Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 13.–16. júní 201420 Fréttir Nærmynd n Sveinbjörg Birna sögð hörkudugleg og gáfuð n Starfaði við fast- eignafjárfestingar í Lúxemborg n Hlýtur eldskírn í borgarstjórn Umdeildasta S tjórnmálakonan Svein- björg Birna Sveinbjörns- dóttir spratt fram á sjón- arsviðið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor þegar ákveðið var að hún ætti að leiða lista Framsóknar í Reykjavík. Sveinbjörg, sem er lög- fræðingur, vakti mikla athygli með ummælum sínum um mosku og þvinguð hjónabönd og varð nán- ast á einni nóttu einn umdeildasti stjórnmálamaður landsins. Hún hefur verið varaþingmaður Fram- sóknar í kjördæmi Reykjavíkur suður frá síðustu alþingiskosning- um. Hún hefur hins vegar ekki ver- ið kölluð á þing og hún hefur því litla reynslu af pólitík. Fyrrverandi samstarfsfólk Sveinbjargar og fjöl- skylda lýsa henni með mjög svip- uðum hætti. Hún er hörkudugleg, gáfuð og á auðvelt með samskipti við fólk. Það kom fáum á óvart að sjá hana á vettvangi stjórnmála. Var flugfreyja hjá Atlanta Ferilskrá Sveinbjargar er nokk- uð tilkomumikil en þar fer mik- ið fyrir störfum tengdum lögfræði og skattamálum. Samkvæmt fer- ilskrá hennar á samfélagsmiðlin- um LinkedIn útskrifaðist hún úr Álftamýrarskóla árið 1989 og hélt þaðan í Verslunarskóla Íslands þar sem hún lauk stúdentsprófi á fimm árum, en í eitt ár var hún skipt- inemi í Nantes í Frakklandi. Árið 1995 hóf hún svo laganám við Há- skóla Íslands sem hún lauk árið 2001. Með námi starfaði hún sem flugfreyja hjá Air Atlanta, frá ár- unum 1995–1998. Hún hætti hins vegar þar þegar hún eignaðist elsta barn sitt og vann ekki með námi í tvö ár. Fyrrverandi samstarfskonur hennar þar bera henni vel söguna. „Það var gaman að tala við hana. Hún var alltaf brosandi, þægileg og viðmótsblíð. Þetta er greinilega kona sem veit hvað hún vill, þó ég sé ekki sammála öllu sem hún ger- ir í dag, þá er þetta flott kona. Það kom mér ekki á óvart að sjá hana í pólitík, maður sér það á sumum að þeir vita hvað þeir eru að segja og geta staðið fyrir máli sínu,“ seg- ir kona sem starfaði sem flugfreyja hjá Air Atlanta með henni. Svipaða sögu segir önnur fyrr- verandi samstarfskona hennar hjá Air Atlanta. „Við þekktumst ekki persónulega en það var mjög gam- an að vinna með henni, hún var skemmtileg samstarfskona. Hún var einlæg og það var nóg um að vera hjá henni. Hún var klár og opin, átti auðvelt með að umgang- ast fólk og segja það sem henni fannst. Samt á diplómatískan hátt, svo það kom mér lítið á óvart að sjá hana í stjórnmálum.“ Fjárfesti í Panama Hún fór síðar að vinna hjá Deloitte sem ráðgjafi á sviði lögfræði og skattamála og þar var hún í fjögur ár. Frá árinu 2002 hefur hún ver- ið löggiltur fasteignasali og einnig fyrirtækja- og skipasali, samkvæmt heimasíðu Lögmanna í Hamra- borg. Eftir að hún lauk störfum hjá Deloitte árið 2004 starfaði hún sem sjálfstæður lögmaður í þrjú ár. Árið 2007 söðlaði hún hins vegar um og fluttist til Lúxemborgar þar sem hún var verkefnastjóri á fasteigna- fjárfestingarsviði útibús Aska Capi- tal í smáríkinu. Samkvæmt LinkedIn-síðu Sveinbjargar vann hún þó aðeins í sex mánuði þar, áður en hún færði sig til Investum s.