Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 33
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Fólk Viðtal 33 búa á Íslandi auk fjölda vina þeirra. Þess vegna segist Margret njóta þess að koma heim aftur. „Það er alltaf fólkið sem dregur okkur hingað því við höfum tekið ástfóstri við Ame- ríku. Ameríka hefur verið mjög góð við okkur og við erum heppin að eiga þessi tvö lönd að. Það eru for- réttindi. Ég lít á mig sem Ameríkana upp að vissu marki en þó er ekkert sem skyggir á Íslendinginn í mér. Ís- lendingar sem búa erlendis lengi eru alltaf rosalega miklir Íslendingar í sér. Ég viðurkenni samt að það hefur sömu áhrif á mig þegar ég heyri am- eríska þjóðsönginn og þann íslenska.“ Íslendingar meiri heimsborgarar Varðandi muninn á þjóðunum segir hún engan mun á góðum manneskj- um, sama hvaðan þær komi. „Góð manneskja er alltaf góð mannskja og góður vinur er alltaf góður vinur. Am- eríkanar vakna fyrir allar aldir og fara snemma að sofa. Hér er lífsstílinn líka þannig en mörgum Íslending- um þykir líka gott að lúra lengur og vaka lengur. Ameríkanar eru agaðir og mjög fagmannlegir en á móti kem- ur að Íslendingar eru margir meiri heimsborgarar. Þeir, sem eyjaskeggj- ar, hafa alltaf þurft að líta út fyrir land- steinana og eru því opnari. Það er kannski þess vegna að, eins og við Jón ferðumst mikið, þá erum við alltaf að hitta Íslendinga. Það er alveg magn- að – eins og við séum margar millj- ónir,“ segir hún brosandi og heldur svo áfram: „Mörgum Ameríkönum finnst þeir þekkja heiminn af því að þeir þekkja Austurströndina frá Vest- urströndinni. Hins vegar eru mörg verðmætustu fyrirtækin á jörðinni amerísk – Face- book, Apple, Google, Herbalife. Ameríkanar eru mjög klárir og þeir elska athafnafólk. Það er eitthvað sem Íslendingar þurfa að endurskoða. Við verðum að umvefja og hvetja okk- ar athafnafólk áfram því það er þeim að þakka að Ísland er byggilegt í dag. Athafnafólk hefur upp á síðkastið átt undir högg að sækja og ég sakna þess að því sé ekki hampað og hvatt meira. Thor Jensen fór nokkrum sinnum á hausinn. Áhætta fylgir athafnasemi.“ 24 ára í meðferð Margret fæddist í Reykjavík en bjó í Hveragerði og á Flateyri þar til hún var 15 ára þegar fjölskyldan flutti aftur til höfuðborgarinnar. „Ég var einstak- lega kát þegar við fluttum. Samt var Flateyri þessa tíma merkilegt sam- félag og ég er á því að það hafi verið eitthvað í vatninu þarna. Þrátt fyrir það tók ég því fegins hendi að kom- ast suður og byrjaði í Versló,“ segir Margret sem lét ung að sér kveða og var aðeins 17 ára þegar hún stjórn- aði daglegum þætti á útvarpsstöðinni Bylgjunni. „Eftir á að hyggja var þetta alveg magnað en á þessum tíma fannst mér þetta eðlilegt. Þetta var á þeim tíma þegar fjölmiðlabyltingin var að hefj- ast og einkastöðvarnar voru að koma á móti RÚV. Stemningin var frábær og fólkið skemmtilegt,“ segir Margret sem varð fyrir vikið landsfræg. „Þarna störfuðu goðsagnir og vinnunni fylgdi þotulíferni sem eftir á að hyggja fór ekkert sérstaklega vel með mig þótt mér hafi tekist að bjarga mér út úr því. Að mörgu leyti var þetta of mikið of hratt. Ég vona samt að mér hafi tekist að höndla frægðina ágæt- lega, svona miðað við aldur, en eftir á sé ég að ég var að díla við ákveðna unglingastjörnukomplexa, svona eins og maður upplifir hjá ungum krökkum í dag. Ég skil alveg hvað þau eru að ganga í gegnum. Við fengum alls staðar aðgang og þurftum aldrei að borga neitt. Þetta var stórkostlega skemmtilegur tími en skuggahliðarn- ar voru líka margar. Þetta var djamm út í eitt. Við vorum ung og vildum skemmta okkur,“ segir Margret sem endaði í meðferð 24 ára. „Það var mjög dýrmæt reynsla. Á þeim tíma bjó ég úti í Los Angel- es og það var elsku vinur minn, Her- mann Gunnarsson, sem sótti mig út á völl og keyrði mig á Vog. Síðan hef ég reynt að vera á beinu brautinni.