Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 52
Helgarblað 13.–16. júní 201452 Menning Landslagið er að breytast n Yfirlitsgrein um leikárið sem er að líða n Íslenskt leikhús á tímamótum n Mikill listamannaauður Í slenskt leikhús stendur á tíma- mótum eftir leikárið 2013–2014, landslagið hefur breyst, ný kyn- slóð sviðslistamanna er smám saman að ryðja sér til rúms, kyn- slóð sem hefur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp íslenskt atvinnuleikhús upp úr miðri síðustu öld. Nýr leik- hússtjóri hefur tekið við í Borgar- leikhúsinu, nýr þjóðleikhússtjóri verður ráðinn seinna á árinu og heyrst hefur að þjóðleikhúsráð hafi það á stefnuskrá sinni að sá sem hljóti hnossið verði helst ekki eldri en fertugur. Leikfélag Akureyrar er enn eina ferðina komið í kreppu, þrátt fyrir listræna velgengni í vet- ur, og ekki útséð hvort starfsemi þess haldi sjálfstæði sínu gagn- vart sameiningartilburðum menn- ingarhússins Hofs. Meginstraumur og jaðar Það er ljóst að stóru leikhúsin tvö í Reykjavík byggja enn starfsemi sína á hefðbundu verkefnavali, þar sem reynt er að koma til móts við allar tegundir af áhorfendum og höfða til sem flestra, enda liggur mikið við þar sem reksturinn byggist ekki að- eins á fjárframlögum frá ríki og borg, heldur að helmingi til á sjálfsafla- fé sem fæst helst með kortasölu og æ meiri markaðssetningu og kynn- ingu. Íslenskt leikhús er nefnilega eins og leikhús víðast hvar annars staðar að því leyti að það skiptist í það sem kalla má meginstraums- og jaðarleikhús. Í meginstraumsleik- húsinu (eða almannaleikhúsinu) er uppskriftin oftast sú sama þótt skammtarnir í innihaldsefnunum séu misstórir. Jaðarleikhúsið, sem jafnvel hefur teygt anga sína inn í stofnanir, býður þó oftar upp á leik- sýningar sem fara nýjar og óhefð- bundnar leiðir og krefjast meira af áhorfandanum. Sama uppskriftin Í almannaleikhúsinu þarf uppskrift- in að vera rétt, svo áhorfendum líki mismunandi bragðið af réttunum. Það er svosem sama innihaldið í uppskrift leikhúsanna ár eftir ár; eitt nýtt íslenskt leikrit á litlu sviði, stundum eitt á stóru sviði, eitt erlent leikrit sem hefur slegið í gegn og er öruggt að veðja á, einn erlendur söngleikur, ein stór barna- og fjöl- skylduleiksýning og eitt eða fleiri sí- gild verk í nýjum uppsetningum. Og svo er það blessaður jaðarinn, það sem áður hét frjáls leikhópur og síð- ar meir sjálfstætt leikhús en hefur í æ ríkara mæli á undanförnum árum efnt til samstarfs við stóru leikhúsin og leitað skjóls hjá þeim, ekki aðeins vegna heimilis- og aðstöðuleysis, heldur fyrst og fremst vegna þess að opinberir styrkir nægja þeim ekki til framleiðslu sýninga sinna. Að sjálf- sögðu og sem betur fer eru ekki allir jaðarhópar undir verndarvæng eða í samstarfi við stofnanir og halda þar með sjálfstæði og sérstöðu sinni. Tjarnarbíó hefur á undan- förnum árum orðið samastaður og athvarf leikhópanna og rúmar allar tegundir af sviðslistamönnum. Hús- ið hefur tekið algerum stakkaskipt- um eftir að nýr leikhússtjóri tók þar við rekstrinum og er að verða einn skemmtilegasti samkomustað- ur í miðbænum fyrir allar tegundir listamanna. Sígild erlend verk Borgarleikhúsið hefur vinninginn af stofnunum tveimur þegar kemur að fjölbreytileika á leikárinu og