Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 29
Umræða 29Helgarblað 13.–16. júní 2014 Vinstri og hægri eru ekki á útleið! A ð afloknum sveitarstjórn- arkosningum er áhugavert að líta yfir sviðið og skoða hvernig pólitískt mynstur leggst í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Í mörgum minni sveitarfélögum voru óhlut- bundnar kosningar og í öðrum voru blönduð framboð sem stjórnmála- flokkarnir áttu beina eða óbeina að- ild að. Í stærstu sveitarfélögunum voru í flestum tilfellum hrein flokks- framboð þar sem stjórnmálaflokk- arnir lögðu mikið undir til að skapa sér sterka stöðu í hinu pólitíska landslagi. Ekki er hægt að segja að einn flokkur hafi verið sigurvegari þessara kosninga en vissulega unn- ust sigrar staðbundið hjá flokkum og eða framboðum sem skilgreina sig til vinstri eða hægri eða einhvers staðar þar á milli. Það sem mér finnst umhugsunarvert og áhyggju- efni fyrir utan lélega kjörsókn er sá áróður sem víða er undirliggj- andi að ekki eigi að skilgreina sig til vinstri eða hægri, það sé úrelt hugs- un og gamaldags. Tilhneigingin hef- ur orðið sú að allt of mikið snýst um tímabundnar persónuvinsældir einstakra einstaklinga sem koma og fara og pólitískar flugeldabombur eins og moskur og Reykjavíkurflug- völl sem ganga út á það að ná til sín sem mestu hraðfylgi! Stefnumarkandi pólitík Það vill oftar en ekki gleymast að leggjast yfir stefnuskrár flokka og framboða og skoða fyrir hvað við- komandi flokkur/framboð stend- ur til lengri tíma litið. Er hann til vinstri, hægri eða miðju eða sitt lítið af hverju? Pólitíkin á að vera stefnu- markandi vegvísir til framtíðar um hvernig við viljum að þjóðfélagið og nærsamfélagið þróist. Því einstaklingar, hversu góð- ir eða slæmir sem þeir kunna að vera, koma og fara og því þarf að vera hægt að treysta grunngildum og stefnumörkun hvers flokks fram á veginn. Í stað þess að sitja uppi með eitthvert óskilgreint miðju- moð sem stekkur á vinsældalestina hverju sinni eða kemst áfram á yfir- boðum eða spilar inn á lægstu hvatir mannskepnunnar í von um atkvæði. Vinstri græn mega þokkalega vel við una að afloknum sveitarstjórnar- kosningum miðað við hið pólitíska landslag og þá pólitísku afvæðingu sem vinsælt er að tala fyrir. Sveit- arstjórnarkosningar snúast ólíkt landsmálunum að miklu leyti um staðbundin verkefni í nærsamfé- laginu en samt sem áður liggja undir grunngildi vinstri og hægri póla sem tekist er á um ásamt umhverfis- og virkjanamálum. Þar er hægt að nefna sem dæmi þá miklu áherslu hægri manna á einkavæðingu sem er alfarið gagn- stætt vilja okkar Vinstri grænna sem viljum að almannaþjónustan og orkufyrirtækin verði í höndum op- inberra aðila og að sameign okkar á auðlindunum sé tryggð. Þessi sjónarmið kristölluðust meðal annars í umræðunni sem varð fyrir kosningarnar í vor um hvort til greina kæmi að einkavæða Landsvirkjun en fjármálaráðherra hefur talað fyrir þeim sjónarmið- um. Gjörólík skattapólitík er á milli vinstri og hægri þar sem vinstri menn vilja beita skattkerfinu til jöfn- unar lífskjara en hægri menn vilja lækka skatta og veikja þannig vel- ferðarkerfið og láta almenning þess í stað borga stærri skerf í þeirri þjón- ustu sem hið opinbera veitir eins og tillögur þeirra um legugjöld á sjúkrahúsum bera glöggt vitni um. Eiga að vera hreinar línur Ég er þeirrar skoðunar að það sé heilbrigðara og farsælla að kjós- endur hafi það á hreinu fyrir kosn- ingar fyrir hvaða stefnu flokkar og framboð standa. Í stað þess að keyrt sé á með þann áróður að vinstri og hægri séu liðin tíð og nóg sé að vera hress, hipp og kúl og viðhlæjend- ur allra að minnsta kosti fram að kosningum. Það eiga að vera hrein- ar línur um þá stefnu sem stjórn- málamenn standa fyrir svo seinna komi ekki í ljós að kjósandinn hafi keypt köttinn í sekknum. Í minni sveitarfélögum hefur reynslan oftar en ekki verið sú að vel hefur tekist að vinna að málefn- um sveitarfélaga þvert á flokkslín- ur og það er gott. Stór hluti sveit- arstjórnarmála er líka unninn í samstöðu en það eru mál sem sveitarstjórnir takast á um sem eru mjög pólitísk, svo sem eignarhald