Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 28
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéttASkot 512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AðAlnÚmeR RitStjóRn áSkRiFtARSími AUglýSingAR Sandkorn 28 Umræða Helgarblað 13.–16. júní 2014 Eva Longoria og Anne Hathaway Afturgöngur í framsæti Sigrún Lilja Guðjónsdóttir segir stjörnurnar skotnar í Gyðju. - DV N ýr stjórnmálaflokkur á hægri væng stjórnmálanna á fullt erindi ef marka má viðbrögð í könnunum við hinni nýju Viðreisn sem Benedikt Jóhannes- son og fleiri fyrrverandi sjálfstæðis- menn standa að. Á stofnfundi sam- takanna voru um 200 manns mættir og stemmningin svífur yfir vötnum. Helsta ástæða þess að hljómgrunn- ur er fyrir hinu nýja afli er sú harð- línustefna sem orðið hefur ofan á í Sjálfstæðisflokknum þar sem aftur- göngur úr stjórnmálum virðast ráða ferðinni. Þar ber hæst afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu. Stór hluti hægrimanna er á þeirri skoðun að rétt sé að láta reyna á aðildina. Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað að fara leið harðlínuaflanna og slíta viðræðum með ofbeldi án þess að spyrja þjóðina eins eða neins. Þeir létu öfgaöfl innan eigin flokks og steintröll úr Framsóknarflokknum leiða sig út í fenið. Þeir forsmáðu vilja þjóðarinnar með slitatillögunni sem leiddi til fjöldamótmæla á Aust- urvelli. Allt það mál bar vott um ótrúlega pólitíska heimsku. Vandinn er sá að þjóðin er komin á bragð- ið með að fá beina aðild að stórum málum. Upphafið var þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ákvað að vísa fjölmiðlalögum Dav- íðs Oddssonar í þjóðaratkvæði. Þar á eftir fékk þjóðin að greiða atkvæði um Icesave. Forystumenn Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokks- ins studdu í orði að þjóðin fengi að kjósa um skuldaklafann. En þegar þeir voru sjálfir komnir á valda- stóla ákváðu þeir að krosssvíkja eig- ið kosningaloforð um að þjóðin ætti að skera úr um framhald viðræðna um aðild að ESB. Þetta rökstuddi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, með því að það væri pólitískur ómöguleiki fyrir núver- andi ríkisstjórn að halda áfram við- ræðum. Þjóðarviljinn var þar með settur aftur fyrir vilja fulltrúanna. Það mátti ekki taka áhættuna af því að kjósa því það leit út fyrir að niður- staðan yrði ráðamönnum óhagstæð. Það er í þessu andrúmslofti sem hver sjálfstæðismaðurinn af öðrum leggur á flótta og velur sér ný skoð- anasystkini. Stofnun Viðreisnar er staðfesting á klofningi innan Sjálf- stæðisflokksins. Frjálslynt fólk sem vill færa valdið til fólksins hörfar undan afturgöngum Sjálfstæðis- flokksins sem hafa komið sér fyrir í framsætinu. Kjarninn í almennri óá- nægju með framgöngu ríkisstjórnar- flokkanna í ESB-málinu snýst ekki um viljann til aðildar. Fólk vill ein- faldlega fá að leggja sitt lóð á vogar- skálarnar og ráða framvindunni. Hins vegar liggur fyrir að tilraunin til valdníðslunnar hefur orðið til þess að þeim snarfjölgaði sem aðhyllast aðild. Og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar krefst þess að fá að greiða atkvæði um framhald eða slit viðræðna. Það er í skugga þessa pólitíska ómöguleika sem nýtt afl á hægri vængnum á mikla möguleika. Það er klókt af forsvarsmönnum þar að leggja til að framhald viðræðna fari í þjóðaratkvæði. Farvegur fyr- ir óánægða hægrimenn er kominn. Full ástæða er fyrir forsvarsmenn Sjálfstæðisflokksins að hafa áhyggj- ur. Ekki er víst að þeir eigi sér við- reisnar von. n Tár Sveinbjargar Einhver skrautlegasti stjórn- málamaður á síðari tímum er Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir sem dröslaði inn tveimur borgarfull- trúum eftir að hafa lýst því yfir að afturkalla ætti leyfi til byggingar mosku í Sogamýri. Í umræðunni sem spratt í framhaldinu hafði hún ýmsar athugasemdir við framgöngu múslíma. Í viðtals- þættinum Eyjunni á Stöð 2 sagð- ist hún með eftirgangsmunum harma hvernig umræðan þróað- ist og lýsti fjölmiðla þar ábyrga. Þá kallaði hún eftir samúð vegna skopmyndar af henni í Frétta- blaðinu og sagðist hafa grátið þegar hún opnaði blaðið. Áfall bæjarstjórans Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, stendur eftir laskað- ur eftir að hann náði ekki kjöri sem bæjarfull- trúi. Mikið írafár varð í talningu þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sáu í hvað stefndi. Þegar fyrir lá að Gunnar var fallinn fyrir Halldóri Jörgenssyni, frambjóðanda Bjartrar framtíð- ar, var krafist endurtalningar en allt kom fyrir ekki. Í ofanálag fékk bæjarstjórinn flestar