Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 8
Helgarblað 13.–16. júní 20148 Fréttir Einokunin er að baki eftir milljarðs gróða n Samkeppni í miðlun símanúmera n Kostnaðurinn minnst 160 krónur F yrirtækið Já hf., sem á síðustu árum hefur greitt meira en milljarð króna í arð til hluthafa sinna, mun á næsta ári missa þá einokunarstöðu í meðferð símaupplýsinga sem fyrirtækið hef- ur haft síðustu ár. Upplýsingarnar um að endir skuli bundinn á einok- unarstöðu Já hf. komu fram í fréttatil- kynningu frá samkeppnisaðila Já hf., Miðlun, í síðustu viku. Póst- og fjar- skiptastofnun tók þá ákvörðun. Já hf. er að stofninum til fyrirtæki sem var í eigu íslenska ríkisins þar til Síminn hf. var einkavæddur árið 2005. Segja má að fyrirtækið hafi því fengið þessa einokunarstöðu sína á þessu sviði upplýsingamiðlunar í arf frá íslenska ríkinu. Fleiri geta notað upplýsingarnar Já hf. rekur upplýsingaþjónustur, 118, 1818 og 1811, þar sem hægt er að fá upplýsingar um símanúmer á Íslandi gegn gjaldi. Stærsti eigandi Já hf. er fagfjárfestasjóður sem er í stýringu hjá fjármálafyrirtækinu Auði Capi- tal en hann á 85 prósenta hlut í fé- laginu. Þær Sigríður Oddsdóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir eiga svo saman 15 prósent í fyrirtækinu. Í fréttatilkynningunni frá Miðlun sagði: „Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sem binda mun enda á ein- okun Já upplýsingaveitna á símanúm- eraupplýsingum einstaklinga. Þriggja stafa símanúmerinu 118 verður lok- að á næsta ári og upplýsingaþjónusta um símanúmer einstaklinga verður framvegis í gegnum númer sem byrja á 1800. Með þessari ákvörðun eru það ekki lengur Já upplýsingaveitur sem hafa forræði yfir símaskrárupplýsing- um einstaklinga, heldur annast hvert fjarskiptafyrirtæki gagnagrunn um númer sinna viðskiptavina. Þær upp- lýsingar geta fjarskiptafyrirtækin síð- an látið þriðja aðila í té sem veitir al- menningi númeraupplýsingar.“ Arður upp á 500 milljónir Já. hf. hefur á síðustu árum skil- að miklum hagnaði. Árið 2012 nam hagnaðurinn til að mynda 257 millj- ónum króna og gerði stjórn félagsins tillögu um að nær allur hagnaðurinn skyldi greiddur út sem arður í fyrra. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2013 liggur hins vegar ekki fyrir. Í ársreikn- ingnum árið á undan, 2012, kemur hins vegar fram arðgreiðsla upp á 250 milljónir króna vegna góðs rekstrar árið 2011. Samtals nema arðgreiðsl- ur út úr félaginu frá árinu 2009 1.150 milljónum króna og greiddur og boð- aður arður fyrir tvö síðustu rekstrarár samtals 500 milljónum. Kostnaðurinn minnst 160 krónur Líkt og fjallað hefur verið um í DV þá er þjónustan sem Já hf. hefur veitt ekki ódýr. Fyrirtækið tekur upphafs- gjald upp á 85 krónur og strax bæt- ast 75 krónur við það gjald en það er einmitt mínútugjaldið fyrir símtal í 118. Hver mínúta þar á eftir kostar því 75 krónur aukalega. Tenging við símanúmerið kostar svo 50 krón- ur aukalega þar sem flutningurinn sjálfur kostar 39 krónur auk þess sem hann fær sent sms sem kostar 11 krónur. Símtal sem varir innan við mínútu og felur í sér flutning í núm- erið sem beðið er um kostar því 210 krónur. Fyrirtaksrekstur Þegar litið er yfir rekstrarreikning Já hf. sést vel hversu þjónusta fyrir- tækisins er arðbær. Sala á þjónustu nam árið 2012 rúmum 1.084 millj- ónum króna en kostnaðarverðið á bak við hana var rúmar 563 milljón- ir króna. Rekstrarkostnaðurinn var svo tæpar 235 milljónir króna og og eftir stóð hagnaður upp á rúmlega 307 milljónir sem eftir skattgreiðsl- ur fór niður í 256 milljónir króna. Með öðrum orðum: Fyrirtæki sem sýnt hefur traustan hagnað í nokkur ár sem endurspeglast aftur í háum arðgreiðslum síðastliðin ár. Já hf. hefur sannarlega malað gull. Með úrskurði Póst- og fjarskiptastofnun- ar er öðrum aðilum einnig gert kleift að bjóða upp á sambærilega þjón- ustu og má ætla að þar með ljúki þessu mikla hagnaðarskeiði í sögu Já hf. n „Póst- og fjar- skiptastofnun hefur birt ákvörðun sem binda mun enda á einok- un Já upplýsingaveitna á símanúmeraupplýsingum einstaklinga. