Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 13.–16. júní 201460 Fólk Rowland er ólétt Söngkonan Kelly Rowland á von á barni. Þetta tilkynnti hún ný- lega í gegnum Instagram með því að deila þar mynd af skóm eigin- manns síns, Tim Witherspoon, við hlið barnaútgáfu af sömu skóm. Tim og Kelly giftu sig í síðasta mánuði á Kostaríka. Að eigin sögn var brúðkaupið fullkomið. Það mætti því segja að allt leiki í lyndi hjá parinu þessa dagana. Kelly Rowland er þekktust fyrir að vera meðlimur í stúlkasveitinni Destiny's Child en í dag er hún að vinna að söngverkefni fyrir Pepsi. Frægar Miley Cyrus og Selena gomez Þau eru ófá skiptin þar sem ástarmál virð- ast valda vinslitum en Miley Cyrus og Selena Gomez voru áður góðar vinkonur frá tíma sínum hjá Disney. Eftir að Justin Bieber á að hafa haldið framhjá Selenu með Miley Cyr- us hófst stríð þeirra á milli. Sel- ena fékk sameiginlegar vinkonur þeirra, Demi Lovato og Taylor Swift, með sér í lið og reyna þær hvað eftir ann- að að varpa skugga á Miley. Meðal annars hafa þær gert samninga við skemmtistaði um að leyfa Miley ekki að koma fram þar. Miley lætur sitt ekki eftir liggja í baráttunni og birtist fyrir stuttu á tónleikum með eftirmynd af Selenu á pappaspjaldi. Mariah Carey og Nicki Minaj „Þetta var eins og að fara í vinnuna alla daga í helvíti með Satan,“ sagði Mariah Carey spurð um American Idol og sam- starfskonu sína Nicki Minaj. Mariah Carey hefur látið ljót orð falla um Nicki í viðtölum og jafnvel spurt „hver?“ þegar hún er spurð út í samstarfskonu sína, til að vísa til þess að fyrir sér sé hún ósýnileg. Nicki Minaj hefur sést rjúka af setti og kalla „ég var búin að segja ykkur það, ég ætla ekki að sætta mig við hennar há- tign þarna“. Dramað á milli þeirra er hvergi nærri búið og segist Mariuh líða óör- uggri í kringum Minaj og hef- ur hún beðið um aukið öryggiseftirlit. Cheryl Cole og Charlotte Church Stríð söngkvennanna hófst eftir að Cheryl ásakaði Charlotte um að hafa stolið lagi frá sér. Charlotte svaraði fyrir sig með því að segja að hljómsveit Cheryl, Girls Aloud, væru „fimm hundar án kjarks“. Einnig sagði Charlotte að Cheryl hefði ekkert bein í nefinu vegna þess að hún byrjaði aftur með eiginmanni sínum, sem hélt framhjá henni. Þegar þær loksins hittust eftir þessi orðaskipti sagði Cheryl að hún hefði orðið hrædd við Charlotte. n Eins og að fara í vinnuna með Satan n Ástarmál ollu vinslitum Katie Price og Kelly Brook Það sauð upp úr milli fyrirsætnanna þegar Kelly Brook tók saman við fyrr- verandi eiginmann Katie Price fyr- ir nokkrum árum, Danny Cipriani. Katie kallaði Kelly „kvígu“ fyrir vikið og vísaði með því til þyngd hennar. Þeim virðist ómögulegt að nefna hvor aðra í viðtölum eða á twitter án þess að allt fari í bál og brand, þátt fyrir að Kelly og Danny séu hætt saman. Katie minnist enn reglu- lega á að Danny hafi haldið framhjá henni en Kelly hef- ur skorað hana á hólm og krafist þess að þær ræði þetta í persónu í staðinn fyrir að eiga í internetstríði. Ráðist á bestu vinkonu Kim Ráðist var á bestu vinkonu Kim Kardashian, Brittny Gastineau, á hótelherbergi í vesturhluta Hollywood nú nýverið. TMZ greinir frá því að Brittny, sem er fyrrverandi raunveruleikastjarna, hafi verið á hótelinu ásamt karl- manni sem hafi gengið svo illi- lega í skrokk á henni að hún end- aði á spítala. Læknarnir hringdu á lög- reglu sem síðan ræddu við hana um málið. Heimildir herma að Brittny sé búin að ráða sér lög- fræðing í von um að leita réttar síns. Kærasti Brittny, götulistamað- urinn Marquis Lewis, var einnig á hótelinu en hann er ekki grunað- ur um árásina. Hann er líkamlega illa á sig kominn eftir hnéaðgerð. óviNKoNur Gerir aðdáendur forvitna Justin Bieber setti inn mynd af sér og fyrrverandi kærustu sinni, Selenu Gomez, á Instagram-að- gang sinn á dögunum. Und- ir myndinni stóð: „Ást okkar er skilyrðislaus.“ Stuttu seinna var myndin hins vegar horfin. Bieber setti líka inn mynd af Gomez í síðasta mánuði þar sem stóð: „Glæsilegasta prinsessa í heimi.“ Þetta hefur valdið aðdáendum Biebers miklu hugarangri enda mikið verið spáð í það hvort þau muni taka saman aftur. Margir aðdáendur þrá það heitast að þau taki saman á ný enda þóttu þau fullkomin saman. Sjálf hafa þau ekkert viljað gefa upp um það hvort þau taki nokkurn tím- ann saman á ný. Adam Levine biðst afsökunar Tónlistarmaðurinn vill laga samviskuna áður en hann kvænist T ónlistarmaðurinn Adam Levine vill laga samviskuna áður en hann gengur í það heilaga með fyrirsætunni Behati Prinsloo. Samkvæmt heim- ildamönnum amerísku slúður- pressunnar hefur Levine, sem er söngvari Maroon 5 og dómari og lærifaðir í raunveruleikaþættinum The Voice, beðið um fyrirgefningu fyrrverandi kærasta sinna. Í tímaritinu Us Weekly kemur fram að Levine hafi beðið ofurfyrir- sæturnar Önnu V. og Ninu Agdal afsökunar á því hvernig hann hag- aði sér á stefnumótum með þeim. „Hann hefur beðið þær afsökun- ar á því hvernig hann kom fram við þær,“ sagði ónefndur heimildamað- ur við tímaritið og bætti við: „Þeim gæti hins vegar ekki verið meira sama um hans samvisku.“ Sagan segir að söngvarinn hafi slitið sambandinu við Agdal með því að hætta að svara símtölum hennar. Hann á einnig að hafa sagt henni frá trúlofun sinni og Behati í gegnum sms-skilaboð. Levine, sem var valinn kyn- þokkafyllsti karlmaður á lífi af tímaritinu People, er staðráðinn í að láta samband sitt við Behati ganga og ætlar að láta húðflúra nafn hennar á líkama sinn. „Hann ætlar að tattúvera nafnið hennar á brjóst sitt svo ást þeirra fari ekki fram hjá neinum,“ sagði ónefndur heimilda- maður í Us Weekly. Tónlistarmaðurinn er 35 ára en Prinsloo 24 ára Victoria's Secret- fyrirsæta sem ólst upp í Afríku. Hún var aðeins 16 ára þegar stofn- andi Storm Model Management, Sarah Doukas, uppgötvaði hana en Doukas er sú sem gerði Kate Moss fræga á sínum tíma. n indiana@dv.is Verðandi hjón Rúmlega tíu ára aldursmunur er á kærustuparinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.