á.r.l., sem einnig var í Lúxemborg. Fyrirtækið sér- hæfði sig í fjárfestingum í fasteign- um, en Sveinbjörg hefur mikinn áhuga á slíku eins og ferilskrá- in hennar ber með sér. Meðfram starfi sínu hjá Investum starfaði hún fyrir hóp fjárfesta sem kallað- ist „Investments Panama“ og átti fasteign þar í landi. Vinnan var ekki borguð en hún var sjálf á með- al fjárfesta. Frjó og drífandi í hugsun Sveinbjörg missti hins vegar vinnuna hjá Investum og var í heilt ár atvinnulaus í Lúxemborg, ef frá er talin staða sem hún gegndi hjá EFTA-dómstólnum. Þar fékk hún stöðu lærlings og fékk lágmarks- laun fyrir. Á endanum sneri hún þó aftur heim til Íslands og hóf störf á skattasviði Ernst & Young. Fyrr- verandi samstarfsmaður henn- ar þar lýsir henni sem kraftmikilli konu. „Það er mjög margt um hana að segja, hún er rosalega drífandi og frjó í hugsun. Hún getur ver- ið með margt á prjónunum í einu og sinnt mörgum stórum verkefn- um. Ferilskráin hennar er þrælgóð og einhverra hluta vegna er það þannig að hún hefur náð að koma sér rosalega vel áfram,“ segir sam- starfsmaðurinn. Málflutningur hennar í aðdraganda sveitarstjórn- arkosninga kom honum á óvart. „Ég held að þetta séu orð sem hún hefur látið falla í fljótfærni og ég held að meiningin á bak við séu ekki trúarfordómar. Hún er ekki týpan í að vera með andúð gagn- vart einhverjum trúarhópum, ég held að það hafi verið uppsafn- að klúður einhvern veginn,“ segir hann og á þar við ummæli Svein- bjargar um mosku og þvinguð hjónabönd í fjölmiðlum. Hann segist ekki muna eftir því að hún hafi misst hluti út úr sér í fljótfærni í vinnunni: „En hún er mjög ör. Er með margt á prjónunum og alltaf með mörg járn í eldinum í hverju sem hún er að gera, en á móti mjög drífandi og ákveðin,“ segir maður- inn og tekur undir orð þeirra sem unnu með henni á Atlanta um að hún sé skemmtileg og það sé gam- an að vera í kringum hana. Skilnaður og flutningur heim Sveinbjörg kynntist fyrrverandi eiginmanni sínum, Hauki Alberti Eyjólfssyni, í Verslunarskóla Ís- lands. Þau urðu hins vegar ekki par fyrr en þau bjuggu bæði í Sádi-Ar- abíu, en þar var hún í þrjú sum- ur í vinnu fyrir Atlanta. Þau skildu síðan árið 2009, eftir fimmtán ára samband. Þá sneri hún heim til Ís- lands frá Lúxemborg með börnin þeirra þrjú. Haukur starfar enn fyr- ir Atlanta og býr stóran hluta ársins í Dubai, á milli þess sem hann kemur til Íslands. Starfaði í Háteigskirkju Sveinbjörg gegndi starfi gjaldkera í sóknarnefnd Háteigskirkju á síð- asta ári. Formaður nefndarinn- ar, Sigríður Guðmundsdóttir, ber henni söguna vel. „Hún er eld- klár og skemmtileg kona. Við höf- um átt opin og góð samskipti, inn- an kirkjunnar. Utan hennar hef ég ekki kynnst henni, en það kom mér ekki sérstaklega á óvart að sjá hana í stjórnmálum. Mér finnst hún frekar sýna umburðarlyndi en að hún sé einhver heittrúuð mann- eskja, það er mín reynsla af henni,“ segir Sigríður. Tók frá lóð í Súðavík í tvö ár Faðir Sveinbjargar er uppalinn í Súðavík, og eftir að hún kom heim frá Lúxemborg hugðist hún styrkja tengslin við Súðavík. Hún tók frá lóð þar sem hún hugðist byggja einbýlishús. Aldrei gerðist samt neitt og þegar fresturinn til að greiða fyrir lóðina var að renna út fóru sveitarstjórnarmenn í Súðavík að ókyrrast og höfðu við hana sam- band. Þá tók hún lóðina aftur frá í annað ár, en aldrei varð úr áform- um hennar um að byggja sér ein- býlishús á svæðinu. Fólk í Súðavík segir að mikið hafi farið fyrir henni þegar hún heimsótti bæinn og að gustað hafi um hana, þó aðallega á jákvæðan hátt. Hún hafi ekki ver- ið í neinum feluleik með plön sín um að byggja á svæðinu, en á end- anum fór þó svo að hún hætti að koma og sveitarfélagið nýtti lóðina undir bílastæði. Í einni af heimsóknum sínum fór hún á myndlistarsýningu hjá listakonunni Sigríði Rannveigu Jónsdóttur, sem hélt þá sína fyrstu sýningu. Sveinbjörg tók frá tvö málverk og sagðist ætla að sækja þau síðar, og greiða fyrir þau um leið. Ekkert varð þó af því frekar en af byggingu hússins og eftir sat listakonan með sárt ennið. Á end- anum fór þó svo að verkin seldust fyrir í kringum 160 þúsund krónur, en Sveinbjörg