Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 64
Helgarblað 13.–16. júní 2014 45. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Kattaveiðarar í Rottuholti? Safnar túbusjónvörpum n Í dag hafa flest heimili losað sig við gömlu túbusjónvörpin, enda plássfrek og úrsérgengin, og skipt yfir í flatskjá. Tónlistar­ maðurinn Atli Bollason er þó ekki eins og flest fólk en hann hefur nú hafið söfnun á túbu­ sjónvörpum. Á fimmtudag setti hann inn á sölutorg Bland.is auglýsingu þar sem hann óskar eftir túbusjónvörpum. „Ef þú átt gamalt sjónvarp sem enginn er að nota þá skal ég rúlla við hjá þér og sækja það. Þau þurfa ekki að vera í topplagi en þó þannig að það kvikni á þeim,“ skrifar Atli. Óvíst er hvað hann hyggst gera við þau. Rottuveiðarar í Kattholti Rekstrarstjóri hvetur alla til að fá sér kött R ottugangurinn í Reykjavík ríð­ ur ekki við einteyming þessi dægrin. Rottur af öllum stærð­ um og gerðum ráfa nú blygð­ unarlaust um götur og stræti mið­ bæjarins, narta í rusl og bíta börn. Meindýraeyðar segja að mögulega sé um faraldur að ræða, sér í lagi í eldri hluta borgarinnar, og biðja íbúa og aðra að hafa varann á. Margir hafa lýst áhyggjum sínum vegna þessa, í athugasemdakerfum fjölmiðla og víðar, og spurt hvað sé til ráða. Hall­ dóra Björk Ragnarsdóttir er formað­ ur stjórnar Kattavinafélags Íslands og rekstrarstjóri Kattholts. Alls 40 óskila­ kettir dvelja nú í Kattholti. Þá vantar alla nýtt heimili. „Fólk fær sér gjarnan kött hjá okkur til að fara með út í sveit til að veiða mýs,“ segir Halldóra og bætir við að þeir séu einkum lunknir í að góma hagamúsina. En hvað með miðbæjarrottur? „Stærri kettir og öfl­ ugir fara kannski í rotturnar,“ seg­ ir Halldóra. Hún hvetur alla, þá sem eru að glíma við rottugang og aðra, að mæta í Kattholt og næla sér í kött. Þar eru kettir af öllum stærðum og gerð­ um, líka stórir og sterkir. „Við erum með allt frá litlum kettlingum og upp í fullvaxta eldri kisur. En það er erfitt að segja til um þetta. Þótt einhver köttur sé stór þá þarf hann ekki nauðsynlega að vera rottu­ eða músaveiðari.“ Að­ spurð hvort hugsanlega sé best að fá sér kettling og ala upp í honum veiði­ eðlið frá unga aldri, segir Halldóra: „Ég veit það ekki. En maður hefur heyrt sögur um að fólk hafi tamið kisurnar til að fara á klósettið, það sá ég í blöðun­ um um daginn. En það er þolinmæð­ isvinna.“ n baldure@dv.is Plága Rottugangurinn í Reykjavík hefur vakið óhug. Lausn vandans er hugsanlega að finna í Kattholti. Mynd ShutterStock Hamstrar eins og Sigmundur n Fjölmargar fréttir RÚV um fund á földum gögnum Sig- mundar davíðs Gunnlaugsson- ar í Útvarpshúsinu vöktu athygli á fimmtudag. Þann sama dag greindi Ómar ragnarsson frá því á bloggi sínu að hann hafi í gegn­ um árin stundað álíka hömstr­ un og forsætisráðherra. „Meðal annars ákvað ég 1995 að geyma allt myndefni, sem tekið var af snjóflóðinu á Flateyri, alls 55 spólur. Skemmtileg tala, sama og hjá SDG. Þessar spólur af aðeins einum atburði tóku þá ansi mikið pláss, en mér fannst 1995 engin leið til að vinsa úr þessu efni einhvern hluta þess svo vel væri og henda megninu,“ skrifaði hann. Þurfti að skipta um nafn n Hljómsveitin Highlands hef­ ur vakið nokkra lukku upp á síðkastið með Loga Pedro Stef­ ánsson fararbroddi. Á fimmtu­ dag tjáði Logi vinum sínum á Facebook að hljómsveitin hefði ekki mátt heita því nafni og heiti héðan í frá Young Karin. Nafnið vísar að öllum líkindum til söng­ konu sveitarinnar ungu, Karin Sveinsdóttur, sem Logi uppgötv­ aði þegar hann dæmdi í söng­ keppni í menntaskóla. Þrátt fyr­ ir ítrekaðar spurningar vina gaf Logi Pedro ekkert upp um af hverju hljómsveitin hefði ekki mátt heita fyrra nafni. Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við sölumenn okkar. Svíf þú inn í svefninn RÚMDalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.