Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 43
Lífsstíll 43Helgarblað 13.–16. júní 2014 Gæludýr fræga fólksins n Sjáðu bestu vinina n Gæludýr eru flestra manna hugljúfi n Ómissandi fjölskyldumeðlimir n Skemmtileg nöfn S teinþór Hróar Steindórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., á franskan bolabít sem heitir Pulla. Hundurinn er tæplega eins árs en þegar blaða- maður náði á Steinda var að eiga sér stað afdrifa- ríkur dagur hjá Pullu, hún byrjaði á blæðingum þann morguninn. „Þetta útskýr- ir alla þessa greddu sem er búin að vera í götunni,“ segir Steindi um þetta breytingarskeið Pullu. Steindi segist hafa sett Pullu í bleiu og nærbuxur til að halda þessu í skefj- um. „Við erum búin að skella henni í naríur.“ Spurður um hæfileika Pullu segir Steindi Jr. að hún reki mikið við. „Franskir bolabít- ar reka mikið við, en hún rekur alveg sérstaklega mikið við, meira en tegundin. Fyrst fannst okkur þetta mjög skemmtilegt en í dag drögum við bolinn bara upp fyrir haus á hálftíma fresti.“ Steindi segir að hann og Pulla taki nokkra spretti saman á hverjum degi og hangi mikið saman. Pullu finnst einnig mjög gaman að grilla. „Stundum nennir maður ekkert að grilla en þá gerir maður það bara fyrir hana.“ H undarnir Stjarna og Sesar búa í góðu yfirlæti hjá Lindu Péturs- dóttur á Álftanesinu þar sem þeir hafa góðan aðgang að útiveru en stór garður er við húsið og fjara rétt hjá. „Þetta er algjör paradís fyrir þá.“ Sesar er chiuwava-hundur sem Linda tók í fóstur frá Bryndísi Schram en Snæ- fríður dóttir hennar átti hundinn. Stjarna er enskur Cocker Spaniel í eigu Ísabellu, dóttur Lindu, sem hefur haft hunda á heimilinu frá því að hún fæddist. Linda segir að fólk mætti taka hunda til fyrirmyndar þegar kemur að hugarfar- inu enda séu þeir alltaf í núinu. „Stjarna er alltaf svo glöð. Hún vaknar í brjáluðu stuði á hverjum einasta morgni. Það er alltaf svo gaman hjá henni,“ segir Linda og vildi óska að hún gæti tileinkað sér að vera í núinu eins og Stjarna. „Hún er alltaf hamingjusöm.“ „Henni finnst hún, held ég, ekki beint vera hundur,“ segir Linda. Hún hefur átt marga hunda yfir ævina en segist aldrei hafa átt hund eins og Stjörnu. Þær stunda meðal annars saunaböð saman en Linda fer á hverjum degi í saunu og er það orðin hefð að Stjarna fari með. „Ég var að pæla í því fyrst hvort þetta væri í lagi, en dýr gera hvorki né neyta þess sem er vont fyrir þá. Þannig að þetta er í lagi.“ Stjarna hugleiðir einnig með Lindu á hverjum morgni. Linda segist vera með báða hundana á hráfæði og hún hafi séð mikla líkam- lega breytingu á þeim eftir að þeir byrj- uðu á því. Feldurinn er betri og þeir eru í réttu holdafari. Sérstaklega má sjá mun á Sesari. „Hann var með gigt, vaggaði og var of feitur þegar ég tók við honum en nú hleypur hann út um allt og er eins og hann sé genginn í barndóm.“ Hráfæði og saunaböð Hún rekur mikið viðKarlkyns fiðraður Birgitta Haukdal B irgitta er reyndar karl, þannig að það er hann Birgitta Haukdal,“ segir Sunna Valgerðardóttir, fréttakona á RÚV, um karlkyns páfagaukinn sinn, Birgittu Haukdal. Þegar Sunna eignað- ist Birgittu hélt hún að gárinn væri kvenkyns. Henni fannst óþarfi að skipta um nafn þegar hún áttaði sig á raunverulegu kyni fuglsins. „Ég er svo kven- leg að ég hélt að þetta væri kerling.“ Sunna segir að sonur sinn sé mikill Eurovision-aðdáandi og þaðan komi nafnið á páfa- gauknum. „Við áttum Heru Björk en hún dó þannig að við keyptum Birgittu Haukdal í staðinn.“ Birgitta Haukdal er eins árs og vekur mikla lukku í fjöl- skyldunni. Í nærbuxum Hér er Pulla í nærbuxunum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.