hafði haft þær frá- teknar í þó nokkurn tíma. „Margir svolítið hræddir við hana“ Allir fjölskyldumeðlimir Svein- bjargar sem DV talaði við bera henni vel söguna og segja hana stórkostlega manneskju sem hafi mikla yfirburði yfir annað fólk hvað andlegt atgervi áhrærir. Svo djúpur er brunnur visku hennar að sögn móður hennar, Sesselju Ingj- aldsdóttur, að valdafólk fyllist ótta og upplifir hana sem ógn. „Það eru margir svolítið hræddir við hana. Manni sýnist það; þeir sem stjórna hér. Það er út af því að hún er alltof dugleg og klár í höfðinu, það er stóra málið. Hún var svo dug- leg í námi að menn þurftu að rífa bækurnar af henni. Hún þurfti eig- inlega ekkert að vera með bækurn- ar, það var þannig,“ segir Sesselja. Sem áður greinir mátti Svein- björg þola mikla gagnrýni í að- draganda kosninganna, en hvað fannst mömmu hennar um moskumálið? „Eigum við ekki að fá gefins lóðir? Vilt þú ekki fá gef- ins lóð? Ég vil fá gefins lóð. Fáum við það? Fáum við það?“ spyr hún blaðamann, sem svarar neitandi um hæl, og heldur áfram: „Nei, einmitt. Hún var ábyggilega að spekúlera í réttlætinu. Það á að vera þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál. Við eigum að fá að ráða hvað við höfum í okkar borg; það er lýðræðið með stóru elli. Hitt er eins og Sovétríkin.“ Aðspurð hvort hún sé sammála dóttur sinni um það að moska eigi ekki að rísa í Sogamýrinni seg- ir Sesselja: „Íslendingar eiga að fá að ráða yfir sínu landi. Við eigum ekki að láta einhvern einn eða tvo segja okkur hvernig hlutirnir eiga að vera. Við erum kristin þjóð. Við höldum í okkar siði og megum fara með okkar faðir vor – enn þá. Við eigum að fá að ráða hvað kemur inn í okkar land. Við eigum að fá að hafa okkar land fyrir okkur líka. Ís- lendingar eiga að ráða.“ Skopmyndin tók á Sesselja segir umræðuna hafa ver- ið óvægna og að hún hafi tekið á fjölskylduna. Um þverbak hafi síðan keyrt á kjördag þegar mynd af dóttur hennar birtist á leiðara- síðu Fréttablaðsins í Ku Klux Klan- klæðnaði. Sú mynd særði Sesselju og fjölskylduna alla djúpu sári. „Hvað heldur þú? Þegar það er verið að skíta fólk svona út. Það er auðvitað áfall fyrir fólk. Mér fannst myndin ógeðsleg. Þetta var óhugn- anlegt. Ég er alveg hissa á því að Ís- lendingar leggist svona lágt.“ Systir Sveinbjargar, Guðbjörg Gerður Sveinbjörnsdóttir, tekur í svipaðan streng. Hún segist ekki kannast við þá mynd sem fjöl- miðlar og fólk í athugasemdakerf- um draga upp af Sveinbjörgu, sú manneskja sé ekki Sveina systir. „Ég tók þá ákvörðun að lesa þessar athugasemdir ekki því mér fannst þær svo ómálefnalegar.“ Hver er þá Sveina systir? „Hvernig mann- eskja er systir mín?“ svarar hún, hlær létt og bætir við: „Hún er frá- bær manneskja, réttsýn, vel gef- in og traust manneskja. Það eru fyrstu orðin sem koma upp í hug- ann á mér.“ Pólitík Sveinbjargar Afskipti Sveinbjargar af pólitík hófust árið 2001 þegar hún skráði sig í Sjálfstæðisflokkinn og tók þátt í þeirra starfi. Eftir það var hún ekki virk í flokknum og það var ekki fyrr en árið 2012 sem hún gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Hún tók strax mikinn þátt í starfi flokksins og var í þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Strax haustið 2012 var hún farin að láta til sín taka í umræðu um skulda- mál. Á YouTube má finna upp- töku frá laugardagsspjalli Fram- sóknarfélags Reykjavíkur þar sem hún hélt fyrirlestur sem bar heitið „Skuldin mín og skuldin þín?“ Frá aðdraganda kosninganna má einnig finna myndskeið frá pall- borðsumræðum þar sem Gylfi kona Íslands Rögnvaldur Már Helgason rognvaldur@dv.is „Hún er eldklár og skemmtileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.