Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 13.–16. júní 201422 Fréttir Nærmynd Stuttur aðdragandi Arnbjörnsson, Eygló Harðardóttir og Sveinbjörg Birna ræddu um hús- næðiskerfið, hvernig mætti breyta því og hvort raunhæft væri að stór- lækka leiguverð. Eins og kunnugt er vann Framsóknarflokkurinn stór- sigur í síðustu alþingiskosningum og Sveinbjörg varð varaþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Reglur flokksins brotnar Hún hélt áfram að láta til sín taka í flokknum og var síðastliðið haust kosin í stjórn Landssambands fram- sóknarkvenna. Hún var einnig í stjórn Kjördæmasambands Framsóknarfé- laga í Reykjavík en sambandið gerði tillögu að uppstillingarlista í stað kjörinnar uppstillingarnefndar eftir að Óskar Bergsson sagði sig frá odd- vitasæti listans. Hún átti þó ekki aðra aðkomu að uppstillingu nýs lista með öðrum hætti en þeim að hún bauð sig fram í oddvitasætið og var á endanum valin efst á listann, eftir að Guðni Ágústsson ákvað að hann myndi ekki fara í framboð. Á nýjum lista voru konur í efstu fjórum sætunum sem gengur þvert á reglur Framsóknarflokksins um kynjahlutfall. Samkvæmt þeim eiga ekki að vera fleiri en tveir af sama kyni í efstu þremur sætunum og í þeim fimm efstu mega ekki vera færri en tveir af öðru hvoru kyninu. Í fimmta sæti listans var karlmað- ur og hann sagði sig á endanum frá listanum vegna þeirra ummæla sem Sveinbjörg lét falla um byggingu mosku í Reykjavík. „[...]Ég aftur á móti held að við konur innan Fram- sóknarflokksins verðum að rísa upp. Það er búið að gera tilraunir til að fá karlmenn að listanum. Það er byr með því að það komi sterkar kon- ur, leiði þennan lista og klári þetta mál,“ sagði Sveinbjörg í samtali við Vísi þegar umræða um val á odd- vita Framsóknarflokksins í Reykjavík stóð sem hæst. Ummælin sem allir töluðu um Víkur þá sögunni að ummælum Sveinbjargar og fjaðrafokinu sem þau ollu. Fyrir þau hefur hún orðið einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins og hefur farið frá því að vera nánast óþekkt yfir í að vera á allra vörum. Hún er talin upp sem einn af sigurvegurunum í sveitarstjórn- arkosningunum enda náði hún að rífa fylgi Framsóknarflokksins frá um þremur prósentum miðað við kann- anir í tæp ellefu prósent eftir að at- kvæði höfðu verið talin. Ummæli hennar eru mjög mikilvægur hluti af þessari skyndilegu fylgisaukn- ingu sem varð á tæpri viku. Á Face- book setti hún inn stöðuppfærslu þar sem hún sagði að margir hefðu komið að máli við hana um byggingu mosku í Reykjavík. Uppfærslan varð tilefni viðtals sem blaðamaður á Vísi tók við hana og þar lét hún þessi um- mæli falla: „Á meðan við erum með þjóð- kirkju eigum við ekki að úthluta lóð- um undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rétttrúnaðarkirkj- una.“ „Ég trúi því að allir eigi að geta iðkað sína trú. En mér finnst ekki rétt að múslimar eða önnur trúfélög fái lóðir undir byggingu moskna eða sambærilegra húsa. Mér finnst samt bænahús vera annars eðlis og er ekki mótfallin þeim.“ „Það er ekki eins og þessi skoðun sé byggð á fordómum. Ég dæmi bara eftir minni reynslu. Ég er til dæmis nýkomin úr stærstu mosku í heimi í Abú Dabí. Það er engin kirkja þar, eðli málsins samkvæmt.“ Andúð á múslimum stóð upp úr Rétt er að benda á að kirkjur eru til í Abú Dabí þó að Sveinbjörg hafi ef til vill ekki rekist á eina slíka. Þessi um- mæli fóru sem eldur í sinu um sam- félagsmiðla og fjölmiðla, og skyndi- lega varð umræða um mosku að stóru kosningamáli. Í útvarpsvið- tali á Útvarpi Sögu ræddi hún um þessi ummæli sín og sagði fyrrver- andi eiginmann sinn, Hauk Albert Eyjólfsson, vera kvæntan konu sem er múslimi. Hún hefði ekkert á móti múslimum, heldur snerist málið um skipulag borgarinnar og úthlutun lóða til trúfélaga. Það var þó ekki það sem stóð upp úr. Þegar opnað var fyrir sím- ann í viðtalinu hringdu mest megn- is inn hlustendur sem sögðust vera andsnúnir