Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 42
Helgarblað 13.–16. júní 201442 Lífsstíll Gæludýr fræga fólksins n Sjáðu bestu vinina n Gæludýr eru flestra manna hugljúfi n Ómissandi fjölskyldumeðlimir n Skemmtileg nöfn Að hafa dýr inni á heimilinu getur verið upplífgandi og skemmtilegt. Það er sömuleiðis þó nokkur skuld- binding. Eigendur taka yfirleitt ástfóstri við dýrin sín og verða þau gjarnan hluti af fjölskyldunni sem ekki er unnt að vera án. DV hafði samband við nokkra þekkta Íslendinga sem sögðu okkur frá gæludýrunum sínum. salka@dv.is H ann er mikill gleðigjafi,“ segir Edda Sif Pálsdóttir dagskrárgerðarkona um hundinn sinn Fróða. Hann er af tegundinni Bichon Frise og er fjögurra og hálfs árs. Hann býr með Eddu og kærastanum henn- ar en sækir þó mikið í félagsskap hunds foreldra Eddu. Fróði er mikið ljúfmenni. „Hon- um finnst náttúrlega mjög gaman að vera úti að hlaupa og leika sér. Svo er hann líka mjög kelinn og gæfur. Vill rosa mikið bara vera í hálsakotinu hjá manni og kúra og hafa það notalegt.“ Edda Sif segist nánast alltaf hafa átt hund. „Ég gæti eiginlega ekki án þess verið.“ Þau Fróði fara í hið minnsta í tvær göngur á dag en nákomnir Eddu fara gjarnan með Fróða í lengri göngur, eins og til dæmis upp á Esju. „Hann er algjör snilli,“ segir Edda Sif að lokum. M ér finnst þetta yndisleg dýr. Þeir eru skemmtilegir og það er gaman að hafa þá á heim- ilinu. Þeir koma með góða orku inn á heimilið finnst mér,“ seg- ir söngkonan Ragnheiður Gröndal sem á „skilnaðarbörnin“ eins og hún kallar kettina sína; Róbert Bangsa og Mura. Þeir enduðu í höndum Ragnheiðar eftir skilnað eiginmanns hennar við fyrrverandi konu hans, en kettirnir voru upprunalega í hennar eigu. Róbert Bangsi, kallaður Bangsi í daglegu tali, er af Sómala-tegund en það er loðnari útgáfan af Abyssini- an-kattartegundinni. Hann er um tíu ára gamall en fluttist til Ragnheiðar eftir að hann fótbrotnaði árið 2010. Í dag er Bangsi þrífættur eftir það slys. Það aftrar honum þó ekki og sést lítið, enda afar loðinn. Hinn köttur Ragnheiðar, Muri, er Abyssinian-köttur og er orðinn um tólf ára gam- all. Hún telur hann þó hvergi nærri orðinn of gamlan. „Ég held að Muri sé kandídat í að slá heimsmetið í kattaaldri. Hann er mjög sprækur og algjör búddi. Hann er mjög líkamlega vel á sig kominn.“ Ragnheiður segist alltaf hafa viljað eignast kött þegar hún var yngri en eftir að hún eignaðist barnið sitt þá hafi ákafinn ekki verið eins mikill. „Þá varð ég ekki alveg svona klikkuð kattakona, eins og ég var kannski kandídat í að verða.“ „Mér finnst þetta yndisleg dýr. Þeir eru skemmtileg- ir og það er gaman að hafa þá á heimilinu. Þeir koma með góða orku inn á heimilið finnst mér.“ Ragnheiður telur það mjög hollt fyrir börn að alast upp með dýrum en hún upplifir Bangsa og Mura sem hluta af fjölskyldunni. V ið erum mikil kattafjölskylda,“ segir Björgvin Hall- dórsson sem er mikill kattavinur en hann er með fimm ketti á heim- ili sínu. Sjálfur á hann fjóra en einn er í pössun. „Sonur minn, Krummi, er með kött og Svala er með tvo ketti í Los Angeles. Við erum miklir katta- vinir.“ Björgvin á núna þrjá persneska ketti og einn heimiliskött. Fjölskyldan missti nýlega einn af elstu persunum, hann Jökul Ljónshjarta. „Þá fengum við annan sem er núna rúmlega eins árs. Hann heitir Markús Árelíus og er af Mýrdalskyni.“ Sömuleiðis er Björgvin með tvo dvergpersa sem Svala Björgvinsdóttir, dóttir hans, skildi eftir hjá þeim þegar hún flutti til Los Angeles. Það eru þau Sheila og Elvis. Fjórði meðlimur kattafjölskyldu Björgvins er loks Emma Lína, íslenskur heimilisköttur. Björgvin segir að kettirnir séu allir innikisur. „Þær bara fara út á svalir, kela, borða, fara á klósettið og leika sér. Við erum mikið að dekra þær. Við gerum allt fyrir þær.“ Björgin segist vera alinn upp með kisum og alltaf haft ketti í kringum sig. Hann segir að elsti kötturinn sem hann hafi átt hafi orðið 22 ára. „Enda fékk hún bara rækjur og humar.“ Þrífættur skilnaðarköttur Fimm kettir á heimilinu „Hann er algjör snilli“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.