Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 34
Helgarblað 13.–16. júní 201434 Fólk Viðtal tel ég. Jón Óttar er svo frjór og kröft- ugur. En við, eins og öll pör, höfum þurft að þroskast í rétta átt saman. Það er ekkert sjálfgefið í þessum efn- um. Þetta getur þess vegna verið búið á morgun. Helmingur allra sam- banda enda í skilnaði af því að fólk tekur hlutunum sem sjálfsögðum. Við Jón Óttar erum góðir vinir og ég hugsa að ef við myndum skilja yrð- um við perluvinir til æviloka. Hann er einn af mínum allra bestu vinum.“ Samstarfið öllu æðra Þau Jón Óttar hafa unnið hlið við hlið í gegnum tíðina. Hún viðurkennir að það geti tekið á að vinna svo náið með eiginmanninum. „Fólk á ekki að rembast. Annaðhvort gengur það eða ekki. Við erum búin að vinna svo lengi saman og fyrir löngu búin að finna út hvernig okkar samvinna á að vera. En lengi vel gekk á ýmsu. Eins og með vinskapinn myndi okkar „partnership“ haldast þótt við myndum skilja. Við vinnum svo vel saman. Samstarfið og vinskapurinn er öllu æðra. Við erum bundin saman af svo mörgum verkefnum.“ Hún segir að þótt þau séu í brans- anum af ástríðu reyni þau að passa upp á að eiga meira saman en bara vinnuna. „Ég ráðlegg hjónum að ræða ekki starfið á koddanum. Mað- ur þarf að finna jafnvægi, passa upp á sitt tilhugalíf og andlega líf. Fólk sem hefur ekki stjórn á því að skilja vinnuna eftir við rúmstokkinn þarf að gá að sér. Sannarlega höfum við ver- ið þar. Þessi bransi er bara lífsstíll, líkt og Herbalife – nema Herbalife er heil- brigður lífsstíll. Það væri ógjörningur fyrir okkur að ætla að vera náin ein- hverjum sem skilur það ekki. Jón Ótt- ar situr heilu dagana og skrifar og er að verða „screenwriter“ á heimsvísu. Ég er svo ánægð með hann og ótrú- legasta fólk vill starfa með honum.“ Enn í Herbalife Margret og Jón Óttar kynntu Ís- lendingum fyrir Herbalife á sínum tíma og eiga hlut í fyrirtækinu. „Þegar fyrirtæki hefur verið jafn gjöfult við okkur eins og Herbalife á allan hátt ferðu ekki neitt. Herbalife er eitt verð- mætasta fyrirtæki á jörðinni í dag og við förum aldrei langt, þótt okkar tími fari meira í kvikmyndir og sjónvarp þessa mánuðina. Herbalife á Íslandi heldur einmitt upp á 15 ára afmæli sitt um þessar mundir. Heilsubransinn og fyrirtæk- ið er mjög spennandi í dag og tengist íþróttum, leikurum, tónlist og kvik- myndum. Þegar við byrjuðum var þetta grasrótarfyrirtæki en hefur nú tekist að laða til sín heimsins bestu lækna, vísindamenn, stjórnendur og fjárfesta sem svo laða að sér mik- ið talent. Í stjórn fyrirtækisins í dag er til að mynda fyrrverandi aðstoð- arráðherra Bills Clinton og fyrrver- andi landlæknir Bandaríkjanna auk þess sem sérlegur ráðgjafi forstjór- ans er fyrrverandi borgarstjóri LA. Þetta er risafyrirtæki og á bara eftir að stækka.