Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 50
Helgarblað 13.–16. júní 201450 Sport Mánudagur 16. júní G-riðill: Þýskaland – Portúgal kl. 16 „Þetta verða stálin stinn. Ég held samt að það þýska hafi sigur þarna, 2-1. Ég held að Þýskaland og Portúgal fari áfram úr þessum riðli.“ Margir búast við því að Þjóðverjar leiki til úrslita á mótinu sem kemur kannski ekki á óvart sé litið á leikmannahópinn. Þjóðverjar eru í 2. sæti á styrkleikalista FIFA en Portúgal er í 4. sæti og því má segja að þarna séu tvö af allra bestu landsliðum heims að mætast. F-riðill: Íran – Nígería kl. 19 „Ég hef ekki mikla trú á Íran í þessu móti og Nígería held ég að muni ekki heldur ríða feitum hesti. Þar sem að einn besti vinur minn er mikill stuðningsmaður Nígeríu þá verð ég að spá þeim góðu gengi og þeir leggja Íran að velli, 1-0.“ Eins og Freyr bendir á bendir ekki margt til þess að þessi lið komi á óvart í mótinu. Íran er í 43. sæti á styrkleikalista FIFA en Nígería í 44. sæti. G-riðill: Gana – Bandaríkin kl. 22 „Þetta verður mjög mikilvægur leikur fyrir þessi lið og verður báðum liðum vonbrigði að hann endar með jafntefli, 1-1.“ Það verður spennandi að sjá hvort Aron Jóhannsson fái tækifæri með bandaríska liðinu á mótinu. Flestir reikna með því að bæði þessi lið sitji eftir í þessum riðli. Gana er í 37. sæti á styrkleikalista FIFA en Bandaríkin í 13. sæti. HM-veislan fer á fullt um helgina n Fjölmargir leikir á HM um helgina n Freyr Alexandersson spáir í alla leikina Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is H eimsmeistarakeppnin í fót- bolta er komin á fullt og um helgina fara fjölmargir leikir fram í þessari stærstu knattspyrnuveislu heims. Nokkrir mjög svo athyglisverðir leik- ir fara fram í keppninni. Fyrstu um- ferð A-riðils lýkur í dag, föstudag, með leik Mexíkóa og Kamerúna. Þá byrjar keppni í B-riðli einnig í dag þegar Spánverjar og Hollendingar mætast. Síðasti leikur dagsins er svo viðureign Chile og Ástralíu. Keppni í C-riðli hefst á laugardag þegar Kól- umbíumenn og Grikkir mætast annars vegar og hins vegar Fílabeins- ströndin og Japan. Þá fara fram tveir leikir í dauðariðlinum svokallaða, D-riðli, þegar Úrúgvæ og Kostaríka mætast og England og Ítalía. DV fékk Frey Alexandersson, þjálfara kvennalandsliðsins í knattspyrnu og þjálfara Leiknis í 1. deild karla, til að spá í leiki helgarinnar á HM. n Föstudagur 13. júní A-riðill: Mexíkó – Kamerún kl. 16 „Brassarnir fara áfram úr þessum riðli en það er spurning hvaða lið fylgja þeim. Ég spái því að mínir menn frá Afríku, Kamerún, vinni. Þetta verður samt hnífjafn leikur en ég held að Kamerún vinni 2-1,“ segir Freyr. Flestir spá því að Brasilía og Krótía fari upp úr A-riðli og því er þetta mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mexíkó er í 20. sæti á heimslista FIFA en Kamerún í 56. sæti, fjórum sætum fyrir neðan Ísland. B-riðill: Spánn – Holland kl. 19 „Þetta verður hörkuleikur. Það eru allir hrifnir af Spáni og það eru alltaf væntingar til Hollendinga og ég vona að þeim gangi vel. Ég spái þessum leik jafntefli, 1-1. Ég held og vona að Spánn og Holland fari upp úr þessum riðli,“ segir Freyr en þessi lið léku einmitt til úrslita á síðasta heimsmeist- aramóti þar sem Spánverjar unnu 1-0 eftir framlengdan leik. Spánverjar eru sigurstranglegri en enginn skyldi þó útiloka Louis van Gaal og lærisveina hans í hollenska liðinu. Spánverjar eru í 1. sæti á styrkleikalista FIFA en Hollendingar í 15. sæti. B-riðill: Chile – Ástralía kl. 21 „Þetta verður mikilvægur leikur fyrir þessi lið. Chile nær fram sigri þarna, 2-0. Ég reikna með að Ástralía fari stigalaust heim og nái ekki í stig gegn Spán- verjum eða Hollendingum.