útstrikanir af öllum. Þriðja kynslóðin Einn helsti sigurvegari sveitar- stjórnarkosninganna er Björt framtíð og formaður hennar, Guðmundur Stein- grímsson. Flokk- urinn er búinn að fóta sig á lands- vísu og með sam- starfinu við Sjálf- stæðisflokkinn í stórum sveitarfé- lögum á borð við Kópavog hef- ur tekist að slíta naflastrenginn yfir til Samfylkingar. Þar með er flokkurinn að mjaka sér hægra megin við miðju. Það kemur síð- an í ljós hvort flokknum telst að fóta sig inn í framtíðina. Fari svo að Guðmundur verði forsætis- ráðherra verður hann sá þriðji í beinan karllegg til að sinna því embætti. Sveinn er einn Sveinn Andri Sveinsson lögmaður hefur verið áberandi í sambandi við stofnun hinnar nýju Viðreisn- ar sem ætlað er að koma Íslandi inn í Evrópusam- bandið. Stofnend- ur hins nýja flokks munu þó ekki vera áhugasam- ir um að hleypa Sveini inn í forystuna. Því veld- ur að maðurinn er umdeildur fyrir ýmsar sakir og þá sérstak- lega fjölbreytt ástarmál þar sem ungmeyjar koma við sögu. Fyrir nokkru slitnaði upp úr áralöngu samstarfi Sveins innan Lög- fræðistofu Reykjavíkur og er hann nú einn með skrifstofu. Reynir Traustason rt@dv.is Leiðari Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar Kjallari Fleiri leiguíbúðir Þ að er gaman að sjá áhersl- ur nýs meirihluta í borgar- stjórn Reykjavíkur. Þar eru barnafjölskyldur, lýðræðis- þróun og ekki síst húsnæð- ismál í forgangi. Meðal þess gleði- lega eru áform nýja meirihlutans um byggingu þúsunda leiguíbúða og búseturéttaríbúða á næstu árum. Það er einfaldlega mjög brýnt að auka framboð á leiguí- búðum sem bjóðast á sanngjörn- um kjörum til langs tíma og líka að fjölga valkostum okkar í húsnæð- ismálum. Búseturéttaríbúðir hafa reynst góður valkostur fyrir marga og sameina að ýmsu leyti kosti þess að eiga og leigja. Áform um fjölg- un félagslegra íbúða eru einnig sér- staklega ánægjuleg enda biðlist- ar eftir slíkum íbúðum enn allt of langir. Ástandið í húsnæðismálum hefur ekki farið fram hjá neinum og mikilvægt að stjórnmálamenn setji framfarir þar í forgang því húsnæð- ismálin skipta svo miklu fyrir vel- ferð fólks. Það er ekki bara skortur á leiguíbúðum sem hefur skapað leigjendum erfiða stöðu. Því mið- ur ákváðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur á Alþingi í vor að sleppa því sérstaklega að leið- rétta lán á leiguíbúðum og búsetu- réttaríbúðum þannig að hækkan- irnar á leigu og lánum hjá þessum hópum eru óleiðréttar meðan þeir sem eiga húsnæði hafa fengið lof- orð um leiðréttingu úr ríkissjóði. Við þetta bætist að ríkið hefur lengi veitt meiri peningum í vaxtabætur til þeirra sem kaupa en í húsaleigu- bætur til þeirra sem leigja. Á síð- asta kjörtímabili kynntum við til- lögur um að sameina vaxta- og húsaleigubætur þannig að þeir sem eiga húsnæði og leigja sitji við sama borð. Það er mikilvægt að sú breyting verði gerð nú í kjölfar skuldaaðgerða því það er einfald- lega ósanngjarnt að þeir sem leigja fái minni stuðning en hinir sem kaupa. Heimilin í forgang Fyrsta þingmál okkar í Samfylk- ingunni á Alþingi á þessu kjör- tímabili var um bráðaaðgerðir til að efla leigumarkað á Íslandi. Erf- ið staða margra í húsnæðismálum kallaði á það en líka sú staðreynd að við þurfum að fjölga möguleikum fólks til að vera í öruggu húsnæði. Slæm reynsla af stökkbreytingu lána og því hvað mikil skuldsetning íbúðarhúsnæðis er viðkvæm fyrir sveiflum á fasteignamarkaði, kaup- máttarbreytingum og vaxtahækk- unum veldur því að mun fleiri vilja aðra valkosti í húsnæðismálum en 100% lán með tilheyrandi skuld- setningu. Það er sameiginlegt fram- tíðarverkefni okkar allra að stuðla að uppbyggingu heilbrigðs og rétt- láts húsnæðiskerfis með fjölbreytt- um valmöguleikum sem koma til móts við þarfir ólíkra hópa. Þau skref sem nýr meirihluti í Reykjavík stígur í samstarfssáttmála sínum eru í þá átt. Ríkisstjórnin hefur enn tækifæri til að koma með í þenn- an leiðangur og sýna í verki að hún setji heimilin í forgang eins og lof- að var fyrir síðustu þingkosningar. Hvort heimilin á leigumarkaði eru með í þeim forgangi fáum við að sjá í fjárlagatillögum ríkisstjórnarinn- ar í haust. n „Það er einfald- lega mjög brýnt að auka framboð á leigu- íbúðum sem bjóðast á sanngjörnum kjörum „Hver sjálf- stæðismaður- inn af öðrum leggur á flótta Við berum öll ábyrgð Benedikt Jóhannesson segir hrunið ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna. - DV Hjarta mínu blæðir Ragna Erlendsdóttir saknar Ellu Dísar sem lést aðeins átta ára. - DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.