Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Helgarblað 13.–16. júní 2014 Rannsókn á nauðgun miðar vel Rannsókn lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu á nauðgun sem átti sér stað aðfaranótt 17. maí síðastliðinn miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Lögreglan óskaði eftir vitnum daginn eftir en kona um tvítugt hafði leitað sér hjálpar í húsi við Langholtsveg um fimmleytið um morgun. Þar sagði hún að sér hefði verið nauðgað og húsráð- andi ók henni á neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi. Talið er að konan hafi knúið dyra á nokkrum stöðum á Hóls- vegi og Langholtsvegi, áður en eftir henni var tekið, en hún kom að Hólsvegi frá Hjallavegi og gekk síðan áfram Langholtsveg. Engar upplýsingar fást um málið hjá lögreglu aðrar en þær að rannsókn málsins miði vel. Hemmi gerir góðverk Knattspyrnukappinn Hermann Hreiðarsson lagði í byrjun júní til fimm hundruð þúsund krónur sem stofnframlag í Hemmasjóð Hjálparstarfs kirkjunnar. Í tilkynn- ingu frá Hjálparstarfi kirkjunnar kemur fram að nú hafi verið útbú- ið sérstakt gjafabréf, Hemmasjóð- ur, á vefnum gjofsemgefur.is. Það gefur þeim sem þess óska tæki- færi til að taka þátt í verkefninu en sjóðurinn hefur það að mark- miði að styrkja börn efnalítilla fjölskyldna og veita þeim tækifæri til að stunda íþróttir með vinum sínum og félögum. Við móttöku stofnfjár sagði Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi og umsjónarmaður innanlandsstarfs Hjálparstarfsins, að markmið með sjóðnum væri að verða við vonum og vænting- um barnanna um að stunda íþróttir að eigin vali. Fjarlægði pistla um afgreiðslufólk Fékk bakþanka vegna neikvæðninnar E lín Hirst, þingkona Sjálfstæð- isflokksins, fjarlægði tvo pistla af vefnum sem hún birti á Eyj- unni á miðvikudagskvöld. Í öðrum þeirra var farið hörðum orð- um um afgreiðslufólk í leikfangabúð- inni Toys´r´us á Korputorgi, en í hin- um pistlinum var starfsmanni í Byko hrósað fyrir góða þjónustu. Pistlarn- ir vöktu athygli og umtal á samfélags- miðlunum en hurfu rétt fyrir mið- nætti. Aðspurð hvers vegna pistlarnir voru fjarlægðir segir Elín að hún hafi fengið bakþanka vegna þeirrar nei- kvæðni sem birtist í skrifunum. Eftir á að hyggja hafi henni þótt óþarfi að vera með svona leiðindi. Fyrri pistillinn bar titilinn „Öm- urleg verslunarferð“ og birtist kl. 20:20. Þar sagði Elín Hirst frá því þegar hún átti „erindi í verslunina ,,Toys´r´us“ eða ,,Leikföng eru okk- ar fag“ við Korputorg í Grafarvogi“ og fékk ekki viðeigandi aðstoð við að finna vörurnar sem hún leitaði að. Elín hafði hvesst sig við starfsfólkið og sagt: „krakkar, þið getið ekki kom- ið svona fram við viðskiptavini ykk- ar“. Þá komu starfsmennirnir henni til hjálpar og báðu Elínu afsökunar sem sjálf baðst afsökunar á að hafa hvesst sig. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Í athugasemdakerfið fyrir neðan pistil Elínar skrifaði Sigurður Hólm Gunnarsson, iðjuþjálfi og forstöðu- maður á skammtímaheimili fyr- ir unglinga: „Þú ert oft ágæt Elín, en mér finnst svolítið hart af þing- manni að skrifa pistil til þess eins að skamma „krakka“ í láglaunastarfi fyrir að bjóða þér ekki nógu góða þjónustu.“ Seinni grein Elínar fjallaði um ánægjuleg kaup á byggingavör- um í Byko, en hún var fjarlægð rétt eftir að hún birtist. „Mér fannst skrít- ið að taka út annan pistilinn en ekki hinn, svo ég fjarlægði þá bara báða,“ segir Elín í samtali við DV. n johannp@dv.is Slæm þjónusta Þingkona Sjálfstæðis- flokksins skrifaði pistil þar sem hún hellti sér yfir afgreiðslufólk í leikfangabúð á Korputorgi. Mynd Eyþór ÁrnaSon Lokuðu pókerstað sem þeir stunduðu sjálfir Eigandi einkaklúbbs í Reykjanesbæ var handtekinn í aðgerðinni S íðustu helgi mættu lögreglu- menn frá embætti lögreglu- stjórans á Suðurnesjum í einkaklúbb í Reykjanesbæ og lokuðu staðnum. Stað- urinn, sem ber nafnið Ásinn, var opnaður nýverið á nýjum stað í bæjarfélaginu við Hafnargötuna í Reykjanesbæ en þar áður hafði Ás- inn verið opinn við Básveg þar sem nú er rekið