Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 24
Helgarblað 13.–16. júní 201424 Fréttir Erlent S ú var tíðin að gamla fólkið í Suður-Kóreu gat treyst því að afkomendur þeirra myndi framfleyta þeim í ellinni. Kynslóðin sem unnið hefur hörðum höndum að því að umbylta efnahag landsins horfir nú framan í þann blákalda veruleika að forgangs- röðun unga fólksins hefur breyst. Þetta hefur leitt af sér að eldri konur, ömmur, hafa í síauknum mæli leiðst út í vændi. BBC greinir frá þessu vandamáli á vef sínum. Kim Eun-ja er 71 árs gömul og ein þessara kvenna. Hún heldur til á brautarpalli neðanjarðarlestar í borginni Seoul. Hún situr með vara- lit og í rauðum áberandi glansjakka á steinsteyptum pallinum og hefur ekkert með sér nema einn poka af vinsælum orkudrykk. Þúsundir eldri kvenna vinna fyrir sér í Kóreu með því að selja karlmönnum orkudrykk- inn. Þær kallast „Bacchus Ladies“ eða „Bakkusdömur“ í hrárri þýð- ingu. Drykkinn selja þær frekar dýrt, margar hverjar, enda fylgir honum þá annað og meira; vændisþjónusta. 460 krónur á dag Bakkusdömurnar eru flestar á þeim aldri að þær ættu að vera að setjast í helgan stein. Það geta þær ekki af fjárhagsástæðum og leiðast því út í vændi, á gamalsaldri. „Sjáðu Bakkus- dömurnar þarna hinum megin?“ spyr Kim blaðamann. „Þær sofa stundum hjá körlunum og fá greitt fyrir. En ég geri það ekki. Menn bjóða mér það oft, hér þar sem ég sit, en ég geri ekki svoleiðis. Ég hafna þeim alltaf,“ segir hún. Kim þénar um 460 krónur á dag fyrir að selja drykk- ina. Raunar er þessi staður, þar sem Kim segist ekki selja vændi, nokkurs konar miðstöð vændis í borginni. Uppi á yfirborðinu, yfir pallinum, er Jongmyo Park, almenningsgarður þar sem eldri menn hópast saman á kvöldin; til að tefla, spila, spjalla eða drekka. „Drekktu hratt,“ segir konan við blaðamanninn, sem kaupir af henni drykk. „Lögreglan gerir engan greinarmun.“ Að sögn kunnugra nýtir sér um annar hver maður í garðinum þjón- ustu kvennanna. „Við erum karl- menn. Við erum forvitnir um konur,“ segir Mr. Kim, sextugur. „Við fáum okkur drykk og látum þær hafa svo- lítinn pening í staðinn. Karlmenn vilja hafa konur í kringum sig; sama hvort þær eru ungar eða gamlar, stunda kynlíf eða ekki. Þannig erum við bara gerðir.“ Annar, ríflega áttræð- ur, segir að kynlíf með konu í garðin- um kosti á bilnu 1.700 til 2.000 krón- ur. „En stundum fær maður afslátt, ef þær þekkja mann.“ Gríðarlegur uppgangur hefur ver- ið í Suður-Kóreu á undanförnum áratugum. Efnahagur landsins hefur tekið stakkaskiptum. Hingað til hefur það verið þannig að besta leiðin til að tryggja sér notalega elli hefur verið að koma börnunum vel á legg. Trygg- asta ávísunin að áhyggjulausri elli í landinu er að eiga afkomanda sem gengur vel. En með auknum lífs- gæðum og hærri „lifistandard“ hef- ur forgangsröðun ungu kynslóðar- innar breyst. Unga fólkið segist varla hafa efni á því að framfleyta sjálfu sér, hvað þá að hafa foreldra sína á fram- færslu. Breytt forgangsröðun Yfirvöld hafa sofnað á verðinum, að sögn BBC, og mistekist að koma á fót velferðarkerfi sem tekur við gamla fólkinu og tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld. Á meðan þarf gamla fólk- ið að sjá fyrir sér sjálft. Það hefur lít- inn sem engan lífeyri, litla innkomu og ekkert öryggisnet. „Ég er sextugur og á enga peninga. Ég get ekki reitt mig á börnin mín. Þau eiga í basli við að byggja upp sparnað fyrir eigin elli. Næstum allir hérna eru í sömu stöðu.