingunni. Hann segir að hann hafi sannað gildi sitt sem hentugur kjóll fyrir kvenkyns lífsförunaut sem sé svikull, fjöl- þreifinn og undirförull. Hann sé tilvalinn og hafi sannað gildi sitt sem hentugur kjóll fyrir ótrúar konur sem haldi fram hjá eigin- mönnum sínum. Auglýsingin hefur vakið nokkra athygli og meira en 200 þúsund hafa skoðað hana, þegar Orange News greindi frá málinu í vik- unni. Þegar höfðu borist tilboð upp á nokkur hundruð dollara. Í auglýsingunni segir: „Ætlarðu að gifta þig bráðum? Stendur ekki til að vera heiðarleg? Hyggstu sofa hjá besta vini eiginmanns þíns?“ stendur í auglýsingunni en maður að nafni Dan Campbell setti hana inn fyrir vin sinn í ástarsorg. Sá sem kaupi kjólinn geti vænst að hámarki tveggja ára heilbrigðs trúnaðarsambands. Vinurinn hef- ur eftir þeim brotna að hann sé í öngum sínum eftir svikin. Konan hans fyrrverandi búi nú hamingju- söm með einum besta vini hans. Viðbrögðin við auglýsingunni hafi hins vegar létt honum lundina. n baldur@dv.is Falleg Kate Middleton, hertogaynja af Wales, hefur ekki orðið uppvís að því sem Ástralinn varð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.