“ Margir telja að Chile verði það lið sem muni koma einna mest á óvart í keppninni, en til þess að komast áfram úr ógnarsterkum B-riðli verða þeir að öllum líkindum að leggja annað hvort Spán eða Holland að velli. Chile er í 14. sæti á styrkleikalista FIFA en Ástralía talsvert neðar, eða í 62. sæti. Laugardagur 14. júní C-riðill: Kólumbía – Grikkland kl. 16 „Ég er enn þá smitaður af því að Grikkland spili mjög varnarsinnaðan og leiðinlegan fótbolta án þess að vita nokkurn skapaðan hlut um það í dag. Ég spái þessum leik því jafntefli, 0-0. C-riðillinn er mjög opinn og ég held að það geti allt gerst. Ég held reyndar að hvorugt þessara liða fari áfram.“ Freyr hefur rétt fyrir sér. Grikkir skoruðu aðeins 12 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en fengu á sig 4. Kólumbía er í 8. sæti heimslista FIFA en Grikkland í 12. sæti. D-riðill: Úrúgvæ – Kostaríka kl. 19 „Úrúgvæ er með mjög spennandi lið og með einn heitasta leikmann Evrópu í sínum röðum, Luis Suarez. Það er vonandi að hann verði orðinn heill. Ég vona að þeim gangi vel á mótinu og ég spái þeim 2-0 sigri í fyrsta leik. Ég held að Úrúgvæ fari upp úr þessum riðli.“ Nokkur styrkleikamunur er á þessum liðum. Úrúgvæ er í 7. sæti á heimslista FIFA en Kostaríka í 28. sæti. D-riðill: England – Ítalía kl. 21 „Þetta verður spennandi leikur og tvö stórveldi að mætast. Ég held að þetta verði varfærnislega spilaður leikur sem endar með 1-1 jafn- tefli. Það er kannski minni pressa á Englandi en áður en mér finnst þeir ekki vera með nægilega gott lið til að fara langt í þessari keppni. Ég hef meiri trú á Ítalíu og Úrúgvæ í þessum riðli, en auðvitað vill maður að Englandi gangi vel.“ Þessi lið eru nokkuð jöfn að gæðum en Ítalir hafa hefðina með sér. England er í 10. sæti á heimslista FIFA en Ítalía í 9. sæti. C-riðill: Fílabeinsströndin – Japan kl. 01 „Þetta verður sterkur sigur hjá Afríkuliðinu, þeir vinna þarna góðan 2-0 sigur. Ég hef samt trú á að bæði lið fari áfram úr þessum riðli. Og Japan klári Grikkland og Kólumbíu. Þetta er frekar veikur riðill miðað við aðra í keppninni og ég reikna með að þessi lið fari ekki lengra en í 16 liða úrslit.“ Þarna mætast sterkustu lið Afríku og Asíu. Fílabeins- ströndin er í 23. sæti á styrkleikalista FIFA en Japan er í 46. sæti. Sunnudagur 15. júní E-riðill: Sviss – Ekvador kl. 16 „Ég vona að Sviss gangi sem allra best á þessu móti. Þeir eru með skemmtilegt lið og ég spái að þeir landi 2-1 sigri. Það eru margir í Breiðholti sem halda með Sviss. Annars er þetta lykilleikur hjá Sviss upp á að fara áfram úr riðlinum. Ekvador er sýnd veiði en ekki gefin og þetta verður erfiður leikur.“ Íslendingar þekkja svissneska liðið vel enda léku þau saman í undankeppninni. Sviss er í 6. sæti á heimslista FIFA en Ekvador í 26. sæti. E-riðill: Frakkland – Hondúras kl. 19 „Frakkarnir fá góða byrjun og munu þurfa á henni að halda, annars fer allt í loft í þeirra herbúðum eins og vanalega. Ég held að þeir vinni þarna örugglega, 3-0. Ef Frakkarnir ná góðum úrslitum þá gæti ég trúað að þeir færu alla vega í 8 liða úrslit.“ Frakkar hafa ekki riðið feitum hesti frá síðustu heimsmeistarakeppnum, eða síðan þeir urðu heimsmeistarar á heimavelli árið 1998. Þeir eru þó sterkari en Hondúras á pappírunum svokölluðu; sitja í 17. sæti á styrkleikalista FIFA en Hondúras er í 33. sæti. F-riðill: Argentína – Bosnía og Hersegóvína „Ég er mjög spenntur fyrir argentínska liðinu, sérstaklega hvernig Lionel Messi tekur á við þessa keppni. Ég hef trú á að Messi mæti vel stemmdur og verði stjarna mótsins. Þeir vinna þarna, 3-0. Bosníumenn eru með gott lið og eru vel skipulagðir. Ég vona að þeir verði öflugir á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en þeir eiga ekki séns í Argentínu, held ég.“ Bosnía og Hersegóvína er eina þjóðin á þessu heimsmeistaramóti sem ekki hefur verið með áður. Það verður því spennandi að sjá frumraun þeirra gegn þeim allra bestu. Argentínumenn eru í 5. sæti á heimslista FIFA en Bosnía í 21. sæti. Sigurmarkið Andres Iniesta skoraði eina markið í úrslitaleik Spánverja og Hollendinga 2010. Þessi lið mætast að nýju í B-riðli HM í kvöld, föstudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.