“ Lifa ekki í lúxus Hún segir þau hjónin hafa það gott en þvertekur fyrir að þau lifi í lúxus. „Það hefur gengið á ýmsu og ekki allt tek- ist sem maður ætlaði. En við megum vera þakklát fyrir það sem við höfum. Skemmtanabransinn er mjög and- lega erfiður og ekki jafn heilbrigður og hann lítur út fyrir að vera. Ég ber einstaka virðingu fyrir fólki sem nær að halda sér lengi í þessum bransa og vegnar vel árum saman. Eins og Jonni Sighvats. Hann er einn af mín- um „idolum“ og á alla mína aðdáun. Og það sama á við um Balta – hann er að koma sterkur inn. Þetta eru vinnu- samir menn sem vita hvert þeir eru að fara,“ segir hún og vísar þar í Sigur- jón Sighvatsson. Hún segir lífið í Palm Desert yf- irvegaðra en í Los Angeles. „Unga Hollywood er að flytja sig til Palm Springs en eldra Hollywood byggði þetta svæði upp. Nú eru Leonardo DiCaprio og aðrir komnir. Þang- að liggur flóðgátt af ungu fólki. Við ákváðum að færa okkur eftir að son- urinn fór í burtu í skóla. Við höfðum átt þar aðsetur en vissum ekki hvort okkur myndi líka að búa þar alveg en erum alveg heilluð. Í Palm Spr- ings stundum við heilbrigðan lífs- stíl, hjólum, förum í tennis og rækt- ina. Svo þegar við vinnum og tökum fundi keyrum við til LA og notum þær stundir mjög vel. Í Palm Springs er allt rólegra og umferðin miklu minni. Samt finnst mér ég alltaf komin heim þegar ég til kem til LA.“ Blómstraði eftir meðferð Margret ætlaði að verða prestur í æsku en þær pælingar hurfu eins og dögg fyrir sólu þegar hún kynntist fjölmiðlum. Hún segist þó alltaf hafa verið staðráðin í að ná langt í lífinu, sama hvað hún tæki sér fyrir hend- ur. „Ég væri að ljúga ef ég héldi öðru fram. Það brennur eldur innra með mér sem er erfitt að útskýra. Oft á tíð- um tengist hann sársauka. Fólk sem hefur ákveðinn drifkraft á það oft sameiginlegt að vera keyrt áfram af einhverri upplifun, ein- hverju sem gerðist, og er fyrir vikið tilbúið til að leggja meira á sig. Þetta fólk er oft þjónar, kannski skilur það að æðri tilgangurinn er að við þjón- ustum hvert annað. Ég mæli með þerapíu fyrir alla, það er eitthvað það allra besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig en eitt það besta sem við gerum er að losa okkur við erfiða hluti úr uppeldinu eða samskiptum við aðra. Eftir áfengismeðferðina var ég í tvö ár í þerapíu og þá fór ég að blómstra,“ segir hún og bætir við að viðhorf gagnvart sálfræðingum sé allt annað í Los Angeles en á Íslandi. „Í LA spyrja menn hjá hvaða sálfræðingi þú ert og ef þú ert ekki með sálfræðing er horft á þig. Á Íslandi er hins vegar horft á þig ef þú ert hjá sálfræðingi, eins og það geri þig eitthvað skrítinn. Ég held samt að þetta sé að breytast. Það er synd þegar maður lætur sár einkenna sig. Við erum lifandi verur og lífið er til að lifa því. Öll erum við að leita að hamingju og hana finnum við innra með okkur. Það er ógjörn- ingur að finna hana annars staðar. Ég er mjög trúuð og reyni að sækj- ast í að vera meira í návígi við ljós en myrkur. Mínar hamingjustundir eru þegar ég er sátt við sjálfa mig og er í birtunni. Ég á mína bernskutrú en í henni fékk ég alltaf svör og það sem ég bað um. David Beckham var eitt sinn spurður: af hverju gengur allt upp hjá þér? Hann var stuttorð- ur: „Creative visualization“. Ég er al- gjörlega sammála honum. En það var gaman að heyra hann segja þetta.