Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 12
Helgarblað 13.–16. júní 201412 Fréttir S amkeppniseftirlitið veitti Konunglega kvikmynda­ félaginu og fjölmiðla­ fyrirtækinu 365 ákveðna undanþágu til að eiga í samstarfi á meðan athug­ un stofn­ unarinnar á samruna fyrirtækja stend­ ur yfir. Undan­ þágan var veitt í byrj­ un mánaðarins. Stofnunin hefur tekið sér 120 daga til að skoða sam­ runa fyrirtækjanna tveggja. Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af eigendum Konunglega kvikmyndafélagsins, hefur gef­ ið það út að dráttur á heimild frá Samkeppniseftirlitinu geti leitt til greiðslustöðvunar fyrirtækisins. Geta varið hagsmuni félagsins „Samruninn er til skoðunar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Það var veitt takmörkuð undanþága til ákveðinna athafna. Það er bann við að framkvæma samrunann á meðan hann er til athug­ unar hjá okkur. Við getum hins vegar, við sérstakar að­ stæður, veitt undanþágu til að framkvæma samruna í heild eða að hluta. Og það var veitt svona ákveðin undanþága.“ Spurður um hvað felist í þessari undan­ þágu segir Páll Gunnar að í henni felist að forsvarsmenn fyrirtækj­ anna geti gripið til ákveðinna að­ gerða til að „verja hagsmuni félags­ ins“. DV hefur ekki heimild fyrir því hvað felst frekar í undanþágunni. Greiddu starfsmönnum laun DV greindi frá því í síðustu viku að Konunglega kvikmyndafélag­ ið hefði náð að standa í skilum við starfsmenn sína og greiða þeim laun um mánaðamótin. Óvissa var um þetta um tíma eftir að greint var frá yfirtöku fjölmiðlafyrir­ tækisins 365 á fyrirtækinu í maí. Samkeppnis eftirlitið kom svo í veg fyrir yfirtökuna með skoðun sinni á samstarfinu. Í samtali við DV í síðustu viku sagði Ari Edwald, forstjóri 365, að Samkeppniseftirlitið hefði tekið vel í að veita fyrirtækjunum ákveðna undanþágu til starfsemi á með­ an samruninn væri í skoðun. „Þeir hafa tekið vel í að við gerum ákveðna hluti meðan samstarfið er til skoðunar,“ sagði Ari. Í sömu frétt sagði Sigmar Vil­ hjálmsson frá því að þeim mun lengur sem drægist að samþykkja samruna fyrirtækjanna tveggja þeim mun meiri líkur væru á því að Konunglega kvikmyndafélagið færi í greiðslustöðvun. Þetta þýddi svo aftur að erfiðara væri fyrir félagið að standa í skilum við starfsmenn sína. Stutt ævintýri Konunglega kvikmyndafélagið opn­ aði tvær sjónvarpsstöðvar í mars síðastliðinn en í lok apríl var útséð með að ekki væri rekstrargrund­ völlur fyrir þeim. Stöðvarnar hétu Bravó og Mikligarður. Í kjölfarið greindi Sigmar Vilhjálmsson frá því að í gang færi tilraun til endurfjár­ mögnunar með leit að nýju hlutafé hjá nýjum fjárfestum. Tæpum þremur vikum síðar var greint frá kaupum 365 á fyrir­ tækinu en kaupverðið var meðal annars sagt vera greitt með yfirtöku skulda upp á 40 til 60 milljónir sem og greiðslum til hluthafa. Heildar­ kaupverðið sjálft var hins vegar aldrei gefið upp. Samkeppniseftirlitið kom svo í veg fyrir samrunann, að minnsta kosti tímabundið, með athugun sinni á honum sem stofnunin gef­ ur sér 120 daga til að framkvæma. n n Samkeppniseftirlitið skoðar samruna n Stóðu í skilum um mánaðamótin 365 og Konunglega fengu undanþágu Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Óttast greiðslustöðvun Sigmar Vilhjálmsson óttast að Konunglega kvikmynda- félagið fari í greiðslustöðvun dragist samruninn við 365. Fyrirtækin fengu undanþágu vegna samstarfs síns frá Samkeppniseftirlitinu. Málið í bið Samruni 365, fjölmiðlafyrirtækis sem yfirleitt er tengt við Jón Ásgeir Jóhannesson, og Konunglega kvikmyndafélagsins er í biðstöðu þótt Samkeppniseftirlitið hafi veitt ákveðna undanþágu til samstarfs. Mynd Rakel ÓSk SIGuRðaRdÓttIR Fjölgar þrátt fyrir verkföll Búist við verulegri fjölgun ferðamanna þrátt fyrir verkföll A lls 66.700 erlendir ferða­ menn fóru um Keflavíkur­ flugvöll í maímánuði sem svarar til 24,4 prósenta fjölgunar milli ára. Grein­ ing Íslandsbanka fjallar um mál­ ið á vef sínum og þar er bent á að miðað við tölur Isavia yfir úthlut­ uð stæði á Keflavíkurflugvelli hefði mátt búast við 31 prósents fjölgun. „Leiða má líkum að því að mismun­ inn