Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 13.–16. júní 201446 Lífsstíll Þetta skaltu ekki geyma í ísskápnum V issar matartegundir geymast betur í kulda en aðrar. Oft gætir líka ákveðins misskilnings um hvaða tegundir geymist best í kæli. Þessar til dæmis gera það ekki: Tómatar Flestir geyma tómata í ísskáp. Það er hins vegar alls ekki besti staður­ inn því tómatar elska hita en hata kulda. Í ísskáp verða þeir fljótt lin­ ir en halda sér mun lengur ef þeir eru geymdir fyrir utan ísskápinn. Best er að geyma þá til dæmis í skúffu eða skáp þar sem sólin skín ekki beint á þá. Basilika Basilika hefur svipaðar geymslu­ þarfir og tómaturinn. Hann má ekki vera í of miklum hita og held­ ur ekki of miklum kulda. Sama og með tómatinn þá veldur kuldinn því að basilikan helst ekki ferskt jafn lengi. Þess vegna er betra að geyma hana á heitum stað. Hægt er að geyma hana í glasi með vatni í og setja smá plast yfir en passa samt að þekja það ekki alveg því það verður að komast loft inn. Laukur Laukur á frekar til að mygla í ís­ skáp heldur en utan hans. Hann á samt að geyma á köldum stað og í burtu frá sólarljósi. Kjósir þú að geyma hann í ísskápnum passaðu þá að hafa hann ekki nálægt kart­ öflunum því séu þessar tegundir geymdar saman þá skemmast þær hraðar. Það sama á við um hvítlauk en vor­, gras­ og blaðlaukar geym­ ast vel í ísskáp og er það vegna þess að vatnsmagnið er meira í þeim. Ólífuolía Olían geymist ekki vel í ísskáp. Þar harðnar hún og því á ekki að geyma hana þar. Hún endist lang­ best ef hún er geymd inni í skáp þar sem er ekki of heitt og ekki of kalt. Brauð Brauð geymist afar illa í ísskáp. Það þurrkast mjög fljótt upp. Það er hins vegar í góðu lagi að geyma brauð í frysti, þar geymist það nefnilega vel sé passað upp á að það sé í lokuðum og góðum um­ búðum. Brauð geymist best í plast­ poka í venjulegum stofuhita. Kaffi Því er oft haldið fram að kaffi geymist betur í ísskáp og þurrk­ ist síður. Það er þó ekki raunin. Sé kaffi geymt í ísskáp tapar það nefnilega fljótt bragðgæðum sín­ um. Besti staðurinn til að geyma kaffi er á köldum og dimmum stað. Þess vegna henta álkrukkur til dæmis vel til geymslu þess. Lárpera Lárperu, eða avokadó, er ekki sniðugt að geyma í ísskáp. Hún skemmist mun fyrr. Hins vegar, sé búið að opna hana og rífa af henni börkinn er í lagi að geyma hana í ísskápnum. n Tómatar, laukur og brauð eru meðal þess sem geymist illa í ísskápnum heima eða í vinnunni Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Bestu matar- bloggin Saveur velur á hverju ári bestu matar­ og vínbloggin í nokkrum flokkum. Hér má sjá þau blogg sem unnu verðlaunin í ár. iamafoodblog.com/ Stephanie heldur úti matar­ blogginu iamafoodblog.com. Hún hefur unun af því að elda og deilir ástríðunni með lesend­ um sínum. Bloggið hennar hefur slegið í gegn og hún á fjölmarga fylgjendur. Stephanie tekur fal­ legar myndir af réttunum og er með sniðugar hugmyndir. Sjón er sögu ríkari. Love and lemons Jeanine er með bloggsíðuna Love and Lemons. Flestar uppskrift­ irnar sem hún deilir með lesend­ um myndu líklega flokkast sem hollustuuppskriftir enda hefur Jeanine unun af því að fá fólk til þess að nota grænmeti á skap­ andi og skemmtilegan hátt. Hún ferðast líka mikið ásamt eigin­ manni sínum og uppskriftirnar eru í takt við það. www.loveandlemons.com/ Top with cinnamon Hin 18 ára gamla Izy heldur úti bloggsíðunni Top with cinna­ mon. Izy býr í London og hefur frá blautu barnsbeini haft mik­ inn áhuga á bakstri enda þrátt fyrir ungan aldur er hún gríðar­ lega fær í því. Hún lærði listina að baka frá mömmu sinni sem er bandarísk en ættuð frá Ítalíu. Aðaláherslan er á bakstur en hún birtir þó stundum matarupp­ skriftir líka. www.topwithcinnamon.com/ The Vanilla Bean Það er einlægur ástríðubakari sem heldur úti þessari síðu. Mik­ ið af skemmtilegum og öðruvísi bakstursuppskriftum og bloggar­ inn tengir uppskriftirnar gjarnan fjölskyldu sinni og deilir sögum með lesendum. http://thevanillabeanblog.com/ Mikilvægt að bera sólarvörn á augnsvæði Orsakavaldur 10 prósenta húðkrabbameinstilvika V issirðu að það má rekja tíu prósent tilvika húðkrabba­ meins til augnsvæðis­ ins? Julie Woodward, sér­ fræðingur hjá Duke University Medical Center greinir frá þessu í Cosmopolitan­tímaritinu en hún segir að gjarnan gleymist að vernda augnsvæðið þegar fólk setur á sig sólarvörn. Mörg tilvik húðkrabbameins eiga uppruna sinn í húð augnlokanna og svæðisins fyrir neðan augun vegna þess að fólk ber síður sólarvörn á þau svæði af ótta um að sólarvörnin fari í augun sjálf. Húðsvæðið í kringum augun er mun næmara fyrir útfjólu­ bláum geislum og er húðin á því svæði tíu sinnum þynnri en önnur húð sem gerir skaða vegna útfjólu­ blárra geisla mun líklegri þar en annars staðar á líkamanum. Þannig að þrátt fyrir að augnsvæðið sé inn­ an við eitt prósent af húðinni eru tíu prósent tilvika húðkrabbameins af­ leiðing skorts á vörn á því svæði. Hægt er að slá á áhyggjur um að sólarvörnin leiti inn í augun með því að kaupa sólarvörn sem er sér­ staklega ætluð augnsvæðinu. Hún er ekki skaðleg augunum ef svo vill til að hún leki þangað. Sólgleraugu eru einnig fyrir­ byggjandi í þessu samhengi en þau þurfa að innihalda gler með vörn fyrir útfjólubláum geislum til þess að gera gagn. n Viðkvæmt svæði Augnlokin og húðsvæðið undir augunum er næmara fyrir útfjólubláum geislum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.