Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 62
Helgarblað 13.–16. júní 201462 Fólk J á, hann er snúinn aftur. Ég fann að þetta var að verða vinsælt aft- ur svo ég dreif bara í þessu. Ég hef alltaf átt búninginn, tennurnar, gleraugun og allt,“ segir Magn- ús Ólafsson leikari, maðurinn að baki einni frægustu grínpersónu lands- ins, Bjössa bollu. Maggi hefur endur- vakið Bjössa bollu af værum blundi og ætlar að skemmta víða um land sem þessi merka grínfígúra sem svo sannarlega á sess í hjarta þjóðarinnar. Grínistar þroskast seinna Magnús, sem er orðinn 68 ára gam- all, hefur engu gleymt. „Ég er orðinn eldri borgari, hættur að vinna og það er bara skemmtilegt að vera aft- ur kominn í þetta. Maður verður bara ungur aftur. Það er svo gaman að skemmta börnum, þau eru kröf- uhörð og taka mikinn þátt. Svo er það líka þannig með okkur grínistana að við þroskumst seinna en aðr- ir,“ segir hann kankvís. Athygli vek- ur að Bjössi bolla er töluvert léttari á sér nú heldur en þegar hann var síð- ast í sviðsljósinu. „Þegar ég byrjaði fyrst á Bjössa á sínum tíma þá var hann tággrannur. Síðan þegar ég fór að vinna óreglulegan vinnutíma og borða of mikið þá þyngdist ég. Síðan tók ég mér taki og grennti mig. Nú er þetta náttúrlega miklu léttara. Hét fyrst Pétur prakkari Bjössi bolla varð fyrst til í Sumar- gleðinni 1983. Þá hét hann reynd- ar Pétur prakkari. „Við Hemmi Gunn lékum skets í Sumargleðinni þar sem Hemmi var kennarinn og ég var Pétur prakkari. Eftir sumarið sá ég hvað hann var vinsæll og hafði sam- band við Stundina okkar og spurði hvort þeir vildu ekki taka upp atriði með honum. Við tókum það upp og svo eftir upptökur hringdi fram- leiðandinn í mig og spurði hvað hann ætti að heita. Þá datt mér í hug Bjössa-nafnið út frá teiknimynda- sögu sem var í Æskunni og var held ég norsk. Þannig að nafnið var eiginlega bara tilviljun.“ Vinsældirnar komu á óvart Maggi segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Bjössi höfðaði enn til yngri kynslóðarinnar. „Þau sem voru börn þegar Bjössi var að byrja eru nú orðin fullorðin og eiga börn. Ég keypti þættina sem ég gerði fyrir sjónvarpið af þeim og prófaði að setja inn á leig- urnar hjá Vodafone og Símanum. Það sló í gegn og þess vegna ákvað ég að nýta það að áhuginn var til staðar. Þetta er svo skemmtilegt.“ Maggi seg- ist oft í gegnum tíðina hafa fengið fyr- irspurnir um að skemmta sem Bjössi bolla en ekki látið undan fyrr en nú. „Það hefur oft verið hringt í mig og ég beðinn um að mæta í afmæli og ann- að en ég hef ekki gert það,“ segir hann. Þorgeir með í för Maggi setur stefnuna á að ferðast um landið með Þorgeiri Ástvalds og troða upp sem Bjössi bolla. „Við erum að setja saman prógramm, við Þorgeir, og vonumst til að skemmta á bæjarhátíðum og svona viðburðum í sumar ef einhver vill fá okkur. Þorgeir spilar und- ir hjá Bjössa því hann syngur mik- ið með börnunum sem taka und- ir.“ Hann segir þá rétt vera að koma sér af stað og vonast til þess að við- tökurnar verði góðar. Reyndar er Bjössi bolla aðeins farinn að láta sjá sig. Hann skemmti til að mynda í steggjun um síðustu helgi og svo mætti hann óvænt í útvarpsþáttinn Virka morgna á Rás 2 á miðvikudag þar sem hann fór á kostum. „Ef ein- hver vill fá Bjössa þá er umboðs- maðurinn hans Magnús Ólafsson leikari og hann er í símaskránni,“ segir hann spenntur fyrir sumrinu fram undan. n „Þetta er svo skemmtilegt“ Bjössi bolla snúinn