þarna á milli megi að mestu rekja til fækkunar ferða Icelandair samhliða verkfalli flugmanna. Þrátt fyrir þetta teljum við ekki ástæðu til að breyta spá okkar um fjölda er­ lendra ferðamanna til landsins að svo stöddu og gerum því sem fyrr ráð fyrir að þeir verði í það minnsta um 20% fleiri í ár en í fyrra,“ segir í umfjöllun Greiningar. Þar segir að forsendur þessarar spár kunni þó að bresta verði af frekari verkföll­ um innan flugstéttarinnar á árinu. Þess má geta að flugvirkjar hafa boðað verkfall í sólarhring hinn 16. júní og ótímabundið verkfall frá 19. júní. Flugmenn sömdu svo aftur að­ eins til 30. september næstkomandi og þurfa því að semja aftur áður en árið er liðið. „Staða Icelanda­ ir þegar kemur að kjarasamnings­ viðræðum er ekki eftirsóknarverð. Bróðurhluti launakostnaðar félags­ ins er í íslenskum krónum en staðið hefur á tekjuvexti í myntinni enda hefur verið hægur vöxtur í utanför­ um Íslendinga síðustu ár. Á sama tíma hefur krónan verið að styrkjast og hefur hún t.a.m. ekki verið sterk­ ari á fyrstu fimm mánuðum ársins frá því fyrir hrun. Saman leiðir þetta að öðru óbreyttu til þess að hlutfall launakostnaðar í útgjöldum félags­ ins eykst.“ n einar@dv.is keflavíkurflugvöllur Verkföll hafa sett strik í reikninginn hvað varðar fjölgun ferða- manna. Búist er við því að þeim fjölgi um 20 prósent á þessu ári miðað við árið 2013. Mynd aMG Fasteignaverð hækkar og hækkar Verð á fasteignum hefur hækk­ að mikið að undanförnu og við­ skipti eru enn að aukast. Um þetta er fjallað í Hagspá Landsbankans en þar segir að framboð á nýju húsnæði sé lítið og því fóðri meiri eftir spurn verðhækkanir. „Aukn­ ing nýrra íbúðalána bankanna hefur samt farið minnkandi sam­ kvæmt nýjustu tölum og virðast ný íbúðalán skipta æ minna máli við fjármögnun fasteignaviðskipta. Þar kann aukin þátttaka fyrirtækja, fjárfestingarsjóða og efnameiri einstaklinga að skipta máli,“ segir í Hagsjá og bent á að greinilegt sé að peningar sem koma erlendis frá í gegnum fjárfestingarleið Seðla­ bankans hafi áhrif á markaðinn. Þá er bent á að leiguverð hafi fylgt verði húsnæðis nokkuð náið síð­ ustu ár. Að lokum er tekið fram að hagfræðideild Landsbankans spái áfram mikilli hækkun húsnæðis­ verðs, eða um níu prósent á þessu ári, 7,5 prósent árið 2015 og 7 pró­ sent árið 2016. Samstarf um rafrænar sjúkraskrár Heilbrigðisráðherrar Íslands, Fær­ eyja og Grænlands undirrituðu á þriðjudag samkomulag sem kveður á um formlegt samstarf landanna þriggja á sviði heil­ brigðismála. Ráðherrarnir munu fram­ vegis hittast árlega þar sem fjallað verður um helstu mál sem þjóðirnar vilja vinna að sameiginlega. Þetta kemur fram á vef vel­ ferðarráðuneytisins. Að undirritun lokinni bauð Kristján Þór Júlíus­ son heilbrigðisráðherra samráð­ herrum sínum, Karsten Hansen frá Færeyjum og Sten Lynge frá Grænlandi, til kvöldverðar í Ráð­ herrabústaðnum við Tjarnar­ götu. „Löndin hafa um langt skeið átt töluvert samstarf á sviði heilbrigðis mála og heilbrigðis­ þjónustu en áhersla hefur verið lögð á að efla það enn frekar í um­ ræðum á vettvangi Vestnorræna ráðsins. Meðal annars hefur verið horft til samstarfs um menntun heilbrigðisstarfsfólks, sameiginleg innkaup á lyfjum og tækjabúnaði, rafrænar sjúkraskrár og fjarlækn­ ingar svo eitthvað sé nefnt,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að með samkomulaginu sem undirritað var sé samstarfi landanna á sviði heilbrigðismála búin formleg um­ gjörð sem gerir ráð fyrir árlegum fundum heilbrigðisráðherranna. Gerð verður áætlun um samstarf landanna þriggja þar sem tilgreind verða mikilvægustu verkefnin sem löndin ætla að vinna að sameig­ inlega og þeim settur tíma rammi. Samstarfslöndin munu leiða sam­ starfið til skiptis og kemur það í hlut Íslands að fara með for­ mennskuna fyrsta árið. Í því felst meðal annars að vinna drög að samstarfsáætlun sem fjallað verð­ ur um á fyrsta samstarfsfundi ráð­ herranna samkvæmt samkomu­ laginu en hann verður haldinn á Grænlandi í júní á næsta ári. Samkomulagið tekur gildi 1. júlí næstkomandi. kristján Þór Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.