Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 36
Helgarblað 13.–16. júní 201436 Fólk Viðtal A llir eru að fá sér, allir eru að fá sér, allir eru að fá sér ...“ syngja Raggi Bjarna og Erp- ur Eyvindarson í símtólið áður en Magnús Ingi Magn- ússon svarar. Ég er varla hálfnaður með fyrirspurn mína um helgarvið- tal þegar Magnús svarar játandi og er með ástæðuna á takteinum: „Ég er svo mikill markaðsmaður, sjáðu til.“ Rekur tvo staði Upp úr hádegi daginn eftir legg ég af stað frá DV og rölti meðfram sjón- um út á Granda. Gamla hafnarsvæð- ið iðar af erlendu lífi og augsýnilegt er að uppbygging síðustu ára er að skila sér, í formi fjármagns svangra ferðamanna. Þetta líf er í sífellt ríkari mæli að teygja anga sína lengra og víðar. Hver hefði trúað því fyrir tutt- ugu árum að gamli slippurinn yrði einhvern tíma heitasti staður bæjar- ins? Slippbarinn á Hótel Marina er þéttsetinn fólki sem skolar humrin- um niður með hvítvíni á meðan það fylgist með sveittum skipaviðgerða- mönnum gera við stærðarinnar togara í gegnum glervegg staðarins. Lífið dofnar hins vegar smám saman eftir því sem ég nálgast Granda. Á Texasborgurum er enginn að fá sér, utan Davíð Oddsson sem er reynd- ar innrammaður uppi á vegg. Geng- ilbeinan segir mér að eigandinn sé staddur á Sjávarbarnum en það veld- ur ekki vandræðum því sá veitinga- staður er við hliðina á, raunar í sama húsi og á sömu hæð. Báðir eru þeir í eigu Magnúsar sem veigrar sér ekki við að reka tvo gerólíka staði – löðr- andi sveittan skyndibitastað og fín- an sjávarréttastað – og kokka á þeim báðum. Hann er enda að eigin sögn vinnualki sem hefur unnið í mötu- neytum og Michelin-stöðum hér- lendis og erlendis; jafnvígur á ham- borgara og haute cuisine. Davíð Oddsson meðal átrúnaðargoða Á Sjávarbarnum eru þónokkrir gest- ir, allt ferðamenn, og þegar Magn- ús kemur úr eldhúsinu til að taka á móti mér kveður hann í leiðinni hóp túrista með virktum á ensku. Ferða- mennirnir skilja ekkert í því sem hann segir og ganga ráðvilltir út. „Þjóðverjinn er svo leiðinlegur,“ seg- ir Magnús, tekur í höndina á mér og leiðir mig út af Sjávarbarnum og inn á Texasborgara. „Hádegistraffíkin er búin,“ segir hann en bætir við að reksturinn gangi vel á báðum stöð- um. Ég spyr hann út í Davíð Odds- son, sem er reyndar í félagi við Tony Soprano, Ronald Reagan og J.R. úr Dallas á veggnum. Úr dúrnum kem- ur að þetta eru átrúnaðargoð Magn- úsar, einkum og sér í lagi sá fyrst- nefndi. „Þetta eru allt leikarar. Bestur þeirra er Davíð. Hann lék sér að póli- tískum andstæðingum sínum, í tólf ár sem borgarstjóri og síðan landinu öllu. Svolítið eins og Jón Gnarr.“ Með frábært andlit Við setjumst út á pall í rjómablíðu og byrjum að ræða málin. Sólin er svo sterk að geislar hennar endurvarp- ast frá glansbónuðum skalla hans og beint í augun á mér. Áður en ég næ að spyrja hvaða mann þessi fiski- og hamborgarakóngur hafi að geyma kemur ísraelskur ljósmyndari aðvíf- andi og segir af undarlegu hispurs- leysi við Magnús: „You have a great face!“ „Thank you,“ svarar ham- borgarakóngurinn sem er greinilega ánægður með gullhamrasláttinn og leyfir þeim ísraelska að taka nokkrar portrettmyndir. Þetta er líka hárrétt hjá ljósmyndaranum, Magnús er með frábært andlit – og raunar líkama líka; lítur út eins og texanskur nautgripa- ræktandi frá 6. áratug síðustu aldar. Heimalandið togaði í En áhugi minn snýr að sálinni öðru fremur og ég ber upp nefnda spurn- ingu þegar myndatökunni er lok- ið. Magnús byrjar að segja mér frá starfsferli sínum, þeim hluta lífsins sem flestir sækja sjálfsmynd sína í og tilgang. „Ég var sautján ára gam- all, búinn með hótel- og veitinga- skólann – fyrsta bekkinn – þá fór ég á skrifstofu Eimskips og bað um starf sem kokkur og fékk það. Sautján ára gamall!“ segir hann hróðugur. Það blés ekki byrlega fyrir hann til að byrja með og hann ældi nær stöðugt fyrstu þrjá túrana, þó ekki í matinn. „Eftir það gekk þetta bara vel. Og ég vann í eitt ár á fraktskipum áður en ég réð mig sem lærling á Sögu.“ Þar vann hann í fjögur ár og flakk- aði svo á milli veitingastaða, auk þess sem hann kenndi eitt ár í hótel- og veitingaskólanum og húsmæðra- skólanum. Að lokum fékk hann nóg af Íslandi. „Þá fór ég til Noregs til að freista gæfunnar, einungis með lít- inn bakpoka meðferðis án þess að vita nokkuð hvað biði mín. Fór fyrst til Ósló en leist ekkert á mig þar. Síð- an til Þrándheims. Þar labbaði ég inn á flottasta hótelið í bænum – Royal Garden Hotel – og landaði vinnu,“ segir Magnús en þar vann hann með 50 kokkum hvaðanæva að úr heim- inum. Hann segir að reynsla sín af Hótel Sögu hafi gagnast vel, enda að elda rándýra rétti ofan í vellauðugt Ástin sterkari en fordómar Magnús Ingi Magnússon byrjaði að vinna sem kokkur aðeins sautján ára gamall. Hann ældi í sífellu fyrstu vikurnar í starfi en allar götur síðan verið alsæll, bæði í mötuneytum og á Michelin-veitingastöðum. Núna er hann sjónvarps- stjarna og rithöfundur, auk þess sem hann rekur tvo veitingastaði úti á Granda. Í viðtali við DV fer Magnús á Texasborgurum yfir skrautlegan feril sinn og lýsir því hvernig stíflugarðar fordóma hans brustu undan ástinni í eigin brjósti. Baldur Eiríksson baldure@dv.is Með átrúnaðargoðinu Davíð Oddsson er í miklu uppáhaldi hjá Magnúsi. Hann hangir uppi á vegg á Texasborgurum. MynD kRistinn MagnússOn „Ástin, hún hefur engin landamæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.