Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 27
Helgarblað 13.–16. júní 2014 Fréttir Erlent 27 Vilja banna betl í Noregi Svo gæti farið að bannað verði að betla á götum Noregs á næsta ári. Þetta er að minnsta kosti vilji ríkisstjórnar Noregs, en nokk- uð hefur verið karpað um þetta á norska stórþinginu að undan- förnu. Samsteypustjórn Hægriflokks- ins og Framfaraflokksins náði samkomulagi við Miðflokkinn, sem er í minnihluta, um málið á þriðjudag og bendir því flest til þess að blátt bann verði lagt við betli í Noregi. Ekki eru allir sáttir við fyrirhugað bann. Einn þeirra er Kjell Ingolf Ropstad, þing- maður Kristilegra demókrata. „Betl er neyðarúrræði hjá fá- tæku fólki í Noregi og þess vegna finnst mér skrítið að þetta verði bannað,“ segir hann. Nokk- uð hefur borið á því að erlendir einstaklingar, flestir frá Rúmeníu, komi gagngert til Noregs til að betla á götum úti. Í stjórnarsátt- mála Hægriflokksins og Fram- faraflokksins eftir kosningarn- ar í haust kom fram að það yrði í höndum sveitarstjórna í Noregi að ákveða hvort bann yrði lagt við betli. Marka þessar áætlanir sam- steypustjórnarinnar því nokkra stefnubreytingu. Starfar áfram sem læknir Þýskur læknir, sem dæmd- ur var í Noregi fyrir kynferðis- brot gegn fjórum sjúklingum sínum, starfar nú sem læknir í fullu starfi þrátt fyrir að hafa verið sviptur starfsréttindum í Noregi og leyfi fyrir að starfa sem læknir. Eftir að hafa verið fund- inn sekur, bæði fyrir undir- rétti og áfrýjunarrétti í Bergen, flutti maðurinn til Þýskalands þar sem hann hóf störf. Dag- bladet greinir frá því að þar sem ekki er til neitt samræmt evrópskt leyfiskerfi fyrir lækna höfðu þýsk heilbrigðisyfirvöld ekki hugmynd um forsögu mannsins. Í samtali við Dag- bladet játaði læknirinn því að hafa ekki látið vinnuveitendur sína vita að hann hefði verið dæmdur. „Sýrland verður eins og Sómalía“ n Lakdar Brahimi dregur upp dökka mynd af framtíð Sýrlands L akhdar Brahimi, fyrrverandi friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalags- ins í málefnum Sýrlands, dreg- ur upp dökka mynd af stöðu Sýrlands og telur að landið verði aldrei eins og það var áður en stríðið braust út. Árið 2012 var Brahimi, sem er Alsíringur, fenginn til að freista þess að koma á friði í Sýrlandi en hann lét af störfum í maí síðastliðnum þegar honum þótti augljóst að friðarumleit- anir myndu engan árangur bera. Brahimi var í ítarlegu viðtali í þýska blaðinu Spiegel á dögunum. Sagði af sér Þegar Brahimi var ráðinn árið 2012 töldu margir að verkefni hans yrði næsta ómögulegt. Í viðtalinu segir Brahimi að hugmyndin hafi verið sú að Bashar al-Assad, hinn umdeildi forseti Sýrlands, myndi stíga til hliðar sem forseti og verða valdalaus. Hann myndi þó deila reynslu sinni áfram með nýrri ríkisstjórn og hjálpa til við að koma á stöðugleika í landinu. „Þetta er það sem mig dreymdi um og dreymir enn um,“ segir hann. Ekki gekk þetta þó eftir og eftir að friðar- viðræður í Genf fóru út um þúfur í ársbyrjun tilkynnti Brahimi um af- sögn sína. „Þegar þessar viðræður skiluðu engu áttaði ég mig á því að ekkert myndi gerast í bráð.“ Fulltrúar sýrlenskra stjórnvalda og samtaka stjórnarandstæðinga settust við samningaborðið með Brahimi en engin áþreifanleg niðurstaða fékkst. Snýst um Assad Bashar al-Assad hefur notið stuðn- ings Rússa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á meðan önnur ríki hafa stutt stjórnarandstæðinga, meðal annars Bandaríkin. Brahimi segir að hvorki Rússar né Bandaríkjamenn hafi getað sannfært bandamenn sína um að ganga til viðræðna með það að markmiði að leysa deiluna. Hann segir að deilan snúist að miklu leyti um það að Bashar al-Assad sé enn forseti Sýrlands þrátt fyrir að borg- arastyrjöldin hafi dregið hundruð þúsundir til dauða. „Fulltrúar sýr- lensku stjórnarinnar komu til Genfar til þess eins að þóknast Rússum og vildu ekki ræða eitt né neitt. Stjórn- arandstæðingarnir voru tregir til að ganga að samningaborðinu og komu mjög illa undirbúnir. Þeir vildu helst hernaðarlega lausn en voru samt til- búnir að ræða við Assad svo lengi sem það væri einhver von um að hann myndi hverfa frá völdum.