kaffihús. Tóku súkkulaðið og gosið Lögreglumenn handtóku eiganda staðarins, Jón Þröst Jónsson, og eina unga konu sem sá um að gefa spilin í pókernum þetta kvöld. Jón Þröstur var látinn dúsa í fangaklefa í meira en tólf tíma þar til skýrsla var tek- in af honum. Lögreglumennirn- ir hreinsuðu út af staðnum allt er tengdist starfseminni; pókerborð, tölvu, síma, bjór, súkkulaði, gos, reiðufé og spilapeninga sem notaðir eru í póker. „Þeir snerust bara í hringi þarna til að byrja með og vissu ekki ná- kvæmlega hvernig þeir ættu að tækla þetta. Ég var á endanum handtekinn og þeir hreinsuðu allt út hjá mér, meira að segja gosið og súkkulaðið,“ segir Jón Þröstur í sam- tali við DV. Jón var settur í járn og hann færð- ur á lögreglustöðina. Um það bil hálftíma seinna var stúlka á staðn- um líka handtekin og færð í fanga- klefa en hún sá um að gefa spilin í pókernum þetta kvöld. „Ég bjóst ekki við þessu“ „Ég var með Ásinn á öðrum stað í Reykjanesbæ en þar rak ég líka sportbar. Þar voru afskipti lög- reglu lítil sem engin. Ég fékk einu sinni áminningu út af opnunar- tíma staðarins og ég að sjálfsögðu lagfærði þau mál hjá mér, mætti til þeirra og ræddi við þá. Síðan þá hafa þeir ekkert haft út á þetta að setja,“ segir Jón Þröstur um aðkomu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þegar Ásinn var opnaður á nýj- um stað var fyrirkomulag rekstrar- ins öðruvísi. Það var í raun og veru enginn rekstur og enginn sportb- ar heldur segir Jón Þröstur að hann hafi verið með einkaklúbb þar sem vinir og vandamenn hittust til þess að spila póker um helgar. Samkvæmt öruggum heimild- um DV hafa lögreglumenn ver- ið duglegir við að stunda staðinn, bæði á gamla staðnum og þeim nýja og skýtur það dálítið skökku við að kollegar þeirra hafi mætt og lok- að staðnum síðustu helgi: „Já, þetta kom alveg flatt upp á mig. Ég bjóst ekki við þessu,“ segir Jón Þröstur sem enn bíður eftir því að fá símann afhentan. „Þeir sögðu við mig í yfirheyrsl- unni að ég væri kærður fyrir ólög- lega starfsemi sem tengdist fjár- hættuspilum. Síðar var því bætt við að ég seldi áfengi án leyfis,“ segir Jón Þröstur sem hefur hingað til aldrei komist í kast við lögin. Hann vill meina að þar sem stað- urinn hafi verið einkaklúbbur hafi þetta ekki komið lögreglunni við og að hann væri ekki að brjóta nein lög. En er ekkert skrítið að lögreglu- menn hafi stundað staðinn þinn og síðan ákveðið að loka honum? „Ég vil ekkert tjá mig um það annað en að þetta hafi komið mér og þeim sem þarna voru algjörlega í opna skjöldu.“ Einn af þeim sem var staddur á staðnum og ræddi við DV vildi ekki koma fram undir nafni en sagði að- gerðir lögreglu mikla hræsni í ljósi þess að hann og aðrir hafi skemmt sér konunglega við pókerborðið ásamt starfsmönnum embættisins yfir langt skeið. DV hafði samband við emb- ætti lögreglustjórans á Suðurnesj- um og spurðist fyrir um aðgerðir lögreglu þennan dag og hvort það væri ekki óeðlilegt að starfsmenn embættisins væru að stunda þenn- an stað sem að þeirra mati virðist vera kolólöglegur. DV fékk þau svör að lögreglustjórinn sjálfur, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, væri í fríi. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, lög- fræðingur embættisins, svaraði fyr- irspurn DV fyrir hönd lögreglustjór- ans og sagði orðrétt: „Rannsókn málsins er á algjöru frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýs- ingar fyrr en að henni lokinni.“ n Einkaklúbbur þar sem áður var efnalaug Hér var Ásinn til húsa í Reykjanes- bæ. Ekki ber mik- ið á klúbbnum og engar auglýsingar eru um starfsemi hans í húsinu. Færð í handjárn og inn í klefa Jón Þröstur fékk að dúsa í fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík í meira en tólf tíma þar til skýrsla var tekin af honum. Mynd SigTryggur ari „ Já, þetta kom alveg flatt upp á mig. Ég bjóst ekki við þessu. Jón þröstur Hefur aldrei áður komist í kast við lögin en lögreglu- menn voru tíðir gestir á Ásnum. Mynd Úr EinkaSaFni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.