Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Helgarblað 13.–16. júní 2014 Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 „Það er ekkert kross- eignarhald í þessu“ Samkeppniseftirlitið hefur skoðað samvinnu Síldarvinnslunnar, Samherja og Gjögurs V ið afhentum gögn í maí í fyrra. Ég hef ekki fengið eina fyrirspurn eða annað síðan. Þeir fengu bara þessi gögn og ég veit ekki meir,“ seg- ir Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri og annar aðaleigandi útgerðar- fyrirtækisins Samherja, spurður um stöðuna á athugun Samkeppnis- eftirlitsins á samvinnu fyrirtækisins og Síldarvinnslunnar og Gjögurs. Hóf skoðun í fyrra Vorið 2013 greindi Samkeppnis- eftirlitið frá því í úrskurði um kaup Síldarvinnslunnar á útgerðinni Bergi-Hugin að stofnunin ætlaði sér að skoða samvinnu útgerðanna þriggja. Þær tengjast þannig að Sam- herji og Gjögur eru stærstu hluthaf- ar Síldarvinnslunnar. Allar eru þess- ar útgerðir með þeim 20 stærstu í landinu – Samherji er langstærsta útgerð landsins á alþjóðavísu og sú næststærsta miðað við aflaheimildir á Íslandi. Síldarvinnslan skilaði í síð- ustu viku góðu uppgjöri fyrir síðasta ár en ákveðið hefur verið að greiða út tveggja milljarða arð vegna rekstrar- ársins í fyrra. Segir Samherja ekkert eiga í Gjögri Þorsteinn Már segir að Samherji eigi ekkert í Gjögri og að öll framleiðsla þessara fyrirtækja fari utan. „Öll framleiðsla þessara fyrirtækja fer utan. Ég veit ekkert um hvað þessi athugun hjá Samkeppniseftirlitinu snýst. Það er oft verið að tala um krosseignarhald í þessu, eða við heyrðum það í fjölmiðlum, en það er ekkert krosseignarhald í þessu. Gjögur á í Síldarvinnslunni, Síldar- vinnslan á ekki í Gjögri og við eigum ekki í Gjögri,“ segir Þorsteinn Már og bætir því við að Gjögur sé fjölskyldu- fyrirtæki sem verið hafi í eigu sömu aðila í áratugi. Enn í skoðun Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að skoðunin á samvinnu fyrirtækjanna þriggja sé enn þá í skoðun. Hann segist ekki geta sagt til um hvenær skoðuninni lýkur. „Við höfum aflað gagna í málinu og erum að vinna úr þeim. Það er svo sem ekkert meira um þetta að segja á þessari stundu,“ segir Páll Gunnar en enn sem kom- ið er hefur athugunin eingöngu snúið að gagnaöflun en ekki við- tölum eða fyrirspurnum til manna sem tengjast félögunum þremur. Spurður um hvort gefinn verði út sérstakur úrskurður um málið segir Páll Gunnar að það velti á því hvað kemur út úr athuguninni á sam- starfinu. „En við munum ljúka mál- inu með einhverjum hætti.“ Skoða ekki kvótaþak Í úrskurði Samkeppniseftirlits- ins um söluna á Bergi-Hugin til Síldarvinnslunnar kom fram að til skoðunar væri hvort samvinna út- gerðanna þriggja bryti gegn 10. grein samkeppnislaga. Orðrétt sagði þar: „Jafnframt hefur ver- ið ákveðið að taka framangreinda samvinnu Síldarvinnslunnar, Sam- herja og Gjögurs til rannsóknar með hliðsjón af bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Samkeppnis- eftirlitið hefur hins vegar ekki það hlutverk að lögum að beita 13. gr. laga um stjórn fiskveiða til þess að koma í veg fyrir að útgerðir komist með beinum eða óbeinum hætti framhjá fyrirmælum þeirra laga um kvótaþak.