Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 21
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Fréttir Nærmynd 21 E ins og fram kemur hér að framan bjó Sveinbjörg í þrjú ár í Lúxemborg þar sem hún starfaði við fjárfestingar á fasteignum, meðal annars fyrir bankann Askar Capital og einnig fyrirtækið Investum sem bæði voru í eigu Íslendinga. Einnig var hún í hópi fjárfesta sem áttu fasteign í Panama, en samkvæmt LinkedIn-síðu hennar var hún framkvæmdastjóri hópsins. Svein- björg talaði um hugsanlega byggð í Vatnsmýri fyrir kosningarnar og sagði það mögulegt að erlendir kröf- uhafar myndu ásælast byggingar- landið sem skapast í Vatnsmýri, verði Reykjavíkurflugvöllur færð- ur annað. Hún var spurð út í málið á beinni línu DV og sagðist þar ekki hafa nein gögn eða heimildir til að styðja þessar vangaveltur. „Annað en gagnrýna hugsun til að styðjast við og tel að þetta sé ein af spurn- ingunum sem þarf að velta upp,“ sagði Sveinbjörg. Fjárfesti sjálf í fasteignum erlendis „Við erum að horfa á markaðsmis- notkun þar sem fjárfestingarsjóð- ir eru að kaupa upp íbúðir,“ sagði Sveinbjörg enn fremur í viðtali í út- varpsþættinum Harmageddon. Benti hún á draugahverfi í Abú Dabí og Dubai máli sínu til stuðnings, sem erlendir aðilar fjárfestu í og standi svo auð meirihluta ársins. Er þetta ekki einmitt það sem Sveinbjörg vann við í Lúxemborg? „Jú, ég held að þetta sé einmitt það sem maður lærir af reynslunni. Ég fór og tók myndir af sumum hverfunum þarna í Abú Dabí og Dubai og fylgd- ist vel með spjallborðum á netinu þar sem rætt er um fjárfestingar í fasteignum,“ segir Sveinbjörg. „Ég er brennd eftir mína reynslu“ Hún vill greinilega ekki að erlendir aðilar stundi slíkar fjárfestingar hér á landi, en er þá í lagi að Íslendingar geri það erlendis, líkt og hennar starf snerist um á árum áður? „Það tengist líka gjaldeyrishöftunum, það er það sem þrýstir verðinu hér upp. Enda- lausar verðhækkanir eru ekki vegna viðskipta innanlands með fasteign- ir, heldur vegna þrýstings á krónuna. Ég myndi ekki fara aftur út í þenn- an bransa, ég er brennd eftir mína reynslu og varfærin,“ segir Svein- björg. Hún kynntist viðskiptum með fast- eignum fyrst árið 1998 og vann með- al annars við skjalagerð því tengdu. Árið 2002 varð hún löggiltur fast- eignasali og stofnaði sína eigin fast- eignasölu haustið 2004, eftir að hafa hætt störfum hjá Deloitte. Þar með hófst hennar ferill í fasteignabraski af alvöru. „Mig hefur alltaf langað að vinna í þessu fasteignaumhverfi,“ segir Sveinbjörg. Sem fyrr segir keypti hún fasteign í Panama, ásamt öðrum fjárfestum, á þeim árum sem hún bjó í Lúxemborg og vann sjálf við að aðstoða aðra við fjárfestingar í fast- eignum. Hún segir þó langt síðan að hún hafi sett ferilskrá sína saman á LinkedIn og segist ekki vita hvaðan nafnið á fjárfestingarhópnum kemur, Investment Panama. n Átti eign í Panama Sveinbjörg óttast fjárfestingar erlendra aðila í Vatnsmýri „Það má segja að hún hafi sýnt reynsluleysi „Ég er brennd eftir mína reynslu og varfærin Sveinbjörg Birna Segist brennd af reynslu sinni við fjárfestingar erlendis og vill ekki að hér verði til draugahverfi líkt og í Abú Dabí og Dubai. Mynd Sigtryggur Ari Hafðu samband! Hjörtur Sveinsson hjortur@dv.is Ólafur H. Hákonarson olafurh@dv.is Guðmundur S. Hafsteinsson gudmundur@dv.is Tryggðu þér auglýsingapláss! Sérblað um sumarveislur kemur út með helgarblaðinu 20. júní og verður aðgengilegt frítt inn á dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.