Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 10
Helgarblað 13.–16. júní 201410 Fréttir SyStur og dætur voru „off limitS“ L jóst er að árið 2012 glímdu meðlimir Hells Angels við fjár- hagserfiðleika að því er fram kemur í fundargerðabókum þeirra frá þessu ári. Á svipuð- um tíma var mikil umræða um sam- tökin í fjölmiðlum vegna handtöku á Einari Inga Marteinssyni, formanni þeirra, sem sat í gæsluvarðhaldi bróðurpart ársins 2012 vegna gruns um aðild að grófu líkamsárásarmáli í Hafnarfirði. Einar var síðar sýknaður á báðum dómstigum af öllum ásök- unum. Á meðan hann sat í gæslu- varðhaldi var hann settur af sem for- maður samtakanna líkt og á. Mjög fór að fjara undan samtökunum á þess- um tíma og hefur lögreglan rætt um að eftir að Einar hætti hafi myndast „leiðtogakrísa“ innan samtakanna. Í dagbókunum frá þessu ári kem- ur fram að erfiðlega gekk að reyna að koma upp húsnæði í Faxafeni í Reykjavík og á sama tíma halda úti stóru húsnæði við Gjáhellu í Hafnar- firði. Af dagbókunum að dæma voru vandræðin margþætt en leitað var til meðlima til að reyna að leysa þau, meðal annars með sektarviðurlögum og auknum félagsgjöldum. Klúbbhúsið „Klúbbhúsið“, sem var félagsheim- ili þeirra á Gjáhellu, virðist hafa verið að sliga samtökin fjárhagslega. Hús- næðið í Faxafeni átti að hýsa húð- flúrunarstofu Hells Angels, House of pain, sem og verslun líkt og DV hefur áður greint frá. Hugmyndirn- ar um Faxafenið voru stórhuga og var unnið að stofnun House of pain í langan tíma. Hins vegar gekk illa að koma því á legg og komst það raun- ar aldrei af teikniborðinu. Í fundar- gerðunum er reglulega farið yfir fjár- mál klúbbsins og þau skeggrædd. Staðan á verslun þar sem hægt var að kaupa merki klúbbsins, barsins á Gjáhellu og fleiri atriði sem tengdust rekstrinum voru iðulega tekin fyrir og menn kallaðir til ábyrgðar ef þeir voru ekki að standa sig gagnvart bók- haldinu. Í byrjun janúar 2012, hinn 5. jan- úar, er rætt um að Einar Ingi Mart- einsson, Einar Boom, þáverandi for- maður samtakanna, hefði sett sig í samband við viðskiptabanka þeirra um lán á húsinu. „Klúbbhúsið Boom er í sambandi við bankann um lán- ið og ef það gengur þá verðum við áfram hér en ef ekki þá getum við farið í Faxafenið,“ segir í fundar- gerðabókinni. Á sama fundi er tek- in ákvörðun um „að fara með málið með húsið alla leið og vera með plan á því hvernig við háttum okkar hús- næðismálum“. Einar settur í varðhald Nokkrum dögum síðar, í janúar 2012, sat Einar Boom í gæsluvarðhaldi. Hann var enn formaður samtakanna en átti að vera sá sem fór með um- leitanir vegna húsnæðisins. Í fundar- gerðabókinni hinn 13. janúar 2012 kemur fram að bankinn hafði sagt nei við vítisenglana og því var ljóst að Gjáhella var ekki lengur framtíðar- staðsetning þeirra. „Bankinn sagði nei við því að láninu okkar með hús- inu þannig að það er einhvað[sic] í áttina að því að við gætum þurft að flytja.“ Hinn 19. janúar tóku vítisengl- ar ákvörðun um að skoða húsnæð- ið í Faxafeni betur, en bjóða átti það upp 13. febrúar 2012. Ákveðið var að koma boðum til Einars í gegnum lögfræðing hans í gæsluvarðhaldið. „Óskar og Villi ætla að tala við Odd- geir til að ræða við Boom og fá að vita eitthvað og fá að vita um hús- næðið niður frá,“ segir í fundargerða- bókinni. Á sama fundi var ákveðið að tveir vítisenglar yrðu viðstadd- ir uppboðið á húsnæðinu í Faxafeni ásamt þriðja aðila sem ætlaði að sjá um uppboðið. Hinn 27. janúar sama ár hafa meðlimir samband við Hilm- ar Leifsson til að kanna fjármögnun á húsnæðinu í Faxafeni, líkt og DV hef- ur áður greint frá. Hvernig þær um- leitanir fóru kemur ekki beint fram í gögnunum. „Kallinn“ Í febrúar 2012 ræða meðlimir við „kallinn“ en þeir höfðu verið sér- staklega sendir út af örkinni til þess. Viðkomandi virðist hafa lagt það til að samtökin létu lítið fyrir sér fara á meðan að rannsókn lögreglu á líkams árásinni fyrrnefndu færi fram. Í bókinni segir: „Óskar og Ingvar hittu kallinn í morgun og var hann rosa jákvæður og nefndi að gíra okk- ur niður og hætta þessum stórkarla- leik. Það er spurning að hætta með Faksafenið [sic] og leigja húsnæði til að byrja með.“ Þetta er 16. febrú- ar 2012. Þrátt fyrir þessa meldingu er meðlimur sendur út af örkinni til að leita að húsnæði fyrir húðflúrunar- stofu. Á sama tíma kemur fram að meðlimir eru að íhuga að breyta fé- laginu í einkahlutafélag og byrja að „rukka“. „Rætt var um að stofna ehf og rukka í smá tíma og nota til að kaupa hús,“ segir í fundargerðabók- inni. Á sama tíma er rætt um skuld- ir klúbbsins og hverjir skulda auk þess að meðlimir eigi að hafa eyrun opin varðandi fjármál Einars Boom. „Allir þurfa að punkta niður hjá sér ef heyrist um skuldir sem Boom á“, segir í dagbókinni. Í byrjun mars 2012 er ljóst að meðlimirnir hafa hálft ár til þess að finna sér nýtt hús- næði. „Húsnæðið hér við höfum 6-9 mánuði þurfum að finna nýtt hús“, segir í fundargerðabókinni. Strangar reglur Hinn 14. mars 2012 er ákveðið að fé- lagsgjöldin verði 20 þúsund krónur mánaðarlega. Þar af fara 5.000 krón- ur til samtakanna erlendis, regn- hlífasamtaka Hells Angels. Á sama fundi voru settar strangar sektar- reglur. Skyldumæting var á fundi og voru viðurlög við skrópi þau að „Konur dættur systur, fyrrverandi off limit nema með leifi viðkomandi member. n Hells Angels glímdu við fjárhagsvandræði n Var ráðlagt að hafa sig hæga árið 2012 af „kallinum“ Félagsheimilið Hér á Gjáhellu í Hafnarfirði höfðu Hells Angels aðsetur. Áður hefur komið fram að húsnæði þeirra væri við Móhellu en það var ekki rétt. Þeir sáu um vöktun á húsnæði við Móhellu, en félagsheimilið sjálft var við Gjáhellu. Einar Boom Einar Ingi Marteinsson var formaður Hells Angels til ársins 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.