fjölda uppsetninga. Þannig setti leikhúsið upp þrjú sígild verk þar sem vand- að var til verka og trommað upp með frumlegar og pólitískt beittar túlkanir á gömlum textum eins og í Jeppa á Fjalli í nýrri og róttækri þýð- ingu og leikgerð, svo ekki sé minnst á afar umdeilda en áhrifamikla uppsetningu á Húsi Bernörðu Alba en þar skipti höfuðmáli nýr lestur og leikgerð leikstjórans á verki Lorca. Mörgum menningarvitanum rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þessar aðfarir, svona má mað- ur ekki gera við verk höfunda! En má ég minna á að þetta er alsiða og hefur verið um árabil hjá öllum vel þenkjandi og skapandi leikstjór- um, að taka sígild verk nýjum tök- um og afbyggja þau að eigin vild, að því tilskildu að höfundarréttur sé fallinn úr gildi. Þjóðleikhúsið var ekki jafn heppið í vali sínu á forn- gríska gamanleiknum Þingkonurn- ar sem fór hálfgerða erindisleysu á stóra sviði þess og fataðist flugið þrátt fyrir góðan ásetning leikstjór- ans. En leikhúsið sótti allhressilega í sig veðrið þegar líða tók á leikárið, afmælisuppsetning þess á Eldraun- inni var meistaraleg túlkun sam- stillts leikhóps, einföld en sterk í lát- leysi sínu þar sem texti Millers og innihald verksins nutu sín til fulls. Íslenska deildin Íslensk leikritun er sérkapítuli og alltaf til umræðu og á að vera það. Aldrei fleiri íslensk verk hafa ver- ið á fjölunum og í vetur halda sum- ir fram, mikil gróska í skrifum fyr- ir leiksvið og nýir höfundar spretta fram eins og Tyrfingur Tyrfingsson sem er yngstur þeirra þegar kemur að frumsömdum verkum og einn af fáum sem hefur eingöngu lagt leik- ritun fyrir sig. Bláskjár Tyrfings var galsafengin og geggjuð ádeila á ís- lenskt samfélag og þjóðarsál og sló nýjan takt sem margir binda miklar vonir við. Lilja Sigurðardóttir átti líka eftirminnilega og alvöru innkomu á leikárinu með Stóru börnunum í Tjarnarbíói en hún hefur áður skrif- að glæpasögur. Viðfangsefnið, þörf- in fyrir að verða aftur að kornabarni til að öðlast fullkomna ást þó meira í ætt við sálfræðilegt raunsæi en absúrdismatilhneigingar Tyrfings. Af höfundum sem þegar hafa mark- að spor í íslenska leikritunarsögu verður ekki komist hjá að nefna Hrafnhildi Hagalín en Leikfélag Ak- ureyrar sýndi verk hennar Sek sem telja verður eitt af merkilegri leikrit- um leikársins, ekki síst fyrir skáld- skapinn og formtilraunina sem þar er gerð við að segja sögu af skelfileg- um atburðum úr fortíð. Ekki veðjað á reynslulitla Það sem er þó mest áberandi við nýja íslenska leikritun á leikárinu er að margir höfundanna eru með langa reynslu af öðrum skáldskap og skrifum, aðallega í formi skáld- sagna og ljóða eins og Bragi Ólafs- son, Auður Ava Ólafsdóttir og Krist- ín Marja Baldursdóttir sem var reyndar eini nýgræðingurinn. Það er svosem ekkert skrítið við það að leikhúsin veðji á höfunda sem hafa þegar slegið í gegn á bókamarkaði og áunnið sér nafn ekki aðeins hér- lendis heldur erlendis líka. Það gild- ir þó helst um Auði Övu og Kristínu Marju en Bragi hefur meiri reynslu af skrifum fyrir leiksvið en þær. Það verður þó að segjast eins og er að leikhúsið mætti alveg veðja oftar á höfunda sem ekki hafa sannað sig á markaðstorgi bókmenntanna áður en þeim er gefinn séns að spreyta sig á leiksviðinu. Enn vantar