“ Hún viðurkennir þó að hún hafi velt fyrir sér hvort erfiðleikar hennar með áfengi hafi aðeins verið ungum aldri og þroskaleysi að kenna. „Ef ég er undir miklu álagi og streitu skapast hætta. Þá þarf ég að velja hvað hent- ar mér og hingað til hefur hentað mér að láta þetta eiga sig. Þetta er alltaf spurning um val. Mér finnst betra að reyna að hafa stjórn á lífi mínu en ég ætla ekki að segja að það takist alltaf.“ Horfir upp til foreldranna Foreldrar Margretar eru Hrafn Björns- son og Björk Gunnarsdóttir, athafna- fólk og hobbýbændur á Másstöðum í Hvalfjarðarsveit, þar sem þau eru með hunda, ketti og hænur. „Mamma og pabbi hafa verið gift í næstum 50 ár og eru enn jafn miklar turtildúfur. Þau eru ofsalega falleg hjón og það voru forréttindi að fá að alast upp hjá þeim og kynnast því hvernig þau hafa alltaf staðið saman og ræktað sína ást. Það er aðdáunarvert. Ég var einmitt að segja við mömmu að þau yrðu að gefa út bók,“ segir hún og bætir að- spurð við að hún hafi verið meðfæri- legur unglingur. „Lengst af var ég hlýðin og prúð en það breyttist líklega þegar ég fór að drekka og skemmta mér. Þá fór ég líka að efast um að þetta væri sú sem ég vildi vera. En framan af var ég mjög ábyrgðarfull og þar sem for- eldrar mínir unnu mjög mikið pass- aði ég bræður mína frá unga aldri. Þeir eru hver öðrum skemmtilegri og svo eigum við eina hálfsystur,“ segir hún en einn þessara þriggja bræðra er fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson. Fóru í gegnum „innflytjandann“ Hún segir aðskilnaðinn frá stórfjöl- skyldunni hafa verið erfiðari fyrst þegar þau fluttu en í dag hafi tækn- in gjörbreytt samskiptunum. „Það var hvorki net né gsm þegar við fór- um út og ég gleymi aldrei þegar faxið kom til sögunnar. Það var heljarinnar viðburður að geta skrifað bréf, faxað það og fengið svar strax. Sonur okkar, Ragnar, hefur stundað nám í Brown- háskólanum á Austurströndinni og við verið í Kaliforníu eða hér á Íslandi en samt eru samskiptin dagleg. Þetta er allt annað líf.“ Þegar þau fluttu út á sínum tíma settust bæði hún og Jón Óttar á skólabekk í kvikmyndagerð. „Við bjuggum sem fátækir nemar lengi framan af og vorum innflytjendur, með öllum þeim erfiðleikum sem því fylgir að vera manneskja í nýju landi. Við fórum í gegnum „innflytj- andann“,“ segir hún brosandi og bæt- ir við að þau hafi tekið þá ákvörðun að senda Ragnar til Íslands í mennta- skóla til að kynnast föðurlandinu bet- ur. „Ragnar var sonur innflytjenda en við vildum að hann yrði jafnvíg- ur í báðum löndum og komum með hann til Íslands í skóla og sjáum ekki eftir því.“ Klárari en andskotinn Margret var aðeins 19 ára þegar hún kynntist Jóni Óttari. Samband þeirra vakti mikla athygli þar sem 25 ár skilja á milli þeirra í aldri. „Ef einhver hefði sagt mér að þessi maður ætti eftir að verða kærasti minn og síðar eigin- maður nokkrum árum eftir að við hittumst hefði ég álitið hann galinn,“ segir hún brosandi en þau Jón Óttar kynntust þegar hún réði hann í vinnu á Aðalstöðina til að sjá um þátt um sí- gilda tónlist. „Það má segja að hann hafi tjaldað öllu til, til að fá djobb- ið og mig í leiðinni. Mér fannst þetta mjög sjarmerandi maður og klárari en andskotinn. Það gerðist eitthvað og eftir á að hyggja, þegar við kynntu- mst betur, urðum við þakklát fyrir að hafa fundið einhvern sem skilur mann svona vel. Það er ekki sjálfgefið og kom í furðulegum búningi í okkar tilfelli; 25 ára aldursmun.