“ n Til skoðunar í málinu 10. grein samkeppnislaga Í athugun Samkeppniseftirlitsins á samvinnu Síldarvinnslunnar, Samherja og Gjögurs liggur undir 10. grein samkeppnislaga en hún hljóðar svo: „Allir samningar og samþykktir milli fyrirtækja, hvort heldur þær eru bindandi eða leiðbeinandi, og samstilltar aðgerðir sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún sé takmörkuð eða henni raskað eru bannaðar. Bann þetta tekur m.a. til samninga, samþykkta og samstilltra aðgerða sem: a. áhrif hafa á verð, afslætti, álagningu eða önnur viðskiptakjör með beinum eða óbeinum hætti, b. takmarka eða stýra framleiðslu, mörkuðum, tækniþróun eða fjárfestingu, c. skipta mörkuðum eða birgðalindum, d. mismuna viðskiptaaðilum með ólíkum skilmálum í sams konar viðskiptum og veikja þannig samkeppnisstöðu þeirra, e. setja sem skilyrði fyrir samningagerð að hinir viðsemjendurnir taki á sig viðbót- arskuldbindingar sem tengjast ekki efni samninganna, hvorki í eðli sínu né sam- kvæmt viðskiptavenju.“ Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Veit ekki hvað athugunin snýst um Þorsteinn Már Baldvinsson segir að hann viti ekki hvað athugun Samkeppnis- eftirlitsins snúist um en að Samherji hafi skilað inn gögnum í fyrra. 28 ökumenn eiga von á sekt Brot 28 ökumanna voru mynduð í Hamrahlíð í Reykjavík á mið- vikudag. Fylgst var með öku- tækjum sem var ekið Hamrahlíð í austurátt, við MH. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 77 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en þriðjungur öku- manna, eða 36 prósent, of hratt eða yfir afskiptahraða. Í tilkynn- ingu frá lögreglu kemur fram að meðalhraði hinna brotlegu hafi verið 44 kílómetrar á klukku- stund, en þarna er 30 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 59. Má sá eiga von á 25 þúsund króna sekt, samkvæmt sektarreikni á vef FÍB. Metamfetamín í strandskóm Tollverðir stöðvuðu nýverið þar sem reynt var að smygla metam- fetamíni til landsins í strand- skóm. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu frá tollstjóra en þar segir að innihald póstsendingarinnar hefði eflaust sýnst sakleysislegt ef ekki hefði verið til staðar rök- studdur grunur um annað. Um var að ræða rétt tæp 22 grömm af kristölluðu metam- fetamíni. Voru efnin í fimm litl- um pökkum, sem hafði verið komið fyrir í skósólunum. Málið var kært til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Er tengdur lífeyrissjóðunum Félag keypti N1 á Ægisíðu og ætlar að byggja íbúðir S tjórnarmaður félagsins Ægisíðu ehf., sem keypt hefur bensín- stöð N1 á Ægisíðu, heitir Örn Valdimar Kjartansson og er hann framkvæmdastjóri fasteignafé- lagsins FÍ sem er í eigu nokkurra ís- lenskra lífeyrissjóða. Morgunblaðið greindi frá kaupum félagsins á bens- ínstöðinni á fimmtudaginn sem og þeirri ætlun félagsins að byggja þar lágreista íbúðabyggð. Morgunblaðið greindi hins vegar ekki frá því hverjir eru hluthafar félagsins. Samkvæmt upplýsingum úr hluta- félagaskrá er Örn Valdimar stjórnar- maður í félaginu og var það stofnað af endurskoðendafyrirtækinu KPMG. Eins og er þá er KPMG skráður hlut- hafi félagsins. DV hefur gert árangurs- lausar tilraunir til að ná í Örn Valdimar til að spyrja hann um eignarhaldið á félaginu og þar með hinni ætluðu byggð sem rísa mun á bensínstöðvar- reitnum. Fasteignafélagið FÍ sem Örn fer fyrir hefur verið stórtækt á fasteigna- markaðnum á síðustu mánuðum. Hefur félagið meðal annars keypt hús- næði heilsugæslunnar í Glæsibæ, hús- næði þýska og breska sendiráðsins, hús Íslenskrar erfðagreiningar og Ár- múla 1. Spurningin er því sú hvort líf- eyrissjóðirnir séu á bak við kaupin á lóð N1 en hún var seld á 260 milljónir króna samkvæmt Morgunblaðinu. Ef svo er þá aukast umsvif þeirra á fast- eignamarkaði enn þá meira. n ingi@dv.is Ein af eignunum Ein af eignunum sem Fasteigna- félagið FÍ hefur keypt er húsnæði heilsugæslunnar í Glæsibæ. Mynd SIGtryGGur ArI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.