því að byggð yrði moska í Reykjavík. Sveinbjörg ítrekaði sína skoðun, sem var að hún væri ekki á móti mosku eða múslimum, held- ur ætti að leyfa fólkinu í borginni að kjósa um hvort gefa ætti lóðir til trú- félaga eins og gert hefur verið. Það varð undir í umræðunni og skyndi- lega snerist umræðan um það hvort fólk væri með eða á móti mosku og múslimum. Sleppti seinni sprengjunni Sveinbjörg sleppti síðan annarri sprengju í umræðuþætti á Stöð 2, kvöldið fyrir kosningadag. Þegar oddviti Dögunar tjáði sig um byggingu mosku í Reykjavík greip Sveinbjörg fram í fyrir honum og sagði meðal annars: „Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímynd- að sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.“ Sveinbjörg vísaði þar til breytinga sem orðið hafa í Svíþjóð, þar sem innflytjendum sem eru ís- lamstrúar hefur fjölgað gífurlega. Ýjaði hún með þessum orðum að því, að samfélagið hér myndi þróast í þessa átt ef hér yrði byggð moska. Lögfræðingurinn gerði sér þó ekki grein fyrir því að nú þegar eru í gildi lög um að bannað sé að þvinga í hjónaband. Tjáði sig um skopmyndina Með þessum ummælum má segja að fjandinn hafi orðið laus og á sjálf- an kosningadaginn birti Fréttablaðið skopmynd af oddvitunum í Reykja- vík þar sem Sveinbjörg var teiknuð íklædd Ku Klux Klan-búningi. Myndin vakti upp hörð viðbrögð framsóknar- fólks og í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrir viku síðan ræddi hún málið. Þar sagði hún meðal annars: „Ég velti því fyrir mér hvort ég gæti lifað hér áfram á Íslandi með börnin mín [...] þetta var ekki neitt sem ég óska neinum einasta manni.“ Leiða má að því líkur að ummælin hafi hins vegar skilað sér í fylgisaukningu, því eins og fyrr seg- ir jókst fylgið á mjög skömmum tíma eftir að þau féllu. Athygli vakti þegar forsvarsmaður Facebook-síðu til- einkaðri stuðningsmönnum sem eru gegn byggingu mosku sagði að þeir 4.000 stuðningsmenn sem fylgja síð- unni myndu styðja Framsókn og flug- vallarvini. Umdeilt lögheimili Sveinbjörg sagði frá því fyrir kosn- ingar að hún væri búsett í Kópavogi og að hún hefði neyðst til að flytja þangað vegna ástands á leigumark- aði. Það væri þó aðeins tímabund- ið og hún áformaði að flytja aftur til Reykjavíkur við fyrsta tækifæri. Hún er þó með skráð lögheimili í Reykja- vík og þetta hefur valdið talsverðum deilum. Formaður Dögunar í Reykja- vík kærði málið til sýslumanns og vísaði í lög um lögheimili, en áður hafði kjörstjórn úrskurðað Svein- björgu kjörgenga. Sýslumaður hef- ur hins vegar skipað nefnd vegna kærunnar, sem á að fjalla um skrán- ingu lögheimilis Sveinbjargar. Hún býr sannarlega í Kópavogi og því er það umdeilt hvort að bjóða megi fram með lögheimili skráð annars staðar en viðkomandi býr. Búast má við niðurstöðu í málinu á næstu vik- um. Reynsluleysið skein í gegn Niðurstaða kosninganna er sú að Sveinbjörg Birna er orðin borgar- fulltrúi, eins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem var í öðru sæti listans. Fjölmörgum framsóknar- mönnum líkaði þó ekki við kosn- ingabaráttu þeirra og hefur hún verið opinberlega gagnrýnd af með- limum flokksins. Blaðamaður ræddi við framsóknarkonuna Silju Dögg Gunnarsdóttur, sem hefur kynnst Sveinbjörgu vegna starfa fyrir flokk- inn. „Sveinbjörg er rosalega hress, skemmtileg og dugleg. Ég get ekki sagt að ég þekki hana persónulega en hún vann vel á flokksþingi Fram- sóknarflokksins,“ segir Silja Dögg. Hún segir rétt að skiptar skoðan- ir séu um mosku innan flokksins en aðallega sé rætt um lögfræðilegar hliðar á lóðarúthlutunum til trúar- félaga. Eins og áður kemur fram hefur Sveinbjörg ekki verið lengi í stjórn- málum, má skrifa þessi ummæli hennar á reynsluleysi? „Hún var greinilega ekki að vanda sig mikið þegar hún ræddi við blaðamanninn hjá Vísi. Í útvarpsviðtali viðurkenndi hún að hún hafi ekki verið mikill pólitíkus í viðtalinu. Hún hefur ekki verið starfandi lengi í