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Vel rekið fyrirtæki Já hf. hefur á síðustu árum verið einstaklega vel rekið og skilað góðum hagnaði sem leitt hefur til hárra arðgreiðslna. Sigríður Oddsdóttir er fram- kvæmdastjóri og einn af hluthöfum Já hf. Flestir strikuðu út Böðvar 528 útstrikanir í sveitarstjórnar- kosningunum í Reykjanesbæ Böðvar Jónsson, sem var í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ, var sá frambjóðandi sem hvað oftast var strikaður út af kjörseðlinum. Þeir voru 221 tals- ins en samtals voru 468 útstrikan- ir í sveitarstjórnarkosningunum. Þetta kemur fram á vefsíðu Spyr.is] sem hefur undanfarna daga tekið saman útstrikanir á landinu öllu. Í svari frá kjörstjórn Reykjanes- bæjar eru tekin fram nöfn þeirra sem voru strikuð út. Athugið að nöfn eru aðeins upptalin ef út- strikanir telja þau nöfn í þremur algengustu sætunum: Á-listi, Frjálst afl. Samtals 35 útstrikanir n Elín Rós Bjarnadóttir 12 n Gunnar Örlygsson 7 n Davíð Viðarsson 6 B-listi, Framsóknarflokkur. Samtals 7 útstrikanir n Kristinn Jakobsson 7 D-listi, Sjálfstæðisflokkur. Samtals 395 útstrikanir n Böðvar Jónsson 221 n Björk Þorsteinsdóttir 41 n Steinunn Una Sigurðardóttir 39 S-listi, Samfylking og óháðir. Samtals 26 útstrikanir n Guðný Birna Guðmundsdóttir 9 n Friðjón Einarsson 7 n Dagný Steinsdóttir 3 Y-listi, Bein leið. Samtals 32 útstrikanir n Guðbrandur Einarsson 15 n Einar Magnússon 4 n Anna Lóa Ólafsdóttir 4 Þ-listi, Píratar. Samtals 33 útstrikanir n Trausti Björgvinsson 5 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Jarðvegsþjappa og steinsög Stærð plötu: 400 x 550 mm Þyngd: 80 kg Mótor: Honda bensín 5,5 hö Miðflóttaafl á plötu: 1400 kg Mesti hraði áfram: 26 m/mín Víbratíðni: 93 Hz (fleiri stærðir á lager) Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Oleo Mac 16” Steinsög 5HP 149.900 m. VSK PC 1442 Shatal jarðvegsþjappa 210.900 m. VSK Vagn fáanlegur sér kr. 129.900 með vsk. Segist bara hafa spurt Kvartar undan umfjöllun DV um Framsóknarflokkinn V igdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, telur ómak- lega að sér vegið í umfjöll- un um Framsóknarflokk- inn sem birtist í DV á þriðjudaginn. „Enn og aftur heldur DV því fram blákalt að ég vilji að hælisleitend- ur beri ökklabönd. Það er óþolandi að sitja undir þessu,“ skrifar Vigdís á Facebook og bætir því við að hún hafi einfaldlega spurt innanríkis- ráðherra hvort hann hefði skoðað þann möguleika að hælisleitendur sem framið hefðu húsbrot hjá skipa- félögunum væru látnir bera ökkla- bönd. „Ég er ekki á nokkurn hátt að lýsa yfir skoðun minni – heldur að spyrja hvaða úrræði væru hugsan- leg,“ skrifar Vigdís. Með fyrirspurn sinni hinn 15. febrúar í fyrra varpaði Vigdís fram hugmyndum um rafrænt eftirlit með hælisleitendum sem ekki höfðu áður komið til tals á vett- vangi stjórnmálanna. Fyrirspurnin vakti talsverða athygli og af orðalagi Vigdísar mátti ljóst vera að henni þóttu stjórnvöld ekki taka nógu hart á hælisleitendum sem brytu lög. Í umfjöllun DV á þriðjudaginn seg- ir orðrétt: „Vigdís Hauksdóttir var gerð að formanni fjárlaganefndar í umboði flokksins aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún hvatti til þess að vissir hælisleitendur yrðu látn- ir bera ökklabönd.“ Í ljósi þess að í fyrirspurn hennar var ekki að finna beina hvatningu hefði verið ná- kvæmara að segja hana hafa „lagt til“ að vissir hælisleitendur yrðu látnir bera ökklabönd. Líkt og fram kom í svari innanrík- isráðuneytisins tíðkast það ekki að ráðherra taki ákvarðanir um rafrænt eftirlit, heldur einungis dómstólar og Fangelsismálastofnun. Sem lög- maður mátti Vigdís vita þetta, og liggur því beint við að túlka spurn- ingu hennar sem pólitíska yfirlýs- ingu um harðari stefnu í hælisleit- endamálum. n johannp@dv.is Umdeildur þingmaður Vigdís hefur verið harðlega gagnrýnd vegna ummæla um hælisleitendur. MYnD SIgtrYggUr ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.