“ Endurkjörinn til sjö ára Bashar al-Assad hefur ávallt harðneitað að stíga frá völdum jafn- vel þótt það kæmi landinu til góðs. Það hefur ekki einu sinni komið til greina að annar aðili, sem stríðandi fylkingar væru sáttar við að tæki að sér völdin, tæki við embætti for- seta. „Þetta er hans stjórn og hann hefur enn löngun til að vera for- seti,“ segir Brahimi þegar hann er beðinn um að segja sína skoðun á þessu tangarhaldi Assads. „Stjórnin er byggð í kringum hans persónu. Hann segir: Ef meira en helmingur þjóðarinnar vill hafa mig í embætti verð ég áfram í embætti. Ef ekki þá hverf ég frá völdum.“ Assad var ný- lega endurkjörinn forseti Sýrlands og mun hann gegna því embætti næstu sjö árin að óbreyttu. „Önn- ur fylkingin segir að engin lausn fá- ist nema Assad verði áfram forseti á meðan hin fylkingin segir að engin lausn fáist nema Assad fari,“ segir Brahimi og bendir á hversu erfitt það sé að fá lausn í deilumálin í Sýrlandi. Veit af voðaverkum Brahimi segir að Assad viti allt um það hvernig herinn beitir sér í Sýr- landi, en þúsundir óbreyttra borg- ara hafi látið lífið í sprengjuárásum í landinu – oftar en ekki í árásum sem stjórnarherinn hefur staðið fyr- ir. „Hann veit fjandi mikið. Kannski veit hann ekki um öll smáatriðin en ég er viss um að hann geri sér grein fyrir því að það er verið að pynta fólk, drepa fólk, varpa sprengjum og leggja borgir í rúst. Hann getur ekki litið framhjá þeirri staðreynd að fjöldi flóttamanna þar er 2,5 milljónir – tala sem mun bara hækka. Hann veit að það eru 50 til 100 þúsund manns í fangelsum og margir þeirra eru pyntaðir á degi hverjum.“ Brahimi segist hafa borið þetta undir Assad og meðal annars látið hann hafa lista sem innihélt 29 þús- und nöfn einstaklinga sem taldir eru vera í fangelsum landsins. Stríðsglæpir dag hvern Að sögn Brahimis eru voðaverk- in ekki bara framin af stjórn Assads því stjórnarandstæðingar og upp- reisnarhópar beri sína ábyrgð líka. „Þarna eru stríðsglæpir framdir á hverjum einasta degi, af báðum að- ilum. Hungur er notað sem vopn,“ segir hann. Hann hefur trú á því að þeir sem beri ábyrgð verði dregn- ir til ábyrgðar fyrr en síðar en sér- stök rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna safnar saman gögnum um mannréttindabrot og stríðsglæpi sem framdir eru í Sýr- landi. Stríðsherrar í öllum hornum Ljóst er að langur tími mun líða þar til friður kemst á í Sýrlandi. Þegar Brahimi er beðinn um að spá fyrir um framtíð Sýrlands og nágrannaríkja þess segist hann hafa vissar áhyggj- ur. „Nema mikil og alvöru vinna verð- ur lögð í að koma á friði er hætta á að allt fari í loft upp. Þessi deila verð- ur ekki bundin við Sýrland. Nú þegar er óstöðugleiki í Líbanon þar sem 1,5 milljónir flóttamanna eru, það jafn- gildir þriðjungi af íbúafjölda lands- ins,“ segir hann. Bendir hann á að samtökin ISIS, sem stendur fyrir Ís- lamska ríki Íraks og Sýrlands, séu mjög virk í Sýrlandi og Írak og hafi náð fótfestu í Jórdaníu og í Tyrklandi. Brahimi er svartsýnn á fram- tíð Sýrlands sem fyrr segir. „Sýr- land verður eins og Sómalía. Landið verður ekki sundrað eins og margir hafa spáð. Þetta verður mislukkað (e. failed) ríki þar sem stríðsherrar verða hver í sínu horni.“ Þegar hann er spurður hvað al- þjóðasamfélagið, Evrópa einna helst, getur gert, segir hann: „Ríkis- stjórnir verða að átta sig á því hversu hættuleg staða er komin upp og hversu mikilvægt það er að vinna að pólitískri lausn.“ n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Ömurlegt ástand Ástandið í Sýr- landi hefur verið hryllilegt undanfarin ár. Enn sér ekki fyrir endann á stríðinu. Sagði af sér Brahimi sagði af sér eftir að honum þótti ljóst að friður myndi ekki komast á í Sýrlandi í bráð. Fangelsaður í fimmtán ár Egypskur dómstóll hefur dæmt aðgerðasinnann Alaa Abdul Fattah í fimmtán ára fangelsi fyr- ir ólögleg mótmæli og árás á lög- regluþjón. Fattah lék lykilhlut- verk í uppreisninni gegn Hosni Mubarak, fyrrverandi forseta Eg- yptalands, árið 2011. Hann var handtekinn í nóvember síðast- liðnum fyrir þátttöku sína í mót- mælum sem beindust gegn banni við mótmælum, eins einkennilega og það hljómar. Fattah fékk ekki að vera viðstaddur réttarhöldin yfir sér og hefur lögmaður hans tilkynnt að dómnum verði áfrýjað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.