Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 53
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Menning 53 Landslagið er að breytast n Yfirlitsgrein um leikárið sem er að líða n Íslenskt leikhús á tímamótum n Mikill listamannaauður með fyrri verkum sínum og starfi sýnt og sannað að þeir ætli sér að gera leikhúsið að vettvangi listsköp- unar sinnar. Leikgerð og leikrit er ekki það sama Það sem er líka athyglisvert í sam- hengi íslenskrar leikritunar er að leikgerðir eftir þekktum skáldsögum bæði núlifandi og genginna rithöf- unda virðast eiga mikið upp á pall- borðið hjá leikhússtjórum og drama- túrgum þeirra, þótt þær hafi ekki verið jafn áberandi á þessu leikári og mörg önnur á undan. Englar al- heimsins sló rækilega í gegn í fyrra og var sýnt fyrir fullu húsi annað árið í röð við einstakar undirtektir. Við eig- um orðið ágæta höfunda sem kunna að skrifa leikgerðir eða aðlaganir upp úr skáldsögum og tekist vel. Þar vil ég helstan nefna Ólaf Egil Egilsson en frá honum eigum við nú von á leik- gerð eftir vinsælli skáldsögu Kristínar Marju, Karítas án titils. Í umræðum um íslenska leikritun hefur þeirri skoðun gjarnan verið haldið á lofti að leikgerðir eftir skáld- sögum séu í sjálfu sér frumsamin verk og höfundar þeirra hafa jafnvel verið verðlaunaðir fyrir leikrit ársins á Grímuhátíðum. En gleymum samt ekki að munurinn á leikgerðum og frumsömdu leikriti er nú sá að leik- gerðarhöfundurinn hefur í farteski sínu umtalsverða inneign af skáld- skap eftir annan höfund þegar hann leggur upp í sína ferð um leiksviðið á meðan „leikskáldið“ býr allt til frá grunni og hefur enga aðra inneign en eigin hugmyndir og skáldskap. Það er skýr munur á þessu tvennu og margur leikhúsmaðurinn mætti gefa því gaum. Hverjir voru framúrskarandi? Sú „leikgerð“ sem sló í gegn á leikár- inu og kemst næst því að vera talin sjálfstætt listaverk var librettó Frið- riks Erlingssonar við óperuna Ragn- heiði eftir Gunnar Þórðarson. Og reyndar var uppsetningin á óperu þeirra Friðriks og Gunnars í Hörp- unni einn af hápunktum leikársins í leikhúsinu, afskaplega áhrifamikil uppsetning um efni sem aldrei verð- ur fullskrifað, þar sem margra ára reynsla allra stjórnenda skilaði fram- úrskarandi óperuleikhúsi ásamt úr- valssöngvurum. Af öðrum sýningum leikársins kom Gullna hliðið í upp- setningu Egils Heiðars Pálssonar hjá Leikfélagi Akureyrar verulega á óvart fyrir frumlega nálgun og sviðsetn- ingu á einu mest leikna og fyrrum vinsælasta verki íslenskra leikbók- mennta. En sú leiksýning sem þessi gagnrýnandi fagnaði einna mest var Blam eftir Kristján Ingimarsson þar sem karlmennskuímyndin eins og hún birtist okkur m.a. í hasarmynd- um var rækilega afbyggð án orða með næstum lygilegum fimleik- um leikaranna. Telja verður Kristján Ingimarsson einn af helstu og flinku- stu sviðslistamönnum þjóðarinnar og það er ánægjuefni að Borgarleik- húsið ætli á næsta leikári að efna til samstarfs við hann við mótun nýrr- ar sýningar. Mikill listamannaauður Af öðrum listamönnum leikhússins má ég til með að nefna Berg Þór Ing- ólfsson sem bæði samdi og leik- stýrði Hamlet litla og setti einnig upp Eiðurinn eða eitthvað á Lókal leiklistarhátíðinni. Bergi Þór er margt til lista lagt, skemmst er að minnast uppsetningar hans á Mary Poppins sem hlaut ofurvinsæld- ir leikhúsáhorfenda. Íslenskt leik- hús býr yfir miklum listamannaauði á öllum sviðum og getur nánast fengist við hvaða tegund sem er af leiksýningum. Almannaleikhúsið er vel sótt og fast í sessi, en jaðar- leikhúsið á enn í vök að verjast. En landslagið er að breytast og með nýjum leikhússtjórum má búast við breyttri stefnu og áherslum enda er ný kynslóð með öðruvísi hugs- un, menntun og þjálfun að taka við stjórninni innandyra. n Þ að fer tvennum sög- um af tónleikum Pixies í Kaplakrika árið 2004. Ég var þar sjálfur og ég veit ekki alveg hvað mér á að finn- ast. Kannski voru væntingarnar ein- faldlega of miklar, eins og einhver sem komst á unglingsár árið 1970 væri að sjá Bítlana spila á ímynd- aðri endurkomu og hlýtur að spyrja: „Er það þetta sem allir voru að tala um?