Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 30
30 Umræða „Benedikt, mamma var fátæk fiskvinnslukona og hluti af almenningi, á hverju bar hún ábyrgð og hvaða mistök gerði hún?“ Eiríkur Stefánsson var ósáttur við orð Benedikts Jóhannessonar um að Sjálfstæðisflokkurinn bæri ekki höfuðábyrgð á hruni íslenska fjármálakerfisins. „Er það að vera föðurlandsvinur að vilja mismuna þegnum þessa lands eftir trúarbrögðum??? Viltu útskýra þetta fyrir okkur hinum.“ Sveinn Hansson krafði Gylfa Ægisson svara eftir að hann hafði sagt að oddviti Framsóknar í Reykjavík mætti vera stoltur af því að vera föðurlandsvinur. „Aha. Það á sem sagt að starta undirskrifta- söfnuninni snemma að þessu sinni.“ Illugi Jökulsson efaðist um að Ólafur Ragnar Grímsson ætli ekki að bjóða sig fram aftur til forseta. „Fólk er bara hrætt við múslima og fólk leitar til þess að réttlæta hræðslu sína í rasisma og fávitaskap. Fólk vill ekki vera hrætt.“ Valdimar Kristur kom með innlegg í umræðuna um múslimaandúð nútímans. „Maðurinn má hafa sínar persónulegu skoðanir þótt hann sé kennari.“ Eiríkur Rosberg kom kennara við Verkmenntaskólann á Akureyri til varnar sem var í hópi þeirra sem varaði við múslimavæðingu Íslands. Helgarblað 13.–16. júní 2014 Ágætis byrjun Umsjón: Henry Þór Baldursson Vinsæl ummæli við fréttir DV í vikunni S varthöfði var einu sinni í góðu formi, en getur varla talist vera það leng- ur. Hann getur ekki lengur kyrkt fólk með Mættinum og geislasverðshöndin er orðin lin með slappt grip. Fyrir nokkrum vik- um ákvað hann því að taka sig á, en var um leið að styrkja vin í vanda. Svarthöfði skráði sig í World Class til þess að verða jafn kjöt- mikill og Gillzenegger en gerði það jafnframt til þess að styrkja vin í vanda. Eigandi World Class hefur nefnilega verið í smá fjárhagsvanda og ákvað Svarthöfði að styrkja hann með áskrift sinni, í stað þess að senda hann í fjölskylduhjálpina. Þrátt fyrir sterkan vilja og mikla þrá gat Svarthöfði hins vegar ekki enst lengur en í tvö skipti eftir að hann uppgötvaði tvö mikil þjóð- félagsmein sem opinberuðu sig í World Class í Laugum. Annars vegar, fretandi vöðvatröll, og hins vegar menn í spandexbuxum. Það verður seint sagt að Svarthöfði sé tepra þegar það kemur að prumpi. Púðluhundur Svarthöfða fretar svo vondri lykt að einu sinni fór Svarthöfði með hann í snarhasti til dýralæknis, handviss um að hann væri að rotna að innan. Í ljós kom að hundurinn var ekki með holdétandi bakteríu inni í sér, heldur er einfaldlega illa þefjandi lítið kvikindi sem hafði komist í af- ganga af Emmental-osti. En aldrei hefur Svarthöfði lyktað eins stæka metanfýlu og þegar hann steig inn í lyftingarsalinn í World Class í Laugum, og kom sér fyrir við hliðina á ónefndu vöðva- trölli í neongrænum bol. Svarthöfði var á fyrstu metrun- um með tíu kílóa lóðin þegar hann heyrði miklar drunur. Vöðvatröllið hafði leyst vind af miklum krafti. Út frá þörmum þess læddist svo daunn sem tjaldaði öllu til. Næmt þefskyn Svarthöfða nam lykt úr ólíkustu áttum: pistasíuhnetur, úldið vatn, blautt hey, soðið brauð, brennt gúmmí og ofreykt hangikjöt sem hafði verið velt upp úr fimm ára gömlu hveiti. Svarthöfði fitjaði lítillega upp á nefið, enda ekki karlmannlegt að halda fyrir vit sín, og staulaðist í átt að vatnskrananum með öndina í hálsinum. En þar dundi annað áfallið á honum er hann sá út und- an sér hvar það mótaði fyrir kynfær- um manns í þvengmjóum buxum sem ekkert skildu eftir fyrir ímynd- unaraflið. Sá tók vel á því í tæki sem Svarthöfði skilur ekki en fær því ekki betur lýst en svo að það sé ein- hvers konar „rassatæki“. Svarthöfði reyndi aftur að fara í ræktina, viku síðar. Þótt maðurinn í spandexbuxunum hafi ekki látið sjá sig þann daginn var