aftur Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Þrír góðir Bjössi mætti í stúd- íóið til þeirra Sólmundar Hólm og Andra Freys Viðarssonar sem stjórna þættinum Virkum morgnum. Mynd SiGtryGGur Ari „Gleði, söngur, glens og gaman“ Helgi Björns tjaldar öllu til á tónleikum í Hörpu Þ að verður bara gleði, söng- ur, glens og gaman,“ seg- ir söngvarinn síkáti, Helgi Björnsson, sem stendur fyr- ir tónleikum í Eldborgarsal Hörpu, mánudaginn 16. júní. Öllu verður tjaldað til en Helgi hefur feng- ið til liðs við sig vini sína í Reiðmönn- um vindanna og fleiri góða lista- menn. „Við verðum með stóra sveit með okkur og síðan koma hestamennirn- ir og leikararnir, Jóhann Sigurðarson, Hilmir Snær og Örn Árna, til að og syngja og sprella,“ segir hann. Helgi er spenntur fyrir tónleikun- um en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann heldur tónleika daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. „Ég hélt tónleika fyrir tveimur árum en datt svo út í fyrra því ég var í tökum á mynd,“ seg- ir hann. Í anda þjóðhátíðardagsins verður aðaláhersla á lög sem þjóð- in þekkir. „Við sækjum í sönglagaarf þjóðarinnar, þetta eru lög sem all- ir kunna því þau nánast fæðast með DNA-menginu okkar,“ segir hann og nefnir þar nokkur þjóðþekkt. „Fram í heiðanna ró, Lindin tær, Vinakveðja, Sveitapiltsins draumur og Ég vil fara upp í sveit,“ segir Helgi dreyminn. „Þetta eru svona lög sem fylgja þjóð- inni og allir þekkja.“ Það er nóg um að vera hjá Helga sem ætlar þó að taka sér frí í júlí. „Ég reyni alltaf að taka mér frí þann mánuðinn og gera sem minnst. Mér sýnist stefna í það núna en svo kem ég endurnærður og spila á þjóðhátíð.“ n viktoria@dv.is Spenntur Helgi ætlar að syngja þekktar dægurlaga- perlur í Hörpunni. Mynd SiGtryGGur Ari Ólétt í æfingum Ásdísar Ránar Margrét Lára Viðarsdóttir fylgist greinilega með Heimi Ísdrottn- ingarinnar, nýjasta þætti Ásdísar Ránar, en hún sást gera æfingarn- ar sem Ásdís kennir í þáttunum á Kaplakrikavelli. Margrét er ólétt en lét það ekki aftra sér frá því að prófa æfingarnar og sitja fyrir á myndum hjá vinkonu sinni, Silju Úlfarsdóttur hlaupakonu. Silja birti myndina á Instagram. Margrét er komin 40 vikur á leið en virðist ekki láta það stöðva sig í að halda sér í formi. Þetta er hennar fyrsta barn. Þakkar konunni stuðninginn Eiður Smári Guðjohnsen er í ein- lægu viðtali í fylgiriti Viðskipta- blaðsins, Eftir vinnu, sem kom út á fimmtudag. Þar ræðir hann til dæmis hversu þétt eiginkona hans hafi staðið við bakið á hon- um í gegnum ferilinn. „Þegar ég var pirraður eftir leiki þá var Ragga sú sem tók á móti því og reyndi að fá mann til að dreifa huganum. Hún á jafn mikið hrós skilið fyrir minn feril eins og ég,“ segir Eiður í viðtalinu. Edda Her- mannsdóttir tók viðtalið en hún er komin aftur á Viðskiptablað- ið eftir stutt stopp á sjónvarps- stöðinni sem núna er hætt. Edda er vel kunnug Eiði og fjölskyldu en hún var „aupair“ hjá fjöl- skyldunni fyrir átta árum síðan. Högni með nýja kærustu Ástin blómstrar með hækkandi sól en Högni Egilsson og Snæ- fríður Ingvarsdóttir eru nýtt par. Högni er best þekktur sem Högni í Hjaltalín en einnig sem með- limur hljómsveitarinnar GusGus. Snæfríður er 22 ára dansari og nemi við Listaháskóla Íslands þar sem hún nemur leiklist. Leiklist- aráhugann hefur hún ekki langt að sækja en hún er dóttir leik- arahjónanna Ingvars E. Sigurðs- sonar og Eddu Arnljótsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.