Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 54
Helgarblað 13.–16. júní 201454 Menning Vegabréf Sigmundar Það lætur nærri að skipta megi samfélagi manna í þrennt; þann hluta sem býr við viðvar- andi skort, annan til sem hefur í sig og á – og eitthvert mengi loks sem lifir ofgnóttina. Ég var minntur á þennan skala millum örbirgðar og auð- legðar í einni af lengri ferðum mínum um þver og endilöng Bandaríkin. Ætli það hafi ekki verið við dagsbrún nýrrar ald- ar. Og ég á allra besta aldri. Mér hafði verið boðið af ut- anríkisþjónustu hinnar full- huga þjóðar að halda vestur um haf til að kynnast banda- rísku samfélagi í nærmynd um nokkurra vikna skeið, en flogið yrði á milli helstu pláss- anna í austri og vestri, suðri og norðri – og förunautarn- ir enginn einsleitur samradda kór, heldur tuttugu kollegar mínir í blaðamannastétt úr öll- um kimum kringlunnar; Asíu, Afríku, Evrópu og Ameríkunni í neðra. Og það var eiginlega öllu kostað til af góðum gestgjöfum; ekki einasta að allur ferða- og gistikostnaður væri greiddur úr sjóðum Sáms, heldur og var duglegt dagkaup fast í vasa allt til endaloka. Þetta var sumsé flandur í fínu lagi. Okkur var skipt í hópa. Í mínu kompaníi vorur þrjár stúlkur afrískar og einn fáskipt- inn Tyrki. Og saman flengd- umst við um fjölþjóðlegasta samfélagið sem jörðin hefur að geyma – og er eiginlega álíka þekkt af samheldni sinni og sundurgerð. Kvenpeningurinn í mínu gengi kom frá Gana, Malí og Sambíu – og það var dæma- laust gaman að tala við hann allan um harla ólíkar aðstæð- ur við að skrifa fréttir og færa þær almenningi heima í héraði. En svo var hitt sem var meitlað öllu dýpra í minninganna stein; sjálfir matmálstímarnir. Þær afrísku spöruðu dag- peningana eins og frekast var kostur, enda voru þeir ígildi árs- launa austur á þeirra heima- slóðum. Og því var vanalega matast á allra ódýrustu greiða- skálunum sem hægt var að finna í flóru strætanna í stór- veldinu frjálsa. Allt var það ágætur matur, en svo vel úti lát- inn að ekki liðu nema nokkr- ir dagar þar til við vorum farin að skipta einni pöntun á milli tveggja ferðafélaga. Ber hér að taka fram að Tyrkinn vildi eta í einrúmi – og því sátum við vanalega fjögur við sama borðið; fölbleikur sláni af Ís- landi ásamt þremur þeldökkum þokkagyðjum sem deildu mat og drukk úr stærsta búri heims. Þarf ekki að orðlengja það frekar, en undir restina vorum við farin að panta einn og sama skammtinn fyrir okkur öll. Og eina fötu af risagosi sem var meira en yfrið fyrir föruneytið allt. Aldrei í lífinu hefur mér haldist jafn vel á peningum og í návist þessara notalegu kvenna. Og ekki hef ég í annan tíma lært að bera jafn mikla virðingu fyrir kosti mínum og mat og þarna var í vistinni með þeim þrem- ur. Þetta var mín afríska stund í auðmýkt. Og áminning um það bruðlunarsama óhóf sem út af flóir á einum bletti jarðarinnar. Ameríska ofgnóttin Frábær skemmtun Þó að söguþráðurinn sé nokkuð fjarstæðukenndur er Wolfen- stein: New Order fyrirtaks skemmtun. Nasistar drepnir í tonnavís Dómur um Wolfenstein: New Order á Playstation 4 Á rið er 1960 og eftir stórsig- ur nasista í síðari heimsstyrj- öldinni, þar sem rúllað var yfir hvert stórveldið á fætur öðru með ótrúlegum stríðstólum, stjórna þeir heiminum með járnhnefa. Ein- hvern veginn svona er sögusviðið í Wolfenstein: New Order sem kom út á dögunum. Margir eldri spilar- ar muna eflaust eftir Wolfenstein sem fyrst braust fram á sjónarsviðið árið 1981. Segja má að með leiknum hafi brautin verið rudd fyrir skotleiki framtíðarinnar, ógleymanleg klassík. Það er gaman að segja frá því að Wol- fenstein: New Order gefur bestu 1. persónu skotleikjum dagsins í dag ekkert eftir. Um er að ræða leik með frábærum söguþræði, athyglisverð- um persónum og góðri grafík. Í leikn- um ertu í hlutverki hins grjótharða B.J. Blazkowicz, bandarískrar stríðs- hetju, sem tók þátt í baráttunni gegn nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Til að gera langa sögu stutta slasað- ist hann illa, féll í dá og vaknaði upp við þann vonda draum 14 árum síðar að nasistar stjórna heiminum. Hann leggur af stað í svaðilför með það að markmiði