“ Sonurinn tvíkynhneigður Einkasonur þeirra Margretar og Jóns Óttars, Ragnar, er 22 ára. „Ragn- ar sagði okkur 14 ára að hann væri samkynhneigður en nú hefur komið í ljós að hann er líklega tvíkynhneigð- ur. Sem foreldri styður maður barnið sitt í gegnum lífsgönguna en ég væri að ljúga að þetta hafi ekki haft áhrif á okkur. Ég kvaldist innra með mér, fór í gegnum algjöran rússíbana en svo heldur lífið áfram. Við vorum færð yfir í nýjan reynsluheim sem fjölskylda. Þetta er bara dásamlegt þótt ég hafi átt mín- ar sorgarstundir í hljóði sem móðir og hafi virkilega þurft að taka á honum stóra mínum. Ég vona að hann hafi upplifað stuðning og skilyrðislausa ást. Hann er fullkominn,“ segir hún en útskýrir að sem foreldri hafi hún haft sínar hugmyndir um líf Ragnars. „Allt í einu var sú mynd breytt. Þetta er hans reynsluheimur og okkar út frá honum. Við göngum öll í gegnum líf- ið og þurfum að takast á við eitthvað sem við áttum ekki von á. Við Ragn- ar erum ofboðslega náin og ræðum þetta fram og til baka. Hann hefur verið að velta fyrir sér að hvoru kyn- inu hann hallast og það hefur verið alveg magnað að fá að fylgjast með því með honum.“ Íhugar staðgöngumæðrun Hún viðurkennir að það væri gaman að stækka fjölskylduna. „Það hefur hvarflað að mér en með árunum líður tíminn og barnið manns eldist. Mað- ur er svo upptekinn. En hver veit, ég hef meira að segja hugsað um stað- göngumóður, sem er eins mikið „LA“ og hugsast getur. Kannski. Ég elska börn.“ Þrátt fyrir að ímynd Hollywood sé glamúr og frægð segist Margret ekki vera í bransanum vegna peninga. „Það hefur aldrei verið nein stefna hjá okkur að græða mikla peninga. Ég er þeirrar skoðunar að þú átt að fá vel borgað fyrir það sem þú gerir vel en það er allt annar hlutur. Það að græða peninga mótíverar mig ekki. Ég vildi ekki vera fræg af endemum. Ég hef engan áhuga á athygli ef það er ekki þess virði að fá athygli fyrir.“ Ekki „mom and pop“-bransi Hún segir gríðarleg tækifæri fyr- ir kvikmyndaiðnaðinn á Íslandi til að verða stóriðnaður.„Samkeppnin er brjálæðisleg. Þessi bransi er ekki lengur „mom and pop“-bransi. Þetta er iðnaður og það þarf að meðhöndla hann eins og iðnað og til þess þarf bæði ríkis- og einkaframlög. Hingað til hefur íslenskur kvikmyndaiðnað- ur verið rekin með ríkisstyrkjum að mestu en það er ekki nokkur leið fyr- ir iðnaðinn að halda áfram að stækka nema tengja þetta tvennt saman; stjórnvöld og einkaaðilar þurfa að vinna saman. Við Jón Óttar höfum komist þetta áfram án ríkisstyrkja hingað til. Með- an við Íslendingar vælum og skælum eru Bretar að stækka við sig, byggja kvikmyndaver og Hollendingar eru komnir með endurgreiðslu upp í 30 prósent. Vandinn er að menn átta sig ekki á að þetta er ekki eins og þetta var. Þetta þarf að vera blanda af endurgreiðslu, ríkisstyrkjum og einkaframtaki.