“ Hún segist sjálf lítið hafa pælt í aldursmuninum. „Ég vona að hann hafi spáð meira í þetta en ég,” segir hún hlæjandi en bætir svo við: „Hvað gerirðu þegar þú verður ástfangin? Þetta er alltaf flókið og mér finnst við hafa sýnt mikið hugrekki að láta vaða,“ segir hún en viðurkennir að sam- bandið hafi haft mikil áhrif á móður hennar. „Ég vissi ekki hvert hún ætl- aði, hún var alveg miður sín en svo er það svo merkilegt að eftir að þau fóru að kynnast hafa þau verið perlu- vinir. Enda á sama aldri,“ segir hún brosandi og bætir við: „Jón Óttar á dóttur sem er á svipuðum aldri og ég og barnabörnin eru orðin tvö. Við erum bara þessi týpíska nútímafjöl- skylda sem glímir við alla þá hluti sem týpískar nútímafjölskyldur glíma við.“ Erfiður kjaftagangur Hún viðurkennir þó að kjaftagangur- inn hafi tekið á. „Ég var langt frá því að vera fyrsta konan sem hann var að kynnast og sambandið vakti mikið umtal sem ég varð vör við lengi fram- an af. Þetta var 44 ára gamall mað- ur. Þetta þótti dálítið sérstakt. Mér fannst þetta erfitt fyrst en svo vandist það, eins og allt annað – skrápur- inn harnaði meira og meira. En svo koma alls kyns uppákomur, fyrrver- andi kærustur og fyrrverandi eigin- konur sem tala um hann í fjölmiðl- um. Slíkt hefur áhrif en þau áhrif vara stutt,“ segir hún. „Fyrstu fimm árin voru erfið og höfðu með það að gera að ég endaði í meðferð. Ég átti erfitt með að höndla þetta.“ Hún segir aldursmuninn ekki hafa vakið jafn mikla athygli í Los Angeles. „Í LA er þetta ekki sami skandall og í raun er aldursmunur milli para mjög algengur þar. Núna eru margar eldri konur að ná sér í yngri menn. Fólk verður bara að gera það sem gerir það ánægt. Ég á marga jafnaldra sem hafa skilið eftir mun skemmri tíma. Þetta er nefnilega ekki alltaf spurning um aldur heldur það sem þú vilt fá út úr sambandinu. Ég tek einn dag í einu og þakka guði fyrir að hann tókst. Það er ekkert vitlaus nálgun. Auðvit- að koma upp erfiðleikar í öllum sam- böndum og þá verðurðu að gera upp við þig hvort þú vilt vera eða fara. Hingað til hef ég viljað vera. Enda erum við nýgift.“ Giftu sig tvisvar Þau Jón Óttar giftu sig fyrst árið 1996 en um svokallað grænakorts-brúð- kaup var að ræða. „Það hafði gengið svo vel að fá græna kortið en svo hr- ingir lögfræðingurinn allt í einu og biður meðal annars um giftingarvott- orð. Við fengum áfall, undirbjugg- um brúðkaup á tveimur vikum, ruk- um til Palm Springs og giftum okkur þar, bara tvö. Þá ákváðum við að gera þetta aftur með vinum og ættingjum seinna. Svo liðu bara árin en loks kom rétti tíminn. Þetta var yndisleg stund rétt fyrir áramót, töfrar í loftinu, lítið og látlaust.“ Hún viðurkennir að finna á stund- um fyrir aldursmuninum. „En samt í miklu minna mæli en fólk heldur, Lifir ekki í lúxus Enginn glamúr Margret segir lífið innan kvikmyndabransans ekki einkennast af glamúr. Mynd SiGtryGGur Ari „En hver veit, ég hef meira að segja hugsað um staðgöngu- móður, sem er eins mikið „LA“ og hugs- ast getur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.