“ BBC hefur eftir dr. Lee Ho-Sun, sem rannsakað hefur ástandið, að Bakkusdömurnar hafi flestar leiðst út í vændi eftir að þær hættu að vinna, það er, hafi ekki verið vændiskonur áður. Ein konan sem hún talaði við og er ein fjögur hundruð vændiskvenna í garðinum, seldi sig í fyrsta sinn 68 ára. Áður fyrr ríkti mikil virðing í garð eldra fólks í Suður-Kóreu. Það hef- ur breyst, að sögn Lee. „Ein Bakkus- daman sagði við mig: „Ég þarf ekki að njóta virðingar, ég þarf bara að borða á hverjum degi.““ Karlarnir sem nýta sér þjónustu Bakkusdamanna eru margir hverjir með kynsjúkdóma. Hlutfallið er um 40 prósent, að lágmarki. Skýringuna má meðal annars finna í þeirri stað- reynd að vændiskonurnar sprauta þá með kynörvandi lyfi, einhvers konar Viagra, til að þeir nái honum upp. Nálarnar eru notaðar 10 til 20 sinnum, áður en þeim er hent, að sögn Lee. Vændið fer yfirleitt fram á gisti- heimili í nágrenni neðanjarðar- brautarpallsins. Herbergin eru ágæt- lega búin, að sögn blaðamannsins. Rúm tekur stærstan hluta gólf- plássins en á því er einn koddi. Í herberginu er auk þess sjónvarp og upphitað, rafknúið teppi. Við hlið rúmsins er takki þar sem hægt er að kveikja á sjónvarpinu og horfa á klám. Í herbergjum eins og þessum sækja karlarnir félagsskap, hlýju og kynlíf. Í Suður-Kóreu er það á flestra færi að kaupa kynlíf. Öðru máli } gegnir um matinn. n Kóreskar ömmur leiðast út í vændi n Velferðarkerfið í Suður-Kóreu er í molum n Gamla fólkið hefur ekki efni á mat Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Bruðlbiskup fær nýtt heimili Þýski biskupinn Franz-Pet- er Tebartz-van Elst, sem fékk viðurnefnið bruðlbiskupinn vegna óhóflegrar eyðslu vegna nýs biskupsseturs, er kominn með nýtt heimili. Páfagarður féllst á afsagnar- beiðni Franz fyrr á þessu ári eftir að hann eyddi fimm milljörð- um króna af fé kirkjunnar í nýtt og glæsilegt biskupssetur handa sjálfum sér. Þrátt fyrir afsögnina hefur Franz búið áfram á lúxus- setrinu á meðan kirkjan hefur reynt að finna honum nýtt hlut- verk. Nú er komin lausn í málið og í september mun Franz flytja til Regensburg og taka að sér starf þar. Leigð verður undir hann íbúð og má ætla að reynt verði að gæta hófs í leiguverði. „Við fáum okkur drykk og látum þær hafa svolítinn pening í staðinn Kaupendurnir Karlarnir í Suður- Kóreu hafa tæplega efni á mat en vændisþjónusta er mjög ódýr. Drykkurinn Kaup á drykknum er ávísun á vændi. Ömmurnar hafa meðferðis sprautur með víagra. Reyndi að brenna foreldra sína lifandi Sextán ára piltur frá Ohio í Bandaríkjunum, Mitchell Simon, hefur verið dæmdur í níu ára fangelsi fyrir brennu og tilraun til