á orkufyrirtækjum, rekstrarform almannaþjónustu, skattar, um- hverfismál og forgangsröðun sam- félagsverkefna. Í þessum mála- flokkum skiptir miklu máli hverjum þú treystir best fyrir atkvæði þínu. Vinstri græn hafa verið ófeimin við að skilgreina sig sem vinstri græn- an feminískan umhverfisflokk sem leggur áherslu á félagslegt réttlæti, samfélagslega ábyrgð, öflugt vel- ferðarkerfi, mannréttindi, jöfn bú- setuskilyrði, jafnrétti kynjanna og umhverfisvernd. Heilbrigð gagnrýni nauðsynleg Við höfum komið til dyranna eins og við erum klædd og okkar fulltrúar í sveitarstjórnum munu halda á lofti þessum grunngildum VG og styrkja þannig lýðræðislega aðkomu fjöl- breyttra sjónarmiða. Vinstri græn hafa oftar en ekki verið sterk rödd þeirra sjónarmiða sem annars hefðu ekki eða átt sér fáa málsvara í sveit- arstjórnum landsins og í lands- málunum og gegna því mikilvægu lýðræðislegu hlutverki hver og einn hvort sem er í sveitarstjórn- um landsins í landsmálunum eða almennt í þjóðfélagsumræðunni. Meðal annars þess vegna skipt- ir miklu máli vægi vinstri og hægri ása í stjórnmálum því allt þar á milli verður alltaf erfiðara að henda reið- ur á, það hefur sagan kennt okkur. Niðurstaða mín er því sú að heil- brigð og gagnrýnin stjórnmála- umræða er lýðræðinu ekki bara holl heldur líka nauðsynleg og vinstri og hægri lifir áfram í nútímasamfé- lagi þrátt fyrir tilraunir til að aftengja þann pólitíska veruleika og útvatna og sykurhúða alla samfélagslega umræðu. n „Er hann til vinstri, hægri eða miðju eða sitt lítið af hverju? Lilja Rafney Magnúsdóttir Kjallari Myndin Leit Kona fannst látin í Bleiksárgljúfri í Fljótshlið á miðvikudag. Samferðakona hennar var ófundin þegar blaðið fór í prentun. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir, meðal annars á flatlendinu við Markarfljót. Mynd SigtRygguR ARi 1 Hröpuðu til dauða eftir ástarfund á svölum Ungt par hrapaði til dauða eftir að hafa stundað kynlíf á svölum á sjöttu hæð í fjölbýlishúsi í Deptford í Lundúnum á þriðjudag. 14.119 hafa lesið 2 Hrunið ekki Sjálfstæðis-flokknum að kenna Benedikt Jóhannesson, stofnandi stjórn- málaaflsins Viðreisnar, telur Sjálfstæð- isflokkinn ekki bera höfuðábyrgð á hruni íslenska fjármálakerfisins. Hann túlkar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ekki á þá leið að hans gamli flokkur og þeir stjórnmálamenn sem létu undir höfuð leggjast að setja viðskiptalífinu skorður, séu stóru sökudólgarnir í hruninu. 11.877 hafa lesið 3 Kim gat ekki stillt sig um að birta eina fjölskyldu- mynd Hjónavígsla Kim Kardashian og Kanye West fór fram í í Flórens fyrir skemmstu og voru aðeins birtar nokkrar opinberar ljósmyndir frá brúðkaupsdeginum. Á þriðjudag gat Kim hins vegar ekki stillt sig um að birta eina slíka en um er að ræða brúðkaupsmynd af fjölskyldunni þar sem Kanye heldur á tæplega eins árs gamalli dóttur þeirra, North. 8.330 hafa lesið 4 Kennari við Verkmennta-skólann á Akureyri varar við múslimavæðingu Kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri er í hópi þeirra sem vara við múslimavæðingu Íslands. Þetta kemur fram í Akureyri Vikublað þar sem kemur fram að skólameistari Verkmenntaskól- ans á Akureyri ætli að aðhafast vegna ummæla kennarans, sem heitir Elías Þorsteinsson. 8.292 hafa lesið 5 Orðaði svarið óheppi-lega: „Auðvitað olli almenningur ekki hruninu“ Benedikt Jóhannesson, stofnandi stjórn- málaaflsins Viðreisnar, segist hafa orðað svör sín við spurningum DV í gær óheppi- lega, enda hefði hann átt að svara mun ítarlegar en hann gerði. Auðvitað hafi almenningur ekki valdið hruninu heldur fyrst og fremst auðjöfrar sem tóku geysilega áhættu og lögðu meira undir en þeir áttu. 7.506 hafa lesið Mest lesið á DV.is Ummæli mannsins eru alveg forkastanleg Jón Steinar gunnlaugsson segir meðdómara hafa fordóma gagnvart embætti sérstaks saksóknara. - Morgunútvarp Rásar 2 Þetta var misskilningur Myndirnar eru áhrifamiklar Ásta Kristjánsdóttir myndaði tilfinningar brotaþola. - DVPétur Sigurgunnarsson segir spjaldtölvur ekki bara fyrir Hafnfirðinga. - DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.