flokknum og ekki áður verið í framboði til sveitar- stjórnar, svo jú það má segja að hún hafi sýnt reynsluleysi. Hvernig hún orðar sína skoðun er óheppilegt og gerir fólk reitt. Ef hún hefði sagt þetta öðruvísi, til dæmis að hún myndi vilja skoða lögin um lóðaúthlutanir, þá hefði hún komið betur út,“ segir Silja Dögg. Eldskírn Sveinbjargar Sveinbjörg Birna mun því fá eldskírn sína í stjórnmálum nú þegar hún tekur sæti í borgarstjórn og verður í minnihluta ásamt sjálfstæðismönn- um. Flokkur hennar, Framsókn og flugvallarvinir, mun berjast fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri auk þess að umrædd- ar lóðaúthlutanir til trúfélaga verði dregnar til baka. Erfitt verk er fyrir höndum að sannfæra meirihlutann um slíkt, sem aldrei þessu vant er settur saman úr fjórum flokkum og fleiri borgarfulltrúum en þörf er á. Sérstaklega er það erfitt því oddvit- ar meirihlutans lýstu því yfir að þeir efuðust um það hvort Framsóknar- flokkurinn væri stjórntækur og svo virðist sem það hafi aldrei kom- ið til greina að ganga til viðræðna um meirihluta með flokknum. Í það minnsta ekki eftir þau ummæli sem Sveinbjörg lét falla í aðdraganda kosninganna. Nú er því komið að Sveinbjörgu að sýna hvort hún sé komin til að vera í íslenskum stjórn- málum. n 23. apríl Sveinbjörg Birna segir við mbl.is að hún hafi gefið kost á sér til að leiða lista Framsóknar í Reykjavík. Hins vegar myndi listi sem leiddur yrði af Guðna Ágústssyni verða lagður fram daginn eftir og að vænta mætti yfirlýsingar frá honum þess efnis þá. Hún sagðist ekki hafa átt aðkomu að valinu þar sem hún hafi verið erlendis. 29. maí Stuðningur við Framsóknarflokkinn hefur aukist gríðarlega. Fylgið mælist rúmlega níu prósent og flokk- urinn virðist öruggur með einn borgarfulltrúa. 1. júní Niðurstöður kosninga liggja fyrir og ljóst að Framsókn og flug- vallarvinir hafa unnið kosningasigur með því að ná inn tveimur borgarfull- trúum. Í umræðum oddvita kemur fram að þeir sem líklegir eru til meirihluta- viðræðna telja Framsóknarflokkinn óstjórntækan. 8. júní Sveinbjörg tjáir sig um skopmyndina sem birtist í Fréttablað- inu. Segist hafa grátið þegar hún sá myndina og að hún hafi hugsað hvort hún gæti búið áfram á Íslandi með börnin sín eftir myndbirtinguna. 30. maí Sveinbjörg Birna sleppir annarri sprengju um múslima og segist hafa áhyggjur af nauð- ungarhjónaböndum múslima á Íslandi og segir að líta verði til þróunar sem orðið hafi í Svíþjóð. 31. maí Gengið til kosninga. Fyrstu tölur sýna að Framsókn er með einn mann inni og vel er fagn- að á kosningavöku Framsóknar. 22. maí Fylgi Framsóknar í Reykjavík mælist fjögur prósent og ekki með borgar- fulltrúa. 23. maí Sveinbjörg segir í viðtali við Vísi að hún vilji afturkalla úthlutun lóðar til múslima undir mosku. Segist jafn- framt byggja sína skoðun á reynslu en ekki fordómum. Einnig að peningar myndu streyma inn að utan til múslima yrði byggð moska hér. 12. maí Sveinbjörg talar um draugahverfi í Vatnsmýri í útvarpsviðtali hjá Harmageddon. Segist þar halda að fólk frá útlöndum ásælist fasteignir í hverfinu líkt og gerst hefur í Abú Dabí og Dubai, verði flugvöllurinn færður annað. 16. maí Greint frá orðaskaki Sveinbjargar og Láru Hönnu á Facebook. Sveinbjörg segir börnin sín hafa spurt sig hvers vegna Lára Hanna „væri svona ógeðslega vond“ við hana. Segir í sama viðtali að þótt hún sé ný í pólitík þá komi henni það ekki á óvart hversu óvægin umræðan hefur reynst vera. 29. apríl Tilkynnt á kjördæmisþingi Framsóknar í Reykjavík að Sveinbjörg Birna verði oddviti Framsóknar og flugvallarvina í sveitarstjórnar- kosningum. „Hún er mjög ör Vigdís og Sveinbjörg Sveinbjörg kallaði Vigdísi upp á svið á kosningavöku Framsóknar eftir að fyrstu tölur bárust. Þær virtust góðar vinkonur og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara DV. Mynd ÞoRMAR V GUnnARSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.