að ganga frá nasistunum og koma heiminum í eðlilegt horf á nýjan leik. Blazkowicz lendir í ýms- um hættulegum aðstæðum og kynn- ist ýmsum athyglisverðum karakter- um sem aðstoða hann í baráttunni gegn nasistum. Það er vert að taka fram að engin netspilun er í Wolfen- stein en það skiptir í raun og veru engu máli. Framleiðendur leiksins, sænska fyrirtækið MachineGames, virðast hafa lagt allt kapp á að búa til frábæran einspilunarleik og er óhætt að segja að þeim hafi tekist vel til. Það er ekki oft sem undirritaður hreinlega getur ekki hætt að spila, en í Wolfenstein gerðist það. Það er óhætt að mæla með leiknum fyrir þá sem vilja rifja upp Wolfenstein-leik- ina og ekki síst þá sem hafa gaman af góðum skotleikjum. Hér er á ferðinni fyrsta flokks skemmtun. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Wolfenstein: New Order Tegund: 1. persónu skotleikur Spilast á: : PS4, Xbox 360 og PC Metacritic 8,2 Tölvuleikur Ímyndar sér sögur fólks Þórdís sækir innblástur í hversdaginn í ljóðum sínum H ugmyndirnar koma frá fólki sem ég held ég hafi rekist á; manni sem ég sé út um gluggann og fer að ímynda mér söguna hans og þannig kemur þetta,“ seg- ir Þórdís Gísladóttir sem á þjóð- hátíðardaginn sjálfan sendir frá sér sína aðra ljóðabók. Bókin ber nafnið Velúr og ljóðin fjalla flest um hvunndagslíf nútímafólks. Meira unnin en sú fyrri Þórdís hlaut Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 fyrir fyrstu ljóðabók sína, Leyndarmál annarra. Hún hefur líka gefið út tvær bækur um Randa- lín og Munda auk þess sem hún hefur þýtt fjölmargar bækur. Þór- dís segir Velúr vera ólíka fyrri ljóða- bókinni sinni. „Já, ég held það. Þessi er meira unnin. Í fyrri bókinni tíndi ég saman héðan og þaðan til þess að senda handrit í samkeppn- ina um verðlaun Tómasar og datt aldrei í hug að ég myndi vinna. Síð- an hin kom út hef ég verið að vinna í þessari og valdi þessi ljóð inn í hana,“ segir hún. Hvunndagshetjur Í bókinni er fjallað um hversdags- lega hluti oft á skoplegan hátt. Hversdagslegt fólk sem hugsar um hversdagslega hluti. Eins og Svölu Ósk sem býr á Melunum og skráði sig í Samfylkinguna til þess að kjósa Dag B. og Kristbjörgu sem býr á Akureyri en hefur aldrei flutt að heiman. Þórdís segist ekki endilega sækja innblástur í eigið líf heldur séu þetta sögur fólksins allt í kring- um okkur. „Þetta er um fólkið og líf- ið í kringum okkur. Öll skilaboðin sem við fáum. Einn daginn á mað- ur að gera eitthvað til þess að lifa rétta lífinu, næsta dag er það ann- aðhvort hættulegt eða „out“. Það er svo erfitt að verða við þessu öllu, ef fólk ætlar að lifa heilbrigðu lífi þá þarf það alltaf að vera að skipta um lífsstíl. Það er alltaf verið að senda fólki skilaboð um það hvernig það eigi að vera.“ Að stóla á eitthvað Þórdís segist alla tíð hafa skrif- að en aldrei litið á það sem svo að hún hafi verið að skrifa ljóð. „Ég hef alltaf skrifað eitthvað en leit aldrei á skrifin sem ljóð. Og ég geri það ekki heldur núna þegar ég skrifa. Ég bara skrifa eitthvað niður. Í bókinni eru þetta bæði ljóð og litlar örsög- ur,“ segir hún. Þó að aðaláherslan sé á hverdagslegt fólk þá er það ekki eini innblásturinn. „Eins og síðasta ljóðið í bókinni, það skrifaði ég eft- ir að hafa lesið grein þar sem var verið að segja að það mætti ekki segja að stóla á eitthvað. Þá fór ég að leita að dæmum þar sem það er sagt. Þannig varð það ljóð einhvern veginn til, mér fannst ég verða að skrifa ljóð þar sem „að stóla á eitt- hvað“ kemur mjög oft fram. Þetta er svona minni háttar bylting af minni hálfu,“ segir hún kankvís. Bókin kemur formlega út á þriðjudaginn, 17. júní. n „Það er alltaf verið að senda fólki skilaboð um það hvernig það eigi að vera. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Hvunndagurinn heillandi Þórdís sækir í hversdagslegar sögur fólks í skáldskap sínum. Velúr Bókin er önnur ljóðabók Þórdísar. Melankólía fyrir miðaldra Líklega er ég hvergi eins fjarri draumum mínum og á mesta annatíma í umferðarsultu í Ártúnsbrekkunni í skammdeginu. Nema ef vera skyldi á KFC í Mosfellsbæ. (Þórdís Gísladóttir)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.