“ Drungaleg vá vofir yfir Margret fylgist vel með pólitískri um- ræðu, bæði heima og úti í Bandaríkj- unum. „Ég hef gríðarlegan áhuga á þjóðmálum og stjórnmálum og get ekki annað en velt fyrir mér hvernig hægt er að byggja upp betri heim og samfélag. Á Íslandi hefur gengið mik- ið á og það sem ég sé er þessi vá sem vofir yfir; stóru jöklabréfaeigendurn- ir og kröfuhafarnir. Þetta eru drunga- leg orð og svakalegar tölur fyrir lítið land og fáar manneskjur. Það sem Ís- lendingar þurfa að átta sig á er að það þarf samstarf við kröfuhafana. Annars næst aldrei sátt og getur orðið erfitt að opna landið aftur fyrir frjálst flæði fjármagns. Þessir kröfuhafar verða að eiga í nýju bönkunum, því íslenska bankakerfið þarf að ná að þjóna sam- félaginu til að það komist í gang aftur. Við þurfum að halda áfram að byggja upp traust við erlenda fjár- festa og megum ekki vera hrædd við erlent samstarf. Vandinn er auðvitað þessi snjóhengja sem vofir yfir okkur og hana losnum við einungis við með „ég vinn-þú-vinnur“, sem á ensku er kallað „win-win”, viðhorfi. Aðeins þannig verður hægt að losa um höft- in, fá góða erlenda fjárfesta til lands- ins og byggja upp fyrirtækin og at- vinnulífið í landinu. Það er alveg galið ef við ætlum ekki að nýta þá reynslu sem varð til úr bankahruninu. Íslendingar eru að koma þroskaðri og reynslumeiri út úr þessari svakalegu reynslu sem kom við okkur öll. Við verðum að leita að þeim sem vilja vera í alvöru „ég- vinn-þú-vinnur“ samstarfi við okk- ur og hætta þessari hræðslu,“ segir Margret. Styður Hillary Hún viðurkennir að hafa velt fyrir sér að skella sér sjálf í pólitík. „En eins og staðan er í dag er ég með of mörg járn í eldinum. Ég hef samt mikinn áhuga á að bæta umhverfi mitt, fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir enda er ég þeirrar skoðunar að ef þér er mik- ið gefið er ætlast til mikils af þér. Mér leiðist að sjá fólk fara illa með það sem það hefur fengið. Eitt af næstu verkefnum er að koma Hillary Clinton í forsetastól. Við stuðningsmenn hennar bíð- um með öndina í hálsinum eftir að hún tilkynni framboð sitt formlega. Þau hjónin eru þær manneskjur sem hafa gert meira fyrir heimsbyggðina í seinni tíð en nokkur annar. Það er stórkostlegt að í sömu fjölskyldu hafi tveir einstaklingar burði til að verða afburðaforsetar. Hillary er stórkost- leg kona og var einn vinsælasti ut- anríkisráðherra í sögu Bandaríkj- anna. Ef hún tilkynnir þetta verð ég einn af hennar dyggustu og aktívustu stuðningsmönnum,“ segir Margret sem hefur hitt Clinton. „Við eigum marga, góða sameiginlega vini. Ann- an eins þjón og hana hef ég aldrei hitt. Hún var í sal fullum af fólki og kom í hliðarsal þar sem við hjónin vorum ásamt vinum og öðrum. Það eina sem hún hafði áhyggjur af var hvernig allir hefðu það og hvort þeir væru búnir að fá kaffi, en þá hafði hún ferðast um 40 borgir. Hún er mögnuð og ekki sakar að þau hjónin eru miklir aðdáendur og stuðningsmenn Íslands.“ Afskaplega ófullkomin Þrátt fyrir að hjónin hafi valið að starfa í Ameríku segir Margret af og frá að þau séu of stór fyrir Ísland. „Enginn staður er stærri eða minni en einstaklingarnir sem búa þar og við Íslendingar erum öll í sama klúbbn- um hvar sem búum á jarðkringlunni. Hins vegar kalla verkefnin sem við erum að vinna á stærri starfsvettvang. En auk þess erum við alltaf hér með annan fótinn. Við viljum öll þessu landi vel og mér finnst stórkost- legt hvernig Íslendingar hafa tekið á þessu hruni og eftir því er tekið víða.