okkur hið margumtalaða tilrauna- og æf- ingasvið, þar sem „leikskáldin“ og ekki síst hið „listræna“ leikhús, sem ekki endilega er ætlað sama fólk- inu og kaupir aðgangskort að hlað- borðinu, fær að dafna og njóta sín. Eins er spurning hvort ekki væri hyggilegra og vænlegra til árangurs að velja höfunda sem hússkáld til dæmis í Borgarleikhúsinu sem hafa Hlín Agnarsdóttir ritstjorn@dv.is „Ný kynslóð sviðs- listamanna er smám saman að ryðja sér til rúms, kynslóð sem hef- ur aðrar hugmyndir um leikhúsið en þær kynslóðir sem byggðu upp íslenskt atvinnuleikhús upp úr miðri síðustu öld. Hús Bernhörðu Alba „Mörgum menningarvitanum rann kalt vatn milli skinns og hörunds við þessar aðfarir, svona má maður ekki gera við verk höfunda! En má ég minna á að þetta er alsiða og hefur verið um árabil hjá öllum vel þenkjandi og skapandi leikstjórum, að taka sígild verk nýjum tökum og afbyggja þau að eigin vild, að því tilskildu að höfundarréttur sé fallinn úr gildi.“ Mynd GrÍMur BjArnASon /BorGArlEikHúSið Óperan ragnheiður „Sú „leikgerð“ sem sló í gegn á leikárinu og kemst næst því að vera talin sjálfstætt listaverk var librettó Friðriks Erlingssonar við óperuna Ragnheiði eftir Gunnar Þórðarson.“ Mynd GÍSli EGill HrAfnSSon Falskur fugl vinnur erlend verðlaun Íslenska kvikmyndin Falskur fugl hlaut aðalverðlaun bandarísku kvikmyndahátíðarinnar Light- house Film Festival sem fram fór í Jersey í Bandaríkjunum um seinustu helgi. Á hátíðinni var myndinni lýst sem ákafri og vandasamri mynd sem væri fal- lega kvikmynduð. Leikstjóri myndarinnar er Þór Ómar Jónsson og var hann við- staddur hátíðina. Hann var afar ánægður með árangurinn. „Ég er bæði uppi með mér og spenntur að hafa hlotið þessi verðlaun. Ég valdi Lighthouse-kvikmyndahá- tíðina til að sýna myndina mína vegna þess að mér var sagt að hún væri hágæða hátíð og sjá- ið hvað gerist,“ sagði Þór eftir að hafa hlotið verðlaunin. 127 ára dúó Þeir KK og Maggi Eiríks eru með tónleika á Café Rosenberg á laugardaginn. Í fréttatilkynn- ingu frá tvímenningunum segir að „saman hafi þeir náð 127 ára aldri á þessu ári og að þessir tveir þungaviktarmenn vegi saman á þriðja hundrað kíló.“ KK og Maggi hafa spilað saman um langt skeið og gefið út fjölmargar plötur. Segja má að þeir séu eitt ást- sælasta dúa sem sést hefur hér á landi í seinni tíð. Í tilkynningunni segir að á tónleikana séu allir vel- komnir: „Konur og karlar, stelpur og strákar, streitarar og gayarar, heiðingjar og heittrúaðir í öllum regnbogans litum.“ Tónleikarn- ir hefjast klukkan 22.00 og er að- gangseyrir 2.000 krónur. Ró Ró á Seyðisfirði Klukkan 16.00 17. júní verður opnuð sýningin Ró Ró í Skaftfelli á Seyðisfirði. Þar sýna myndlist- armenn verk sín sem eiga í virk- um tengslum við Seyðisfjörð en sýningin teygir anga sína út fyrir sýningarsali Skaftfells og víða um bæinn. Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Dieter og Björn Roth, Pétur Krist- jánsson og Garðar Eymundsson. Af erlendum listamönnum má til dæmis nefna Juliu Martin, Lin- us Lohmann og Roman Signer. Titill sýningarinnar er vísun í þá kyrrð og það einfalda líf sem er listamönnum oft mikilvægt til að takast á við verk sín. Það finnst í miklum mæli á Seyðisfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.