manndráps á síðasta ári. Simon var dæmdur fyrir að kveikja í húsi foreldra sinna meðan þau voru í svefni, en áður en hann gerði það lokaði hann öllum út- gönguleiðum með reipi. Ástæð- an er talin vera sú að hann fékk skammir í hattinn fyrir að sleppa hljómsveitaræfingu og að hafa uppi ósæmilegt orðbragð á sam- skiptavefnum Facebook. For- eldrar hans báru vitni fyrir dómi og sögðu meðal annars að þau vildu ekki að hann færi í fangelsi, það væri ekki rétti staðurinn fyrir hann. Sálfræðingur sem kom fyr- ir dóminn sagði að Simon hefði sýnt framfarir í viðtalstímum. Þrátt fyrir það væri ákveðin hætta á að hann myndi aftur reyna að vinna foreldrum sínum mein. Seldu vopn fyrir 930 milljarða Þjóðverjar seldu vopn til erlendra ríkja fyrir sex milljarða evra, 930 milljarða króna, á síðasta ári. Er um að ræða 24 prósenta aukn- ingu frá árinu 2012. Spurningarmerki hafa ver- ið sett við suma af stærstu við- skiptavinum Þjóðverja vegna stöðu mannréttindamála, þar á meðal Alsír, Katar, Sádi-Arabíu og Indónesíu. Vopn að verðmæti 562 milljóna evra, 87 milljarða króna, voru seld til þróunarríkja og vopn að verðmæti 12 milljónir evra, 1.800 milljóna króna, voru seld til fátækustu ríkja heims. Stærstu viðskiptavinir Þjóðverja voru Alsír, Katar, Bandaríkin, Sádi-Arabía, Indónesía og Ísrael. Á tján ára gamall maður og nítján ára gömul kona létust eftir að hafa fallið fram af svölum sjö- undu hæðar íbúðablokkar í suðausturhluta Lundúna. Sjónarvott- um ber saman um að parið hafi verið að stunda kynlíf á svölunum – en inni í íbúðinni var gleðskapur í gangi. Samson Oguntayo, 32 ára sjónar- vottur, segist hafa séð parið falla niður. „Þau voru að reyna að athafna sig á svölunum. Maðurinn lyfti henni ítrekað upp á svalahandriðið á með- an þau voru að. Þau hreyfðust fram og aftur. Maður sá að þetta var háskaleik- ur,“ hefur Daily Mail eftir manninum, sem tekur fram að þetta sé alls ekki í fyrsta sinn sem hann verði var við að kynlíf sé stundað á svölum blokk- arinnar. „Á einum tímapunkti virðist sem einhver hafi komið að þeim því þau fóru inn í íbúðina. Svo komu þau út aftur og tóku upp þráðinn,“ seg- ir Oguntayo sem virðist hafa fylgst nokkuð náið með því sem fram fór. Skyndilega sá hann parið falla fram af svölunum. „Við öskruðum bara,“ segir hann um fyrstu viðbrögð sín. Hann hljóp niður stigann, stökk yfir girðingu og hljóp í átt að parinu. Hann fann þau liggjandi í blóði sínu. Annar sjónarvottur fullyrðir að stúlk- an hafi ítrekað beðið drenginn að hætta. Þau hafi þó verið að kyssast. Hann fór að sofa en hrökk upp við há- væran skell tíu mínútum síðar. Helen Millichap, yfirmaður rann- sóknar málsins, segir að svo virðist sem um hafi verið að ræða hræði- legan harmleik. Þau hafi látist af slys- förum og að málið sé rannsakað sem slíkt. n baldur@dv.is Ungmenni létust í ástarleik Hröpuðu fram af svölum sjöundu hæðar í miðjum klíðum Slysstaðurinn Maðurinn ungi lyfti konunni ítrekað upp á handriðið á meðan þau athöfn- uðu sig, að sögn sjónarvotta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.