“ Þrátt fyrir heilmikla sjálfsvinnu síðustu ára segist Margret langt því frá að vera fullkomin. „Það er ekki hægt að ætla sér að vera fullkominn en það er gaman að reyna að vera framúrskarandi í því sem maður tek- ur sér fyrir hendur. Það er ævistarf og heldur manni á tánum. Það er einn af mínum kostum að einblína á styrk- leika mína og annarra. Þess vegna hef ég náð langt. Ég er bara að byrja að vera þar sem ég þarf að vera til að gera það sem ég ætla að gera. Ég er samt afskaplega ófullkom- in og er hrædd um að ég hafi hopp- að í hrokann oft og tíðum – sem er eitt það leiðinlegasta sem maður upplifir í sjálfum sér og öðrum. Ég reyni samt að tileinka mér auðmýkt – og mikið af henni. Mig langar til að verða eins og fólk sem ég lít upp til sem hefur mikla auðmýkt þrátt fyrir mikla velgengni. Það er dásamlegt að vera í kring- um slíkt fólk eins og það er leiðin- legt að vera í kringum hrokafullt fólk. Ég reyni að vera meðvituð og stjórna því. Þakklæti er besta viðmótið. Þakk- læti fyrir allt sem maður hefur, fólkið sem maður hefur í lífi sínu, hæfileika, sigra og sorgir. Maður lærir miklu meira í sorginni. Þá hugsum við meira, sorgin kemur meira við okkur. Í sigrinum erum við á bleiku skýi. En svo er ekki nokkur leið að sigra nema fara í gegnum sorgir.“ Alltaf haft sjálfstraust Varðandi framtíðina horfir hún björt- um augum fram á við. „Ég er gríðar- lega bjartsýn að eðlisfari og held að ég hafi alltaf verið þannig. Það er hægt að tileinka sér að vera það, æfa það eins og að æfa sund. Maður verður alltaf betri og betri og hugsar oftar og lengur jákvætt. Það er bara svo miklu skemmtilegra að vera í kringum bjartsýnt fólk en svartsýnt. Straum- ar og bylgjur verða svo miklu betri,“ segir hún og bætir við að fjölskyld- an sé það mikilvægasta í lífinu. „Svo finnst mér líka mikilvægt að líða vel í eigin skinni. Ég hef ekki alltaf verið þannig. Þótt ég hafi alltaf haft mik- ið sjálfstraust fór mér ekki að líða vel í eigin skinni fyrr en eftir 28 ára ald- ur. Okkur verður að líða vel til að eiga eitthvað að gefa öðrum. Ég fæ mikið út úr starfi mínu sem framleiðandi, að þurfa að halda um alla þræði og koma öllu saman. Við Jón Óttar höf- um átt einstakri farsæld að fagna í frá- bæru samstarfsfólki á öllum vígstöðv- um, það er lykillinn að velgengni. Við höfum alltaf verið tilbúin að leggja á okkur. Það er margt í pípunum. Næsta skref er að gera Hillary að forseta,“ segir hún brosandi og bætir við að einnig séu margar kvikmyndir fram undan. „Í þessum bransa taparðu skyrtunni áður en þú færð krónu út úr því. Þetta er dýr bransi. Tengslanet okkar er orðið ansi öflugt og það veitir aðgang að fjármagni. Okkar stærstu verkefni eru meira og minna erlendis. Við erum til dæmis að fara að skjóta mynd í Bretlandi seint á næsta ári og erum með stórt verk- efni í vinnslu fyrir amerískt sjónvarp. Það er margt spennandi fram undan. Sem er bara frábært. Við erum bara að byrja.“ n Rétt að byrja Margret segir þau Jón Óttar loksins að uppskera árangur sem erfiði. „Hann hefur verið að velta fyrir sér að hvoru kyninu hann hallast og það hefur verið alveg magnað að fá að fylgjast með því með honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.