“ Það var lítil ástæða til að búast við meiru nú. Frank Black er orðinn tíu árum eldri og tíu kílóum þyngri, nema hann hafi þá verið alveg jafn þungur síðast. Ef Black er John þá er Kim Deal Paul, en hún er því mið- ur ekki lengur með. Og Indie Cindy, fyrsta nýja Pixies-platan í rúm 20 ár, hefur fengið heldur blendna dóma. Og það er kannski einmitt það að væntingunum er stillt í hóf sem ger- ir kvöldið svo gott. Það hefst rólega á U-Mass, sem Black orti sem hatur- sóð gegn háskólanum í Massachu- setts áður en hann hætti þar námi. En í öðru lagi fer allt af stað með hinu frábæra Debaser, óðsins til Andalúsíuhundsins. Þá tekur við tvenna frá Surfer Rosa, River Eup- hrates og Something Against You, áður en röðin er komin að Hey frá meistaraverkinu Doolittle. Til eru nokkur kynslóðarmót- andi Pixies-lög, sem öll okkar sem tilheyra X-kynslóðinni og erum að hverfa inn í eigin 90s nostalgíu á meðan Y tekur yfir tónleikastaðina og skemmtistaðina, kunnum utan að. Here Comes Your Man er eitt af þeim. Monkey Gone to Heaven er annað. Inn á milli reyna þau að spila eitthvað af nýju plötunni en, andskotinn hafi það, það eru gömlu lögin sem við viljum heyra. Við, sem keyptum Doolittle á disk og tókum upp á spólu fyrir þann sem átti að- eins Surfer Rosa og erum nú reiðu- búin til að borga hátt í 10.000 kall fyrir að rifja það upp. Hvort sem það er skipun frá Black eða hrein tilviljun eru all- ir karlmenn í bandinu nauðasköll- óttir, ef til vill var það hárvöxturinn sem gerði það að verkum að Nir- vana slógu í gegn á meðan Pixies voru költ. Paz Lechantin gerir sit besta til að koma í stað Kim Deal og stendur sig ágætlega en samt, það er eins og pabbi sé að mæta með nýja konu í fjölskylduveisluna, sama hvað hún reynir verður hún aldrei mamma. Það er þó ekki apalagið, þar sem allir syngja með, sem er lokalagið, heldur Planet of Sound frá síðustu eiginlegu Pixies-plötunni, Tromp le Monde. „Ætla þeir ekki að spila Fight Club-lagið?“ spyr litháísk sam- starfskona mín, og vissulega, þeir eru varla farnir af sviðinu áður en þeir snúa við og aukalögin Vamos og Where is My Mind? eru flutt. Þeir sem eru eitthvað yngri tengja Pix- ies helst við lokasenu Fight Club frá 1999 þar sem þeir óma und- ir á meðan byggingarnar hrynja á byltingartímum. Byggingarnar áttu eftir að hrynja og byltingin átti eftir að koma, en ekkert fór eins og búist var við. Þetta er ágætis endir á ágæt- is tónleikum. Og samt hefði mað- ur gjarnan viljað fá meira, þetta var aðeins rétt rúmlega einn og hálf- ur tími. Í Gröna Lund kvöldið áður fengu Svíarnir 35 lög, við aðeins 28. Hvað um það. Vonandi bæta þeir það upp árið 2024. Góð nostalgía fer aldrei úr tísku. n Kynslóðamótandi skallapopp Pixies í Laugardalshöll Frank Black Á tónleikun- um á miðvikudag. Engin Kim Deal lengur. Mynd JuLiJa daugeLaite Valur gunnarsson valurgunnars@gmail.com Tónleikar Pixies í Laugardalshöll Í sland ratar ósjaldan í erlenda fjölmiðla þessa dagana en The Guardian fjallaði nýverið ítarlega um Evrópsku kvikmyndahátíðina „Allan hringinn“ sem Evrópustofa og Bíó Paradís stóðu saman að. Vegna velgengni Evrópsku kvik- myndahátíðarinnar í Bíó Paradís í Reykjavík var ákveðið að taka þjár evrópskar verðlaunamyndir á rúnt- inn um landið. Kvikmyndirnar voru sýndar á níu stöðum en meðal þeirra voru Ólafsvík, Hólmavík og Súðavík. Staðirnir voru valdir vegna þess hve langt frá almennum kvikmyndahús- um margir þeirra eru. Frítt var á allar sýningar og vakti þetta mikla lukku. Blaðamaður The Guardian, Jon Henly, ræddi meðal annars við heimamenn á hverjum stað í för sinni og gefur hann áhugaverða innsýn á kvikmyndamenningu Ís- lendinga á landsbyggðinni. n salka@dv.is Evrópsk kvikmyndahátíð fór allan hringinn Guardian á íslenskri kvikmyndahátíð Bíó á Hólmavík Drengirnir höfðu gam- an af dönsku ofurhetjumyndinni Antboy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.