annað fretandi vöðvatröll búið að leysa manninn í neongræna bolnum af hólmi. Álíka stæk lykt rann úr iðrum hans, en áþekkari edikblönduðu sinneps- gasi, með laufléttri blöndu af hálfs árs gömlum rjóma. Svarthöfði bug- aðist á stundinni: „Nei, Björn Leifs- son getur fokkast í fjölskylduhjálp- ina. Ég get þetta ekki,“ hugsaði hann og gekk rakleiðis út. Svarthöfði hefur ákveðið að gera tillögur til úrbóta og bera þær und- ir eigendur World Class. Fyrsta skref gæti verið að fjarlægja hið ógnarstóra reðurtákn sem búið er að koma fyrir á planinu fyrir utan Laugar. Næsta skref gæti verið að neyða öll vöðvatröll í stólpípu áður en þeim er hleypt inn á líkamsrækt- arstöðvar. Allt er bót á núverandi ástandi. n Frethólkarnir í World Class Svarthöfði Afbrigðilegt ástand É g veit reyndar ekki nákvæm- lega hversu mörg ár eru liðin frá Miklahvelli. En eitthvað segir mér að um sé að ræða einhverja milljarða ára. Og ef þessi hvellur átti sér stað, þá er væntanlega hægt að gera ráð fyrir því að þetta hafi ekki verið fyrsti hvellurinn, þar eð það er óhugs- andi að þessi líka bomba hafi orðið af akkúrat engu, því þá væri þetta allt ástæðulaust. Þannig að við get- um verið sammála um það að al- heimurinn hafi verið til alveg ótrú- lega lengi. En eftir að heimurinn hafði ver- ið til alveg ógyslega lengi og áður en hann átti eftir að vera til um alla eilífð, þá gerðist það að ég fæddist. Og þegar ég var búinn að vera til í meira en hálfa öld – sem þykir þokkalega langur tími í mannheimi – þá áttaði ég mig á því, að tilvist mín í þessum heimi er fullkomlega afbrigðilegt ástand; tíminn sem ég dvel í þessum heimi er hlutfalls- lega svo agnar-pínu-oggulítil ein- ing í hinu stóra samhengi, að ég ef- ast stórlega um að þetta örskeið sé mælanlegt. Sú staðreynd, að ég er hér og nú, er þannig afbrigðilegt ástand. Og það er ekki laust við að ég finni til með sjálfum mér þegar ég met stöðuna. Eins er það ljóst, að ég hlýt að virða allar vangaveltur manna um annað líf og trú á upprisu og allt í þeim dúr. Ef líf eftir dauðann og kannski þetta eilífa líf á himn- um sem sumir hafa lofað sumum – ef þeir haga sér vel – getur orðið til þess að gera tímabil sálarinnar mæl- anlegt, þá er þó til einhvers að trúa á alla þá spámenn sem slíku hafa lof- að. Að vísu er nánast nöturlegt til þess að hugsa ef sál mín hefur í raun og veru þurft að þvælast í alheimin- um frá Miklahvelli og allt til dagsins í dag. Ég tala nú ekki um þá þreytandi og þrúgandi hugsun sem segir mér að sál mín hafi upplifað alla hvelli eilífðarinnar. Og (afsakið orðbragð- ið), Djísús fokkíng Kræst, ef ég á eftir að vera þessi sál í óendanlega marga milljarða alda í viðbót. Já, er ekki bara í lagi að vera nægju samur og trúa á þá tilvist sem er hér og nú; vanda sig við að gera þessi örstuttu augnablik að einhverju sem maður getur verið stoltur af að hafa átt þátt í? Hvað ef þetta er ekki afbrigðilegt ástand, hvað ef ég er nú dæmdur til að vera hluti af veröldinni að eilífu? Og ekki bara ég, heldur allir – líka þeir sem hafa ekki sömu skoðun og ég? Frábær vinur minn – einn af þeim sem er þess virði að maður eyði með honum allavega hálfri eilífð – sagði eitt sinn: Lífið er ferðalag og yndis- legast af öllu hlýtur að vera, á efsta degi, að geta litið yfir farinn veg og geta hugsað: Ég reyndi þó allavega að gera mitt besta. Það að gera sitt besta án frekju og fordóma, er kannski það eina sem gerir lífið að afbrigðilegu ástandi sem vert er að gefa gaum. n Með von og gæsku vindur hlýr þig vefur örmum sínum ef lærir þú að byggja brýr úr bestu draumum þínum. Kristján Hreinsson Skáldið skrifar „Næsta skref gæti verið að neyða öll vöðvatröll í stólpípu 14 26 16 21 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.